Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 24
24
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979.
Veðrið
Búizt er við vaxandi sunnan átt um
sunnan- og vestanvert landið. Kaldi
og síðar stinningskaldi eða jafnvel
ailhvass, en suðausdœg gola fyrir
noröan og austan. Þykknar upp með
rigningu á Suðvesturlandi í kvöld, en
verður áf ram þurrt fyrir norðan.
Veður kl. 6 ( morgun: Reykjavflc
sunnan gola, él og — 5 stig, Gufuskál-
ar suöaustan stinningskaldi, snjó-
koma og — 6 stig, Galtarviti norðaust-
an kaldi, él og —7 stig, Akureyri suð-
austan gola, skýjað og —10 stig,
Raufarhöfn suðvestan gola, skýjað
og —11 stig, Dalatangi hœgviðri, lótt-
skýjað og —8 stig, Höfn i Homafirði
norðvostan gola, léttskýjaö og —9
stig og Stórhöfði ( Vestmannaeyjum
vestan stinningskaldi, lóttskýjað og
—5stig.
Þórslöfn ( Fœreyjum él á siöustu
klukkustund og 0 stig, Kaupmanna-
höfn þokumóða og —3 stig, Osló
þokumóða og —9 stig, London létt-
skýjað og —1 stig, Hamhorg skýjað
og —3 stig, Madrid léttskýjað og 1
stig, Lissabon skýjað og 7 stig
New York lóttskýjað og 3 stig.
Krístin Jóhannesdóttir lézt á Land-
spitalanum 22. feb. Hún var fædd 17.
ágúst 1895, dóttir Guðbjargar Jóns-
dóttur og Jóhannesar Einarssonar sjó-
manns að Ási. Árið 1914 réðst Kristin í
vist til frú Áslaugar og séra Bjarna Jóns-
sonar dómkirkjuprests. Var Kristín hjá
þeim í tvö ár, en fór síðan til séra
Friðriks Friðrikssonar. Kristin giftist
eftirlifandi manni sínum Filippusi
Guðmundssyni 23. maí 1919. Eignuðust
þau sjö börn auk þess ólu þau upp eina
stúlku, Þóreyju Sigurbjörnsdóttur.
Kristín verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni i Reykjavík í dag, fimmtudag
1. marz, kl. 3.
Laufey Vilmundsdóttir lézt 21. feb. Hún
var fædd 1 Vestmannaeyjum 1. júní
1914. Foreldrar hennar voru Þuríður
PáMóttir og Vilmundur Friðriksson.
Liiufe giftétGísla Þorgeirssyni 29. maí
1937. Figimðust þau tvo syni, Þorgeir
og Vilmund. Laufey verður jarðsungin
frá Fossvogkirkju í dag, fimmtudag 1.
marz kl. 3.
Gunnar Skafti Eina-ssoii lézt
þriðjudaginn 27. feb.
Jóhanna Magnúsdóttir, Óðinsgötu 11,
lézt miðvikudaginn 28. feb. á Land-
spitalanum.
Viöar Þorsteinsson, Kirkjuvogi, Höfn-
um varð bráðkvaddur þriðjudaginn 27.
feb.
Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi hag-
stofustjóri verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni föstudaginn 2. marz kl. 2.
Ingibjörg Guðlaugsdóttir frá Bildudal
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 2. marz kl. 3.
Karl Óttar Guðbrandsson, Sævar-
görðum 20, Seltjarnarnesi, verður
jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn
2. marzkl. 3.
Margeir Sigurbjörnsson, Leifsgötu 4B,
Rvík, lézt í Landakotsspítala miðviku-
daginn 28. feb.
Siðustu sýningar á
Máttarstólpum þjóðfélagsins
Nú fer að Ijúka sýningum á hinu kunna leikriti Henrik
Ibsen, Máttarstólpum þjóðfélagsins, sem sýnt hefur
verið frá þvi um jól á Stóra sviðinu i leikstjórn
Baldvins Halldórssonar. Leikrit þetta þykir — eins og
raunar leiri lcikrit höfundar — hafa staðizt timans
tönn ótrúlcga vd, inn í það fléttast umræða um stöðu
konunnar, sem svo mjög hefur vcrið i brennidcpli nú
síðustu ár.
