Dagblaðið - 01.03.1979, Side 13

Dagblaðið - 01.03.1979, Side 13
DAGBLAÐIÐ..FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979. .... * 13 \ SAMBUÐARVANDAMAL Ný viðhorf í norskum bókmenntum Adams Dagbok er ein aíbetrNkáld- sögum í Noregi frá bókaárinu 1978. Knut Faldbakken, sem er vel metinn höfundur á fertugsaldri, fjallar í henni um samskipti kynjanna frá öðru sjónarhorni en flestir aðrir norskir höfundar hafa gert fram til þessa. 1 þrem áföngum lýsir I tild bakken reynslu þriggja manna af sömu konunni. Fyrst hittum við bjófinn sem stelur bæði góssi og hvar sem hann getur. Uann ci bæði bullukollur og llagari, segir Hundur- inn — námsmaður sem auðmjúkur lýtur í duftið fyrir konunni og lætur hana ráða ferðinni. Sá þriðji nefnisl Fanginn, karlmaður með stóru Kái. Prísund hans er bæði líkamleg og sál- arleg eðlis og hann uppgötvar að fangavist hans er ekki ýkja frábrugð- in lífinu utan við múrana. Hörmulegur endir En enginn þessara karlmanna hefur hugmynd um það hvað kon- unni liggur á hjarta og hvað breytni hennar þýðir. Út frá sínu karlmanna- sjónarmiði misskilja þeir hana í sí- fellu og endirinn getur ekki orðið annað en hörmulegur. Knut Faldbakken er í þessari bók að fjalla enn frekar um vandamál sem hann hafði áður drepið á, m.a. i skáldsögunni Insektsommer, þar sem hann lýsir því hvernig taumlaus karl- mennskudýrkun getur spillt sam- skiptum fólks. Adams Dagbok er ein af þeim bókum sem ræddar verða á bókakynningu Norræna hússins þann 3. mars en hún er áttunda skáldsaga Faldbakkens. Tvær þeirra, Sin Mors hus og lnsektsommer, hafa verið kvikmyndaðar. Hann hefur einnig skrifað leikrit sem flutt hafa verið um Norðurlöndin öll, að ís- landi undanskildu. Bölsýni og menningarádrepur í tveggja binda skáldsögu sinni, Uár, kemur Faldbakken inn á efni sem mikið hefur verið rætt hin síðari ár, þ.e. upplausn samfélagsins og kreppuástand. Hann byggir upp mynd af þjóðfélagi á brún hengi- flugsins þar sem allt lögregluvald fer vaxandi og stjórnmálaþróunin virðist stefna á einræði. Þetta er háþróað tækniþjóðfélag en rányrkja og meng- un hafa sett öll náttúrulögmál úr skorðum. Með nákvæmum raun- sæjum lýsingum, en þó án þess að gera náið grein fyrir stað og stund, byggir Faldbakken upp söguna þann- ig að lesendur fái séð sjálfa sig í heimi Norrænar bókmenntir Ingeborg Donali skáldsögunnar og því fólki sem þar býr. í fyrra bindinu, Aftenlandet, rifur frumherjinn Allan sig upp úr stór- borginni Sweetwater, ofvaxinni og niðurniddri, til þess að setja á stofn furðulegt samfélag á öskuhaugum borgarinnar, Fyllingen. Milli bíl- flaka, brauðkassa, rottuskarans og loftþéttra umbúða býr m.a. gamall fóstureyðir — þar hvilir sig vændis- konan Mary Diamond eftir áreynsl- una á hraðbrautunum og þar hefur eftirlýstur morðingi leitað hælis. Upp úr þessu, i rústum hinsgamla, sprett- ur ný planta. Innlimun í samfélagið 1 siðara bindinu, Sweetwater, er Allan tilneyddur að byrja aftur upp á nýtt en nú heldur hann í gagnstæða átt, til mannlausrar stórborgarinnar, til að lifa á þeim úrgangi sem þar kann að finnast. Kommúnan á Fyllingen leysist upp og ásamt hinni þrautseigu Mary Diamond, dótturinn Regn og lög- reglumanninum Bean lifir Allan á því sem hendi er næst og þeim tekst að draga fram lífið á því lágmarksfæði sem likaminn krefst. En hversu úr- ræðagóð sem þau eru tekst þeim ekki að bjarga sér hjálparlaust. Þau neyð- ast til að láta innlimast í santfélag annarra eftirlifenda. Uár er bók um niðurlægingu — framtíðarskáldsaga um borgarsamfé- lag og tækniþróun. En hin bölsýna gagnrýni á þjóðfélag og tæknimenn- ingu blandast trú á lækningamátt náttúrunnar sjálfrar. Höfundurinn gefur í skyn að gjörbreytingar séu i mögulegar og fria megi hina þjökuðu náttúru. Uár má skoða sem aðlað- andi bókmenntainnlegg í umræðurn- ar um náttúru og umhverfisvernd. Vaxandiáhugi á náttúru og umhverfisvernd Árið 1964 gaf Ragnar Frislid út bókina Naturvern (Náttúruvernd). Á þeim tíma var þetta orð næstum óþekkt. En síðan hafa samtök utn umhverfisvernd kynt undir áhuga á nátlúru og vernd hennar. Sú umræða hefur birst i miklum fjölda bóka á hverri bókavertíð. Þekkt nöfn í því sambandi eru t.d. Arne Næss sem einhverjir muna eflaust eftir frá því hann hélt fyrirlestur i Norræna og svo Erik Damman sem skrifað hefur margar bækur og setti m.a. á laggirn- ar hreyfinguna ,,Framtíð i eigin höndum”. Samfara umræðum um umhverfis- vernd hefur öll náttúrufræði verið efld i skólum og upplýsingaþörfin hefur orðið til þess að mikil aukning hefur orðið i útgáfu handbóka um náttúruna. Tæknilegar framfarir hafa gert mönnurn kleift að setja saman bækur um náttúruna með eðlilegum litunt og einnig er afar mikilvægt að nú er hægt að gefa út bækur um náttúrufræði ýmiss konar á norrænum grundvelli, í stað þess að endurskrifa bækur frá öðrum lönd- um. Þessar samnorrænu útgáfur ganga út frá okkar eigin lifriki og eiga þvi meira críndi til okkar. Wöbd0<

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.