Dagblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 14
DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979.
íþróttir
íþróttir
iþróttir _____________Iþróttir_______________íþról
Liverpool vann
3-0 á Anfield
— gegn Burnley í Bikarnum.
Leeds keypti Hird frá Blackburn
Liverpool tryggði sér sæti í 8-liða úr-
sliturn Bikarsins á Englandi með örugg-
um sigri gegn Burnley úr 2. deild, 3—0
á Anfield. Það var rétt í byrjun að
Burnley veitti Evrópumeisturum
Liverpool einhverja keppni og tvívegis
varði Ray Clemence snilldarlega frá
Peter Noble. En eftir að David John-
son hafði skorað á 43. mínútu með
góðu skallamarki var aðeins spurning
um hve sigur Liverpool yrði stór.
Og þrjú mörk skildu í lokin, Greame
Souness bætti við öðru marki Liver-
pool á 59. mínútu og tveimur mínútum
síðar bætti David Johnson við öðru
marki sínu, 3—0 en Steve Heighway,
sem undanfarnar vikur hefur vermt
varamannabekk Liverpool sýndi stór-
leik á Anfield og tætti vöyn Burnley
hvað eftir annað i sundur með snilld
sinni.
Liverpool mætir bikarmeisturum
Ipswich í næstu umferð. Þá komst ann-
að lið úr 1. deild áfram. Tottenham
sigraði Oldham 1 —0 í Oldham. Totten-
ham hafði ávallt öll ráð Oldham i hendi
sér eftir að Steve Perryman skoraði
eina mark leiksins á 31. minútu leiksins
eftir stórsnjallan undirbúning Ardiles.
Tottenham mætir Manchester United i
Lundúnum i næstu umferð.
Annars urðu önnur úrslit á Englandi.
1. deild.
Derby — lpswich 0—1
Manch. Utd. — QPR 2—0
2. deild.
Blackburn — Cardiff I—4
Stoke — Preston I — 1
Wrexham — Sheff. Utd. 4—0
3. deild.
Chesterfield — Swindon 1 — 1
4. 4. deild.
Hereford—Barnsley 1 — 1
Torquay—Wimbledon 1—6
Wigan — York 1 — 1
í Skotlandi sigraði Aberdeen lið
Partick Thistle 2—1.
Leeds United keypti dýran mann í
gær, Kevin Hird, bakvörð frá Black-
burn fyrir 360 þúsund pund. Staðan
íþróttir
hjá Blackburn er nú orðin mjög alvar-
leg — er í neðsta sæti 2. deildar. Peter-
borough, sem á nú í vök að verjast i 3.
deild réð nýjan framkvæmdastjóra á
þriðjudag, Peter Morris. Morris var
aðstoðarframkvæmdastjóri Newcastle,
hægri hönd Billy McCarry. En áður var
hann með Mansfield og kom þeim upp
í 2. deild. Geoff Hurst kom lengi vel til
greina, sem framkvæmdastjóri Peter-
boro og ræddi hann við stjórnarmenn
félagsins en ekkert varð af samningum.
Ceasar Menotti, þjálfari heims-
meistara Argentinu hefur ákveðiö aö
vera áfram með lið Argentínu. Hann
hafði lýst því yfir að hann hygðist
hætta, þar sem ekki náðist samkomu-
lag um laun. En nú hefur Menotti hafið
að byggja upp nýtt lið fyrir næstu HM
— og landsliö Argentinu ferðast um
Evrópu í sumar.
Menotti ætlar sér ekki að nota
leikmenn þá, sem eru í Evrópu og hefur
þetta vakið mikla athygli. Það þýðir að
Sundmót Ægis
Sundmót /Egis verður haldið mánu-
daginn S. marz og miðvikudaginn 7.
marz 1979 I Sundhöll Reykjavíkur.
Keppt veröur í eftirtöldum sund-
greinum.
Mánudagur 5. marz kl. 19.00
(keppnin hefst kl. 19.40).
1. 1500 m skriðsund kvenna
(bikarsund) Tímalágmark 24:30
2. 1500 m skriðsund karla
(bikarsund) Tímalágmark 23:30.
Miðvikudagur7. marz.
(Upphitun kl. 19.00)
Steve Heighway — átti snjallan leik á
Anfield í 3—0 sigri Liverpool.
Menotti verður alveg að byggja upp
nýtt lið en leikmenn, sem hann mun
ekki nota á Evrópuferðinni eru þeir
Osvaldi Ardiles og Richardo Villa,
báðir Tottenhamn. Alberto Tarantini,
Birmingham, — allir leika þeir á
Englandi. Á Spáni eru þeir Mario
Mempes með Valencia og Bertoni.