Með helstu hlutverk í sýningunni fara Erlingur Gisla-
son, Guðrún Þ. Stephensén, Margrét Guðmunds
dóttir, Briet Héðinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Rúrik
Haraldsson, Guðrún Þórðardóttir, Hákon Waage og
Bjarni Steingrimsson. Næsta sýning á Máttar-
stólpunum vcrður i kvöld, fimmtudagskvöld og nasst
siðasta sýning veröur á sunnudagsk völdiö kcmur.
HÓTEL BORG: Diskótekið Dísa, kynnar óskar og
Logi. Vinsældakosning og plötuhappdrætti.
HOLLYWOOD: ÁrshátiðS.U.F.
SKÁLAFELL: Tizkusýning kl. 21.30. Módelsam-
tökin sýna.
KLÚBBURINN: Freeport, Póker og diskótek.
ÓÐAL: Diskótek.
TEMPLARAHÖLLIN: Bingókl. 20.30.
SNEKKJAN: Diskótek.
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ: Við borgum ckki, við
borgum ekki kl. 20.30 i Lindarbæ.
IÐNÓ: Skáld-Rósa kl. 20.30. Rúmrusk miðnætur-
sýning i Austurbæjarbiói kl. 23.30.
Heims um ból víkur
af Litla sviðinu
Nú eru aðeins eftir örfáar sýningar á þýzka leikritinu
Heims um ból eftir Harald Mueller, sem frumsýnt var
á Litla sviðinu um jólin. Leikrit þetta hefur vakið
athygli fyrir að vera nærfærnislega og vel samið en þó
jafnframt beitt áminning til aðstandenda gamals fólks.
Heiti verksins hefur valdið þvi, að ýmsir virðast halda
að hér sé um jólaleikrit að ræða, en svo er ekki, efni
leiksins er jafn brýnt allan ársins hring. Guðbjörg
Þorbjarnardóttir og Bessi Bjarnason hafa hlotið mikið
lof fyrir leik sinn i sýningunni i hlutverkum
mæðginanna. Leikstjóri er Benedikt Árnason.
Næsta sýning á Heims um ból verður i kvöld,
fimmtudagskvöld.
NýttHf
Almenn samkoma kl. 20.30 i kvöld að Hamraborg 11.
Beðið fyrir sjúkum. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn
i kvöld kl. 20.30 almenn samkoma. Sýnd verður kvik-
mynd frá starfsemi Hjálpræðishersins í Bangladesh.
Allir velkomnir.
Fíladelfía
Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ungt fólk talar og
syngur. Samkomustjóri Svanur Magnússon.
Fíladelfia, Hafnarfirði
Vitnisburðasamkoma i Gúttó i kvöld kl. 20.30. Garð-
ar og Anna syngja. Jórdan leikur. Allir hjartanlega
velkomnir.
Grensáskirkja
Almenn samkoma verður í safnaðarheimilinu i kvöld
kl. 20.30 Allir hjartanlega velkomnir. Halldór S.
Gröndal.
Basar Færeyska
sjómannakvinnuhringsins
Hér i Reykjavik er í byggingu sjómannaheimili, sem
bygginganefnd Færeyska kristilega sjómanna-
heimilisins stendur að, þar sem ráðgert er að gistirými
verði fyrir 60 manns og opið öllum sjómönnum, bæði
innlendum og crlendum. Byggingin er að rísa i
Skipholti, og er nú verið að vinna að annarri hæð
hússins. Sjómannakvinnuhringurinn, sem er félags-
skapur færeyskra kvenna í Reykjavík, gengst fyrir sin-
um árlega basar til styrktar sjómannaheimilinu
sunnudaginn 4. marz nk. kl. 3 e. hádcgi, i færeyska
sjómannaheimilinu aö Skúlagötu 18. Á boðstólum
verður m.a. færeyskar peysur, önnur handavinna, og
heimabakaöar kökur.
