Dagblaðið - 15.03.1979, Side 6
HANA NÚ,
Hann á fáa sína líka hérlendis þessi gæðingur. Af sérstökum
ástæðum er einn slikur til sölu nú hjá Bílasölu Guðfinns,
Borgartúni. S. 25288.
Nú má láta drauminn rætast.
um spærlingsveiðar
Ráöuneytið hefur ákveöið að eftirfarandi reglur gildi um spærlings-
veiðar á þessu ári:
1. Leyfi til spærlingsveiða verða aðeins veitt bátum 500 lestir og
minni.
2. Eigi má veii'i arir.arra fisktegunda en spærlings nema meiru en
5% af he'ldarafla hverrar veiðiferðar.
3. Eigi er neimilt að veiða í grynnra vatni en 60 föðmum.
4. Fjarlægð milli fiskilínu og fótreipis varpna sé minnst 40 cm. Sé ekki
notað venjulegt fótreipi skulu keðjur hanga í bugtum niður úr
fiskilínu og skulu bugtirnar ná a.m.k. 40 cm frá fiskilínunni. Gildir
[jetta ákvæði bæði um botn- og flotvörpur, sem notaðar eru til
spærlingsveiða.
Umsóknir skulu sendar sjávarútvegsráðuneytinu, og skal í umsókn
greina hvort skip notar botn- eða flotvörpu til veiðanna.
Sjávarútvegsráðuneytíð,
12. mart 1979.
Tweed
fermingar-
dragtir
ELÍZUBÚÐIN
Skiphohi 5
Sími26250
Til sölu:
Renault 12 TL '77
Renault 12 TL '76
Renault 12 TL '75
Renault 12 station '75
BMW 2500 automatic árg. 1970
BMW 318 árg. '78
BMW 2002 automatic '72
BMW 316 '77
Toyota Corolla árg. '74
Vantar Renault 4TL og 5TL á söluskrá.
Kristinn Guðnason
Suðurlandsbraut 20 - Sími 86633.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979.
Fjöldamoröingi
handtekinn í
Bandaríkiunum
— talinn viðriðinn 27 morð f rá þvf í f yrra
Eftir víðtæka leit um öll Banda-
ríkin tókst lögreglunni að hafa
hendur í hári 27 ára gamals manns,
sem talinn er tengjast 27 morðum í
Bandaríkjunum.
Maðurinn, Roger Dale Stafford
frá Sheffield í Alabama var handtek-
inn í gær og flogið var með hann i
leiguþotu í strangri öryggisgæzlu frá
Chicago til Oklahomaborgar, þar
sem hann kemur fyrir rétt, ákærður
fyrir níu morð. Lögreglan sagði að
Staffords hefði verið leitað vegna
morðs sex verkamanna í steikhúsi í
Oklahoma í júlí sl., en þeim mönnum
var stillt upp eins og um aftöku væri
aðræöaog skotnir.
Þá er hann einnig talinn hafa myrt
foringja í flughernum, konu hans og
12 ára gamlan son. Líkum þeirra var
fleygt út fyrir veg í Oklahoma íjúní
sl.
Þá hurfu fjórir starfsmenn á
aldrinum 16—20 ára frá ham-
borgarastað í Indianapolis og
fundust síðan skotnir í skógi í
grenndinni.
Stafford var handtekinn á hóteli í
Chicago eftir ábendingu frá eigin-
konu hans, en þau hafa ekki búið
saman um tíma. Stafford er lýst af
lögreglu sem mjög hættulegum
manni, en hann veitti þó enga mót-
spyrnu er lögreglan handtók hann.
Lögreglan i Oklahoma sagði að
líkur bentu til þess að hann væri
einnig tengdur 13 öðrum morðum í
öðrum ríkjum Bandaríkjanna.
Lögreglan í Indianapolis er þegar
komin til Oklahoma til þess að kanna
hvort Stafford tengist morðunum í
Indianapolis, þar sem þau líkjast
mjög steikhússmorðunum.
Rán var ástæða morðanna í báðum
tilvikum. Um 2000 dollurum var
stolið úr steikhúsinu, en um 500 frá
hamborgarastaðnum.
Lögreglan í Oklahoma telur líkur á
að bróðir Staffords, Harold, 29 ára
gamall, hafi verið í vitorði með
honum í morðunum í Oklahoma, en
Harold þessi fórst í mótorhjólsslysi
sex dögum eftir morðin í steikhúsinu.
Öeirðirnar i Denain i síðustu viku. Þá urðu heiftarleg átök milli lögreglu og stáliðnaðarmanna og aftur kastaðist i kekki i
gærkvöld.
Denain Frakklandi:
Stáliðnaðarmenn mótmæla
Reiðir stáUðnaðarmenn i franska kvöldi. Stáliðnaðarmennirnir eru með nýsköpunar í frönskum stáliðnaði.
smábænum Denain komu upp þessu að mótmæla áætlunum franskra í síðustu viku urðu gífurlegar óeirðir
umferðartálmunum á akvegi og járn- yfirvalda um að fækka stáliðnaðar- í bænum og slösuðust þá margir mót-
brautarteinum að og frá bænum i gær mönnum um nær sex þúsund, vegna mælendur og lögreglumenn.
Greenpeace:
Málaði kópana græna
— skipað að hypja sig af ísnum
Greenpeacemaður, sá eini sem hafði
leyfi yfirvalda í Kanada til þess að
fylgjast með veiðum á kópum við
strendur Nýfundnalands, sprautaði í
gær grænum lit á kópa. Vegna þessa
var honum skipað að hypja sig burt af
svæðinu.
Með því að mála kópana eru skinnin
gerð verðlaus. Fyrstu tvo veiðidagana
hafa um 300 veiðimenn frá Kanada og
Noregi drepið um 21 þúsund kópa.
Greenpeacemaðurinn Ed Chavies var
ekki handtekinn fyrir aðgerðirnar,
þrátt fyrir það að tveir menn sitji nú
inni fyrirsvipaðarmótmælaaðpgerðir.
Aðgerðirnar á ísnum taka á sig
stöðugt skringilegri myndir. í gær
birtist þar maður íklæddur dökkum
jakka og pípuhatti og sagðist tala í
nafni „codpeace” hreyfingarinnar, eða
þorskfriðunarnefndarinnar. Þorskfrið-
unarnefnd þessi var sett á laggirnar
nýlega af „bisnissmönnum” í
Slýfundnalandi til þess að gera grin að
Greenpeacemönnum og öðrum sel-
verndunarhópum.
Þorskfriðunarmaðurinn tilkynnti
þarna á ísnum, að Greenpteace væri
ekkert annað en fjölmiðlasirkus.