Dagblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. BIAÐIÐ ÍhQt4mndt Dagbtaðið hf. Framkvnmdaatjórí: Svainn R. Eyjólfssort. RHstfðri: Jðnas Krisljánsson. FrétSastJóri: Jón Birgir Pétursson. RKstJómarfultnji: Haukur Hatgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhamaa RaykdaL iþróttir Halur Sknonarson. Aðatoðarfréttastjórar AtU Stainarsson og Ómar Valdi- marsson. Menningarméi: Aðaistainn Ingótfsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Btaðamann: Anna Bjamason, Asgair Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- aon, Gunnlaugur A. Jónsson, Halur Halsson, Haigl Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, óiafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljóamyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamialfur Bjamlalfsson, Hðröur Vlhjáknsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þotmóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyJÓHsson. GJaldkari: Þráinn Þoriaifsson. Sökistjóri: Ingvar Svalnsson. Draifing- arstjóri: Már E.M. Haldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgraiðsla, áskriftadaild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aðalslmi blaðains ar 27022 (10 Ifnur). Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. I lausasöki 150 kr. alntakið. Satning og umbrot Dagblaöið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HBmir hf. Siðumúla 12. Prentum Arvakur hf. Skaifunni 10. Fjárfestíngardellan Er unnt að ganga í skrokk á verðbólg- unni, án þess að til atvinnuleysis komi? Er ástæða til að óttast áföll atvinnu- vega, ef fjárfestingu verður haldið niðri í því horfi, sem frumvarp Ólafs Jóhann- essonar greinir? Svarið er, að vissulega getur ríkisstjórn svo klúðrað málum, að skerðing fjár- festingar leiði til atvinnuleysis, en í rauninni má mikið skerða fjárfestingu frá því sem verið hefur undanfarin ár, ef rétt er á málum haldið. Fjárfestingin hefur verið of mikil, vegna þess að mikill hluti hennar hefur farið í vitleysu, sem ekki kemur fram í bættum lífskjörum þjóðarinnar heldur hinu gagnstæða. Fjárfesting ætti að vera undirstaða aukinnar fram- Ieiðslu og bættra lífskjara. Hér á landi hefur hún verið miklu stærri hluti af framleiðslu þjóðarinnar en í ná- lægum löndum. Af þessu hefði því átt að leiða, að lífs- kjör okkar bötnuðu þegar fram í sækti, meira en ná- granna okkar. Útkoman hefur verið öfug. Hin mikla fjárfesting kom að sjálfsögðu í fyrstu niður á launakjörum og útgjöldum til neyzlu, en hún hefði fljótlega átt að skila því aftur með vöxtum og vaxtavöxtum, hefði hún verið nægilega arðbær. Þessi fjárfesting var bæði orsök og afleiðing óðaverðbólg- unnar. Auðsætt er, að við höfum greitt hana dýru verði. Fjárfestingin náði hámarki árin 1967 og 1968, þegar hún var 34—35 prósent af framleiðslu þjóðarinnar. Nýju hámarki náði hún 1974—1975 og varð 33—34 prósent framleiðslunnar. Meðaltalið var um 30% síðustu lOárin. í flestöllum nálægum löndum hefur fjárfestingin verið miklu minni eða aðeins um 20 prósent af fram- leiðslu. Þrátt fyrir þennan mikla mun hefur hagvöxtur- inn verið sízt minni þar en hér. Við höfum dregizt aftur úr öllum Norðurlöndum öðrum en Finnlandi í launakjörum síðustu árin. Lífs- kjör á íslandi hafa verið á undanhaldi í samanburði við þessi lönd. Okkar miklu fórnir til að festa fé hafa runnið út í sandinn. Um 40 af hundraði fjárfestingarinnar hafa