Dagblaðið - 12.02.1979, Side 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979.
27
Það sannaðist á miðvikudagskvöldið að
Lögfræðingar
erubeztumenn
— eða að minnsta kosti sumir þeirra
hugsa eins og danski heiðursmaðurinn
sem stofnaði sjóð til að kosta efniiega
menn til framhaldsnáms. Hann tók sér-
staklega fram að úr honum gætu „júr-
istar og aðrir skúrkar” ekki fengið græn-
an eyri.
En sannleikurinn er sá að langflestir
lögfræðingar eru strangheiðarlegir. Og
lögmannafélagið hefur samþykkt þessa
ókeypis ráðgjöf. „Hún er okkur einungis
til þæginda,” sagði reyndur lögmaður
við DB. Þeir sem eru í smávandræðum
fá þau leyst með einu símtali en þeir sem
raunverulegt erindi hafa fyrir dómstól-
ana veröa sendir þangað.
Ástæðan fyrir því að „ráðgjafarnir”
óska að vera nafnlausir er meðal annars
sú að þeir vilja ekki nota starfsemi sem
þessa til að hæna að sér einkaskjólstæð-
inga.
Það var stórfróðlegt að fylgjast með
fyrirgreiðslunni þetta fyrsta kvöld.
Nokkrir punktar sem maður var fróðari
um á eftir:
Þeir sem vinna mál fá oftast máls-
kostnað greiddan úr hendi hins seka.
Honum á að hefnast fyrir að halda fast
við rangan málstað.
Verðbólgan rýrir skaðabótakröfur svo
mjög að stundum er ráðlegra að semja
strax upp á minna heldur en fara í mál
sem tekur þrjú fjögur ár.
Óvígð sambúð er varasöm að þvi leyti
að um hana gilda mjög fáar réttarreglur.
Ef slitnar upp úr slíku sambandi fara
allar eignirnar til þess aðilans sem skrif-
aður er fyrir þeim. Gerið þvi sérstakan
samning til vonar og vara.
Standi þannig á að þú sért yfir
miðjum aldri og búir í eigin íbúð og takir
þar inn kærasta eða kærustu, sem þú vilt
að fái að búa þar áfram, ef þú skyldir
deyja á undan, en vilt samt að börnin
þín erfi þéssa ibúð, geturðu bjargað því.
Þú lætur þá þinglýsa því fyrir smáa upp-
hæð að íbúðin erfist með þeirri kvöð að
ákveðin persóna fái að sitja þar áfram til
æviloka.
Margt kom fleira fram sem hér er ekki
rúm til að rekja. En það er svei mér
óhætt að virða þessa framtakssemi — og
sjálfboðavinnu — hinna löglærðu.
- IHH
Eskifjörður:
Blótað f ram
undir morgun
Þorrablót var haldiö á Eskifirði sl. má með sanni segja að hver hafi
laugardag og hófst það kl. 20. Fjöl- sungið með sínu lagi þar sem í kómum
■ mennt var við borðhaldið eða um 400 var fólk sem ekki hefur lag. Þá var
1 manns. Þorramaturinn var góður að skammdegistízkan sýnd og var fatn-
ógleymdu brennivíninu og hákarlin- aðurinn fenginn úr Pöntunarfélaginu.
um. Borðhald stóð til 11.30 um Karlar voru í kjólum og konur í bux-
ikvöldiðogvarmikiðumskemmtiatriði um og var mikil skemmtun af sýning-
meðan á borðhaldi stóð. Síðan var unni.
dansað til kl. 4.30 um nóttina og er Öll skemmtiatriði voru heimagerð,
það heldur hressilegra en almennt nema hljómsveitin sem kom frá Egils-
geristá höfuðborgarsvæðinu. stöðum. Það hefur verið venja að
Droplaug Pétursdóttir talaði fyrir bjóða gömlum brottfluttum Esk-
minni þorra og mæltist mjög vel. firðingum á blótið. Að þessu sinni var
Ragnar Hall las annál ársins og Úlfar hjónunum Kristínu Þorsteinsdóttur og
Sigurðsson fór með nefndarvisur. Var Viggó Loftssyni boðið en Viggó var
mikið hlegið og dátt að fyndni áður- lalltaf matvælaráðherra hjá þorrablóts-
nefndra manna. Hilmar Bjarnason nefndinni þegar hann átti heima á
flutti gaman og alvöru og alltaf er Eskifirði.
