Dagblaðið - 01.03.1979, Síða 28
Vélgæzlumenn við Kröflu mótmæla túlkun RARIK á vilja þeirra:
Erum f úsir til að
lesa af mælunum
— neitunin mín ákvörðun en ekki mannanna, segir yf irverkf ræðingur
Allir starfandi vélgæzlumenn við
Kröflu undirrituðu i gær bréf til raf-
magnsveitnastjóra þar sem þeir lýstu
jundrun sinni á að ekki skuli hafa
verið leitað álits þeirra á að taka á sig
aflestur jarðvísindamæla, en jafn-
framt látið að því liggja að þeir vildu
ekki gera það og synjun til Almanna-
arna þar um var byggð á. í viðtali við
DB í gær sögðu vélstjórarnir:
„Sl. haust, þegar svipað jarð-
fræðilegt ástand ríkti á
Kröflusvæðinu og nú er, var þess far-
„Erum smá
en ekki fá”
„Skemmtilegri barnatíma”, „Við
erum smá en ekki fá” og „Fleiri úti-
skemmtanir fyrir börn”, var meðal
áletrana á nýstárlegri kröfugöngu, sem
farin var með friðsemd frá Hlemmi að
dagheimilinu Tjarnarborg í gær, þar
sem göngumenn slöppuðu af undir
kvikmyndasýningu. Þar voru á ferð-
inni krakkar úr nokkrum barnadag-
hcimilum borgarinnar að vekja athygli
á högum sínum.
—GS./DB-mynd Sv. Þorm.
H
Snorri
Sturluson
fyrir 90
r
„Þessi hugmynd var fyrst rædd árið
1977, að gera klukkutímadagskrá í til-
efni af 800. ártið Snorra Sturlusonar,”
sagði Ólafur R. Einarsson, formaður
útvarpsráðs í viðtali við Dagblaðið, en
nú er áformað, að gera 90 til 100 min-
útna sjónvarpsmynd um Snorra í sam-
vinnu við Norðmenn og Dani.
„Endanleg ákvörðun um þátttöku
okkar íslendinga liggur hins vegar ekki
fyrir ennþá, enn er eftir að ákveða af-
notagjöld og auglýsingataxta og eftir
því er okkur stakkur skorinn,” sagði
Ólafur ennfremur.
Það eru þeir Sigurður Sverrir Páls-
son og Erlendur Sveinsson sem hafa
gert áætlun um kvikmyndagerðina og
Jónas Kristjánsson rithöfundur verið>
þeim til aðstoðar.
„Samkvæmt kostnaðaráætlun þess-
ara aðila, er gert ráð fyrir 44 leikurum
og kostnaði upp á um 90 milljónir
króna,” sagði Ólafur. „Verið er að
gæla við þá hugmynd, að hægt verði að
hefja upptökur næsta vetur.”
-HP.
tð á leit við okkur að viðkomandi
bakvaktarmaður færi á fætur einu
sinni á nóttu, kl. 04.00, og tæki
aflestur af jarðvísindamæli. Urðum
við fúslega við þeirri málaleitan án
sérstakrar greiðslu.
Nú viljum við taka þaðskýrt fram
varðandi bréf Rafmagnsveitna
ríkisins til Almannavarna, að okkar
álits var aldrei leitað og höfum við
því ekki verið beðnir að taka áður-
nefnda aflestra að þessu sinni.
Þar sem nú eru gengnar reglulegar
„Tvímælalaust hlýtur ríkisstjórnin
að koma til móts við launþegahreyfing-
arnar,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson
alþingismaður (AB) í morgun. Hann
taldi, að frumvarpi forsætisráðherra
hlyti að verða breytt í þá átt. Launþeg-
ar hefðu lýst andstöðu við ýmsa þætti
frumvarpsins, hvað varðaði vísitölu-
málin, kjaramálaráð, peningamaenið,
innlánsbindingu í Seðlabankanum og
vaktir allan sólarhringinn er af okkar
hálfu ekkert því til fyrirstöðu að
fylgjast með mælinum.”
„Ég tók þá ákvörðun út frá ýms-
um rekstrarlegum sjónarmiðum, að
þetta væri mál Almannavarna, en
ekki Kröfluvirkjunar,” sagði Einar
Tjörvi yfirverkfræðingur við Kröflu
en hann hafði samband við Dag-
blaðið vegna fréttar þess um, að
starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins
hefðu neitað að fylgjast með jarð-
visindamælunum. Hann sagði að
bindingu rikisfjármálanna á árinu
1980.
í þessum greinum hlyti að vera ljóst
að ríkisstjórnin mundi ekki marka
stefnu, sem væri í andstöðu við launa-
fólk. Málin mundu skýrast nokkuð á
rikisstjórnarfundi í dag, þar sem efna-
hagsfrumvarpið verður á dagskrá. Al-
þýðubandalagsmenn munu þar, form-
lega eða óformlega, reifa tillögur, sem
þetta væri ekki rétt túlkun þar sem
þetta hefði verið hans ákvörðun en
ekki mannanna.
„Mennirnir hafa aldrei neitað að
geraneitt sem ég hef beðið þá um. Ef
þeir hefðu verið beðnir að lesa á
mælana, þá hefðu þeir gert það,”
sagði Einar Tjörvi að lokum.
-GAJ/GS.
— Meira um Kröflu
ábis.23
eru í sama dúr og ályktun meirihluta
miðstjórnar ASÍ. í viðtölum við
nokkra þingmenn í morgun kom fram,
að þeir telja, að úr fáist skorið upp úr
næstu helgi, hvort ríkisstjórnin kemur
sér saman um frumvarpið eða hvort
það verður lagt fram af einhverjum
hluta stjórnarliða eingöngu.
