Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979. 13 óttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Aðalsteinsdóttir, Sigurður Hinriksson. j ttir, Jóhann Björnsson og Guðbjörgi Kynningarfyrirlestur er haldinn á fimmtudögum kl. 20.30 á Skúlagötu 61, III.hæö. Umræður — Kvikmyndir Samtök Heimsfriöar og Sameiningar Skúlagötu 61, pósthólf 7064, sími 28405. Stofnandi:' Séra Sun Myung Moon Þreytist aldrei á að borða hamborgara en pylsumar erubetri heima á íslandi! „Hefði einhver sagt í haust, að Pétur Guðmundsson yrði í úrvalsliði háskóla við Kyrrahafsströndina — Pacific 10, þá hefði þjálfarinn, Marv Harsman þegar sent hann til geðlæknis,” byrjar grein um Pétur Guðmundsson en hann var nýlega valinn í úrvalslið Kyrrahafsstrand- arinnar. Mikil viðurkenning fyrir íslenzka risann Pétur Guðmundsson sem nú gerir það svo gott með liði Washington Huskies. Og síðan var bætt við, ,,en það var í haust. Áður en Pétur fór að sýna raunverulega getu sína. ídagerhvorld Marv né nokkur annar er horft hefur á Pétur leika hissa á að hann skuli hafa verið valinn. Pétur — risinn frá Reykjavík, skoraði 72 stig i þremur leikjum, náði 26 fráköstum. Lægsta skor hans í þessum þremur leikjum var 17 stig, en það var í viðureign Huskies og UCLA, frægasta háskólaliðs Bandaríkjanna. En þjálfari UCLA, Gary Cunningham sagði að Pétur hefði verið stærsti þátturinn i ósigri UCLA, 69—68.” Síðan er mikil grein um Pétur Guðmundsson. Hún byrjar: Þegar Pétur Guðmundsson óx, og óx og óx, var móðir hans ákaflega áhyggjufull. ,,En ég var ekki áhyggjufullur. Ég hef alltaf verið ákaflega stoltur af hæð minni. Farðu til læknis sagði hún og láttu hann stöðva vöxtinn, en slíkt kom ekki til greina. Það hefði getað eyðilagtfyrirmér.” Pétur hætti að stækka þegar hann var orðinn 2.17 m og i dag er hann 130 kiló. í dag er hann bezti leikmaður Huskies. Það er af sem áður var, þegar hann var að missa knöttinn klaufalega, kastaði knettinum til andstæðings, skot hans blokkeruð. Þá myndi hann hljóðlega hverfa af vellinum, og ekki sjást meir. Enginn tók eftir Pétri — nema vegna villna hans. í dag er þessu öðruvísi farið — í síðustu níu leikjum sínum með Huskies hefur Pétur skorað að meðaltali 17 stig í leik. Skyndilega er Pétur sterkur, skorar grimmt, tekur fráköst grimmt, tekur þátt í spilinu i stað þess að gufa upp. Og gegn UCLA hafði hann betur í návíginu við bezta mann UCLA, David Greenwood. Tókst að blokkera tvö skot hans og Greenwood — efnilegasti leikmaður Bandaríkjanna, hristi aðeins Pétur Guðmundsson fær sér hamborgara úr sjálfsala. hausinn og virtist segja. Hvaðan kom þessi eiginlega? Pétur er skyndilega HINN STÓRl. Jú, hann hefur alltaf verið stór — en nú er hann sá, sem getur gert hlutina í stað þess að vera aðeins plássfrekur á vellinum. Skyndilega er gaman að körfuknattleik, en eru æfingar jafn- skemmtilegar, var Pétur spurður. „Nei, ég myndi ekki ganga svo langt að segja að æfingar væru jafnskemmtileg- ar og leikurinn,” svaraði hann. ,,Sú var tíðin, að æfingar voru mér mjög erfiðar. Ég sá ekki tilgang í þeim, en ef til