Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979.
Popplist innan um bamavagna
15
Ég held að barnavöruverslunin
Varðan á Grettisgötunni hljóti að
hafa nokkra sérstöðu meðal verslana
með slíka vöru — og aðra — hér á
landi. Þar á veggjum, fyrir ofan
barnavagna, burðarrúm, barnaböð
og fleira í þá veru hanga málverk sem
sum hver eru mikil um sig. Þetta eru
ekki betrekks-málverk eða blautlegar
landslagsmyndir af því tagi sem finna
má í húsgagnaverslunum heldur mál-
verk eftir nokkra af okkar helstu
listamönnum af yngri kynslóðinni.
Hér ríkir nefnilega Arngrímur Ingi-
mundarson kaupmaður en hann og
Bergþóra Jóelsdóttir kona hans hafa
nýverið gefið Siglufjarðarbæ lung-
ann af þessum myndum sinum eða
rúmlega 100 verk — málverk, teikn-
ingar og grafik — en þessum verkum
hafa þau hjón safnað á þrjátíu árum
eða svo.
Alþýðleg
Þau eru um margt óvenjulegir
safnarar. Arngrímur er maður ein-
staklega alþýðlegur og ljúfur í fram-
komu og þar sem hann kemur á opn-
un sýninga, í duggarapeysu sinni,
stingur hann i stúf við þá sem koma
til að sýna sig og sjá aðra. Þau hjón
koma til þess að skoða verkin og eftir
vandlega yfirferð þakka þau fyrir sig
ljúfmannlega, koma svo aftur og eru
þá með hugann við eitthvert eitt verk.
Hftir aðra skoðun koma þau svo að
máli við listamanninn — vildi hann
gera þeim þann greiða að selja þeim
mynd númer X?
Ungir listamenn í kröggum hafa
stundum tekið upp á því að biðja
Arngrím að líta á myndir hjá sér.
Ávallt kemur Arngrímur og eftir
skoðun kinkar hann einfaldlega
kolli, rætt er um daginn og veginn —
en síðan á hann það til að gauka að
listamanninum bunka af fimm þús-
und köllum. „Ég veit ekki hvað ég á
að gera við þetta,” segir hann afsak
andi við dolfallinn listamanninn.
Ekkert
manngreinarálit
í listinni hafa þáu Bergþóra og
Arngrímur aldrei farið í manngrein
arálit. Meðan aðrir „festa peninga” í
Kjarval og Ásgrími kaupa þau allt
milli himins og jarðar einfaldlega
vegna þess að verkin höfða til þeirra.
Þó eiga þau ágætar Kjarvalsmyndir
þrátt fyrir það — eina mynd t.d. sem
kannski kveikti í þeim söfnunarbakt-
eríuna. Hana geymdu þau í svefnher-
berginu. En athyglisvert er safn
þeirra sérstaklega fyrir hátt hlutfall
af verkum yngri kynslóðarinnar,
a.m.k. þeirra sem nota olíuliti og lér-
eft. Þar eru verk eftir Sigurð örlygs-
son, Magnús Kjartansson, Tryggva
Ólafsson, Þorbjörgu Höskuldsdótt-
ur, Eyjólf Einarsson, Einar Hákon-
arson, Vilhjálm Bergsson, Gunnar
örn Gunnarsson, Einar Þorláksson.
Af ,,mið”-kynslóð eiga þau mörg
góð listaverk, t.d. eftir Hring
Jóhannesson, Erró, Ragnheiði
Ream, Jóhannes Geir, Hjörleif Sig-
urðsson, Braga Ásgeirsson, Alfreð
Flóka og marga fleiri.
Mikilvægur
bakhjarl
September-kynslóðin á einnig full-
trúa sína á veggjum þeirra: Þorvaldur
Skúlason, Kjartan Guðjónsson,
Valtýr Pétursson, Kristján Davíðs-
son, Sverrir Haraldsson. Ekki má
heldur gleyma grafíkverkum eftir
Ragnheiði Jónsdóttur, Björgu Þor-
steinsdóttur og fleiri.
