Dagblaðið - 15.03.1979, Page 9

Dagblaðið - 15.03.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979. 9 Kosningar í Háskólanum: Um hvað er kosiðhjá stúdentum? Utankjörstaðakosning í Háskóla Íslands til stúdentaráðs og háskóla- ráðs er hafin. Geta stúdentar kosið utankjörstaðarídagmillikl. 12og 15 á skrifstofu Stúdentaráðs en sjálf kosningin hefst á morgun. Dagblaðið hafði samband við tvo af talsmönnum hinna andstæðu fylk- inga, þ.e. Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta og Félags vinstri manna og spurði þá um hvað kosn- ingarnar' snerust einkum að þessu sinni. -GAJ- „Ríkisvaldið standi við gefin fyrirheit” — segir Boili Héðinsson f ormaður Stúdentaráðs „Við unnum mann af Vöku í síð- ustu kosningum en áður höfðum við náð meirihluta. Breytingin varð því úr 7 mönnum gegn 6 i 8 menn gegn 5 okkur í hag. Það gæti farið svo að við töpuðum þessum manni en ég treysti á skynsemi stúdenta,” sagði Bolli Héðinsson, fráfarandi for- maður Stúdentaráðs, en hann skipar nú heiðurssæti á lista Félags vinstri manna. ,,í þessum kosningum leggjum við áherzlu á að ríkisvaldið standi við gefin fyrirheit um rekstur Félags- stofnunarinnar. Þá höfnum við öllum fjöldatakmörkunum í námi og álítum að með þeim sé verið að brjóta sjálfsögð mannréttindi.” Um gagnrýni Vöku-manna á rekstur vinstri manna á Félagsstofn- uninni sagði Bolli að á fundi um mál- efni Félagsstofnunar sem haldinn var í fyrrakvöld hefði mætt Stefán Svav- arsson endurskoðandi, sem á sæti í stjórn Félagsstofnunar, og hefði komið fram í máli hans að hann liti alls ekki svo á að um óreiðu væri að ræða. „Málum er nú þannig komið,” sagði Bolli, ,,að vegna minnkandi ríkisfjármagns hafa auk- izt mjög erfiðleikarnir á rekstri stofnunarinnar og m .a. komið til raf-* magnslokunar. En nú hefur nefnd verið skipuð af ríkisvaldinu til að endurskoða þessi mál,” sagði Bolli. -GAJ- Bolli Héðinsson formaður Stúdenta- ráðs skipar heiðurssætið á lista Fé- lags vinstri manna. Óstjórn og óreiða hjá Félagsstof nun stúdenta — segir Tryggvi Agnarsson formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta ,,Jú. Við höfum trú á því að nú verði breyting á þessum hlutföllum milli fylkinganna. Við erum með breiðan lista lýðræðissinna en þeirra listi er mjög einlitaður af marxistum og við vonumst því eftir fylgi miðju- manna,” sagði Tryggvi Agnarsson formaður Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta. „Ég tel að aðalmálið í þessum kosningum verði málefni Félags- stofnunar stúdenta. Við höfum borið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur vinstri mönnum um óstjórn og óreiðu i rekstri stofnunarinnar en þeir hafa ráðið stefnunni þar. Þeirri gagnrýni hefur lítið verið svarað. Þá verða lánamálin vafalaust mikið rædd en þar eru skilin þó ekki eins skörp og stundum áður því nú eru allir sammála um að lánin eigi að duga til framfærslu en það er fyrst spurning um hvernig endurgreiðslu skuli háttað. Síðan leggjum við upp stefnu fé- lagsins og þar er áherzlan hjá okkur á sjálfstæði Háskólans, að það verði verndað og eflt,” sagði Tryggvi að lokum. -GAJ- Tryggvi Agnarsson formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Yfir 500 hugmyndir á „hugarflugsfundi” sérfræöinga: FISKVEIÐAR Á KAF- BATUM? VINDUR TIL HÚSA- HITUNAR? — hugmyndirnar nú f lokkaðar og kannaðar Yfir 500 hugmyndir komu fram á , .hugarflugsfundi ’ ’ (brainstorming- fundi) 32 íslenzkra sérfræðinga á ýmsum sviðum sem iðnaðarmálaráð- herra boðaði til 12. og 13. marz. Tilefni fundarins er breytt viðhorf í orkumálum vegna væntanlegra verð- hækkana á olíu. Margt nýtt kom þar fram, sumpart draumórakennt, en úr öllum hugmyndum verður nú unnið. Sem dæmi má nefna: Er hægt að hita upp hús á Aust- fjörðum með gufu frá KverkfjöUum? Er hægt að setja upp stórt miðlun- arlón á miðju hálendinu og veita vatni til örkuvera í allar áttir? Er hægt að hefja fískveiðar með kafbátum til að spara orku? Er hægt að flýtja inn kol og brenna í hreinu súrefni frá vetnisverksmiðj- um tU framleiðslu kolmónoxíðs til metanólvinnslu — eða vinna kol- mónoxíð úr mó? Er hægt í sambandi við hið síðast- nefnd að nýta hita frá slíkri fram- leiðlu til upphitunar eða iðnaðar? Má nota fiskúrgang til metangas- framleiðslu en úr því má vinna metanól? Á að nota vindorku tU upphitunar t.d. í Eyjum með framleiðslu heits vatns með vindorku? Á að hækka verð á heitu vatni til að hvetja til sparnaðar? Á að hætta greiðslu olíustyrks til að rugla ekki verðsamanburð? Má nýta sorp til orkuvinnslu með því að nota hita frá sorpeyðingar- stöðvum í fjarvarmaveitur til húsa- kyndingar? Þetta er sýnishorn af þeim yfir 500 hugmyndum sem fram komu á „hug- arflugsfundinum” á mánudag og þriðjudag. Finnbogi Jónsson verkfræðingur sem nú vinnur að málum er snerta orkuvinnslu og orkusparnað fyrir iðnaðarráðuneytið sagði DB að þegar hæfist flokkun og úrvinnsla úr tillög- um fundarins í ráðuneytinu og mætti búast við að hún tæki um mán- aðartíma. Leitazt verður við, með hliðsjón af niðurstöðum, að móta til- lögur um forgangsverkefni á næstu árum. 32 þátttakendur „hugarflugsfund- arins” var skipt í fjóra hópa sem fjölluðu um nýtingu jarðhita, nýt- ingu vatnsorku, nýjar tegundir elds- neytis og nýjar orkulindir og loks um orkusparnað. Hver hópur tók tvö verkefnanna fyrir. „Hugarflugsfundir” eru ætlaðir til að laða fram hugmyndir sem eru nýj- ar og falla ekki að viðurkenndum kenningum. „Brainstorming”tæknin þykir hentug til að auka verulega framleiðslu hugmynda og ryðja úr vegi hindrunum fyrir óvenjulegum tillögum. Tæknimenn þekkja þann vanda sem þvi er samfara að lenda á nokkurs konar huglægum járnbraut- arteinum, sem þeir eiga erfitt með að komast út fyrir. Þúsundum saman hafa slíkir fundir verið haldnir i fyrir- tækjum og stofnunum viða um heim. Þar er oftast spurt þrenns konar spurninga: 1. Hvað erum við ekki að gera sem við ættum að vera að gera? 2. Hvað ættum við að gera öðru- vísi? 3. Hvað ættum við að hætta við að gera? Árangur ,,brainstorming”funda eru margar óunnar hugmyndir sem flokka þarf og vinna frekar úr. Við slíkt bíður nú mikil vinna í iðnaðar- ráðuneytinu. -ASt. 77/ fermingargjafa Nú eru hin vinsæ/u upra skrifborð íslenzk hönnun Nýr stíll, létt og Hpur íslenzk hönnun fyrir smekkvíst ungt fóik. komin íslenzk framleiðsla Á.GUÐMUNDSS0N HÚSGAGNAVERKSMIÐJA SKEMMUVEGI4 - SÍMI73100

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.