Dagblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 1

Dagblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 1
4 4 4 dagblað 5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 — 52. TBL. I RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. 3 EYJAMENN 0G REYK- VfKINGUR DRUKKNUÐU —tveir skipverjar komust í gúmbát og var bjargað Þrír Vestmannaeyingar og maður búsettur í Reykjavík, allir á aldrinum 23 til 34 ára, fórust í gærkvöldi er v.b. Ver sökk skammt austur af Bjarnarey. Tveir skipsfélagar þeirra komust í gúmbát og fann v.b. Bakka- vík hann stuttu eftir slysið og bjarg- aði mönnunum tveimur, skipstjóranum 42 ára að aldri og tvítugum manni úr Vogunum. Allir þeir sem fórust voru fjöl- skyldumenn. Lík eins þeirra fannst í gærkvöldi. Leit á slyssað stóð yfir til klukkan 3 í nótt og hófst aftur i birtingu. Verður í dag bæði leitað á sjó og úr iofti, á vélum Gæzlunnar. Ver ar á heimleið úr róðri en hann hefur stundað togveiðar. Slysið varð á áttunda tímanum en þá fékk Ver á sig hnút og lagðist á hliðina. Mennirnir sex um borð komust allir á þilfar en voru fáklæddir því slysið gerðist mjög snögglega. Á þaki stýrishúss voru tveir gúmbátar en ekki tókst að ná nema öðrum þeirra. í hann komust mennirnir tveir sem björguðust. Ekki vannst tími til að senda út neyðarkall. Og það var því nánast tilviljun að Bakkavíkin, sem lika var að koma úr róðri, sá ljós og er að var gáð reyndist það vera ljós á þaki gúmbátsins með skipbrots- mönnunum tveimur. Voru þeir þrekaðir af kulda er þeim var bjargað en höfðu þó ekki verið nema stutt í bátnum. Bakkavikin tilkynnti um slysið og Eyjabátar voru fljótir á staðinn og hófu leit sem stóð fram á nótt. Sú leit bar þann árangur að lík eins skipverja fannst á floti. Mikið brak var á sjónum þar sem Ver hvolfdiog sökk. Skipbrotsmönnunum leið vel eftir atvikum í gærkvöldi en þeir voru báðir fluttir i sjúkrahúsið er Bakka- víkin flutti þá að landi. Nöfn þeirra hafaekki verið birt enn. Ver var 73 lesta eikarbátur smíðaður 1959. Hann hét áður Gullver. Bakkavík er 52 tonna eikar- bátur frá Eyrarbakka, en gerður út fráEyjum. -A.St. 4 4 Hjartabfllinn úr umferðeftir dygga þjónustu -sjábls.7 * Heimilislæknir DBsvarar spurningum — sjá bls. 5 * DBáhljóm- leikum með Joe Cocker — sjá popp á bls. 28-29 Verzlað með vinningshaf- anum í janúarhappdrætti þeirra sem taka þátt i könnun á kostnaði við heimilishald. Vinningshaf- inn er búsettur á Eyrar- bakka. Upphæðin var 75 þúsund kr. Sjá Neytendasíðuna bls. 4. BRILUANTÍN - HVAB ANNAÐ? Þeir dvöldu drjúga stund fyrir framan spegilinn, strákarnir í 4—F í Fellasköla, þegar haldið var bekkjarball þar í gærkvöld. Að sjálfsögðu snerist allt um brilljantín og klístur.... hvað annað? — DB-mynd: RagnarTh. Togstreita um saltmagn í gaffalbitasfldinni — sjá bls. 7 Tryllingsös íbifreiðaskoð- uninni — sjá bls. 6 # Nýlistin er fyndinog hugmyndarík — viðtal við tvo aðstandendur Gallerís Suður- götu 7, sem fékk Menningarverð- laun DBfyrir myndlist á bls. 21 # Samkeppnin íhámarki — sjá bls. 12 # Aminvaltur ísessi — erlendgrein ábls. 10-11 „Yfirríkisstjóm kommissara” segja alþýðuf lokksmenn um nýjar tillögur Olafs „Það svartasta í nýju tillögunum hans Ólafs eru hugmyndir hans um eins konar yfirrikisstjórn kommissara, nefnd sem stjórni at- vir.nuvegunum og verði skipuð af þingflokkum beint,”sagði Sighvatur 3jörgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins i morgun. Ólafur færir sig stórum nær Alþýðubandalaginu í tillögunum nú. Hann kemur til móts við launþega- hreyfingarnar og fellir niður tillögu sína um að taka óbeina skatta og niðurgreiðslur út úr vísitölu en mælír þó með viðskiptakjaravisitölu. Varðandi neglingu efnahagsstærða á næsta ári gerir hann orðalag vægara og segir nú „stefnt skal að” í stað „skal”. Alþýðubandalagsmenn tóku nýju tillögunum vel en alþýðuflokksmenn illa og kváðust óttast, að fótum hefði verið kippt undan því að koma verð- bólgunni i 30% í haust. Ólafur kastar nú hugmyndum um kjarasáttmála rikis og launþega- hreyfmgar og gerir allt eins ráð fyrir að verkalýðshreyfingin taki við boltanum og semji um kjörin nú á næstunni. Hann fellir nú niður þær takmarkanir á verðbótum, sem voru í frumvarpi hans, „rauðu strikin” svonefndu. -HH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.