Dagblaðið - 15.03.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979.
2
Á AÐ BÍÐA
EFTIR SLYSI
—eða gera eitthvað róttækt í málunum strax?
Hulda hríngdi og vildi vekja athygli
á því hve stórhættulegt það væri ef
börn hanga aftan í bílum. Hún býr
nálægt Árbæjarskólanum og segist
hún verða að fylgjast með því hvenær-
börnin eru í timum og hvenær þau
eru í frímínútum, ef hún þarf að
bregða sér frá á bílnum. Að hanga
aftan í bíl virðist nefnilega vera það1
eina sem bömin geta tekið sér fyrir
hendur i fríminútunum. Segir hún að
börnin sitji fyrir bifreiðum og leggist
jafnvel í götuna til þess að fá þær til
að stöðva. Og ef slys verður er
bílstjórinn vitanlega ábyrgur, jafnvel
þótt hann geti ekkert að gert.
Oft hefur verið talað um þetta
við lögregluna og skólastjóra skólans
og hefur lögreglan talað við börnin
og gert þeim grein fyrir því hve
hættulegur leikur þetta er. En ekkert
virðist duga. Eiginlega finnst manni
að kennararnir ættu að skiptast á að
vera með börnunum úti í frímínútum
og reyna að koma í veg fyrir þetta at-
hæfi, t.d. með því að fá þau með sér í
leiki.
Það hlýtur að vera hægt að gera
eitthvað í þessu máli og ættu allir for-
eldrar að sameinast um að tala um
fyrir börnum sinum því svo oft hefur
sannazt að ekkert er að gert fyrr en
slysið er orðið.
Börnin gera sér kannski ekld grein fyrir því sjálf hve hættulegur leikur það er
að hanga aftan í bilum. En er ekki einhvern veginn hægt að koma þeim i skiln-
ing um það?
BILAKAUP RAÐHERRA
Að lifaívellystingum
Borgari skrífar:
Fyrir nokkrum dögum gaf að lesa
baksíðufrétt í Tímanum — málgagni
forsætisráðherra vinstristjórnarinnar
— þar sem gerð var grein fyrir bíla-
kaupum allra ráðherra „stjómar
hinna vinnandi stétta”. Hér var um.
afar athyglisverðan lestur að ræða
fyrir okkur, hina almennu launþega
þessa lands, sem verðum að halda um
hverja krónu til að láta enda ná
saman. Hér fengum við séð, svart á
hvítu, hvernig þessir sjálfskipuðu
ráðherrar alþýðunnar sóa fjármun-
um þegar þeir sitja sjálfir að kjötkötl-
unum. Meðal annars gaf að lesa að
einn af kommúnistaráðherrunum,
Hjörleifur Guttormsson, væri að fá
sér nýja Range Rover bifreið sem
kostaði hvorki meira né minna en um
12 milljónir króna — þriggja ára laun
hins almenna launþega. Viðskipta-
ráðherrann, Svavar Gestsson, væri
nýbúinn að fá sér amerískt „dollara-
grín” sem í dag kostar ekki minna en
6 til 7 milljónir króna — um það bil
tveggja ára laun verkamannsins — og
þriðji kommúnistaráðherrann væri
þegar kominn á nýja lúxusbifreið.
Hvað áhrærir ráðherra krata og
framsóknar var fréttin svipuð, ný bif-
SKARTGRIPIR
Fermingargjöfín í ár
SIGMAR Ó. MARÍUSSON
Hverfisgötu 16A — Sími 21355.
,Ný bifreið af dýrustu tegund hjá hverjum og einum ráðherranna.’
HALLÓ, MÐ ÞARNA!
VHjið þið komast tii sóiarianda með
Sam vinnuferðum, eignast gott Ferguson
iitsjónvarp eða viðlegubúnað.
STÓR BINGÓ
/ Sigtúni fimmtudaginn 15. marzki. 20:30
Stórglæsilegir vinningar
Ókeypis aðgangur
Allir velkomnir
ATH. Spilað verður um 18
stórvinninge ásamt fjölda
aukavinninga.
F.U.F. í Reykjavík.
reið af dýrustu tegund hjá hverjum
og einum.
Þessi frétt um bílakaup ráðherr-
anna er umhugsunarverð fyrir okkur
launþegana sem í kosningunum á síð-
asta ári vorum blekktir með slag-
orðinu „samningana í gildi” og
létum því kommúnistum og krötum
eftir atkvæði okkar í þeirri trú að þeir
berðust fyrir launajafnrétti allrar
alþýðu manna. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar, laun okkar
margskert, skattar á miðlungstekjur
hækkaðir um og yfir 100% — og nú
síðast stórhækkun launa til æðstu
embættismanna ríkisins meðan al-
þýðunni er skammtaður skítur úr
hnefa. Og hverjir hafa þarna for-
ystu? Jú, ráðherrar kommúnista og
krata, mennirnir sem prédika eitt á
mannamótum en framkvæma allt
annað er þeir sjálfir eiga í hlut. 12
milljóna któna bill kommúnistaráð-
herrans er talandi dæmi um hræsni
og yfirdrepsskap þeirra manna sem
boða fagnaðarerindið um jafnrétti
og launajöfnuð til handa alþýðunni
meðan þeir ekki eru i valdastólum en
gleyma þessari sömu alþýðu um leið
og völdin eru í þeirra höndum — og
maka krókinn eingöngu sjálfum sér
til framdráttar. „Vei yður, þér
hræsnarar,” var sagt forðum daga —
og á það sannarlega við um forystu-
menn kommúnista og krata á tslandi
í dag. En — það verða aftur kosning-
ar — og þá munu flokkar þessara
manna finna fyrir svipu þeirrar
alþýðu sem þeir blekktu vorið 1978.
Torfan
afskræm-
ing
á fegurd
Reykja-
víkur
G. Magnússon, 3091-7308 skrifar:
Torfusamtökin eru óþurftar fé-
lagsskapur sem vill halda við ljódeika
í borginni og er þeim áhugamál að
gömul og ljót timburhús standi sem
lengst og sem víðast, það er Torfan,
Grjótaþorp og fleiri.
Torfan er afskræming á fegurð
Reykjavíkur og er ekki neitt nema
ljót og brunnin hús sem aldrei voru
neitt annað og verða ekki, hins vegar
minna þau á danskt þrælahald og
ánauð fyrri daga. Danir eru engin
forystuþjóð og danska ekkert mál
svo það er alveg óþarft að vera að
geyma minningar um Dani í okkar
landi, hvorki með því að vernda gam-
alt drasl né heldur að tala dönsku á
mannamótum.
Þeir sem eru kosnir til að ráða
málum ríkis og borgar ættu að líta á
þennan smánarblett Reykjavíkur og
ákvarða eftir því.
Bernhöftstorfan er til skammar og
minnir einna helzt á fátækrakofa og
.meUuhús erlendis.
|
'l