Dagblaðið - 12.02.1979, Síða 23
23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979.
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir J
Stenmark langfyrstur,
féll samt niður í 3ja
sæti í stigakeppninni
„Hin miklu hróp sænsku áhorf-
endanna voru mér mikil hvatning,” sagði
Ingemar Stenmark eftir að hann vann
mikinn yfirburðasigur i stórsvigskeppni
heimsbikarsins í Are i Svíþjóð á laugar-
dag. Náði beztum tima i báðum
umferðum — og vann sinn sjöunda sigur
í stórsvigi i heimsbikarnum i vetur.
Hefur unnið i öllum stórsvigsmótum
heimsbikarsins i vetur. Hann hlaut þó
ekkert stig fyrir sigur — og f stiga-
keppninni féll hann niður f þriðja sætið.
Bandarikjamaðurinn Phil Mahre, sem
varð f öðru sæti, bætti við stigatölu sina
og komst f annað sætið samanlagt.
Sigurður Jónsson frá tsafirði var
meðal keppenda í stórsviginu en ekki var
getið um árangur hans í fréttaskeyti
Reuters. Hann var ekki meðal tuttugu
fyrstu í keppninni.
Stenmark var aðeins 14
sekúndubrotum á undan Phil Mahre
eftir fyrri umferðina — en í síðari
umferðinni var hann i algjörum sér-
flokki. Keyrði þá brautina, sem var 1250
metrar — fallhæð 360 metrar — á
1:16.22, en Jacques Luethy, Sviss, náði
næst beztum tíma, 1:17.41 sek. og
hækkaði um þrjú sæti frá fyrri
umferðinni.
Úrslit urðu þessi:
1. Stenmark, Svíþjóð, 2:25.09
2. Phil Mahre, USA, 2:27.17
3. J. Luethy, Sviss, 2:27.18
4. L. Stock, Austurríki, 2:27.56
5. Heini Hemmi, Sviss, 2:27.72
6. W. Rhyner, Sviss, 2:27.88
7. L. David, ítaliu; 2:27.90
8. Hans Enn, Austurríki, 2:27.90
9. P. Ltischer, Sviss, 2:28.18
10. K. Heidegger, Austurr. 2:28.38
11. B. Strel, Júgóslavíu, 2:28.44
12. Odd Sörli, Noregi, 2:28.74
13. T. Jakobsson, Svíþjóð, 2:28.77
Eftir j)essa keppni var Lilsher efstur í
stigakeppninni með 174 stig. Phil
Mahre var með 151 stig, Stenmark 144
ÍRINN COGHLAN
SEKÚNDUBROTI
FRÁ HEIMSMETI
Ingemar Stenmark — i sérflokki.
— í mfluhlaupi í Madison Square Garden
trski hlauparínn kunni, Eamonn
Coghlan, vann auðveldan sigur f
miluhlaupi innanhúss f New York á
föstudagskvöld. Hljóp á 3:55.0 min. og
var aðeins sekúndubroti frá heimsmeti
Bandarfkjamannsins Dick Buerkle
3:54.9 mfn. sem sett var 15. janúar 1978
f Maryland. Coghlan hefur haft algjöra
yfirburði á innanhússmótum í vetur á
millivegalengdum. Þetta var 21. sigur
hans á tuttugu og tveimur mótum.
1 öðru sæti í míluhlaupinu á föstudag
var Wilson Waigwa, Kenýa, á 3:56.3
mín. — góðum tiu metrum á eftir
tranum. Þriðji varð Sydney Maree,
Suður-Afríku, á 3:57.1 mín. og í fjórða
sæti heimsmethafinn í miluhlaupi
utanhúss, Johnny Walker, Nýja-
Sjálandi, á 3:57.3 min. Hann setti í
janúar síðastliðnum nýtt heimsmet í
1500 m hlaupi innanhúss.
Sjö hlauparar tóku þátt i hlaupinu.
Steve Scott, Bandarikjunum, varð
fimmti á A59.6 mín. Heimsmethafinn
Buerkle sjötti á 4:03.2 og sjöundi varð
Paul Cummings, Bandaríkjunum. Hann
var svo langt á eftir að ekki var tekinn
timi á honum.
