Dagblaðið - 02.03.1979, Síða 2
2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979.
Auglýsing
Þeirra
eigin
orð
að verja samnings-
ákvæðin fyrir óskamm-
feilnum stjórnvöldum”
— sagði Benedikt Davíðsson
Benedikt Davíðsson, formaður
Sambands byggingarmanna og
Verkalýðsmálaráðs Alþýðu-
bandalagsins. sagði í Þjóðviljan-
um 8. júní:
„Ég held að það sé flestu fólki
ljóst, — ljósara en áður —, að
kjör fólks verði ekki ráðin af
gerð samningsákvæða eingöngu,
heldur hvernig hægt er að verja
samningsákvæðin fyrir
óskammfeilnum stjórnvöldum.
Það þarf að tryggja þannig
stjórnvöld, að þau kjör, sem
samið er um haldi."
„Brýnt að sú hækkun,
sem koma á samkvæmt
kjarasamningum, verði
bætt með öðrum hætti”
sagði Benedikt Davíðsson 8. nóvember
í Tímanum 8. nóvember sl. er
forsíðuviðtal við Benedikt
Davíðsson um fyrirsjáanlegar
kauphækkanir 1. desember, þar
sem hann segir:
„Það er ekki bara þessi vandi,
sem fyrirsjáanlegur er nú 1.
desember vegna hækkana á
verðbótavísitölu, sem menn eru
að ræða um, heldur líka fram-
haldið, þ.e. 1. mars og 1. júní. Ég
býst við því, að allir séu
sammála um það, að ef reyna á
að ná einhverjum tökum á þessu
verkefni, þ.e. efnahagsmálunum,
þá verða þær uppbætur, sem
launþegar eiga að fá 1. desem-
ber, að vera í því formi, að þær
magni ekki verðbólguvandann.
Við teljum að það sé æskilegri
leið heldur en beinar launa-
hækkanir, sem síðan færu beint
út í verðlagið.
Ég tel það mjög brýnt, að
gripið verði til einhverra ráð-
stafana þannig að sú hækkun,
sem köma á á kaup samkvæmt
kjarasamningum, verði bætt
með öðrum hætti en í formi
beinna launahækkana, sem ekki
yrði þá verðbólguhvetjandi."
Nokkrir sjálfstæðismenn
enn.
_■■■
Stjórn verkakvenna-
deildar á Akranesi:
Rýrir
kjör
félags-
kvenna
sinna
Fiskiönaðarkona á Akranesi skril'ar:
Uppreisnarsveit kvennadcildar
Akraness er komin á kreik og ætlar
áð láta mikið tii sín taka. Meðal
annars þarf að koma því til leiðar að
hætt verði að vinna eftir svokölluðu
bónuskerfi í frystihúsunum því þeim
finnst konur hafa of mikið fyrir stna
vinnu. Það á að stuðla að því að þær
fari á lægra kaup. Þessar fínustu
konur kvennadeildarinnar hafa fyrr
ragað niður kaup fyrir verkakonum á
Akranesi. Þær geta sjálfsagt haldið
því áfram.
Þær voru mikið búnar að berjast á
Stúlkur við fiskvinnslu.
móti þvi að ákvæðisvinna kæmist á í
frystihúsunum, því þær virðast ekki
þola að verkakonan hafi nema það
lægsta sem boðið er á hverjum tíma.
Til að skýra þetta þarf að rifja upp
atburði sem gerðust fyrir 7—8 árum.
Þá fengu konur vinnu við að skera
úr skel. Var þeim borgað visst fyrir
hvert kíló af fiski sem þær losuðu úr
skelinni. Við þetta var aldrei unnið
lengur en frá kl. 8 að morgni til kl. 5
síðdegis. Þær konur sem við þetta
unnu voru mjög ánægðar, bæði með
kaupið og að komast heim á þessum
tíma. Til marks um það hver
þénustan var í þessari vinnu má
benda á að það var mjög venjulegt að
kona sem vann fjóra tíma við úr-
skurð hafði svipað og kona sem vann
átta tíma á venjulegu kaupi. Hún var
sem sé viss um að geta tvöfaldað
kaupið sitt. Þetta líkaði ekki finustu
konum kvennadeildarinnar og
börðust fyrir því af mikilli heift, að
kaupið við þessar konur yrði lækkað
og þær settar á venjulegt timakaup.
Þessu var mótmælt mjög harðlega.
En það hafði ekki neitt að segja.
