Dagblaðið - 02.03.1979, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979.
NýBstiner
fynd'mog
hugmyndarík
— Viðtal við Friðrik Þ. Friðriksson og Bjarna
Þórarinsson vegna myndlistarverðlauna DB
„Listamenn vilja lyfta asklokinu
ofan af fólki svo það sjái himininn,”
sagði Friðrik Þór Friðriksson. Hann og
Bjarni Þórarinsson ræddu við DB fyrir
hönd þess unga fólks sem af miklum
dugnaði hefur starfrækt Gallerí í
Suðurgötu 7, en fyrir þá starfsemi hlaut
stofnunin Menningarverðlaun DB
1979.
Fyrir þremur árum virtist þetta
gamla timburhús að falli komið. Ofnar
voru sprungnir af frosti, rafmagnið
tekið af og ibúar flúnir vegna vosbúð-
ar. Hópur af nemendum úr Háskólan-
um svo og Myndlista- og handíðaskól-
anum fékk leyfi til að nota það, ef þeir
gætu gert það upp. Og þótt það virtist
ekki áhlaupaverk, meður því að það
var mjög illa farið, réðust þau í við
gerðirnar. Það tók um 1 ár að setja
það í stand, en því var lokið vorið 1977
og síðan hefur þetta deyjandi hús verið
sprelllifandi staður. Þar hafa verið
haldnar milli 30—40 sýningar á nýlist,
innlendri sem erlendri og auk þess
hefur í tengslum við húsið var gefið út
bráðmyndarlegt og vandað listtímarit,
Svart á hvítu. Af því eru komin út
fjögur tölublöð og það fyrsta er þegar
uppselt. Vinsældir blaðsins fara sivax-
andi og virðist það ætla að fylla í
skarðið sem myndaðist þegar Birtingur
hvarf úr sögunni árið 1968.
Hópurinn hefur einnig gengizt fyrir
ýmsum tónleikum erlendra listamanna,
m.a. saxófónleikarans Evan Parker og
átti einnig hlutdeild í þeirri spuna-
hljómsveit kvenna, sem kom hingað í
haust. Á næstunni er von á þekktum
pianóleikara. Satt að segja er starf-
furða að nýlega komst víðförull gestur
svo að orði, að þær þrjár borgir i heim-
inum, þar sem mest lif væri í listinni
virtust vera: New York, Berlín og
Reykjavík. En kannski er þetta bara
brandari, segja þeir Friðrik Þór og
Bjarni.
Fyndin en
ekki hátíðleg
Þeir félagar leitast við að útskýra ný-
listina og segja, að áður hafi málverkið
verið hið eina og sanna tjáningarform,
ja, eða höggmyndir úr kopar eða gifsi.
,,Með nýlistinni hefst áköf leit
að nýjum efnum og nýjum hugmynd-
um. Hugmyndir og hugmyndatengsl
taka eiginlega völdin og hrein hugdetta
þurfti stundum ekki útfærslu í annað
efni. Nóg var að skrifa hana á blað,
segja frá henni.”
í afstraktlistinni skipti innihaldið
engu, — hið hreina form og litur var
það sem gilti, — en nú er myndlistin
aftur farin að segja frá og taka beina
afstöðu til umhverfisins. Hún tengist
öðrum greinum, svo sem bókmenntum
og vísindastarfsemi. Henni er ekkert ó-
viðkomandi. Þá er mjög áberandi i ný-
listinni alls kyns saklaus hrekkvísi,
fyndni og óræð uppátæki, sem bera
hugarfluginu vitni.
Nýlistin hefur virkað mjög örvandi á
sýningarsalina sjálfa og hafa mörg gall-
eri verið stofnuð í kringum hana. Enda
er nýlistin gjarnan þess eðlis, að mjög
auðvelt er að flytja hana milli staða og
því er margs konar kostnaður úr sög-
unni. Meiri áherzla er lögð á sýningar-
,,Að festa blund” heitir þetta háðslega verk eftir Friðrik. Það er nú i eigu Lista-
safns íslands. DB-mynd Hörður.
semin alveg að sprengja utan af sér
húsið og nú eru miklar ráðagerðir um
að leigja til viðbótar stóran sal á góðum
stað í bænum. Þar á eitthvað að gerast
á hverju kvöldi, stundum á að vera lif-
andi tónlist, stundum kvikmyndasýn-
ingar, stundum gjörningar og leiklist.
Þarna mundu verða kaffiveitingar og
helzt einnig timarit og bækur um listir
til sýnis og sölu. Eins konar bókakaffi.
Enn má geta þess, að nú um áramótin
sendi galleriið í fyrsta sinn sýningu til
útlanda, — til Lundar í Svíþjóð.
Miðað við allt þetta fjör er ekki að
skrá í staðinn. Málverkin í gamla stíln-
um, þessi sem gerð voru til að skreyta
hibýli efnafólks og geymast síðan á
söfnun sem helgidómar — þau var erf-
itt að flytja á milli staða.
