Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. 18 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Reykvíkingar sigruðu stórt í íshokkí — á Akureyri, 7-1 Reykvikingar sigruðu Akureyringa stórt i ishokkey um helgina á Akureyri, 7—1. Það voru átta ár síðan þessi bæjar- keppni fðr siðast fram og Akureyringar höfðu sigrað þrivegis, Reykvikingar aðeins einu sinni — en um helgina tókst Reykvikingum að vinna sinn annan sigur og var sá mun öruggari en fyrirfram var búizt við. St.A. Öruggur sigur ÍR á Akureyri ÍR sigraði Þór 101—86 i Bikarkeppni KKÍ á Akureyri á laugardag. ÍR-ingar höfðu yfirburði, höfðu yfir i leikhléi, 52—35. Mark Christiansen skoraði 29 stig fyrir Þór og Jón Indriðason 27. Hjá ÍR skoraði Jón Jörundsson 26 stig og Kristinn Jörundsson 18. St.A. Völsungur meistari íblakinu — í 1. deild kvenna eftir sigurá Breiðabliki Völsungur tryggði sér Íslands- meistaratitil i blaki kvenna með sigri á Breiðabliki i 1. deild fyrir norðan um helgina, 3-1. Í raun vakti það mesta at- hygli að Blikarnir sigruðu eina hrinu en stúlkurnar af Húsavik höfðu annars yfir- burði þó ekki hafi alveg verið fullskipað lið. Völsungur vann tvær fyrstu hrinurn- ar, 15-3, 15-4 en nokkuð óvænt vann Breiðablik hina þriðju, 16-14: En stúlk- urnar af Húsavik sönnuðu yfirburði sína meðsigri í þriðju hrinunni, 15-3. lMA Sigraði síðan Breiðablik í 1. deild kvenna, 3-1,9-15, 15-3, 15-5,15-8. Stúd entar fóru norður í 1. deild karla og sigr- uðu Eyfirðinga örugglega, 3-0, 15-6, 15- 5,15-10. Staðan í l .deild karlaernú: Þróttur 11 9 2 29-12 18 ÍS 118 3 28-14 16 Laugdælir 10 7 3 22-17 14 UMSE 9 1 8 9-26 2 Mímir 9 0 9 8-27 0 Þá fóru fram tveir leikir í 2. deild karla. KA sigraði lBV 3-1 og sama tala kom upp þegar lMA sigraði Eyjamenn, 3_1______________________ Staðan í l.deild Þrír leikir voru háðir 11. deild tslands- mótsins 1 handknattleik um helgina. Úr- slit urðu þessi: ÍR - Víkingur 20-24 Fram—HK 22—21 FH—Valur 16—20 Staðan er nú þannig — og þá er reikn- að með sigri Vals gegn HK I leiknum, sem ekki fór fram. Valur Vikingur FH Fram Haukar Fylkir ÍR HK 9 9 10 10 9 9 10 8 1 0 157-127 17 7 1 1 213-182 15 196-190 11 193-204 11 182-181 8 164-175 5 179-197 5 145-172 4 Staðan í 2. deild Úrslit leikja I 2. deild um helgina: Stjarnan — Ármann KR-KA Ármann — KA Staðan I 2. deild er nú: KR Ármann Þór, Eyjum Þór, Ak. KA Þróttur Stjarnan Leiknir 10 11 10 9 10 8 8 9 19-18 22-28 24-18 241-191 14 232-208 14 182-189 12 171-159 11 185-171 10 191-168 9 173-173 6 130-238 0 Viggó tekinn úr umferð - skoraði samt sjö mörk — þegar Víkingur sigraði ÍR 24-20 í 1. deild handboltans í Laugardalshöll Bikarmeistarar Vikings sigruðu ÍR 24-20 i 1. deild tslandsmótsins i hand- knattleik á laugardag. Vikingar höfðu ávallt undirtökin i viðureign sinni við ÍR án þess þó nokkurn tima að ná yfir- burðastöðu. Án nokkurs vafa var Viggó Sigurðsson maður leiksins. Hann var tekinn