vill þar voru þáttaskil hjá mér. Ég ákvað að það skyldi verða ég sem skoraði — þetta hljómar ef til vill eins og eigingirni en þetta hreif. Ég fór að skora, varð ógnvaldur og liðið náði sér á strik. Það var undarleg tilfinning þegar ég skoraði 37 stig gegn Californíu, vegna þess að strákarnir í liðinu leituðu ávallt til mín með knöttinn. Þannig hefur þetta verið síðan — og það hefur haft áhrif á liðið.” Þegar Pétur leikur vel þá leika Huskies vel, rétt eins og allir nái sérástrik. En þó framfarir hafi verið stórstígar hjá Pétri þá þarf hann enn að bæta sig, sér í lagi að reka knöttinn og skjóta. Á vellinum þarf Pétur að sjá um sig innan um aðra risa og þar skiptir litarháttur engu — aðeins líkamsburðir og virðing er borin fyrir afreksmönnum. Þar er ekki gert grín að þeim vegna hæðar — þar talar knötturinn. „Það gerist margt skrítið þegar ég gegn um háskólalóðina. Margir vilja vera sniðugir á kostnað hæðar minnar, en þetta fer ekki í taugarnar á mér lengur nema ég þekki viðkomandi ekki. Ég geng ekki að feitu fólki og segi að það sé feitt, en fólk kemur til mín og talar um hvað ég sé stór. Mér finnst fóik gera sig að fíflum með þessu, mér finnst þetta lýsa fáfræði og frekju að halda að fólk geti sagt hvað sem ej, við hvem sem er,” sagði Pétur. Þegar fólk er hærra en aðrir, er öðruvísi en aðrir, þá getur það hjálpað fólki til þroska en það getur lika eyðilagt mjög fyrir því. En Pétur segir að hæð sín hafi verið sér til frama og hjálp til þroska. En það er ýmislegt, sem ekki er miðað við þarfir Péturs. Fatnaður allur er vandamál, hann þarf sérstaka skó, og svo framvegis. Þegar hann ferðast með Huskies þá er ávallt sérstakt sæti handa Pétri, fyrir framan flug- freyjumar svo hann geti teygt úr sér. Ekki þýðir fyrir Pétur að sitja i venju- legu sæti — það er alltof lítið. Og rúm er lika vandamál. Þegar við erum á ferðalögum er ieynt að fá stórt rúm, handa mér en þau eru sjaldan nógu stór. Þá fæ ég mér bara stól og set hann við endann og sef síðan vel.” En hvað um rúm heima? spurði blaðamaður. „Jú, þar á ég gott rúm, 2.50. Fólkið sem ég er hjá fékkþað fyrir mig og þar ergott að sofa.” ,,Ég fer ekki oft út með stelpu, en þegar það kemur fyrir þá vel ég mér ekki stelpu eftir stærð. Það skiptir ekki máli, heldur hvort mér líkar við hana eða ekki. Sjálfsagt er betrá hennar vegna að hún sé hávaxin — það liti betur út. En hvað um mat. „Ég er alltaf að borða, að vísu ekki mikið í einu, en stöðugt að. Fer oft og fæ mér ham- borgara en mér líka ekki pylsurnar hér, finnst þær betri heima á ísiandi. Ég var orðinn fastagestur sums staðar á ham- borgarastöðum. Þurfti ekki að panta — heldur kom hamborgarinn á borðið. Þeir voru orðnir vanir mér, ég kom alltaf á sama tíma. Hamborgarár eru hreinasta lostæti og því stærri því betri, á þeim get ég aldrei orðið leiður,” sagði íslenzki risinn, Pétur Guðmunds- son, sem nú gerir það gott í körfunni í Bandaríkjunum — í upphafi ferils síns þar. Sjálfsagt aðeins tímaspursmál hvenær hann fer út í atvinnumennsk- una í Bandaríkjunum. En hvað um matarreikningana á alla