Argentínumenn verða þvi án skærustu
stjarna sinna — og verður fróðlegt að
sjá hvernig landsliðinu gengur i
Evrópuferð sinni.
3. 400 m fjórsund kvenna
4. 400 m skriðsund karla
5. 200 m bringusund kvenna
6. 200 m bringusund karla
7. 100 m skriðsund kvenna
8. 100 m flugsund karla
9. 50 m bringusund meyja
10. 50 m flugsund sveina
11.200 m baksund kvenna
12. 200 m baksund karla (bikarsund)
13. 4 x 100 m fjórsund kvenna
14. 4x lOOm skriðsund karla.
Þátttökutilkynningar skulu berast til
Guðmundar Harðarsonar, Hörðalandi
20, í síðasta lagi föstudaginn 2. marz.
Menotti velur ekki
„útlendingana” sína
— í Evrópuferð heimsmeistara
Argentínu í sumar. Því leika ekki
Ardiles, Villa, Tarabtini, Kempes og
Bertoni - kunnustu leikmenn Argentínu
japan
FILTERAR
GERA
GÆFUMUNINN
Landsins bezta úrvl af effekt og lituðum filterum, yfir 50 tegundir, tíl dæmis: soft focus, star six, dual
color, trícolor, half color close up o. fl. Einnig tvöfaldarar.
I/erzliðhjá
fagmanninum
LJOSMYNDAÞJONUSTAN
LAUGAvEGI 1 78 SIMI 85811
14 marka
—gegn Hollandi, 28-14 í
Hallur Simonarson i Barcelona:
Allt gekk upp hjá íslenzka landsliðinu i
Barcclona hér í gærkvöld. Stórsigur gegn
Hollendingum og Tékkar töpuðu meö
þriggja marka mun gegn Spáni. Island
leikur því um verðlaunasæti í B-keppninni
—bronsiö við hið sterka lið Ungverja.
Verðum á undan þjóðum eins og Svíþjóð
og Tékkóslóvakiu. Fáa hafði dreymt um að
þessi möguleiki væri fyrir hendi í
gærmorgun. En þegar stjórn IHF hafði
leiörétt þann útbreidda misskilning, að
aðeinsscxefsluþjóðirnar héldu rétti sínum í
B-riðli gat hinn fjarlægli draumur rætzt.
Isl. strákarnir náðu takmaiki sínu með
yfirveguðum leik en engan veginn þó galla-
lausum. Þeir keyrðu Holland strax niður.
Komust í 6—1. Óli Ben varði mjög vel,
fimm skot fyrstu 10 mínútur leiksins,
fjórtán skot i allt. Og sóknarmann i heims-
klassa eigum við nú í Viggó Sigurðssyni.
Hollendingar réðu ekkert við kraft hans og
hraða og þeir reyndu að taka hann úr
umferð. Gáfust líka upp á því. Eftir þvi
sem leið á leikinn kom veikleiki
Hollendinga betur og betur i Ijós. Það var
algjör klassamunur á liðunum.
Gífurleg gleöi
eftir sigurínn
— hjá Spánverjum
Hallur Símonarson i Barcclona:
„Það er ekki hægt að tapa með slíka
áhorfendur að baki sér, eins og fram kom i
leik Spánverja við Tékka í gærkvöld.
Spánn vann 23—20 og stórkostlegar senur
urðu á gólfi hallarinnar i Barcclona eftir
leikinn. Það tók verði talsverðan tíma að
koma áhorfendum af gólfinu. Spánn hafði
alltaf frumkvæðið i leiknum. Þrisvar
2 mörkum yfir í fyrri hálfleik, staðan
i leikhléi 11—10. Sá munur jókst í 16—13,
síðan 19—15, 20—16 og lokatölur urðu
23—20. Slök markvarzla varð Tékkum
öðru fremur að falli gegn hinum eldfljótu
Spánverjum. Þar sem Alonso var fremstur
í flokki með 7 mörk. Þó var hann tekinn úr
umferð. Sule skoraði 12 mörk fyrir Tékka.
