Dagblaðið - 12.02.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979.
Trútt um talað
Svolítil könnun á útvarpshlustun
hefur verið gerð. Af rúml. 200.000
manns i landinu hafa 113 gefið
tóninn, og sá tónn er úr popphorni og
óskalögum sjúklinga, sem fá tifalt
meiri hlustun en sinfóníutónleikar hjá
þessum hópi.
Þótt ekki sé af meira úrtaki að státa,
er þegar tekið að draga laerdóma af
þessari könnun, og hlakkar auðheyri-
lega görnin í lágmenningarvitum
blaðanna: „Áfall fyrir tónlistar-
deildina” er 3ja dálka fyrirsögn eins
þeirra. „örfáir vilja sinfóníurnar”
heitir jafnstór fyrirsögn annars.
lskyggilegra er þó, að formaður út-
varpsráðs lætur hafa eftir sér í for-
siðufyrirsögn: „Könnunin kallar á
breytingar”. Einnig segir hann, að
„könnunin megi teljast sæmilega
marktæk” og að „búast mætti við til-
færslum á þáttum og jafnvel að ein-
stakir þættir yrðu lagðir niður.” Loks
er haft eftir honum, að nýkjörið út-
varpsráð sé um þessar mundir að fjalla
um breytingar á dagskránni, sem
sennilega komi til framkvæmda i
mars.
Hér eru að vísu engin handföst
dæmi um það nefnd, hvaða þættir
hugsanlega yrðu fyrir barðinu á þess-
ari umfjöllun. En vegna hinnar
„alþýðlegu” samsetningar útvarpsráðs
læðist að sá ótti, að nú eigi að gripa
tækifærið til að útþynna dagskrána
enn meir undir því yfirskini, að það sé
„vilji fólksins”, sem i þessu tilviki er
50—60 manns.
Nú má vel vera, að útkoman og
hlutföllin yrðu hin sömu, þótt þúsund
sinnum fleiri segðu álit sitt. Enda er
það ekki aðalatriðið. Meginatriðið er,
að útvarpið má alls ekki beygja sig al-
farið undir úrslit könnunar af þessu
tagi, þótt hafa megi hliðsjón af henni
t.d. við tímasetningu dagskrárliða.
Skyldur
útvarpsins
Útvarpinu ber nefnilega engin laga-
leg og þvi siður siðferðileg skylda til að
vera fyrst og fremst einhver af-
þreyingarstofnun, jafnvel þótt hug-
stola mannfjöldinn æski þess. I út-
varpslögunum segir svo um þetta i 3.
'gr.:
„Ríkisútvarpið skal stuðla að
almennri menningarþróun
þjóðarinnar og efla islenska tungu.
Það skal meðal annars flytja efni á
sviði lista, bókmennta, visinda og
trúarbragða, efla alþýðumenntun og
veita fræðslu i einstökum greinum,
þar á meðal umferðar- og slysavarnar-
málum. Það skal kappkosta að halda
uppi rökræðum um hvers konar
málefni, sem almenning varða, á þann
hátt, að menn geti gert sér grein fyrir
mismunandi skoðunum um þau. Það
skal halda uppi fréttaþjónustu og veita
fréttaskýringar. Það skal flytja
fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á
öllum aldri.
Útvarpsefni skal miðað við
fjölbreytni íslensks þjóðlífs, svo og við
þarfir og óskir minni hluta sem meiri
hluta.”
Með þessari óvenjugóðu lagagrein
er útvarpsráði vissulega veitt töluvert
vald til að hafa vit fyrir fólki. Ófáir
gervilýðræðissinnar eiga sjálfsagt eftir
að tryllast af vandlætingu yfir þvílikri
andans kúgun. En ætli ráðið að afsala
sér þessu forræði og hlaupa eftir úr-
slitum hlustendakannana einsog
bandarískar stöðvar, sem ganga
einvörðungu fyrir auglýsingum, þá er
líka eins gott að láta börnin ráða því,
hvað kennt er og gert í skólum — og
raunar miklu betra.
Uppeldishlutverk
Ég vil hér einungis taka dæmi af
tónlistarflutningi i útvarpi, þar sem ég
get trútt um talað. Þegar ég var barn
og unglingur, hataðist ég og allt mitt
umhverfi við sinfóníur, sónötur,
prelúdíur, fúgur, allegró og alveg sér-
staklega andante. Við elskuðum
harmónikulögin og önnur danslög. Og
við vorum ekki ein um þetta þarna
fyrir vestan. Það var nefnilega gerð
hlustendakönnun á vegum Útvarps-
tíðinda haustiö 1942, og í henni tóku
þátt rúml. 1500manns.
Af margvíslegum niðurstöðum
hennar má í þessu sambandi nefna, að
af „tegundum tónlistar” kusu 471
gamansöngva, 287 danslög, en 29
Kjallarinn
Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur
„symfóníu tónverk”. Af einleiks-
hljóðfærum kusu 976 harmóniku,
117 píanó og 7 gitar. Af einstökum
hljómsveitum hlaut danshljómsveit
Bjarna Böðvarssonar 710 atkvæði, en
hljómsveit Tónlistarskólans 6 atkv. Af
einsöngvurum hlaut Gunnar Pálsson
flest atkv., 240, en Pétur Á. Jónsson 7
og Einar Kristjánsson 5 atkvæði. Og
af „tvisöngvurum” var Jakob Hafstein
atkvæðahæstur, með 227 atkv., en
Guðmundur Jónsson og María
Markan fengu eitt atkvæði hvort.