Stjórn verkakvennadeildar hafði sitt
fram, meðal annars með alls konar
hótunum gagnvart atvinnu-
rekendum, svo að þeir sáu ekki
annað fært en að hætta þessari
vinnslu. Af þeim sökum misstu marg-
ar konur atvinnu sína. Og allar sem
vinnu gátu fengið urðu að sætta sig
við miklu lakari kjör heldur en þær
höfðu haft við skelvinnsluna. Þannig
heppnaðist þessum fáu konum að
raga niður kaupið um ófyrirsjá-
anlegan tíma og gera kjör þeirra
lægstlaunuðu ennþá lakari heldur en
þau annars þyrftu að vera. Þetta
mun vera einsdæmi í sögu verkalýðs-
baráttu á íslandi, að stjórn verka-
kvennadeildar ásamt nokkrum
konum beita sér fyrir því að rýra kjör
félagskvenna sinna.
Um olíugjaldið:
Að skjálfa sér til
hita í ellinni
/
Kristinn Friöriksson, Akranesi
skrifar:
Þegar vinstri stjórn var við völd
hér og olían hækkaði upp úr öllu
valdi var lagt á svonefnt olíugjald til
að létta undir með þeim sem þurftu
að hita hús sín með olíu og sem var
þó svolítil hjálp með því verði sem þá
var. En svo þegar Framsókn og Ihald
tóku við stjórn sýndu þeir dugnað
sinn með því að taka 4/5 af
olíugjaldinu og létu renna í rikis-
sjóð, sem sagt 80 krónur af hverjum
100 krónum. Á sama tíma hafa hús-
eigendur sem hita upp með olíu orðið
að greiða 3—4 sinnum hærri
tilkostnað en í Reykjavik. Og nú þó
olíuútflutningslöndin hafi ekki
hækkað olíuna sl. ár man ég ekki
betur en við sem hitum hús okkar
með olíu höfum orðið að taka á
okkur þrjár hækkanir en á sama tíma
hefur gleymzt að hækka
olíustyrkinn.
En nú hefur heyrzt að búið sé að
hækka olíustyrkinn um 1/3 sem er
ekki nema lítill hluti af því sem
hækkunin hefði þurft að vera.
Auðvitað kemur þetta við elli- og
örorkulífeyrisþega. Maður með fulla
tekjutryggingu fær kr. 102.500 en í
olíustyrk kr. 1350. Ef hann er einn í
íbúð þarf hann að greiða u.þ.b. 25
þúsund og þarf að spara hitann. Þeir
sem eru á hálfri örorku fá aðeins 900
kr. á mánuði.
Ég er kominn yfir sjötugt og sé
ekki fram á annað en ég verði að
skjálfa mér til hita í ellinni.
Sýningarsalur
Tegund
Fiat 132 GLS
Rat 132 GLS.
Fiat 132 GLS
Rat 132 GLS
Rat 132GLS
Bronco
Ladastation
Nova
MazdaBIB
Rat 131 Sp.
Rat 131 Sp.
Rat 131 Sp. station
Rat 128 CL
Rat 128 Sp.
Rat 128
Rat128
Wagonoer
Skoda Amigo
Cortina
Toyota Coroia
Rat 127 CL
Rat 127
Rat 127 Sp.
Rat 127
Rat127
Rat 125 P station
Rat 125 P station
Rat 125 P
Rat 125 P
Rat 125 P
Arg. Verö
78 3,900 þús.
77 3.500 þús.
76 2,900 þús.
75 2.300 þús.
74 1,800 þús.
'66 1.550 þús.
74 1.050 þús
74 2.350 þús.
76 2.500 þús.
77 2.800 þús.
76 2.300 þús.
77 3.400 þús.
77 2.450 þús.
76 2.000 þús.
75 1,200 þús.
74 900 þús.
'66 1.500 þús.
77 1.450 þús.
71 900 þús.
77 3.100 þús.
78 2.400 þús.
77 1.900 þús.
76 1,700 þús.
76 1.550 þús.
74 900 þús.
78 2.000 þús.
77 1.850 þús.
78 2.000 þús.
77 1.700 þús.
76 1.550 þús.
I
FlAT EINKAUMBOD A iSLANDI
DAVlÐ SIGURÐSSON hf.
SlDUMÚLA 3B. SlMI SBSBB
1
Bréfritari segir að nú sé búið að hækka oliustyrkinn um 1/3 sem sé ekki nema
lítill hluti af því sem hækkunin hefði þurft að vera.
hljombaBP s/
* n -L j X> iii 'j',íí jjé y _2i íí a ± J n
FRAMAR
GÍTARMAGNARAR-
SÚNGKERFI-
~