Að pakka inn
Alþingishúsinu
T.d. sendir Ungverjinn Endre Tót
verk sín í bútum í sendibréfum, og svo
er þeim raðað saman af móttakanda.
Landi hans Gabor Attalai sendir fyrir-
mæli, sem unnið er eftir. Þeir í Suður-
götu sendu honum ljósmyndir af hús-
kassann sinn.
næði sínu síðastliðið sumar, og er hann
endursendi myndirnar, hafði hann
merkt inn á þær, hvernig því skyldi um-
breytt, með því að mála rauðan lit á
ofna, þröskuldi, hluta af gólfi, o.s.frv.
Þegar búið er að mála, sér maður
gamalkunnugt umhverfi upp á nýtt, og
hversdagslegir innanstokksmunir
kvikna aftur til lífsins. Annar lista-
maður, Robin Crozier, skipulagði fyrir
Suðurgötumenn bláa sýningu. Þá var
listamönnum víða um heim, austan
tjalds og vestan, boðið að senda til gall-
erísins allt það, sem þeim fannst tengj-
ast stefinu „blátt”.
Já, í nýlistinni eru allar flóðgáttir
opnaðar. Hún er takmarkalaus. Og
margt af henni er ekki hægt að hengja á
vegg, í stofu eða safni, og þannig hafa
listamenn afneitað gróðasjónarmiðinu
í myndlistinni. Þess í stað snúa menn
sér að landslaginu, byggja stíflugarða
eða sá í akra eftir ákveðnu munstri, t.d.
spíral. Ameríkaninn Smithson er gott
dæmi um slikan láðlistarmann. Búlgar-
inn Christo vefur heilar landspildur inn
í dúka. „Við ættum að láta hann pakka
inn Alþingishúsinu,” segja þeir Friðrik
Þór og Bjarni undirfurðulegir á svip-
Gjörningar
og ferli
Friðrik Þ. (t.v.) og Bjarni urðu fyrir
svörum i Suðurgötu.
Viðleitnin til að losa sig undan fargi
hefðbundinnar tjáningar birtist meira
að segja í því, að farið er að lita á at-
hafnir sem eins konar myndlist. Á
Ítalíu fór einn listamaður t.d. að breyta
sér smátt og smátt i vöðvafjall méð að-
stoð „bulluverks”. Kom hann á hverju
kvöldi í galleri sitt og lét mæla hvað
vöðvarnir höfðu gildnað. Þeir félagar
nefna slíkt hátterni „ferli” og segja
það dæmi um það, hvað nýlistarmenn
leggi á sig i tjáningu sinni. Flóknari at-
hafnir eru kallaðar gjörningar, en þetta
skemmtilega orð hefur tvíþætta merk-
ingu, að gera og galdur. Gjörningur er
fyrirfram skipulögð athöfn og tengist
leikhúsinu lítillega. Á listsýningu í
Feneyjum gekk fólk um gólf eftir
ákveðnum brautum tímunum saman,
og snertist í hvert skipti sem það mæti-
ist. Þessu hélt fólk áfram unz það féll
um koll, úrvinda af þreytu.
Áhorfandanum var frjálst að skoða
þetta verk sem táknrænt fyrir mannkyn
i sjálfheldu, — eða hvað sem honum
sýndist.
Bandbrjálaður
eða taminn
Hvað skyldi þetta allt svo þýða og til
hvers er það? Sumir vilja lita á þessa
hömlulausu sköpun sem eins konar
sjálfsfróun og telja nýlistir hafa lítið fé-
lagslegt gildi. Þjóðverjinn Beuys, einn
helzti hugmyndafræðingur nýlistarinn-
ar, segir hins vegar að miðlunin skipti
minna máli en sköpunin og að þjóðfé-
lag skapandi einstaklinga sé heilbrigt
samfélag. Beuys segir enn fremur, að
öll sköpun sé hið eina sanna andóf gegn
tæknivæddu maskínuþjóðfélagi, þvi
sköpunina sé ekki hægt að henija.
Maður er farinn að sakna þeirra tínia
þegar menn gátu gengið um bandbrjál-
aðir og blindfullir. Nú eru allir þegnar
þjóðfélagsins tamdir, stimplaðir og
númeraðir.
Þeir félagar Friðrik Þór og Bjarni
orða þetta svo: „Nýlistin er viðnám
gegn ofskipulögðu þjóðfélagi, þar sem
fólk er slitið úr tengslum við alla
sköpun, sett við færibönd eða ritvélar
og loks matað af fjölntiðlum, sem til-
tölulega fáir stjórna. Listamenn vilja
ekki lengur gegna því hlutvcrki að
skreyta stofuveggi hinna efnuðu. Þeir
vilja, að frelsi mannsandans séu engar
skorður settar.”
IHH/Al