Þetta eru ekkert undarlegar niður
stöður. Þjóðin var alls óvön sigildri
tónlist og hvorki tími né tækifæri
hafði unnist til að þroska með henni
tónsmekk. En það vita allir, sem reynt
hafa, hvilík undraveröld opnast, þegar
tónlistin tekur að ná til hjartans, svo
að maður fær gæsahúð af hrifningu.
Sem betur fer voru þeir Páll tsólfs-
son, Jónas Þorbergsson og þáv. út-
varpsráðsmenn ekki eftirlátir við
okkur, heldur héldu áfram að hafa vit
fyrir okkur, m.a. með því að dengja
yfir okkur sígildri tónlist og bættu nú
m.a.s. við passíum og óratórium. Með
þessu ólu þeir a.m.k. nokkra hundr-
aðshluta þjóðarinnar músíkalskt upp.
Og án þessarar þrjósku þeirra ættum
við líklega enn enga sinfóníuhljóm-
sveit og engan pólifónkór eða fílhar-
móniu, svo að fátt eitt sé nefnt. Og það
væri ekki bættur skaðinn.
Hlðleg örlög
Síðustu 3—4 áratugi hefur þessi
sama þjóð í yfirgnæfandi mæli verið
fóðruð á bandarískri verslunarmúsík.
Þetta er svo ísmeygileg innræting, að
t.d. ungt fólk, sem þó telur sig vilja
andæfa einhliða bandarískum
áhrifum, liggur hundflatt fyrir hinu
sama, þegar það fær þætti i útvarpinu
til umsjónar. „Andóf’ þeirra birtist
helst I þvi að spila grútmáttlausa gagn-
irýni einhverra bandariskra músík-
spekúlanta.
Nú vill svo til, að sá stjórnmála-
flokkur, sem telur sig berjast einarðast
fyrir íslensku þjóðfrelsi, á bæði
menntamálaráðherrann og formann
útvarpsráðs. Hefur slíkt ekki átt sér
stað í rúm 30 ár, eða siðan Brynjólfur
Bjarnason og Jakob Benediktsson sátu
í sömu stólum. Það væru kaldhæðnis-
leg örlög, ef hið eina eftirminnilega,
sem gerðist undir forræði þessara
manna, væri að hlaupa eftir
grunnfærnislegum niðurstöðum
könnunar meðal hálfameríkaniseraðra
hlustenda og láta rikisútvarpið gefast
opinberlega upp fyrir forheimskandi
innrætingu.
Til eru þeir gervilýðræðissinnar,
sem halda þvi á loft, að leggja beri
aukna áherslu á allskyns lág-
menningu, af því hún sé svo
„alþýðleg”. Við hinir, sem teljum
þetta móðgun við alþýðu manna,
erum i munni hinna sömu „óvinir
fólksins” (eins og sagt var hjá Stalín
gamla og hans lærisveinum) eða
jafnvel „menntamenn”, sem er víst
enn verra skammaryrði, ef marka má
ummæli sumra verkalýðsleiðtoga. En
ég tek undir með Atla Heimi, sem
sagði einhverntíma: Ekkert nema það
besta er nógu gott fyriralþýðuna.
„Nú læðist að sá ótti að nú eigi að gripa tækifærið
til að útþynna dagskrána ...”
„Nú vil! svo til að sá stjórnmálaflokkur sem telur
sig berjast einarðast fyrir íslensku þjóðfrelsi á bæði
menntamálaráðherrann og formann útvarpsráðs.”
V
Gjaldþrota
gervibær
Kópavogskaupstað hefur nokkuð
borið á góma i dagblöðum landsins á
undanförnum skammdegisdögum. í
Þjóðviljanum 21. okt. er grein um fjár-
hagsvandræði Kópavogs og segir þar
að ástandið sé hrikalegt og að leitað
hafi verið til ríkisstjórnarinnar um
aðstoð og hafi hún hlutast til um að
Seðlabankinn lánaði kaupstaðnum
200 milljónir tii að greiða úr bráðasta
vandanum og afstýra gjaldþroti.
í Dagblaðinu 14. nóv. er svo
nokkuð vikið að þessum málum og
segir þar meðal annars að 420 milljón-
ir Vanti til þess að endar nái saman á
þessu ári og að tilhlutan ríkisstjórnar
hafi kaupstaðnum verið útvegað 200
milljóna gengistryggt lán til tveggja og
hálfs árs. Þá hafi framkvæmdaáætlun
verið skorin niður um 141 milljón en
afganginum verði svo velt yfir á næsta
ár.
Engan skyldi undra þó að skatt-
greiðendur hér i Kópavogi óskuðu
eftir nokkrum skýringum frá stjómend-
um bæjarins eftir slikan fréttalestur.
