Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 8
Útgáfuþjónusta fyrir félög og fyrirtæki
Getum bætt við okkur verkefnum á sviði útgáfuþjónustu, svo sem um-
sjón með útgáfu félagsblaða, afmælisrita, svo og á sviöi kynninga og
1 auglýsinga.
Sérþekking á sviði efnisgerðar, auglýsingasölu, hönnunar, auglýsinga-
dreiBngar, kynningar og prentunar.
NESTOR, ÚTGÁFUFYRIRTÆKI
Herbert Guömundsson - Sími 83842.
HÚSGÖGN
Það borgar sig, að líta til okkar.
Við höfum mesta úrval svefnher-
bergishúsgagna á íslandi, og einnig
mjög gott úrval af sófasettum,
ódýrum kommóöum, ódýrum hill-
um og ódýra veggskápa.
Skoöiö úrvaliö okkar um leiö og
þiö komiö á
BÓKAMARKAÐINN
/ SýningahöHinni
AFSTAÐA BEGINS MILDAST
—eftir f und með Carter f gærkvöldi
Carter Bandaríkjaforseti og
Menachem Begin forsætisráðherra
ísraels ræddust við i fullri hreinskilni
í gærkvöldi um vandamál landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs og hnút
þann sem nú er á frekari friðar-
viðræðum ísraelsmanna og Egypta.
Leiðtogarnir ræddust við í nær
tvær klukkustundir og sögðu eftir á
að viðræðurnar hefðu verið mjög
vingjarnlegar. í sameiginlegri yfir-
lýsingu kom fram að viðræður þeirra
nú væru góður grunnur frekari
viðræðna næstu daga.
Þessi yfirlýsing er mikil breyting
frá mjög harðri stefnu ísraelsstjórnar
undanfarna daga. Er Begin lagði af
stað sagði hann að viðræðurnar væru
í alvarlegri kreppu og hann myndi
ekki undirrita málamyndasamning
við Egypta.
Begin lýsti því yfir eftir fundinn
að fundurinn væri einn sá mikilvæg-
asti sem hann hefði átt meö Banda-
ríkjaforseta.
Begin með Carter Bandaríkjaforseta.
Eftir fund þeirra leiötoganna í Wash-
ington í gærkvöldi hefur afstaða
Begin mildazt og mciri líkur eru tald-
ar á að koma megi friðarviðræðum
ísraels og Egypta af staö á nýjan leik.
Fyrr i vikunni taldi Begin ekkert gagn
i frekari viðræðum og neitaði að
koma til fundar við Khalil utanríkis-
ráðherra Egyptalands.
Þingkosningarnar á Spáni:
SUAREZ SIGRAÐI
Miðflokkasamband Adolfo Suarez
á Spáni sigraði í þingkosningunum í
gær og jókst munurinn á milli
Miðflokkasambandsins og helzta
keppinautarins, sósíalista. Innanrikis-
ráðherra Spánar, Martin Villa tilkynnti
þessi úrslit í morgun.
Ráðherrann sagði að talningu væri
nær lokið og lægju úrslitin fyrir. Hann
sagði að Miðflokkasambandið hefði
fengið um 170 þingsæti, en sósíalistar
116 þingsæti. Tölurnar voru áður 158
gegn 125. Litlu munaði því að
Miðflokkasambandið næði hreinum
meirihluta en til þess þurfti 176 þing-
sæti.
Kommúnistaflokkurinn er í þriðja
sæti og fékk hann 25 menn kjörna.
Þjóðernissinnaðir Katalóníumenn
fengu tíu þingsæti og íhaldsmenn átta.
Adolfo Suarez þarf því að mynda
samsteypustjórn með einhverjum litlu
flokkannaáþingi.
Jeppa-eigendur!
BLÆJUR Á FLESTAR TEG. JEPPA
Hagstætt verð
AUKAHLUTIR
FYRIR 4 W.D.
Arni úlafsson
SÍMI40088.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979.
VIETNAMAR SAKA KINVERJA
UM STRIÐSGLÆPI
Kínverjar hafa farið fram á
samningaviðræður þjóðanna
Kínverskir hermenn vopnaðir byssum og byssustingjum. Vietnamar ásaka þá nú um alvarlega stríðsglæpi en aðilar
óháðir stríðinu hafa ekki frétt um stríðsglæpi hinna stríðandi aðila.
Víetnamar ásökuðu í morgun
innrásarlið Kínverja um alvarlega
stríðsglæpi og nefndu sem dæmi að
nýfæddu víetnömsku barni hefði
verið hent upp í loftið og látið lenda á
hnífi.
Kinverjar hafa gefið litlar
upplýsingar af bardögunum fyrir
utan einstakar frásagnir af
hetjudáðum kínverskra hermanna.
Engar óháðar upplýsingar hafa bor.ti
um stríðsglæpi, hvorki Kínverja né
Víetnama.
Víetnamska fréttastofan vitnaði í
dag í frásögn Le Van Tam, sem er
framhaldsskólanemi í Dong Dang, en
hann sagði frá því að hann hefði
verið sjónarvottur að því er Kínverjar
hentu kornabarni upp í loft og létu
það lenda á beittum hnifsoddi. Hann
greindi einnig frá því að kona hefði
verið stungin til bana.
Fréttastofan greindi frá því
að kínverskar hersveitir hefðu rekið
fólk úr fylgsnum sínum i tiu
víetnömskum þorpum. Hinir ungu og
hraustu voru dregnir í burtu, en hinir
drepnir á staðnum, að því er frétta-
stofa Vietnama hermdi.
Vietnamar segjast hafa fellt 27
þúsund kínverska hermenn frá því að
bardagarnir hófust fyrir hálfum
mánuði. Kínverjar vísa þessum tölum
um eigið mannfall á bug og segja þær
fráleitar. Vestrænar heimildir telja
þessar tölur um mannfall ýktar.
Harðir bardagar eru nú í nágrenni
Lang Son, sem er hemaðarlega
mikilvægur bær um 135 km norður
af Hanoi.
Kínverjar hafa lýst því yfir að þeir
muni takmarka sókn sína og vest-
rænar heimildir greina að svo virðist
sem þeir virðist ekki ætla sér lengra.
Kínverjar hafa farið formlega
fram á samningaviðræður við Víet-
nama og að varautanríkisráðherrar
beggja landa hittist eins fljótt og
auðiðer.