Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. i 31 Utvarp Sjónvarp BRÆÐUR MUNU BERJAST - sjónvarp í kvöld kl. 22.00: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn ,,í myndinni er brugðið upp svipmynd af lífi alþýðufólks í Norður- Írlandi og að nokkru leyti lýst þeim hörmungum, sem hafa heltekið þessa frændur okkar í vesturvegi,” sagði Bogi Arnar Finnbogason, þýðandi myndarinnar Bræður munu berjast. „Tvær fjölskyldur kynnast af tilviljun í skemmtiferð á ströndinni og hafa tengzt nokkrum vináttuböndum áður en uppgötvast að þær tilheyra sitt hvorri kirkjudeildinni. Þær reyna þó að viðhalda vináttunni með því að hitt- ast á laun um helgar utan alfaravega. Sýnt er hvernig stríð er orðið hluti af daglegu lífi fólksins, bæði barna og fullorðinna. Enginn veit fyrir vist þegar hann fer að heiman að morgni hvort hann á afturkvæmt heim að kvöldi og þó svo væri að hann kæmist klakka- laust heim þá gætu góðir menn i annarri kirkjudeild verið búnir að bera eld að húsi hans til að hefna fyrir trú- bróður sinn sem þá var nýbúið að brenna ofan af. Líklega skilja menn hvergi betur en í Belfast á Norður-írlandi orðtakið: „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.” En það skyldi þó aldrei vera að eitthvað annað lægi að baki þessum átökum en það hvaða aðferð menn - nota við bænargjörð?” -GAJ- Ur kvikmyndinni Bræður munu berjast. FERD PÁFA TIL MEXÍKÓ - sjónvarp í kvöld kl. 20.35: KIRKJAN 0G STJÓRNMÁLIN ,,í þessari mynd er fjallað um heim- sókn páfa til Mexikó og viðbrögð Mexíkana við þeirri heimsókn, bæði al- mennings og stjórnvalda,” sagði Ingi Karl Jóhannesson þýðandi og þulur myndarinnar. ,,Þá er komið inn á biskupa- ráðstefnu rómönsku Ameríku sem haldin var i Mexíkó á meðan á heimsókn páfa stóð. Páfi setti ráðstefnuna og flutti stefnuræðu á henni. Ráðstefnan vakti sérstaka athygli vegna skoðanamismunar innan kaþólsku kirkjunnar í rómönsku Ameríku um afskipti af stjómmálum og hversu langt eigi að ganga í þá átt, og þá hefur maður í huga þá harðstjórn sem viða er í þessum heimshluta. I myndinni er komið mjög mikið inn á mannréttindamál. Hjá Jóhannesi Páli II. páfa kemur fram mjög sterk samúð i garð kúgara og fátækra en jafnframt leggur hann áherzlu á að kirkjan þurfi að halda sig við langtímamarkmið og eigi ekki að blanda sér i stjórnmál með ofbeldis- aðgerðum eða neinum öfgakenndum hætti. Þess eru dæmi í rómönsku Ameríku að prestar hafi jafnvel hrakizt út í vopnaða baráttu við hlið skæruliðahópa og margir eru þeirrar skoðunar að ekki verði komið á efna- hagslegu réttlæti nema með slíkri baráttu.” GAJ- Jóhannes Páll II. páfi. MIÐDEGISSAGAN - útvarp ■ dag kl. 14.30: FYRIR OPNUM TJÖLDUM *P1I „Þessi saga er framhald af sögu sem var lesin upp í útvarpinu fyrir nokkrum árum og bar heitið Bak við byrgða glugga,” sagði Gréta Sigfúsdóttir, rithöfundur, en Herdis Þorvaldsdóttir leikkona hefur nú hafið lestur á sögu Grétu Fyrir opnum tjöldum. „Sagan hefst í Þýzkalandi tuttugu árum eftir stríðið og ekki kemur strax í Ijós hver konan er sem segir frá. Það er ekki fyrr en í 3. kafla, sem það verður Ijóst, þegar hún litur til baka,” sagði Gréta, en bætti því við að ekki væri rétt að rekjaefni sögunnar frekar. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les mið- degissöguna. Sagan Bak við byrgða glugga naut mikilla vinsælda í útvarpinu á sínum tíma. Sú saga gerðist í Noregi og Þýzkalandi eftir stríðið. Gréta bjó tuttugu ár i Noregi og ferðaðist tvisvar til Þýzkalands til að afla sér efniviðar i söguna. Gréta Sigfúsdóttir hefur gefið út fjórar skáldsögur. Um síðastliðin jól kom úr Smásagnasafnið Örfaflug sem hefur einnig að geyma teikningar eftir Grétu. Bak við birgða glugga kom út 1966. Þremur árum síðar kom út skáld- sagan í skugga jarðar, Fyrir opnum tjöldum kom út 1972 og loks 1977 kom út Sól ris í vestri. -GAJ- (g Útvarp Föstudagur 2. marz 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Fyrir opnum tjöldum” eftir Grétu Sigfúsdóttur. Herdís Þorvaldsdótt- ir les (2). 