-HH.
fijálst, úháð daghlað
FIMMTUD. 1. MARZ 1979.
Kauphækk-
unfdag
Kaup hækkar i dag um 5,9 prósent
fyrir launþega sem hafa laun fyrir
neðan visitöluþakið en um fasta krónu-
tölu fyrir hina efri.
Hjá Alþýðusambandsfólki er vísi-
töluþakið við 278.680 króna mánaðar-
laun og hækkar fólk sem er fyrir ofan
þakiðum 19.230 krónur á mánuði. V
Hjá félögum í Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja og Bandalagi há-
skólamanna er þakið við 280.966
krónur. Hækkunin hjá fólki fyrir ofan
þaðer 19.390 krónur. -HH.
Varð bráð-
kvaddur
á slysstað
Á mánudagsmorguninn varð árekst-
ur á Hafnavegi milli Hafna og Sand-
gerðis. Lögreglan kom á staðinn og var
að taka skýrslur er ökumaður annars
árekstrarbílsins tók að blána. Skipti
engum togum að hann lézt í höndum
lögreglumanna, sem reyndu þó hjarta-
hnoð og aðrar lífgunartilraunir.
Maður þessi var á fertugsaldri, en
hafði kennt sjúkdóms fyrir hjarta.
Hann var einhieypur og barnlaus.-ASt.
AB íKópavogi:
Meirihluta-
starfinu
haldið áf ram
Alþýðubandalagtð hélt langan og
mikinn fund í Kópavogi í gærkvöldi og
stóð hann til að verða tvö í nótt. 84
mættu á fundinn. Borin var upp tillaga
sem fól i sér tvö atriði, þ.e. að ekki
væri hvikað frá núverandi meirihluta-
samstarfi og traustsyfirlýsingu á núver-
andi bæjarfulltrúa.
Tillagan var samþykkt með 48 at-
kvæðum gegn 32. Þrír seðlar voru
auðir og einn ógildur. Þetta þýðir að
öflugur minnihlutahópur er í Alþýðu-
bandalagsfélaginu í Kópavogi og tveir
af fimm á móti meirihlutasamstarfinu.
Einn af minnihlutamönnunum túlkaði
þessi úrslit í morgun sem ósigur fyrir
Björn Ólafsson, efsta mann á lista
Alþýðubandalagsins.
-JH.
Nýir samn-
ingarSóknar
Kjarasamningur Starfsmannafélags-
ins Sóknar við ríki, Reykjavikurborg
og fleiri, var samþykktur á fundi í fé-
laginu í gærkvöldi með 192 atkvæðum
gegn 122. 11 seðlar voru ógildir.
Launahækkunin nemur um 9 til
11%.
Eftir samningana lítur launataflan
svona út (gamli skalinn innan sviga):
Fyrstaár: 164.331 (153.580)
eftirlár: 169.446(158.361)
eftir 3 ár: 179.031 (163.141)
eftir5ár: 181.543
Eftir 5 ár bætast 7% við í sumum
starfsgreinum. -HP.
Atvinnulausir iðnaðarmenn óhressir með vinnu útlendinga:
SEGJA ÞEIR HERNUM
STRÍÐ Á HENDUR?
— Varnarliðið reynir að f lýta verkefnum til að skapa vinnu
„Við munum grípa til frekari að-
gerða ef svo heldur fram sem horftr,
en á þessu stigi get ég ekki tjáð mig
um eðli þeirra,” sagði einn félagi í
Iðnsveinafélagi Suðurnesja í viðtali
við DB vegna þess að þegar hafa 10
trésmiðir, sem unnu á Keflavíkur-
flugvelli misst vinnu sina nýverið og
búið er að segja upp 16 til viðbótar.
Á meðan færist í vöxt, að sögn við-
mælanda, að sérstakir vinnuflokkar
hersins taki að sér verk og eru þeir þá
sérstaklega fluttir til landsins í þeim
tilgangi. Þannig vinnur nú herflokk-
ur að innréttingu íbúðarskála í Rock-
ville-stöðinni á meðan trésmiðir úr
Keflavík ganga atvinnulausir.
lðnsveinafélagið hefur mótmælt
þessu við utanríkisráðuneytið en án
árangurs til þessa. Þá una þeir illa að
ófaglærðir íslendingar séu í trésmíða-
vinnu hjá varnarliðinu, sem er annar
vængur kreppu trésmiðanna.
Helgi Ágústsson, nýlega skipaður
formaður varnarmáladeildar utan-
ríkisráðuneytisins, sagði að deildin
hefði í fyrra veitt leyfi til að hermenn
ynnu þetta tiltekna verk, en það hafi
dregizt af fjármálaástæðum. Þá var
atvinnuástand íslendinga gott.
Sagðist hann hafa kannað þessi
mál og rætt þau við forsvarsmenn
varnarliðsins með þeim árangri að
þeir væru nú að vinna að því að flýta
fyrirhuguðum verkefnum. Líklegast
lægi nú þegar fyrir samþykki fjárveit-
ingavalds þeirra fyrir talsverðu verk-
efni innan tiðar.
Fyrrnefndur hermannaflokkur fer
héðan strax að loknu verkefninu í
Rockville.
-GS.
Stjórnarfundur um efnahagsfrumvarpið:
„K0MIÐ TIL MÓTS VIÐ LAUN-
ÞEGAHREYFINGARNAR”
— segir Ólafur Ragnar Grímsson