farið til atvinnuveganna, 20 af hundraði til íbúðarhús- næðis og 40 af hundraði verið á vegum hins opinbera. Af fjárfestingu atvinnuveganna hefur þriðjungur farið til frumframleiðslu, landbúnaðar og fiskveiða. í þessu er mikil skýring fólgin. í landbúnaði hefur féð runnið til að hlaða undir of- framleiðslu á landbúnaðarvörum, sem við höfum þurft að greiða með til sölu á erlendum mörkuðum. Við höfum fórnað af kjörum okkar til að standa undir þessari fjárfestingu og fengið bakreikninga í hausinn fyrir vikið. Við höfum lagt hart að okkur til að rísa undir feikn- arfjárfestingu í aukningu fískskipastóls langt umfram það, sem vera þyrfti. Við sitjum uppi með alltof mörg skip til að eltast við afla, sem við erum neydd til að skerða gífurlega. Við höfum farið alltof stórum hluta til óarðbærrar fjárfestingar í steinsteypu, sem einnig hefur verið bæði afleiðing og orsök óðaverðbólgu. Við höfum kynnzt gífurlegri sóun í hinni geysimiklu opinberu fjárfestingu. Þar hafa arðsemissjónarmið sjaldan ráðið ferðinni. Við sitjum uppi með ótal „kröflur”. Miklar fórnir okkar til að bera uppi fjár- festingu ríkisins og þola til þess skattpiningu hafa runniðútí sandinn. Af þessu sést, að til góðs eins ætti að vera að draga úr fjárfestingaræðinu, ef tækifærið verður notað til að leggja af fjárfestingardelluna en virkja tiltækt fjár- magn þess í stað til arðbærra hluta. AMIN VALTURI SESSI Verulega kreppir nú að Idi Amin Ugandaforseta þar sem innrásarlið frá Tanzaníu, stutt útlægum Úganda- mönnum og málaliðum, sækir stöð- ugt lengra inn í landið. Herlið Tanz- aníu hefur verið innan landamæra Uganda allt frá því i október sl. Þá er klofningur i Ugandaher for- setanum skeinuhættur, en herinn er bakhjarl valda hans. Jafnhliða hefur efnahagur Uganda versnað, þannig að auk inr.rásarinnar hefur andstaða gegn forsetanum harðnað verulega innanlands. Innrásarliðið hefur hertekið mikið landsvæði í suð-vestur Uganda. Und- anfarna daga hefur liðið stefnt stöð- ugt nær höfuðborginni Kampala og hertekið borgina Masaka. Barizt hefur verið um síðasta vígið áður en kemur að höfuðborginni, en það er bærinn Mbarara. Á þriðjudag sagði útvarpið i Uganda að hersveitir landsins hefðu náð Masaka aftur á sitt vald. Áður hafði útvarpið greint frá því að for- setinn hefði búið herinn undir að verjast miðja vegu milli Kampala og Masaka, þar sem þjóðvegurinn liggur i gegnum mjög vott land. Amin er sagður hafa stuðning hluta hersins, og vera kunni að hann láti líta svo út að ástandið sé verra en það er til þess að fá samúð og stuðn- ing frá öðrum afrískum ríkjum og arabiskum stuðningsríkjum. En það er enginn vafi á því að gæf- an hefur snúið baki við Amin frá því í haust er herlið hans hertók um 1860 ferkílómetra land í Tanzaníu og hann lýsti því yfir stoltur, að íbúar þess svæðis væru þegnar „sigurvegara brezka heimsveldisins, en það er einn Herlið Tanzaníu og útlægra Ugandamanna sækir stöðugt nær Kampala Idi Amin við komu sína til Líbýu. Libanir hafa verið stuðningsmenn Amins, en þó slettist upp á vinskapinn i haust er Amin ásakaði þá um að selja Tanzaniu- mönnum vopn. af mörgum titlum sem forsetinn hefurgefið sjálfum sér. Hann dró herlið sitt til baka frá Tanzaníu vegna mikils alþjóðlegs þrýstings og vegna þess að Tanzaníu- stjórn var farin að safna saman miklu herliði. Her Uganda var áður einhuga að baki Amins, eftir að hann náði