Dagblaðið - 12.02.1979, Page 22
22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Everton í efsta sætið
Enn varð að frcsta mörgum leikjum
á Brctlandseyjum á laugardag vegna
frosts og snjóa og slæmra vallar-
skilyrða. 27 leikjum i allt. Leikmenn
Everton nýttu loks tækifærið til að
komast i efsta sæti 1. deildar —
Liverpool og WBA léku ekki —
tækifæri, sem þeir hafa fengið hvað
cftir annað siðustu vikurnar en ekki
nýtt fyrr en nú. Litlar likur eru þó á
að liðið tróni lengi á toppnum þvi það
hefur tapað fimm stigum meir en
Liverpool og tveimur stigum meir en
West Bromwich Albion. Þegar þessi
lið leika sina frestuðu leiki er liklegt að
þau skjótist upp fyrir Everton á ný.
Everton fékk Bristol City i
heimsókn til Liverpool á laugardag og
sama „óstuðið” var á leikmönnum
Everton framan af Ieiknum og verið
hefur síðustu vikurnar. Bristol-liðið
náði forustu eftir aðeins níu mínútur
með marki Clive Whitehead og það
voru allt annaðen meistarataktar, sem
leikmenn Everton sýndu. Aðstæður til
keppni voru lika erfiðar — eins og á
nær öllum þeim stöðum, sem leikið
var — hávaðarok og völlurinn gler-
haröur og háll. En á 33. mín. tókst
Andy King að jafna eftir fyrirgjöf
Trevor Ross og Everton fór að sýna
klærnar. Staðan í hálfleik I — I.
1 síðari hálfleiknum náði Everton
oft stórgóðum leik — miðað við
aðstæður og Bristol City átti ekkert
svar. Andy King skoraði tvö mörk
snemma í hálfleiknum með þriggja
mínútna millibili — og í báðum tilfell-
um eftir sendingar Ross. King skoraði
þvi þrennu í leiknum — og ungi mið-
vörðurinn, sem ber hið fræga nafn
Billy Wright, fjórða mark liðsins með
þrumufleyg af 35 metra færi. Beint úr
aukaspyrnu.
Úrslit í leikjunum á laugardag urðu
þessi
I. deild
— Nýtti loks að Liverpool og West Bromwich Albion léku ekki
Steve Coppell með knöttinn — kominn á ný i feikna st uð.
Arsenal-Middlesbrough 0-0
Birmingham-Leeds 0- 1
Coventry-Tottenham 1-3
Derby-Norwich 1 —1
Everton-Bristol City 4—1
Ipswich-Southajpton 0-0
Man. City-Man. Utd. 0-3
QPR—Wolves 3-3
Leikjum Bolton-Liverpool, Notting-
ham-Forest-Aston Villa, og WBA-
Chelsea var frestað.
2. deild.
Bristol Rov.-Cambridge 2-0
Charlton-Blackburn 2-0
C. Palace-Stoke 1-1
Fulham-Oldham 1-0
Leicester-Orient 5-2
Luton-Sheff. Utd. 1—1
Preston-Brighton 1—0
West Ham-Sunderland 3—3
3. deild
Blackpool-Colchester 2— 1
Brentford-Swansea 1—0
Carlisle-Mansfield 1—0
Chester-Bury 1—1
Exeter-Peterborough 1 —0
Oxford-Hull City 1—0
Rotherham-Plymouth 1—0
Tranmere-Watford I — I
Föstudag
Shrewsbury-Southend 2—0
4. deild
Crewe-Halifax 1—0
Doncaster-Northampton 2—0
Hartlepool-Torquay 3—2
Portsmouth-Bournemouth I — 1
Reading-Bamsley 1—0
Það merkilega var að Arsenal tókst
ekki að sigra Middlesbrough á heima-
velli sinum, Highbury i Lundúnum.
Ekkert mark skorað — og vörn
Middlesbrough mjög sterk allan
leikinn. Hins vegar átti liðið varla skot
á mark Arsenal. Lundúnaliðið sótti
mjög — of stift að áliti fréttamanna,
sem sáu leikinn. Alan Sunderland átti
Alan Sunderland átti stangarskot I leik Arsenal við Middlesbro — skoraði tvö
mörk gegn Man. Utd. vikunni á undan.
stangarskot og sæmileg tækifæri fóru
forgörðum. Möguleikar Arsenal að
hljóta meistaratitilinn eru ekki miklir
— allt of misjafnt til að vera meistara-
lið, sagöi fréttamaður BBC. Nokkrir
frábærir leikmenn — en hins vegar allt
of margir meðalmenn. Markvörður
Middlesbrough Stewart slasaðist í
leiknum en það kom ekki að sök fyrir
liðið.
Mesta athygli vakti leikur
Manchester-liðanna á Maine Road,
leikvelli Man. City. Bæði liðin hafa átt
litlu gengi að fagna að undanförnu,
þrátt fyrir „stjörnuhlaðin” lið. Man.