Á mótinu, sem varð háð i Madison
Square Garden (Millrose-leikarnir) setti
June Griffith, Bandaríkjunum, nýtt
heimsmet i 400 m hlaupi með rafmagns-
timatöku. Hljóp á 54.04 sekúndum.
Eldra metið átti Lorna Forde, Barbados
— 54.21 sek. sett í Hannover í New
Hampshire 12. marz 1977. Hún varð
önnur í hlaupinu á föstudag á 54.90 sek.
Þriðja varð Gwen Gardner, Banda-
ríkjunum, á 55.20 sekúndum.
KAISERSLAUTERN
í EFSTA SÆTIÁ
r r
NYIÞYZKALANDI
Kaiscrslautern náði forustu f 1.
deildinni f Vestur-Þýzkalandi á laugar-
dag, þegar liðið sigraöi Darmstadt 2—0
á heimavelli. Hamborg tapaði f æsi-
spennandi leik i Mönchengladbach gegn
Borussia 4—3, en efsta liðið fyrir
umferðina Stuttgart lék ekki. Kaiserlaut-
ern hefur haft forustu nær allt leiktfma-
bilið — Stuttgart komst aðeins um tfma f
fyrsta sætið.
Aðeins fimm leikir voru háðir á laug-
ardag og úrslit þessi:
Kaiserlautern-Darmstadt 2—0
Bayern Mtlnchen-Dortmund 4—0
Köln-Braunschweig 3—1
Gladbach-Hamborg 4—3
I siðustu viku ákváðu forráðamenn
þýzku deildaleikjanna að fresta öllum
leikjum, sem ákveðnir hafa verið næstu
fjórar vikurnar, um einn mánuð til þess
að vinna upp alla frestuðu leikina, sem
hrúgast hafa upp siðustu vikurnar vegna
vetrarrikis í Þýzkalandi. Leikirnir fjórir,
sem háðir voru á laugardag voru meðal
þessara frestuðu leikja. Eftir þá er staða
efstu liða þannig.
Kaisersl.
Stuttgart
Hamborg
Frankfurt
Bayern
Dússeldorf
19
20
19
20
20
18
38—23 28
35-20 27
40-18 26
32-26 25
40-28 22
37-28 19
Rangers á toppnum
í úrvalsdeildinni
— eftir sigur á ef sta liðinu Dundee
United á laugardag. Celtic lék ekki
Þrír leikir voru háðir f skozku úr-
valsdeildinni á laugardag og meistarar
Rangers náðu efsta sætinu, þegar þeir
sigruðu Dundee Utd. 1—0. Robertson
skoraði sigurmark leiksins — en fyrir
umferðina var Dundee-liðið f efsta sæti.
Hibernian vann góðan sigur i Mother-
well, 0—3, og St. Mirren komst upp í
þriðja sæti með sigri á Hearts í
Edinborg, 1—2. Leikjum Aberdeen-
Celtic, og Morton-Partick var frestað.
Staðan er nú þannig:
Rangers 20 8 8 4 25-18 24
Dundee Utd. 20 8 7 5 26-19 23
St. Mirren 20 9 4 7 28-19 22
Aberdeen 20 6 9 5 31-20 21
Partick 18 8 5 5 18-15 21
Morton 20 7 6 7 24-28 20
Celtic 18 7 5 6 26-21 19
Hibernian 20 5 9 6 23-25 19
Hearts 20 5 5 10 25—39 15
Motherwell 20 4 4 12 21-40 12
66.000
f 1
Þaó erótrúlegt.en satt aó innan vébanda fSÍ
eru 66.000 félagar- áhugafólk um iþróttir,
trimm og heilbrigóa útivist.
íþróttablaóió er málgagn ÍSl og eina sérrit
sinnar tegundar hérlendis. Þaó flytur lesend-
um sinum lifandi frásagnir og ábyrgar upp-
lýsingar af þvi sem efst er á baugi hverju
sinni.
Á meóan iþróttirog útivist fagna sívaxandi
fylgi verður hlutverk iþróttablaósins æ mikil-
vægara.
Áskrifendur íþróttablaósins geta fylgst meó
þvi helsta sem skeður i iþróttaheiminum,
bæói hérlendisogerlendis.
Áskriftarsímar 82300 og 82302 ib