Dagblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979.
KNATTSPYRNUDÓMARAR!
Framhalds-aöaffundur
verður haldinn að Hótel Loftleiðum
(Kristalsal) 8. marz kl. 20.00
Dagskrá:
Stjórnarkosning.
Önnur mál.
Stjórn KDR.
Stokkseyrí
Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á
Stokkseyri er Guðbjörg Hjartardóttir
Eyrarbraut 16, sími 99—3324.
mSBlABIB
Útgáfuþjónusta fyrir félög og fyrírtæki
Getum bætt við okkur verkefnum á sviði útgáfuþjónustu, svo sem um-
sjón með útgáfu félagsblaða, afmælisrita, svo og á sviði kynninga og
auglýsinga.
Sérþekking á sviði efnisgerðar, auglýsingasölu, hönnunar, auglýsinga-
dreifíngar, kynningar og prentunar.
NESTOR, ÚTGÁFUFYRIRTÆKI
Herbert Guðmundsson - Sími 83842.
Tilkynning til íbúa Suðurnesja
Stofnfundur Gigtarfélags Suðurnesja verður
haldinn í Félagsheimili Innri-Njarðvíkur,
sunnudaginn 4. marz 1979 kl. 14.30.
Jón Þorsteinsson yfirlæknir flytur erindi um
gigtlækningar.
Skorað er á fólk á Suðurnesjum að fjölmenna
oggerastfélagar. Undirbtiniagsnefndin.
BÍLAPARTASALAN
Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar
tegundir bifreiöa, tildæmis:
Cortina '70 Fíat125'73
BMW 1600 árg. '68 Toyota Crown '66
Franskur Chrysler '71
Einnig höfum við urval afkerruefni,
tildæmis undir vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfdstúfíi 10 - Simi 11397
Breytingar á lögum um almannavarnir:
ALMANNAVARNIR
SPRENGDU
RAMMA LAGANNA
Frá æfingu Almannavarna á flugslysi. Mikill fjöldi fólks tók þátt í æfingunni, sem
þótti heppnast mjög vel. DB-mynd.
Reynsla undanfarinna ára hefur
svnt að almannavarnaráð hefur í raun
gegnt stærra hlutverki en gildandi lög
ætla því. Kemur þetta fram í athuga-
semdum með lagafrumvarpi sem dóms-
málaráðherra hefur lagt fram á
Alþingi. Er tilgangur þess frumvarps
að breyta skipulagi á stjórnun
almannavarna í Ijósi þeirrar reynslu.
Samkvæmt lögum frá 1%2 skal for-
stöðumaður almannavarna vera for-
maður almannavarnaráðs og skipa það
ásamt 4 embættismönnum stórra
stofnana sem hlytu að tengjast
verkefnum í sambandi við aðgerðir
vegna náttúruhamfara eða annarra
atburða. Á árinu 1968 var forstjóra
Landhelgisgæzlunnar falið starf for-
stöðumanns og þannig tók fimmti
embættismaðurinn sem stýrir stórri
stofnun sæti i ráðinu. Hefur samstarf
þessara aðila i ráðinu reynzt mjög
áhrifaríkt og i raun hefur ráðiðannazi
framkvæmdastjórn er válegir alburðir
hafa gengið yfir.
Frumvarpið sem nú liggur fyiii
þinginu gerir ráð fyrir þeirri brcytingu
að framkvæmdastjóri annist dagleg
verkefni undir umsjá og yfirstjórn
ráðsins. Dómsmálaráðherra skipi
almannavarnaráð, en i því eiga sæti
forstjóri landhelgisgæzlunnar, land-
læknir, lögreglustjórinn i Reykjavík,
póst- og símamálastjóri og vegamála-
stjóri. Frumvarpið gerir ráð fyrir þeirri
breytingu frá því sem nú er að ráðherra
skipi einn ráðsmanna formann þess til
þriggja ára í senn. Ráðherra skipi
síðan framkvæmdastjóra ráðsins eftir
tillögum þess.