City ekki unnið leik á hcimavelli siðan
14. október — Man. Utd. tapað
síðustu fjórum leikjum fyrir laugar-
dagsleikinn. Möguleikar City taldir
betri eftir stórsigurinn i Tottenham
fyrri laugardag.
En það fór á aðra leið. Tvær
breytingar voru gerðar á liði Man.
Utd. frá tapleiknum gegn Arsenal.
Arthur Alibston kom inn sem bak-
vörður í stað Stewart Houston,
meiddur, og Andy Ritchie var
miðherji. Jimmy Nicholl missti þvi
stöðu sína og var varamaður. Man.
City með sama lið og vann Tottenham
— Deyna komst því ekki i liðið, en
þulum BBC, sem lýstu leiknum á
Maine Road, fannst furðulega og illa
farið með Colin Bell. Lék stöðu
miðvarðar — og tókst illa upp þar með
Ron Futcher. Dave Watson lék með
og var ekki i sinni venjulegu stöðu sem
miðvörður. Þar er hann sá bezti á
Englandi svo þessi ákvörðun Tony
Book og Malcolm Allison kom mjög á
óvart og var gagnrýnd.
Mestu munaði á laugardag, að
Steve Coppell lék mjög vel hjá United
— svipaðan stórleik og i Evrópuleikn-
um gegn Norður-lrum á miðvikudag.
Það hefur verið venjan síðustu árin að
þegar Coppell fer í gang fer Man. Utd.
í gang. Svo mikil áhrif hefur þessi há-
skólastúdent á leik liðsins.
Man. Utd. skoraði eftir 22 mín.
Sammy Mcllroy átti allan heiður af
markinu. Fékk knöttinn og lék inn i
vitateig City — þar lék hann á
Corrigan markvörð og renndi
knettinum út til Coppell, sem tókst að
skora i annarri tilraun. Fjórum mín.
síðar lék Coppell einn í gegnum vörn
City og skoraði annað mark sitt i
leiknum. Eftir það voru yftrburðir
United ótvlræðir nema framan af
síöari hálfleik, þegar City sótti mjög.
Liðið lék netta knattspyrnu sem
áður — knattspyrnu, sem ekki hæfði
aöstæðum. Litlu munaði þó að Brian
Kidd skoraði fyrir City á 57. min. eftir
mikil mistök Brian Greenhoff, en á
síðustu stundu tókst Albiston að
bjarga. Á 70. mín. skoraði United
þriðja mark sitt eftir fallegt upphlaup
Lou Macari og Jimmy Greenhoff, sem
gaf knöttinn á Andy Rithcie.
Miðherjinn ungi — 18 ára — spyrnti
viðstöðulaust á markið og knötturinn
flaug framhjá Corrigan án þess að
hann kæmi við nokkrum vörnum.
Glæsimark — og lokakaflann munaði
litlu að United skoraði fleiri mörk.
Bjargað á marklínu frá Macari m.a.
Áhorfendur voru aðeins rúmlega 46
þúsund — og það er óvenjulegt að
ekki sé fullur völlur í Mancester, þegar
þessi lið leika þar saman. Og löngu
áður en leiknum var lokið höfðu áhorf-
endasvæðin hálftæmzt — áhangendur
City haft sig á brott. Man. Utd. hefur
velli fyrir Leeds. Frank Gray skoraði
eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 24.
min. þegar Gallacher handlék
knöttinn. Norwich lék sinn sjöunda
jafnteflisléik 'í röð — nú i Derby. Bak-
vörðurinn Buckley skoraði fyrir Derby
en Martin Peters jafnaði.
1 2. deild komst Stoke í efsta sæti á
ný eftir jafntefli í Lundúnum gegn
Crystal Palace. Þar skeði lídð lengi vel
en sex minútum fyrir leikslok náði
irwine forustu fyrir Stoke. Mínútu
fyrir leikslok jafnaði Ian Walsh fyrir
Palace. Hörkuleikur var i austurbæ
Lundúnaborgar milli West Ham og
Sunderland. Bob Lee náði forustu
strax fyrir Sunderland en David Cross
jafnaði. Aftur komst Sunderland yfir
með marki Wayne Entwistle. Pop
Robson jafnaði fyrir West Ham á 50.
mín.ogátta mín. siðar náði Lundúna-
liðið forustu í fyrsta sinn með marki
Cross. Entwistle Brighton féll úr efsta
sæti eftir tap í Preston, sem sópar inn
stigunum. Alex Bruce skoraði eina
mark leiksins — en i fyrri leik liðanna
vann Brighton 5—0, svo þetta var
mikiðfall.