hamborgarana. Einhvem tíma tók konan sem Pétur býr hjá í Bandaríkj- unum saman matarreikningana. Og hún varð alveg hissa hvað mikið fór í íslenzka risann. En þegar hún frétti að auk þess að borða mikið heima, þá færi Pétur með næstum 150 dollara á mánuði i hamborgara, þá keyrði alveg um þverbak. En af einu þarf hún ekki að hafa áhyggjur — Pétur stækkar ekki meira. Iþróttir Tékkar sigruðu Spánverja Evrópumeistarar Tékka sigruðu Spánverja í vináttulandsleik í Bratislava, Tékkóslóvakíu í gærkvöld, 1—0. Viðureign þjóðanna var liður í erfiðum leikjum liðanna í Evrópu- keppni landsliða. Eina mark leiksins skoraði Marian Masny fjórum minútum fyrir leikslok eftir látlausar sóknarlotur Tékka. Tékkar fengu 12 hornspyrnur en Spánverjar aðeins eina — þannig var leikurinn og á 72. mínútu virtust sóknarlotur Tékka loks bera árangur þegar Tékkar fengu dæmt víti en fyrirliðinn, Anton Odrus skaut í stöng. En hinir 40 þúsund áhorfendur fögnuðu mjög þegar Masny skoraði i lokin og tryggði Tékkum sigur. Tékkar mæta Frökkum í Bratislava 4. april og Spánverjar mæta Rúmenum en hvorug þjóðin getur verið ánægð með frammi- stöðuna í Bratislava. Spánverjar áttu mjög undir högg að sækja, en Tékkum gekk hins vegar illa að nýta fjölmörg tækifæri. Straumur til Haukanna — hafa fengið f jóra leikmenn til liðs við sig í gær sögðum við frá því að Haukar hefðu fengið leikmenn til liðs við sig, Gunnlaug Gunnlaugsson markvörð úr FH og Ásgeir Sverrisson úr Þór. En rétt eins og Vikingar, þá hafa Haukar fengið til liðs við sig fjóra leikmenn í vetur, þá Gunnlaug og Ásgeir og einnig Gunnar Andrésson, fyrirliða Ármanns, og Hermann Þórisson frá Bolungarvík. Skagamenn hafa fengið flesta leikmenn til liðs við sig — 5 menn. Fylkir mætir Víkingum — íl.deild íHöllinni Nýliöar Fylkis mæta bikar- meisturum Vikings í Laugardalshöll í kvöld, kl. 21.15. Ef að líkum lætur ættu hinir leikreyndu Víkingar ekki að eiga í miklum erfiðleikum með Fylki en þess ber þó að geta að Víkingar sigruðu Fylki með aðeins eins marks mun í fyrri umferðinni. Þá unnu leik- menn Fylkis upp mikið forskot Víkinga — og voru óheppnir að hljóta ekki stig. Staðan í 1. dcild er nú: Valur 10 9 1 0 179—147 Víkingur 10 8 1 1 245—202 FH 11 5 1 5 221—217 Fram 11 5 1 5 213—236 Haukar 10 4 2 4 209—206 ÍR 11 3 1 7 197—214 Fylkir 10 1 3 6 181—193 HK 11 1 2 8 165—194 Hudsoníbanni — þegar KR mætir ÍS Bandaríkjamaðurinn John Hudson var i gær dæmdur í eins leiks bann og mætir því ekki Stúdentum í kvöld í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þar er skarð fyrir skildi hjá KR, en Hudson réðst á dómara eftir leik KR og Vals og þótti mörgum, sem það atvik hefði átt að leiða til þyngri refsingar en raun bar vitni. Annar KR-ingur, Garðar Jóhannsson, fékk tiltal hjá aga- nefndinni en hann veittist einnig að dómara eftir viðureign KR og Vals. Staðan í úrvalsdeildinni er nú: Njarðvik 19 13 6 1954—1756 26 KR 18 12 6 1650—1503 24 Valur 18 12 6 1560—1545 24 ÍR 20 10 10 1788—1751 20 ÍS 18 5 13 1524—1652 10 Þór 17 3 14 1385—1660 6

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.