15.00 Miðdegistónleikan John Williams, Rafael Puyanan og Jordi Savall leika Sónötu nr. 3 fyrir gítar, sembal og viólu da gamba eftir Rudolf Straube. félagar úr Vinaroktettinum leika Kvintett í c-moll op. 52 eftir Louis Spohr. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphorn: Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Bernska í byrjun aldar” eftir Erlu Þórdísi Jónsdóttur. Auður Jónsdóttir leikkona les (9). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. FréttaaukL Tilkynningar. 19.40 Fróðleiksmolar um illkynja æxli. Annar dagskrárþáttur aö tilhlutan Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur. Þátttakendur: Sigurður Bjömsson, Þórarinn Sveinsson og Þórarinn Guðnason. 20.05 Frá franska útvarpinu. Pascal Regé leikur með Frönsku ríkishljómsveitinni. Pianó- konsert nr. 2 í g moll op. 22 eftir Camille Saint-Saéns; Yuri Aronovitsj stj. 20.30 Fast þeir sóttu sjóinn. Fjórði og siðasti þáttur Tómasar Einarssonar; Kaupavinnu - fólk nyrðra úr verstöðvum syðra. — Rætt við Einar Kr. Einarsson fyrrum skólastjóra. Lesar- ar: Baldur Sveinsson og Snorri Jónsson. 21.05 Kórsöngur. Kirkjukór Akraness syngur veraldleg lög. Pianóleikari: Friða Lárusdóttir. Söngstjóri: Haukur Guðlaugsson. 21.25 Rithöfundur, listmálarí og blaðamaður. Kristín Bjarnadóttir les stuttan pistil um Hans Scherfig eftir lngu Birnu Jónsdóttur og þýð- ingu hennar á ritgerð Scherfigs „Um sjálf- stæði”. 21.45 Samleikur á fiðlu og pianó. David Oistrahk og Vladimir Yampolsky leika Sónötu nr. 3 i Es-dúr op. 12 nr. 3 eftir Ludvig van Becthoven. 22.05 Kvöldagan: Ameríkubréf. Hjörtur Pálsson les þýðingu sina á kafla úr minningabókinni „Gelgjuskeiöi" eftir Ivar Lo-Johanson. ! 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun dagsins. Lestur Passiusálma (17). 22.55 Bókmenntaþáttur. Umsjónarmaður: Anna Ólafsdóttir Bjömsson. Rætt við Hjört Pálsson dagskrárstjóra um bókmenntir í út- varpinu. 23.10 Kvöldstund meðSveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. í 9 Sjónvarp Föstudagur 2. mars 20.00 Fréttír og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ferð páfa til Mexikó. Bresk fréttamynd. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Um- sjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.00 Bræður munu berjast (A War of Childr- en). Bandarisk sjónvarpskvikmynd frá árinu 1972. Aðalhlutverk Vivien Merchant og Jenny Agutter. Sagan lýsir högum kaþólskrar fjölskyldu i átökunum á Norður-írlandi árið 1972. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 23.25 Dagskrárlok. Bílasala — Bílaleiga Landsmenn athugiö Borgarbflasalan hefur aukið þjðnustuna. Höfum opnað bilaleigu, undir nafninu BÍLALEIGAN VÍK S.F. Erum með árg. 1979 af Lada Topas 1600 Lada Sport 4X4. Verið velkomin að Grensásvegi 11. BORGARBÍLASALAN S.F. BÍLALEIGAN VÍK S.F. .Grensásvegi 11, slmar 83085 - 83150 eftir lokun 37688 - 22434. Opið alla daga 9—7 nema sunnudaga 1 —4. Og LAMPASKERMAR LOFTLAMPAR VEGGLAMPAR BORÐLAMPAR GÓLFLAMPAR STOFULAMPAR BORÐSTOFULAMPAR GANGALAMPAR ELDHÚSLAMPAR SVEFNHERBERGISLAMPAR BAÐLAMPAR ÚTILAMPAR LESLAMPAR MÁLVERKALAMPAR VINNULAMPAR RÚMLAMPAR BARNALAMPAR HRÍSLAMPAR MÁLMLAMPAR GLERLAMPAR KRISTALLAMPAR TAULAMPAR LJÓSKASTARAR LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL OPIÐ Á LAUGAROÖGUM LJÖS & ORKA Suóurlandsbraut 12 sími 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.