völdum með því að steypa Obote. En nú er alvarlegur klofningur i hernum og hlutar hans hafa snúið baki við forsetanum. Hersveitir sem staðsettar voru í Masaka hafa sameinazt innrás- arliðinu og stefna nú með því lengra inn í land. Orðrómur hefur einnig verið á kreiki, þess efnis að fram- varðarsveitir í Mbarara feti í fótspor þeirra. Klofningur í nánasta hringnum kringum Amin varð opinber í ágúst sl. er hann rak fjármálaráðherra sinn, Moses Ali. Ali, sem er mú- hameðstrúarmaður eins og forsetinn og frá heimahéraði hans, naut mikils stuðnings meðal yfirmanna hersins. Áreiðanlegar heimildir greina að brottrekstur hans hafi verið látinn bíða í nokkra mánuði, áður en forset- inn var viss um að hann gæti lægt óánægjuöldurnar i hernum vegna brottvikningar ráðherrans. ARASIN A KYRR- STOÐUNA Kjallarinn Það er að vonum að mikla athygli hefur vakið þingsályktunartillaga sú, er Vilmundur Gylfason flutti á Al- þingi 27.2. þess efnis, að efnahags- málafrumvarp forsætisráðherrans verði lagt fyrir þjóðina í almennri at- kvæðagreiðslu. Það er sannarlega fagnaðarefni að þingmenn skuli tekn- ir að átta sig á því, að sjálfsagt er að láta þjóðina úrskurða um megin- stefnumótun og stærstu ákvarðanir oftar en á 4 ára fresti. Hitt er annað mál, að þótt það sé ekki liklegt, þegar þetta er ritað, að þingsályktunartil- lagan komi að því gagni, sem flutn- ingsmaður ætlaðist til, er hún ótví- rætt merki um þá djúpstæðu óánægju, sem fyrir hendi er i Al- þýðuflokknum vegna þess hve hægt miðar í baráttunni gegn verðbólgunni og er af Alþýðuflokksins hálfu bein árás á kyrrstöðuna, sem ríkir í þeim efnum. Þetta er ekki fyrsta upp- hlaupið, sem hið unga og þróttmikla þinglið Alþýðuflokksins stendur fyrir á þessu þingi og vafalaust heldur ekki hið síðasta meðan svo hægt miðar i átt til þess lands, sem það gaf kjósendum flokksins fyrirheit um að ná. Hvað hefði gerzt ef 7 Það kom glögglega fram í at- kvæðagreiðslunni um daginn að þingmönnum var um og ó, þeir vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið. Og úr því að ekki voru veitt afbrigði má telja víst að tillagan sé úr sögunni, þótt hún komi til umræðu á næsta fundi Sameinaðs þings. Samt spillir engu að velta fyrir sér hvað hefði get- að gerzt hefði hún verið samþykkt ásamt þeirri nauðsynlegu lagasetn- ingu, sem forsætisráðherrann benti á að yrði að sigla í kjölfarið fyrir lok febrúarmánaðar. Þjóðin hefði þá skyndilega staðið frammi fyrir alls- herjaratkvæðagreiðslu um stefnu- mótun i efnahagsmálunum, stjórnar- flokkarnir hefðu klofnað í a.m.k. tvær fylkingar. Annars vegar hefðu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokk- ur staði.ð saman, hins vegar hefði Al- þýðubandalagið róið eitt á báti. Utanveltu hefði svo Sjálfstæðisflokk- urinn verið einn og sér, varla þátttak- andi í þeirri heiftugu baráttu, sem Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið hefðu háðsín á milli, tilbúnir að Sigurður E. Guðmundsson rífa hvor annan á hol eins og fyrri daginn. Burtséð frá því, hver niður- staða atkvæðagreiðslunnar hefði orðið, hefði hin grimmilega kosn- ingabar^tta stjómarflokkanna sjálf- sagt gert það að verkum, að ekki yrði mikið um samstarf þeirra í milli að lokinni atkvæðagreiðslunni. Upp úr því hefði getað komið til stjórnar- kreppu, sem síðan myndi leiða til þingkosningaávori komanda.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.