Þessar breytingar sem felast i
frumvarpinu eru tilkomnar vegna
reynslu síðustu sex ára af störfum al-
mannavarna, það er að segja frá eld-
„Umræður þær, sem barið hafa
eyru okkar i dag þar sem stuðnings-
menn ríkisstjórnarinnar hafa enn einu
sinni deilt miskunnarlaust innbyrðis og
ráðherrar ekki látið sitt eftir liggja í
þeim hildarleik, vekja hjá mér þá
spurningu, hvort ríkisstjórnin sé i raun
og veru starfhæf,” sagði Albert
Guðmundsson í umræðunum á þingi i
fyrradag.
„Er ríkisstjórnin í raun ekki
fallin?” spurði Albert. „Mér dettur í
hug svolítil saga, sem ég heyrði fyrir
löngu. Húner svohljóðandi:
„Læknir nokkur kom í sjúkravitj-
un. Sat þá eiginkonan á rúmstokki
eiginmanns og reyndi að koma ofan í
hann meðali. Þá sagði læknir: „Hann
er dáinn væna min.”
„Það getur vel verið að hann sé
dáinn,” sagði konan, „en það er líka
þrjózka.”
í mínum huga er hæstvirt ríkisstjórn
óstarfhæf — dauð. Aðeins þrjózka for-
sætisráðherra, sem reynir að troða
ofan í hana pólitísku meðalasulli,
virðist halda henni uppi. Hann einn
gosinu i Vestmannaeyjum, og síðan
vegna eldvirkni á Kröflusvæðinu og
snjóflóðanna i Neskaupstað. Þegar lög
um almannavarnir voru sett l%2
gerir sér ekki Ijóst að ríkissljórnin
hcfur misst traust þjóðarinnar, og eins
og komið hefur fram i þessum
umræðum hefur hún einnig misst
traust þeirra sem næstir henni standa.
Ekkert sameinar stjórnarflokkana
en margj virðist sundra þeim. Ríkis-
stjórninni, þessari skattpíningarstjórn,
ber skylda til að segja af sér. Hún hefur
hvorki starfsfrið né starfsgrundvöll.
Nýjar kosningar hljóta að vera á næsta
leiti, enda er það þjóðinni fyrir beztu.
Við forsætisráðherra vil ég segja:
„Þér hafið ekki samstarfsmenn. —
Vaknið og veljið. Veljið milli áfram-
haldandi öngþveitis í íslenzkum stjórn-
málum og nýrra kosninga sem gefa
þjóðinni von um nýja og farsæla ríkis-
stjórn fyrir okkar kæra land. Það hefur
sýnt sig enn einu sinni að þjóðin þolir
ekki vinstri stjórn nú frekar en svo oft
áður.
Ráðherrar Islands, vaknið. Fljótið
ekki lengur sofandi að feigðarósi,”
sagði Albert Guðmundsson.
-BS.
mótuðust þau mjögaflögum frástriðs-
árunum, en þeim var siðan breytt í það
form sem þau eru i i dag árið 1967.
-JR.
Samkomulag í
ríkisstjórn á
næstu grösum:
„íg hef
sagnaranda”
— segir Ólaf ur
„Ég hef sagnaranda,” sagði
Ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra í viðtali við Dagblaðið
um hvað liði samkomulagi eða
samkomulagsleysi um drög hans
að efnahagsfrumvarpi. „Þetta
þokast allt í samkomulagsátt og
við munum leggja frumvarpið
fram með breytingum eftir að
tekið hefur verið mið af tillögum
og umsögnum aðila vinnu-
markaðarins og fleiri aðila,”
sagði Ólafur ennfremur.
Ólafur vildi ekki greina frá því
á þessu stigi hverjar breytingarnar
yrðu helztar en „óvissan er hvað
mest um visitölukaflann,” sagði
hann. „Þá er ekki hægt að segja
að hugmyndin um geymslu
verðbóta fram yfir 5% hafi
fengið mikinn hljómgrunn og
verður þvi ákvæði trúlegast sleppt
úr drögunum.”
-HP.
TH sölu Pontiac Firebird
1
Albertá Alþingi:
GETUR VEL
VERIÐ DÁINN
— en það er líka þr józka