Spilakvöld
Rangæingar
Þriðja kvöld spilakeppni Sjálfstæðisfélaganna I
Rangárvallasýslu verður að Gunnarshólma I kvöld,
fimmtudaginn 1. marz og hefst kl. 21. Ávarp flytur
Davið Oddsson. Aðalverðlaun fyrir samanlögð 3
kvöld er sólarlandaferð fyrir tvo.
Frá Félagi
einstæðra foreldra
Spiluð verður félagsvist að Ásvallagötu 1,
fimmtudaginn 1. marz kl. 21. Kaffi og meðlæti.
Myndarleg verðlaun i boði. Gestir og nýir félagar
velkomnir.
Fyrirtestur 1
Norræna húsinu
i kvöld
Uno Myggen Ericson, fyrirlestur og kvikmyndasýning
um sænskar reviur kl. 20.30. Verið velkomin.
Útivistarferðir
Vörðufell-Miðfell 2.4. marz. Gist i Skjólborg á
Flúðum. Böð og hitapottar. Komið að Gullfossi og
Geysi. Fararstjóri Jón I. Bjarnason. Farseðlar á
skrifstofunni Lækjargötu 6, simi 14606.
Stofna Gigtarfélag
á Suðurnesjum
1 undirbúningi er stofnun Gigtarfélags Suðurnesja.
Undirbúningsfundur verður í barnaskólanum i Kefla-
vík á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Stofnfundur
félagsins verður síðan haldinn i safnaðarheimili Innri-
Njarðvikur á sunnudaginn, 4. marz, kl. 14.00. Þar
mætir Jón Þorsteinsson læknir og forystumenn Gigt-
arfélags íslands, sem hefur höfuðstöðvar sinar i
Reykjavík.
Kvenfélag
Laugarnessóknar
Fundur veröur haldinn mánudaginn 5. marz kl. 20.30
í fundarsal kirkjunnar. Kristinn Björnsson sál-
fræðingur talar um barnaárið. Allar konur velkomnar.
Kvenfélagið
Bylgjan
heldur fund i kvöld 1. marz, að Borgartúm i8. í tilefni
af barnaárinu kemur Nina Baldvinsdóttir á fundinn
Kvenfélag
Árbæjarsóknar
heldur fund nk. mánudagskvöld, 5. marz, kl. 20.30 i
Árbæjarskólanum. Umraíður verða um barnaárið og
ýmislegt verður til skemmtunar, Ioks verður kaffi
framborið.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
Fundur verður haldinn i félagsheimilinu Baldursgötu
9, fimmtudaginn 1. marz kl. 8.30. Guðríður Halldórs-
dóttir húsmæðrakennari kynnir rétti úr mjólkuraf-
urðum. Allir velkomnir.
Kvenfélag
Hallgrímskirkju
Fundur veröur haldinn fimmtudaginn 1. marz kl.
2.30.
Aðaffundir
Aðalfundur Vörubíl-
stjórafélagsins
Þróttar
veröur haldinn laugardaginn 3. marz nk. að Borgar
túni 33 og hefst kl. 14. Dagskrá samkvæmt félags-
lögum. Reikningar fyrir árið 1978 liggja frammi á
skrifstofu félagsins á skrifstofutíma.
Kattavinafélag
íslands
Aðalfundur Kattavinafélags Islands vcrður haldinn að
Hallveigarstöðum laugardaginn 3. marz og hefst
klukkan tvö.
Dagskrá: Venjulegaöalfundarstörf. önnur mál.
Iðjuþjálfafélag íslands
heldur aðalfund fimmtudaginn 1. marz kl. 20 á Grens-
ásdeild Borgarspitalans. Venjulegaðalfundarstörf.
Sjálfsbjörg
Suðurnesjum
Aðalfundur félagsins verður haldinn i Tjarnarlundi,
Keflavík, kl. 2 e.h. sunnudaginn 4. marz. Venjuleg
aðalfundarstörf. Kaffiveitingar.