úr umferð allan leikinn en skoraði þrátt fyrir það sjö mörk — eftir að Vik- ingar höfðu sett upp skemmtilegar leik- fléttur til að losa um Viggó. Kraft hans og snerpu réðu ÍR-ingar ekki við. Víkingar voru án þriggja lykilleik- manna í viðureign sinni við tR. Eggert Guðmundsson brákaðist illa á hendi gegn Breiðabliki, Skarphéðinn Óskars- son komst ekki til leiks og landsliðs- maðurinn ungi, Sigurður Gunnarsson, er enn meiddur. Þrátt fyrir það voru Víkingar of sterkir fyrir lR. Með þá Viggó, Pál Björgvinsson og Ólaf Einars- son í broddi fylkingar — þeir skoruðu 19 af 24 mörkum Vikings — höfðu Vík- ingar ávallt leikinn i hendi sér, aðeins í Stórsigur hjá Dankersen Dankersen vann stórsigur á Hiitten- berg 1 Bundesligunni I Vestur-Þýzka- landi á laugardag. Lokatölur 21—9 cftir 11—51 hálfleik. Hiittenberg, sem var án þriggja beztu leikinanna sinna, veitti aldrei neina mótstöðu að ráði f leiknum. Busch átti mjög góðan leik með Dank- ersen og skoraði sjö mörk. Waltke skor- aði þrjú — Axel Axelsson og von Oepcn tvö hvor. Ólafur H. Jónsson lék lltið með — hefur verið með flensu. Danker- sen hefur nú 20 stig eftir 17 umferðir, og um fallhættu getur varla orðið um aö ræða hjá liðinu. Göppingen tapaði á heimavelli fyrir Þýzkalandsmeisturum Grosswallstadt 11—13. Þá vann Gummersbach öruggan sigur á heimavelli gegn Milbertshofen. Rheinhausen, sem er i fallhættu, kom á óvart og vann Nettelstedt á heimavelli 21—17. Grambke, liðið, sem Björgvin Björgvinsson leikur með, lék ekki um helgina. byrjun að jafnræði var með liðunum. lR skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Páll Björgvinsson hafði misnotað viti en Er- lendur Hermannsson svaraði fyrir Vík- ing, 1-1. Brynjólfur Markússon kom lR yfir, 2-1, en í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Víkings, 4-2. ÍR náði að jafna, 4-4, en aftur komu þrjú mörk frá Víkingi I röð — og þar með var lagður grunnur að sigri Víkings. Þennan mun réð ÍR ekki við þó tvívegis hafi ÍR náð að minnka muninn i eitt mark, 7-6, og 8-7 en Vík- ingar höfðu yfir i leikhléi, 11-8. Þegar í upphafi síðari hálfleiks komst Víkingur i fimm mörk yfir, 14-9. ÍR-ingar neituðu þó alveg að gefast upp — þeir börðust vel og ungu leikmennirnir, Hafliði Hall- dórsson, bróðir Víkingsins Stefáns sem nú er í Svíþjóð, og Guðmundur Þórðar- son, áttu sína beztu leiki fyrir ÍR. lR náði að minnka muninn i þrjú mörk — en ekki meir. Mestur varð munurinn 24- 18, en lokatölur urðu 24-20. Einvígi meistara Vals og bikar- meistara Vikings heldur því áfram. Þessi tvö lið bera ægishjálm yfir önnur í 1. deild. Það er greinilegt að Bogdan Kowalczyk leggur mikla áherzlu á Sparkaði í mótherja og var rekinn af velli —Týr sigraði Gróttu 21-15 í 3. deildinni Týr þokaði sér nær sæti i 2. deild með örruggum sigri gegn Gróttu i 3. deild ís- landsmótsins i handknattleik I Eyjum, 21—15. Það fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara — Eyjamenn höfðu yfirburði en staðan I leikhléi var 10—5. En sigurinn gegn Gróttu getur orðið dýrkeyptur. Helzti markaskorari Týr- ara, Sigurlás Þorleifsson, gerði sér lítið fyrir og sparkaði í andstæðing og mun að líkindum fara í leikbann, þá væntan- lega gegn Aftureldingu en þessi tvö lið berjast um efsta sætið. Sigurlás skoraði 7 mörk fyrir Tý, Snorri Jóhannsson 6. Hjá Gróttu skor- aði Grétar Vilmundarson 4 mörk. Þá fór fram leikur suður með sjó i 3. deild — Keflavik sigraði Njarðvik 19—16 í bar- áttuleik. Staðaní3.deild er nú: Afturelding 11 8 2 1 194-175 18 Týr 9 8 1 0 194-151 17 Grótta 10 6 0 4 217-203 12 Akranes 10 5 0 5 202-189 10 Breiðablik 10 3 2 5 205-214 8 Keflavík 10 2 2 6 190-213 6 Njarðvik 10 2 1 7 189-210 5 Dalvík 10 1 2 7 204-240 4 FÓV. varnarleik Víkinga. Vörnin er nú mun þéttari en hún hefur verið en hins vegar var markvarzlan í molum gegn ÍR. Kristján Sigmundsson virðist alveg heill- um horfinn í marki Víkings. Skortir greinilega alla trú á sjálfan sig — og þegar svo er þá dettur markvarzlan niður. Hann hefur þó sýnt að hann á að geta verið í fremstu röð markvarða okkar, nær sér greinilega ekki upp. Þeir Ólafur Einarsson, Viggó Sigurðsson og Páll Björgvinsson voru drýgstir við að skora gegn ÍR. En styrkur Víkings er breidd liðsins — Árni Indriðason ávallt sterkur i vörn og þó hann skori ekki mörg mörk i sókninni þá var hann engu að síður ákaflega þýðingarmikill í leik- kerfum við að losa Viggó. Ólafur Jóns- son, hornamaðurinn snjalli, skoraði aðeins 2 mörk — en hann fékk 4 viti. Það lokaðist nokkuð fyrir Erlendi Her- mannssyni við að Viggó Sigurðsson var tekinn úr umferð — og óvenjulítið bar á honum. Hann var í vikunni valinn til að fara til Spánar með islenzka landsliðinu. ÍR á fyrir höndum sér harða fallbar- áttu, og miklu minna kemur út úr liðinu en efni standa til. Þó hlýtur það að vera iR-ingum fagnaðarefni hve þeir Guð- mundur Þórðarson og Hafliði Halldórs- son stóðu sig vel — framtíðarleikmenn þar. En vörn lR er ekki eins þétt og oft áður, ef til vill munar þar mestu að Jens Einarsson hefur alls ekki náð sér á strik i marki lR í vetur, viðlíka og í fyrra er hann sýndi hvern stórleikinn á fætur öðrum. Þeir Jón Friðsteinsson og Árni Tóm- asson dæmdu viðureignina. Mörk Víkings skoruðu: Ólafur Einarsson 8, 3 viti, Viggó Sigurðsson 7, 1 viti, Páll Björgvinsson 4, Ólafur Jóns- son 2, Steinar Birgisson, Árni Indriða- son og Erlendur Hermannsson 1 mark hver. Mörk ÍR: Hafliði Halldórsson og Guðmundur Þórðarson 5 hvor, Sigurður Svavarsson 4, 2 viti, Guöjón Marteins- son 3, Bjarni Bessason 2 og Brynjólfur Markússon 1 mark. - H Halls. Viggó Sigurðsson hefur oft fengið óbUðar móttökur hjá andstæðingunum I leikjum vetrarins. Hér er hann á hnjánum i leik Vikings og ÍR — brotnaði hann fyrr i vetur. og þuklar á nefinu. Þar DB-mynd Hörður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.