Dagblaðið - 01.03.1979, Page 26

Dagblaðið - 01.03.1979, Page 26
26 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979. D 19 000 RUGtR RICHAKD MOORt BURÍON HAROY KRLKjtR " j Ht YVII.i:> ŒiSl" SfMI 22140 * John Travolta Olivia Newton-John ' Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð. Aðgöngumiðar ekki teknir frá í síma fyrst um sinn. Ath. breyttan sýningartíma. Aögöngumiðasala hefst kl. 4. Sérlega spennandi og við- burðahröð ný ensk litmynd byggð á samnefndri sögu eftir Daniel Carney, sem kom út í islenzkri þýðingu fyrir jólin. Leikstjóri: Andrew V. McLaglen. íslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Hækkað verð. Lögreglu- stjórinn ódrepandi Sýnd kl. 3,6og9. - salur i--- Convoy Spennandi og skemmtileg ný ensk-bandarísk Panavision-- litmynd, með Kris Kristofferson, Ali MacGraw í aðalhlutverkum. Leikstjóri: Sam Peckinpah. íslen/kur texti. 14. sýningarvika. Sýnd kl. 3.05, 5.40, 8.30 og' 10.50. -salur" Dauðinn á Níl iUDUCHHS <§ffl mkwm mm Pflit IKTMOV - UMt MKM - 10K (HUi BllllUnS - MUjABOh ■ OMdO oumiwaT -Linua uoKdHMnr-iMUiLwm SW0NMK(DnM0il(- DlflDMVH MiLGMSMflH-UUNilSOl juauani DLUHONMHU Frábær ný ensk stórmynd, byggð á sögu eftir Agatha Christie. Sýnd við metaðsókn víða um heim núna. Leikstjóri: John Guillermin íslenzkur texti. Bönnuð börnum. 10. sýningarvika. Sýndkl. 3.10,6.10 og 9.10. Hækkað verð. — salur ID- ökuþórinn Hörkuspennandi og fjörug ný litmynd. íslenzkur texti. Bönnuðinnan 14ára. 7. sýningarvika. Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15 9.15 og 11.15. SÍM111544 Hryllings- óperan Sýnum í kvöld og næstu kvöld, vegna fjölda áskorana, hina mögnuðu rokkóperu með Tom Curry og Meatloaf. Sýnd kl. 5, 7 og9. Ðönnuð innan 16 ára. ONK MAN AQAINST'80 — Spennandi bandarískur vestri, byggður á sönnum atburðum. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. LAUQARAS B I O SlMI 32075 Ný bráðskemmtileg gaman- mynd leikstýrð af Marty Feldman. Aðalhlutverk: Ann Margret, Marty Feldman, Michael York og Peter Ustinov. íslenzkur texti. Hækkað verð. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Klappstýrur Bráðskemmtileg mynd um hjólliðugar og brjótamiklar menntaskólastelpur. Sýndkl. 11. Bönnuð innan 16ára. aæmrHP 1 Sími50184 FRUMSÝNING Kynórar kvenna THEEROTIC EXPERIENCEOF 76 Ný mjög djörf amerísk-«. áströlsk mynd um hugaróra kvenna í sambandi við kynlíf þeirra. Mynd þessi vakti mikla athygli i Cannes '76. • íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Stranglega bönnuð innan 16 ára. * TÓNABÍÓ SlMI 31182 Valdir vígamenn (The killer elite) Leikstjóri: Sam Peckinpah. Aðalhlutverk: James Caan Robert Duvall Bönnuð innan 16ára. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. SÍMI 18938 Drive-in íslenzkur texti. Afar skemmtileg og bráð- imeliin ný amerísk gaman- mynd í litum. Leikstjóri Rod Amateuu. Aðalhlutverk: Lisa Lemole, Glenn Morshower, Gary Cavagnaro, Billy Milliken. S^ndkL 5,7,9 11. hofnarbió SlM116444 Rakkarnir Hin magnþrungna og spennandi litmynd, gerð af Sam Peckinpah, cin af hans allrabeztu, með Dustin Hoffman og Susan Georg. íslenzkur texti *■ Bönnuð innan 16ára. Endursýnd kl. 5,7,9og 11.15. BÆJARINS BEZTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar bjóða upp á Úr Aguirre — reiði Guðs. Klaus Kinsky fyrir miðju. Aguirre — reiði Guðs Leikstjóri: Wemer Herzog Sýningarstaður: Tjamarfoió kl. 21 föstudag Eins og kunnugt er af fréttum dvelur þýzki leikstjórinn Werner Herzog hér á landi um þessar mundir. Hann mun sýna hér eina mynd sína, Aguirre — reiði Guðs. Hún er talin ein af merkustu myndum hans, ekki aðeins vegna vel útfaerðrar kvikmyndatöku, heldur var einnig mikil vinna lögð i hljóðbandið með myndinni. Myndin gerist í Perú árið 1560 þegar Spánverjar hafa lagt undir sig veldi Inka. Sögusögn kemst á kreik um hina týndu borg gullsins El Dorado. Myndin fjallar um leiðangur spænskra ævintýramanna á flekum eftir Amazonfljótinu í leit að gullborginni. Einn þeirra, Don Lope de Aguirre, gerir uppreisn og lýsir sjálfan sig keisara Perú og afneitar Spánarkonungi. Leiðir hann menn sína síðan