Skautafélag
Reykjavíkur
Aðalfundur verður haldinn i Skautafélagi Reykja
víkur fimmtudaginn 8. marz kl. 20 í fundarsal
Iðnskólans.
Læknakvennafélagið
Eik tilkynnir
Aöalfundur verður haldinn í Domus Medica þriðju-
.daginn 6. marz kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Knattspyrnufélagið
Þróttur
Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Esju
miðvikudaginn 7. marz n.k. kl. 8.30e.h. venjuleg aðal-
fundarstörf.
Aðalfundur
ungmennafélagsins
Aftureldingar
verður haldinn fimmtudaginn 8. marz kl. 20.30 i
Brúarlandi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, laga-
breytingar og önnur mál.
Skátafélagið Landnemar
Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. marz kl.
20.30 i Skátaheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf.
Skemmtlfunríir
________ A
Kvenfélag
Háteigssóknar
Skemmtifundur i Sjómannaskólanum þriðjudaginn 6.
marz kl. 20.30 stundvíslega. Spilað verður bingó.
Félagskonur fjölmennið og bjóðið með ykkur gestum.
fT'....... '
Stjófnmðlðfundlr
Alþýðubandalagið
Akureyri
Málfundafélag ABA heldur fund i dag, fimmtudaginn
1. marz kl. 20.30 i Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18.
Umræðuefni; Karlaklúbbar o. fl. Guðjón E. Jónsson
er málshefjandi um klúbbana. Enn geta félagar bætzt i
hópinn.
Alþýðubandalagið
á Suðurnesjum
heldur félagsfund í Tjamarlundi, Kefiavík, mánu-
daginn 5. marz kl. 20.30. Fundarefni:
1. Félagsslit vegna breyttrar starfsemi fiokksins á
félagssvæðinu. 2. Stofnun samstarfsnefnda Alþýðu-
bandsfélaga á Suðurnesjum. 3. önnur mál —
Kaffiveitingar og rabb að loknum fundarstörfum.
Alþýðubandalag
Fljótsdalshéraðs.
Almennur félagsfundur verður haldinn á Egilsstöðum
mánudagskvöldið 5. marz kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 3. Kosning i
hreppsmálaráð Alþýðubandalagsins. 3. Nefndar-
skipan. 4. Fyrirhugaður fundur með þingmönnum. 5.
önnur mál.
Framsóknarfélag
Húsavíkur
boðar til almenns fundar um fjárhagsáætlun Húsa-
vikurbæjar fyrir árið 1979. Fundurinn verður í fund-
arsal félagsins í Garðari kl. 20.30 mánudaginn 5. marz
nk. Bæjarfulltrúar fiokksins fiytja framsöguerindi og
svara fyrirspurnum. Bæjarstjóri verður á fundinum.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kópavogur
Fulltrúaráð
framsóknarfélaganna
heldur fund fimmtudaginn 1. marz nk. i Félagsheimili
Kópavogs (neðri sal) kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhags-
áætlun Kópaogs. Mætiðstundvíslega.
Grafik í Bókasafni
Ísafjarðar
Sigurður Þórir heldur sýningu á grafíkmyndum i
Bókasafni ísafjarðar um þessar mundir. Sýningin var
opnuð laugard. 24. feb. og verður opin á venjulegum
opnunartima bókasafnsins og stendur i u.þ.b
hálfan mánuö. Myndirnareru allar til sölu.
Sigurður Þórir er fæddur 1948 i Reykjavík. Hann
stundaði nám við Myndlista- og handiðaskóla íslands
1968—70 og siðan við konunglegu Akademíuna i
Kaupmannahöfn frá 1974—78. Þetta er 9. einka-
sýning Sigurðar.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík
heldur árshátíð sina i Átthagasal Hótels Sögu nk. laug-
ardag 3. marz og hefst hún með borðhaldi kl. 19.
Árshátíð
Alþýðubandalagsins
í Borgarnesi
og nærsveitum
verður haldin á Hótel Borgarncsi laugardaginn 10.
marz. Húsið opnað kl. 19. Boröhald hefst kl. 20.