1 3. deild hefur Watford forustu —
hefur hlotið 39 stig. Shrewsbury er í
öðru sæti með 37 tig. Síðan koma
Gillingham með 32 stig og Swansea
31. Watford náði jafntefli gegn Tran-
mere, þegar Luther Blisset skoraði úr
vitaspyrnu, sem þótti meira en lítið
vafasöm. Það var 23. mark hans á
leiktimabilinu.
t 4. deild er Aldershot efst með 35
stig. Wimbledon og Reading hafa 34
stig og Portsmouth 33. Bournemouth
hefur gert það gott að undanförnu —
hlotið fimm stig af sex mögulegum
síðan Alec Stock, einn kunnasti stjóri í
enskri knattspyrnu, tók við liðinu fyrir
þremur vikum. Hann er nú á sjötugs-
aldri — en hefur alltaf sömu góðu
áhrifin. Var lengi hjá QPR — og
reyndar mörgum öðrum þekktum
liðum. Ted McDougall, sem fór frá
Southampton til Bournemouth, er
farinn að skora á ný — tvö mörk fyrra
laugardag.
-hsim.
Staðan ernú þannig:
l.deild
því sigrað í báðum leikjunum við City Everton 25 13 10 2 37-19 36
á leiktímabilinu -vannáOld Trafford Liverpool 22 16 3 3 49-10 35
með marki Joe Jordan rétt fyrir WBA 23 14 6 3 48-22 34
leikslok. Arsenal 25 13 8 4 43—21 34
Liðin voru þannig skipuð á laugar- Leeds 27 12 9 6 49-32 33
dag. Man. City. Corrigan, Donachie, Nott. For. 22 9 11 2 25-15 29
Power, Bell, Futcher, Watson, Owen, Bristol City 27 10 8 9 34-31 28
Hartford, Channon, Kidd og Barnes. Tottenham 26 9 9 8 29-42 27
Man. Utd. Bailey, Brian Greenhoff, Man. Utd. 24 10 6 8 35-41 26
Albiston, McQueen, Buchan, Mc- Coventry 24 9 7 8 30—39 25
Ilroy, Coppell, Macari, Jimmy Green- A. Villa 22 7 10 5 27-20 24
hoff, Ritchie og Thomas. Norwich 23 4 14 5 33—33 22
Coventry tapaði í fyrsta skipti á Ipswich 25 9 4
heimavelli á leiktimabilinu á laugar- Derby 24 8 6
dag. Tottenham kom i heimsókn og Man. City 25 6 9
vann. Það var mjög óvænt. Peter Southampt. 24 6 9
Taylor átti snilldarleik hjáTottenham Middlesbro 24 6 6
og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Bolton 23 6 6
MacDonald minnkaði muninn fyrir QPR 24 4 10
Coventry. Staðan 1—2 í hálfleik og í Wolves 25 7 3
síðari hálfleiknum skoraði Colin Lee Chelsea 24 4 6
þriðja mark Lundúnaliðsins. Birmingham24 2 4
Markverði Úlfanna, Paul Bradshaw
urðu tvívegis á hroðaleg mistök i leikn- 2. deild
um við QPR og það var til þess að Stoke 26 11 11
Úlfarnir misstu stig í Brighton 26 14 4
fallbaráttuleiknum mikla í Lundún- C. Palace 25 10 12
um. Áhorfendur voru aðeins átta West Ham 24 12 6
þúsund — og Úlfarnir höfðu verulega Sunderland 26 10 10
yfirburði aðeins til að sjá markvörð Fulham 25 11 7
sinn gefa QPR tvö mörk. Normann Orient '26 11 5
Bell náði forustu fyrir Úlfana og Charlton 25 9 8
ungur nýliði Wayne Clark skoraði Notts.Co. 25 8 10
annað mark liðsins áður en Glen Burnley 23 9 7
Roder skoraði fyrir QPR á 50. míri. Newcastle 24 10 5
Patching kom inn sem varamaður og Bristol Rov. 25 10 5
skoraði þriðja mark Úlfanna 1—3, og Luton 25 9 6
öruggur sigur virtist i höfn, þvi Cambridge 26 6 12
Úlfarnir léku miklu betur. En þá kom Preston 24 8 7
að mistökum Bradshaw. Fyrst skoraði Leicester 25 6 11
Martyn Busby fyrir QPR og siðan Wrexham 20 7 7
jafnaði Ian Gillard bakvörður eftir að Sheff. Utd. 23 6
Bradshaw hafði misst knöttinn eftir Oldham 23 6
hornspymu Stan Bowles. Blackburn 24 3
Um aðra leiki í 1. deild er það að Cardiff 23 3
segja, að Birmingham tapaði á heima- Millwall 23 4 5
12 33-34 22
10 29-42 22
10 33—33 21
9 26—31 21
12 32—35 18
11 29-41 18
10 23—35 18
15 24—46 17
14 27-51 14
18 21-42 8
4 34-23 33
8 47-27 32
3 35-19 32
6 48—26 30
6 39-34 30
7 35-28 29
10 34—27 27
8 41-37 26
7 31—41 26
7 36-35 25
9 24-25 25
10 35-41 25
10 41—30 24
8 31-34 24
9 38-40 23
8 27—28 23
6 27-21 21
10 30-35 19
10 28—40 19
12 24—44 15
11 25-52 15
14 19-38 13