til glötunar. Herzog er með þessu að sýna hvernig valdafíkn eins manns leiðir allt mannkyn í glötun, samanber Hitler. Þessi mynd átti mikinn þátt i að bera orðstír Herzogs um allan heim og var m.a. sýnd í París i 18 mánuði samfleytt. Valdir vígamenn Leikstjóri: Sam Peckinpah, gerð í USA 1975 Sýningarstaður: Tónabió Fyrir þá sem fylgzt hafa með ferli Sam Peckinpah gegnum árin gefst nú tækifæri til að sjá verk hans frá árinu 1975. Handritið sem fjall- ar um starfsemi ímyndaðrar leyniþjónustu er æði ruglingslegt og gloppótt, þótt fagmannleg vinnubrögð Peckinpah vegi þar á móti. Andstætt flestum mynd hans er lítið um blóðbað þótt á stöku stað bregði fyrir gamla stílnum. Alice doesn't live here anymore Leikstjóri: Martin Scorsese, gerð f USA 1974 Sýningarstaður: Austurbæjarbfó í handriti sínu dregur Robert Getchell upp raunsæja mynd af bandarískri húsmóður sem misst hefur manninn sinn og stendur andspænis breyttu lífsmunstri. Nú er tækifæri til að láta æsku- draumana rætast sem stofnun heimilis hafði komið í veg fyrir. En hamingjan er sjaldnast þar sem að henni er leitað. Driffjöður myndarinnar er Ellen Burstyn í hlutverki Alice, enda fékk hún Oscarinn 1974 sem bezta leikkonan. Leikstjórinn er í hópi þeirra ungu manna sem stuölað hafa að endurfæðingu Hollywood. Úr Alice doesn’t live here anymore. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. Útvarp Kinverskir hermenn eru nú fjölmennari en Bandaríkjamenn voru þegar þeir voru flestir. VÍDSJÁ — útvarp kl. 22.55 íkvöld: Hvað vakir fyrir Kín- verjum? ,,Eg tek fyrir spurninguna um hvað vaki fyrir Kína með innrásinni í Víet- nam,” sagði Friðrik Páll Jónsson, um- sjónarmaður Víðsjár. „Þetta verður svolítið sögulegt yfirlit og baksviðið eru deilur Rússa og Kín- verja. Ljóst er að Kínverjar blanda sér í þessi mál fyrst og fremst vegna þess að þeir vilja ekki að Sovétmenn auki áhrif sín í þessum heimshluta og þeir líta á Víetnam sem fulltrúa þeirra. Síðan hafa Kínverjar einnig haft ákveðna pólitík gagnvart Laos og Kampútseu og fjalla ég einnig um það,” sagði Friðrik Páll Jónsson að lokum. Hanoi-útvarpið hefur greint frá því að nú berjist fleiri Kínverjar í Vietnam en Bandaríkjamenn voru þegar styrjöld Bandarikjamanna og Víetnam stóð sem hæst. Þá hefur Hanoi-útvarpið greint frá því að kínverskar hersveitir séu nú komnar 40 km inn í Víetnam. Svo virðist sem aðaiorrusta Kínverja og Víetnama sé við Lang-Son sem er 85 km norðaustur af höfuðborginni Hanoi. Kínverjar hafa hvatt Víetnama til að setjast að samningaborði og binda þannig endahnút á landamærastríð þjóðanna en engin svör hafa borizt frá Hanoi vegna þessarar málaleitunar. Óttast ýmsir að þetta stríð kunni að leiða af sér styrjöld stórveldanna Kína og Sovétríkjanna. Um þann möguleika mun Friðrik Páll vafalaust einnig fjalla í Víðsjá í kvöld. -GAJ- V | ^IÐ ERUM ÖLL HEIM- ' SPEKINGAR — útvarp kl. 20.00 íkvöld Hvað ræður lífsviðhorfi okkar? „Þetta er inngangur að þáttaröð þar sem fjallað er um fyrirbærið lífsviðhorf og reynt að afmarka það. í fyrsta þætt- inum ræði ég almennt um þetta efni við dr. Pál Skúlason prófessor,” sagði Ás- geir Beinteinsson, umsjónarmaður út- varpsþáttar sem hefur göngu sína i kvöld undir nafninu Við erum öll heim- spekingar. „í fyrsta þættinum verður m.a. tekin fyrir spurningin um hvort hugsanleg sé einhver afmörkun á hugtakinu lífsvið- horf og hverjir séu helztu mótunar- þættir lífsviðhorfa. Við komum m.a. inn á það hvort það sé mikilvægt fyrir manninn að svara þessari spurningu. Mér finnst þetta mikilvæg spuming að glíma við þó henni verði aldrei svar- að endanlega. Mannkynið í heild stendur á miklum tímamótum vegna hinna miklu framfara á sviði tækninn- ar sem knýr manninn til að gera upp stöðuna og taka afstöðu til umhverfis- ins. Við íslendingar eru svo nýkomnir inn í þennan heim iðnvæðingar og neyzlusamfélags. Segja máað við séum nýkomnir út úr torfkofunum inn í þennan mikla hraða. Menn eru ekki búnir að átta sig og þess vegna er mikil- vægt að glíma við þessa spurningu.” -GAJ-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.