Ræða: Jónas Ámason. Skemmtiatriði og dans. Verð
miða kr. 5500. Miðar fást hjá eftirtöldum til
miðvikudagskvölds 7. marz: Baldri Jónssyni (s. 7534),
Grétari Sigurðssyni, Pálinu Hjartardóttur og Þorsteini
Benjaminssyni (s. 7465).
Árshátíð Viðeyinga-
félagsins .
verður laugardaginn 3. marz i Snorrabæ og hefst kl.
19.00 með borðhaldi. Fjölbu vitskemmtiatriði. Að-
göngumiðar fást hjá Kristjönu Þórðardóttur, simi
23085, Aöalheiöi Helgadóttúr. simi 37382 og Ástu
Gísladóttur, sími 36192.
Árshátíð Snarfara,
félags sportbátaeigenda, veröur haldin laugardaginn
3. marz í félagsheimilinu að Siðumúla 11,2. hæð, og
byrjar kl. 9. Miðar fást hjá E.N. lömpum, sími 84431,
Skeifunni 3-B. Colin Porter stjómar diskóteki og
skemmtiatriðum.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík
heldur árshátið sína laugardaginn 3. marz í Átthagasal
Hótel Sögu. Árshátíðin hefst meö borðhaldi kl. 19
stundvislega. Miðasala og borðapantanir verða i
heimili félagsins að Laufásvegi 25 (gengið inn frá Þing-
holtsstræti), fimmtudagskvöld 1. marz kl. 20—22.
Vestfirðingar
í Reykjavík
og nágrenni
Vestfirðingamótið að Hótel Esju na»ta laugardag 3.
marz hefst með borðhaldi kl. 7. Aðgöngumiðar verða
seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og að
Hótel Esju miðvikudag og fimmtudag milli kl. 2 og 5.
Mætið þar með vinum og ættingjum.
Átthagafélag
Strandamanna
Árshátið félagsins veröur laugardaginn 3. marz i
Domus Medica. Miðar afgreiddir þar fimmtudag 1.
marz kl. 5—7.
Prout-Seminar
Helgina 3. og 4. marz verður haldið námskeið í and-
legri og þjóðfélagslegri hugmyndafræði PROUT.
Fyrri daginn verða fiuttir fyrirlestrar um hinn hug-
myndafræðilega grundvöll almennt en siðari daginn
verða afmarkaðri hagnýt mál rædd. Fyrirlestrarnir
munu hefjast kl. 10 f.h. og kl. 14 e.h. báða dagana.
öllum er heimil þátttaka og tilkynnist í síma 27050.
Námskeiðið verður haldiðað Laugavegi 42, 3. hæð.
Kvenfélag Cosialista
heldur flóamarkað að Hallveigarstöðum laugardaginn
3. marz kl. 2. Félagar og velunnarar sem vilja gefa
muni hafi samband við eftirtaldar konur, Elínu í síma
30077, Laufeyju í sima 12042 og Lilju í sima 13241.
Félag sjálfstæðismanna
í Laugarneshverfi
1 tilefni bamaársins hefur stjóm félagsins ákveðið að
hleypa af stokkunum eftirtöldum umræðuhópum,
sem starfa munu fyrri hluta marzmánaðar. 1. Barnið
og heimilið. 2. Bamið og skólinn. 3. Bamið og tóm-
stundirnar. Stjómin hvetur sjálfstæðisfólk í hverfinu
til að taka þátt i starfi hópanna. Vinsamlegast tilkynn-
ið þátttöku i sima 82963 (kl. 9—5) fyrir 5. marz.
Vestfirðingafélagið
í Reykjavík
Vestfirðingamót verður haldið laugardaginn 3. marz
að Hótel Esju og hefst með borðhaldi kl. 19. Félags-
menn mælið ykkur mót meö vinum og ættingjum. -
Fjölmennum. Á mótinu verða að venju góður matur, ^
skemmtiatriði og dans. Aðgöngumiðar verða seldir
miðvikudaginn 28. feb. og fimmtudaginn 29. feb.