. áheyrilegt að hlusta á Hilmar. Ragnar Skemmtunin fór í alla staði mjög vel
Ingi Aðalsteinsson flutti bæjarbrag. 'fram og að venju voru engir lögreglu-
Milli atriða var almennur söngur og þjónar á staðnum. Það er ekki þörf
lék Ævar Auðbjörnsson undir. Mikla fyrir þá á slíkri skemmtun svo hinir
kátínu vakti er Bragi Haraldsson kom góðu lögregluþjónar Eskfirðinga gátu
með 11 ára gamlan blandaöan kór iskemmt sér ekki siður en aðrir heima-
sinn. Kórinn var margkallaður upp og menn. - Regina / JH
„Við hefðum þurft annan síma og
kaffivél,” var niðurstaðan eftir fyrsta
kvöldið sem nokkrir lögfræðingar veittu
almenningi ókeypis leiðbeiningar um
rétt sinn — og skyldur — með símavið-
tölum. Þeir höfðu auglýst að þeir svör-
uðu í síma 27609 frá klukkan hálfátta til
tíu á miðvikudagskvöld. Þegar DB kom
á staðinn klukkan tvær mínútur yfir hálf
sat einn þeirra þegar í simanum og lýsti
svipur hans djúpri umhyggju fyrir spyrj-
andanum á hinum enda línunnar.
„Púnktaðu hjá þér að þetta heitir veð-
bann,” sagði hann og lýsti síðan fyrir
hinum ókunna skjólstæðingi (eða skjól-
stæðu) á hvaða skrifstofur þyrfti að fara
og í hvaða röð til að tryggja að eignar-
hluti í ákveðinni sameign yrði ekki veð-
settur.
Að lokinni ráðgjöf lagði lögmaðurinn
ungi símann á og þurrkaði svitann af
enninu. En ekki gafst stundarfriður.
Siminn glumdi samstundis á ný.
Hann svaraði, hlustaði nokkra stund
og sagði síðan: „Þetta er hið einfaldasta
mál. Farðu beint til næsta lögfræðings
og hann innheimtir þennan víxil fyrir
þig eins og skot, úr því hann er fallinn.
Víxlamál fara fljótar en nokkuð annað
gegnum kerfið.”
Várla hafði símtólið snert gaffalinn
fyrr en enn heyrðist hringing. Og þannig
gekk það allt kvöldið, unz klukkan var
talsvert gengin í ellefu, svo þeir félagar
neyddust til að daufheyrast við bænar-
tóninum I siendurtekinni, þolinmóðri
símhringingunni. Þeim var það greini-
lega þvert um geð en einhvers staðar
varð að hætta. Tugir manna höfðu
fengið úrlausn og hinum er bent á að
reyna næstu miðvikudagskvöld á
SAMA tíma.
„Júristar og
aðrir skúrkar"
Þeir sem að ráðgjöfinni standa eru
allir fullnuma í lögfræði og hafa starfs-
reynslu. Þeir vilja brúa bilið milli al-
mennings og lögfróðra. Upplýsingastarf-
semi sem þessi er bráðnauðsynleg.
Margir þora ekki fyrir sitt litla líf inn á
lögmannsskrifstofu af ótta við að koma
út þaðan sem blásnauðir öreigar. Þeir
Lagasafnið er um þrjú þúsund siður og ekki viðlit fyrir venjulegt fólk að tileinka sér allt sem þar stendur.
DB-mynd Hörður
Vinsælu
Barnaog
unglingaskriiboróin
Ódýr, hentug og falleg.
Gott litaúrval.
Sendum hvert á land sem er.
STÍL-HÚSGÖGN
AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI SiMI 44600
Creda
Enskur antik
arinn
Creda
Tau-
þurrkara
3 GERÐIR
2 STÆRÐIR
20 ÁRA
FARSÆL
REYNSLA
NAUÐSYNLEGT
TÆKI Á NÚTÍMA HEIMILI
SKOÐIÐ ÞESSI FRÁBÆRU TÆKI HJÁ
OKKUR - SÍMISÖLUMANNS18785
R AFT ÆK J AVERZLU N
ÍSLANDS H/F
ÆGISGÖTU 7 - SIMAR17975 OG 17976
FLÖKTANDI
RAFLOGINN
EYKUR HLÝJU
HEIMIL-
ISINS
Sá skal hafa happ er hlotið hefiir
Colvic Seaworker, 22fet
Þessi bátur er 6,6 m á lengd og 2,4 m á breidd. Verð á skrokk og
yfirbyggingu er ca kr. 1.500.000.
GlSU JÓNSSON OG CO. HF.
SUNDABORG 41 - SÍMI86644