Vörnin var ákaflega sterk nær allan
leiþinn. Ólafur H. Jónsson lék sinn bezta
léík í keppninni, Árni Indriðason, sem
skipti við Viggó, traustleikinn sjálfur og
Stefán Gunnarsson góður. Hann tók líka
þátt í sókninni allan fyrri hálfleikinn í
vinstra horninu en skorti þar hraða. Þá
þekkti maður Pál Björgvinsson að nýju og
margar sendingar hans gáfu mörk. Horna-
mennirnir Bjarni Guðmundsson og Ólafur
Jónsson, sem lék síðari hálfleikinn,
uppskáru mörg vítaköst. Sóknin var í lagi
og stórgóðar lékfléttur gengu upp. Fallegar
fléttur og áhorfendur klöppuðu oft lengi
þegar endahnútur var rekinn á upphlaupið
með fallegu marki.
Jón Pétur skoraði þýðingarmikil mörk
á réttum augnablikum og Steindór eitt
gullmark eftir sendingu Bjarna. Axel náði
sér ekki nógu vel á strik, einhver þyngsli og
skot frekar máttlítil. Skoraði fimm mörk
úr vítum, misnotaði eitt. En ísland fékk 10
víti í leiknum. Viggó skoraði úr þremur
vítum, misnotaði eitt. Hollendingar fengu
þrjú viti, Ólafur Ben varði eitt þeirra i
byrjun, leikur Hollendinga gaf lítið tilefni
til að þeir fengju fleiri víti. Tveir reknir út
af úr hvoru liði. Mikill munur var á
spönsku dómurunum, Herrera og
Viggóe
fimm
— hefur fengið tilbi
að gerast atvinnuma
telur Viggó meðal fii
Hallur Símonarson í Barcelona:
Viggó Sigurðsson hefur fengið tilboð
frá Barcelona, þvi stórveldi í iþróttum, um
að gerast leikmaður hjá félaginu í hand-
Stærsti dagur
í lífí mínu
—sagði Jóhann Ingi eftir sigurinn, en fyrr
um daginn hafði kona hans eignaztbam
Hallur Símonarson í Barcelona:
„Þetta er stærsti dagur í lífi mínu. Varð
faðir kl. 13.20 og svo í kvöld vannst stór-
sigur gegn Hollandi. Það tel ég minn
stærsta sigur sem landsliðsþjálfari,” sagði
Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari.
„Hollendingar eiga engar afgerandi
skyttur og ég er ánægður með leik íslenzka
liðsins. Vann vel í vörn og þvi léttara að
standa í marki,” sagði Ólafur Benedikts-
son.
„Ég rciknaði með 5—6 marka sigri. Og
það kom mér á óvart hve þeir hollcnzku
voru slakir,” sagði Ólafur H. Jónsson.
„Þetta var allt annað fyrir mig að finna
mig í leiknum. Nú var ró yfir leik liðsins og
ég tel að ísland eigi svo gott landslið að það
eigi að vera i fremstu röð í keppni sem þess-
ari,” sagði Páll Björgvinsson.
Árni Indriðason: „Fljótt skipast veður í
lofti. Ég er mjög ánægður með leikinn. Við
lékum rólega og yfirvegað. Þegar fréttin
barst um, að ísland væri áfram í B-riðli
HM, var möguleiki á keppni um þriðja
sætið fyrir hendi. Að vísu var um óraun-
hæft markahlutfall að ræða. Tékkar stóðu
þar svo miklu betur að vígi. Þegar þeir töp-
uðu með þriggja marka mun fyrir Spáni
þurftum við að vinna Holland með ellefu
marka mun. Það tókst með yfirveguðum
leik,” sagði Árni Indriðason.
Tvær efstu upp -
sex héldu sætur,
Hallur Símonarson í Barcelona:
Það var útbreiddur misskilningur i sam-
bandi við B-keppnina að lið í 7. og 8. sæti
féllu niður í C-riðil. Ekki tekið nógu skýrt
fram að tvö efstu liðin unnu sig upp i A-
riðilinn, með þátttöku á OL í Moskvu.
'Næstu sex halda sætum í B-riðli. í næstu
HM keppni, A-riðli, leika sex efstu
þjóðirnar á ólympíuleikunum. Gest-
gjafarnir, V-Þjóðverjar, þrjú lið úr heims-
álfunum og sex efstu lið B-riðils.
Þessi misskilningur vakti mikla furðu
óg greinilegt að margt hefði betur mátt
fara í framkvæmd keppninnar. Og í stað
þess að Ungverjar færu upp í A-riðil, eins
og flestir héldu, þá er það Sviss sem
hreppir fyrsta sætið vegna sigursins á
Ungverjum.
Urslit i gærkvöld urðu:
Sviss-Svíþjóð
Ungverjaland-Búlgaría
Lokastaðan i A-riðli:
Sviss 3 2
Ungverjaland 3 2
21 — 19
29—23
55-
74-
54 4
65 4