Farfuglar
Skemmtikvöld
verður föstudaginn 2. marz kl. 20.30 í Farfuglaheimil-
inu Laufásvegi 41. Félagsvist.
Styrktarfélag
vangefinna
^preldrar og velunnarar. Flóamarkaður og kökusala
verður sunnudaginn 4. marz i nýbyggingu félagsins v/
Stjörnugróf og hefst kl. 14. Munum og hreinum
fatnaði sé komið að Bjarkarási. Móttaka daglega frá
kl. 9—16. Móttaka á kökum verður laugardaginn 3.
marz.
Frá Kattavinafélaginu
Að gefnu tilefni eru kattaeigendur beðnir að hafa ketti
sína inni um nætur. Einnig að merkja þá með hálsól,
heimilisfangi ogsímanúmeri.
SADKO sýnd
í MÍR-salnum
MÍR — Menningartengsl íslands og Ráðstjórnar-
rikjanna hafa á Iaugard. i vetur sýnt kvikmyndir i
húsakynnum sinum að Laugavegi 178. Þessum
sýningum verður haldið áfram enn um sinn, og laug-
ardaginn 3. marz verður ævintýramyndin um Sadko
sýnd. Hún er gerð 1952 og er stjómað af Alexandr
Ptúsko. tökurit er eftir K. lsaév, myndataka: Fjodor
Provorov, tónlist: R. Korsakov. Rússneskt tal er i
myndinni en enskir skýringatextar.
Sýuningin hefst kl. 15.00 (kl. 3) og er öllum heimill
aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Anglia
Fimmtudaginn 1. inarz U. 8.30 hcfur félagifl Anglia,
kvikmyndasýningu á Aragötu 14. Eftir sýninguna,
vcrfia kaffiveitingar. Anglia fálagar, maetið vel á þessa
fyistu kvikmyndasýningu vctrarins.
Minningarspjold
Minningarkort
Barnaspítala Hringsins
fást á eftirtöidum stööum: Landspitalanum, Bóka
verzlun ísafoldar, Þorsteinsbúð Snorrabraut, Gcysi
Aðalstræti, Vesturbæjarapóteki, Garðsapóteki, Breið-
holtsapóteki, Kópavogsapóteki, Háaleitisapóteki i
Austurveri, Ellingsen, Grandagarði, Bókaverzlun
Snæbjarnar og hjá Jóhannesi Norðfjörð.
Gengið
GENGISSKRANING Farflamanna-
Nr. 40 - 28. febr. 1979. fljaWayrir
Eining KL 12.00 K~P Sala Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 323,50 324,30* 355,85 356,73*
1 Steriingspund 654,60 656,20* 720,08 721,82*
1 Kanadadollar 270,90 271,60* 297,00 298,76*
100 Danskar krónur 6247,90 6263,30* 6872,69 6889,63*
100 Norskar krónur 6366,25 6381,95* 7002,88 7020,15*
100 Sænskar krónur 7423,25 7441,65 8165,58 8185,82
100 Rnnskmörk 8146,60 8166,70* 8961,26 8983,37*
100 Franskir frankar 7579,20 7598,00* 8337.12 8357,80*
100 Belg. frankar 1105,60 1106,30* 1216,16 1219,13*
100 Svissn. frankar 19406,10 19454,10* 21346,71 21399,51*
100 Gyllini 16183,10 16223,10* 17801,41 17845,41*
100 V-Þýzkmörk 17481,80 17525,00* 19229,98 19277,50*
100 Urur 38,47 38,57* 42,32 42,43*
100 Austurr. Sch. 2388,30 2394,20* 2627,13 2633,62*
100 Escudos 680,60 682,30* 748,66 750,53*
100 Pesetar v 468,20 469,30* 515,02 516,23*
100 Yen 159,83 160,23* 175,82 176,25*
• Breyting f ré siðustu skráningu. Símsvari vagna ganglsskráninga 22190.