Ekki er vitað til þess að hér hafi verið
farið vægilegar í skattheimtu en ann-
ars staðar né innheimta verið slælegri.
Þvert á móti hafi tekjustofnar bæjar-
ins verið nýttir eins og lög frekast leyfa
og gengið feti framar en víðas annars
staðar. Ekki vitum við heldur til þess
að bærinn hafi staðið í fjárfrekum
stórframkvæmdum eða orðið fyrir
óhöppum af náttúruhamförum. Hitt
vita Kópavogsbúar að bæjarfélagið
hefur notið þess á margan hátt að vera
úthverfi Reykjavíkur og því losnað viö
fjölmörg af þeim verkefnum sem
öðrum bæjarfélögum hafa verið hvað
þyngst i skauti.
Engan þarf að undra þó okkur
Kópavogsbúum bregði dálítið í brún
þegar á okkur dynja fréttir um gjald-
þrot okkar eigin bæjarfélags. Við
teljum okkur hafa innt af höndum
borgaralegar skyldur eigi lakar en
aðrir þegnar þjóðfélagsins og við
vitum líka að við höfum þurft að
sækja til annarra margt af því sem
sjálfsagt þykir í nútima samfélagi.
Benda má á að Kópavogur á ekkert
sjúkrahús eða slysavarðstofu. Ekki
heldur elliheimili. Ekki hefur hann
Byggt ioúðir til að leigja húsnæðis-
lausu fólki. Ekki hefur verið lagt fé í
V
hafnarmannvirki og þvi síður í upp-
byggingu atvinnutækja, svo sem tog-
arakaup eða byggingu frystihúss. Ekki
hefur hann heldur lagt fé I hitaveitu
;ða til annarrar orkuöflunar og
neysluvatn er keypt í heildsölu af
Reykjavikurborg. Ekki hefur heldur
verið lagt fé í slökkvistöð eða aðra eld-
varnaþjónustu, það kaupum við
sinnig í höfuðstaðnum.
Hér skal nú ekki fleira talið að sinni
enda nóg komið til að sýna að Kópa-
vogur er gervibæjarfélag sem aldrei
hefði átt að öðlast sjálfstæða tilveru en
samdinast heldur þeirri heild sem hann
var sprottinn af eins og Kópavogsbúar
vildu almennt fyrir 25 árum.
En stjórnmálamenn hafa gjarnan
önnur sjónarmið en fólkið sepi þeir
eiga að vinna fyrir. T.d. virðast þeir
hafa endalausan áhuga á stofnun
nýrra bæjarfélaga þó engin rök mæli
með því nema gömul hreppamörk sem
voru góð og gild fyrir 100 árum. Með
sama áframhaldi verða innan tíðar
6—7 bæjarfélög á hinu svokallaða
Stór-Reykjavíkursvæði, náttúrlega
með jafnmörgum bæjarstjórnum,
jafnmörgum bæjar- og borgarstjórum,
innheimtuskrifstofum, verkfræðiskrif-
stofum, skipulagsfræðingum, rekstrar-
stjórum, bæjarriturum, fræðsluráðum
o.fl. o.fl.
Ofan á allt þetta bætist svo hús-
næðiskostnaður og illa nýttur tækja-
búnaður jafnt úti sem inni. Þannig má
á Reykjavíkursvæðinu einu koma á
fót 6—7 gjaldþrota gervibæjum á borð
við Kópavogskaupstað.
í siðasta tölublaði „Kópavogs”
skrifar Ólafur Jónsson grein um fjár-
málastjórn fráfarandi bæjarstjórnar-
meirihluta sem samanstóð af ihaldi og
framsókn. Ekki er um að ræða hald-
góðar skýringar hjá þeim gamalreynda
bæjarstjórnarmanni. Sökinni er ein-
faldlega skellt á íhaldið en framsókn
ekki nefnd á nafn og var þó talið að
hún ætti ekki síður vaska menn og vel
Kjallarinn
Gunnar Eggertsson
Kópavogi
gefna í þeirri sæng, auk þess sem
bæjarstjórinn hefur ævinlega verið
færðurá þeirra reikning.
En framsókn er nú gengin í endur-
nýjun lífdaganna og komin i nýja
sæng með Ólafi, krötum og co, svo
best er að styggja hana ekki.
1 grein Ólafs er meðal annars að
finna þessa skýringu á óförunum:
„Byrjað hefur verið á hverri stórfram-
kvæmdinni af annarri, skipulagslaust
og án nokkurrar fyrirhyggju. Þannig
hefur að minnsta kosti verið tekin
skóflustunga að flestum stórbygging-
um sem hér eiga að rísa á næsta ára-
tug.”
Dýr mundi Hafliði allur ef skóflu-
stungur einar setja 13 þúsund manna
bæjarfélag á hausinn.
En mundi ekki rétt að leita haldbetri
skýringa?
Kópavogi, 3. febrúar 1979,
Gunnar Eggertsson
r er gervite'jarfclag sem aldrei heffti fttt
álfstseöa tilveru...”