Dagblaðið - 12.02.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGÚR 12. FEBRÚAR 1979.
11
Erlendar
fréttir
REUTER
Danmörk:
Síðasta
ósk morð-
ingjans
uppfylit
Betra er seint en aldrei er orðtæki sem
vel á við þegar fjallað er um síðustu ósk
manns eins sem tekinn var af lifi i Dan-
mörku fyrir eitt hundrað þrjátíu og átta
árum. Var þetta dæmdur morðingi en
hann hafði ritað ævisögu sina fyrir
dauða sinn og hafði óskað þess að hún
kæmi fyrir almenningssjónir, svo líf
hans mætti verða öðrum til viðvörunar.
Höfundurinn, Ole Kolleröd, samdi
sögu sína serrí nokkurs konar dagbók
árið 1840 og kom hún út í fyrra og þá
fyrir forgöngu stofnunar sem nefnd er
Danmarks Folkeminder.
Ekki verður annað séð en að varn-
aðarorð morðingjans frá þvi á fyrri hluta
nitjándu aldar eigi fullt erindi til danskra
lesenda í dag. Fyrsta upplagið var eitt
þúsund og fimm hundruð eintök. Undir
siðustu áramót var aftur á móti búið að
prenta og nær því selja upp fimm þús-
und eintök. Nýtt þrjú þúsund eintaka
upplag er nú að koma út. Þykir það
tíðindum sæta og óvenjulegt í Dan-
mörku að slík frásögn frá fyrri tið seljist
svo vel.
Fjórir
milljarðar
fyrir demant
Einn verðmætasti demantur, sem
vitað er um og fannst i námu i Suður-
Afríku i fyrra. hefur nú verið seldur til,
bandarisks auðmanns sem ekki vill að
nafn hans komi fram. Kaupverðið mun
hafa verið jafnvirði um það bil fjögurra
milljarða íslenzkra króna.
Demanturinn mun vera 137,02 karöt.
Bandaríkin:
Ekki hvort, heldur hve-
nær bensínskömmtun
veröur tekin upp vestra
— segir Henry Jackson formaður orkumálanef ndar öldungadeildarinnar
Ný orkukreppa
í uppsiglingu
vegna ástandsins
ííran
Henry Jackson, formaður orku-
málanefndar öldungadeildar banda-
ríska þingsins, sagði I gær að hið fyrsta
yrði að grípa til bensínsölubanns á
sunnudögum þar vestra. öldunga-
deildarþingmaðurinn sagði að spurn-
ingin væri ekki hvort koma þyrfti á
olíuskömmtun heldur væri einungis
spurt um hvenær hún yrði. Hann tók
ennfremur fram að mikil þörf væri á
þvi, að Jimmy Carter Bandarikjafor-
seti skýrði þjóð sinni frá því, hve alvar-
legt ástand væri nú i orkumálum
Bandaríkjanna.
Jackson sagði þetta í sjónvarpsvið-
tali, en undanfarna viku hafa sér-
fræðingar kannað hve mikil áhrif
stöðvun olíusölu frá íran og hugsan-
legar truflanir á olíusölu frá öðrum
olíusöluríkjum í Miðausturlöndum
mundi hafa vestra. Ætlun orkumála-
nefndar öldungadeildarinnar er að
hafa til reiðu áætlun um orkumálin í
ljósi nýrra upplýsinga i lok þessa mán-
aðar. Síðan er búizt við að það muni
taka um það bil tvo mánuði að af-
greiða málið i deildinni.
1 viðtalinu kom fram að Henry
Jackson, sem talinn er í hópi herskárri
áhrifamanna í Bandaríkjunum, taldi
koma til greina að grípa til hernaðar-
aðgerða til að tryggja olíuflutninga frá
Miðausturlöndum. Hann sagði að við
núverandi aðstæður hefðu skæruliðar
Palestínuaraba möguleika á að stöðva
olíuviðskiptin. Hann taldi einnig að
samvinna lsrael, Egyptalands og
Saudi-Arabiu mundi koma sér vel til
að koma i veg fyrir of mikil áhrif
Sovétríkjanna í þessum heimshluta.
Hestar
postul-
anna
vél-
knúnir
Nú gefst trimmurum kostur á að
notfæra sér véltæknina við iðkun-
ina. Sá sem stendur fyrir þ\1 er
Bandarikjamaðurínn Burt Shul-
man, sem sést á myndinni á nærri
þrjátiu kilómetra hraða á klukku-
stund, en óneitanlega aðeins gang-
andi. Hann ber gönguvélina á bak-
inu og sést vel hvernig hún er siðan
tengd niður i fæturna. Uppfinn-
ingamaðurínn telur að vélin geti
komið heilbrigðu fólki að góðum
notum. Aftur á móti segist hann
binda miklar vonir við að hún geti
orðið hreyfihömluðum að ómetan-
legu gagni þegar reynsla verði
komin á notkun hennar. Vélin
gengur fyrir gasi.
GERVI-PRESLEYAR
í LÖNGUM RÖDUM
Þó Elvis Presley sé látinn er hann
samt sprelllifandi í hugum fólks i
Bandaríkjunum og viðar. Ekki var í
það minnsta annað að sjá, þegar kvik-
myndafyrirtæki eitt þar vestra auglýsti
eftir ungum mönnum til að leika
stjörnuna í kvikmynd.
Frakkland:
STÁLVERKA-
MENN MÓT-
MÆLA
Valery Giscard d’Estaing forseti
Frakklands fær nógu að sinna, þegar
hann snýr aftur til Parísar í dag eftir ferð
um Afríku. Mikill órói hefur verið viðs
vegar um Frakkland siðustu viku vegna
vaxandi atvinnuleysis. Búizt er við að
þetta ástand muni halda áfram í þessari
viku og hámark mótmælanna mun
væntanlega verða sólarhringsvinnu-
stöðvun verkamanna I stáliðnaðinum en
hún verður á föstudaginn kemur. Fyrir
helgina efndu stálverkamenn í Lorraine-
héraði til mótmælaaðgerða. Stöðvuðu
þeir lest sem var með farm af hrájárni og
dreifðu um það bil 1500 tonnum af þvi á
járnbrautarteina. Rúmur fjórðungur af
stálframleiöslu Frakka fer þar fram.
Talið er að 1,3 milljónir atvinnulausra
séu I Frakklandi um þessar mundir.
Verkamenn I stáliðnaði eru I mjög öflug-
um samtökum og hafa lýst þvi yfir að
þeir muni ekki samþykkja áætlanir um
að fækka störfum í grein þeirra.