Ég efast um að þau Arngrímur og
Bergþóra leggi upp laupana í söfnun:
inni þótt þessi verk verði frá þeim
tekin. Til þess er söfnunaráhuginn og
ánægjan af góðri myndlist of sterk í
þeim og sjálfsagt munu þau njóta
þess að fylla veggina aftur. Það
væri og slæmt ef yngri kynslóð lista
manna missti þarna mikilvægan bak-
hjarl. Vonandi ber Siglufjarðarbær
gæfu til þess að koma þessum
verkum þannig fyrir að sem fiestir
megi hafa af þeim ánægju.
Myndlist
AÐALSTEINN -
INGÓLFSSON
1 1 “í®
LL
Arngrímur Ingimundarson og Bergþóra Jóelsdóttir.
NYR BOKA-
FLOKKUR
UM ÍSLAND
Á ENSKU
Iceland Review hefur nú hrint af
stokkunum bókaflokki, er nefnist
Iceland Review History Series, en í
honum er ætlunin að kynna íslenska
sögu og þjóðlíf fyrir útlendingum.
Fyrsta bókin í þessum flokki er Birth
of a nation eftir Njörð P. Njarðvík
en hún er þýðing á sænskri bók sem
Njörður skrifaði og nefndist Island i
forntiden og kom út í Stokkhólmi
árið 1973. John Porter sá um að’
þýða bókina yfir á ensku og er hún
gefin út i handhægu broti, með
kortum og skýringarteikningum og sá
Auglýsingastofan hf. um útlit henn-
ar. Bókin fjallar um sögu íslands frá
upphafi til þess tíma er landsmenn
gengu Noregskonungi á hönd. Sagt er
frá fundi landsins og landnámi,
kristnitökunni, Sturlungaöldinni og
þéim átökum sem leiddu til endaloka
þjóðveldisins og í leiðinni er gerð
rækileg grein fyrir stjómskipan
landsins á þessum tíma og helstu
mönnum sem komu við sögu. Verður
bókin eflaust gagnleg fyrir erlenda
áhugamenn um íslensk málefni.
AI.
Njörður P. Njarðvik, höfundur bók-
arínnar.
UTKOMA POSITIF
Kristján Kristjánsson myndlistar-
maður var ansi ötull við að sýna verk
sín meðan hann var á landinu og var
margt þitastætt að finna þeirra á
meðal. En í lok þessa tímabils (c.
,1976-77) var ekki laust við að mynd
list hans væri orðin þreytt, enda 9
sýningar á röskum tveim árum mikið
álag. Kristján sérhæfði sig í nokkuð
persónulegum ktippimyndum með
súrrealísku yfirbragði—þar var
mikið um óræð og dularfull andlit,
óminnishegra, fjöregg og máttvana
hendur og fleira í þá veru sem setti af
stað í manni ljóðrænar ígrundanir. f
þessu fór Kristján eigin leiðir en
hafði þó að vegvísum ýmsa for-
sprakka í súrrealisma, svo sem André
Breton og Réne Magritte, en ekki út-
vatnaða eftirmenn þeirra.
aðeins finna á einum stað, i myndinni
'í gegnum fjórar víddir. Kristján
hefur áður sýnt á sér pólitískar klær
með því að gera plaköt sem Þjóðvilj-
inn hefur birt en hér er pólitík í bland
við myndlistina, en sannast sagna eru
það klénustu verk sýningarinnar. Hér
Breyttar
áherslur
Undanfarin tvö ár hefur Kristján
verið við nám í Svíþjóð og sýnt bæði í
Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Nú
er afrakstur þeirrar dvalar til sýnis í
Galleríinu við Suðurgötu 7 fram til
25. mars. í Svíþjóð hefur Kristján
m.a. numið steinprent og sér þess
merki hér. f prentuðu myndunum,
svo og þeim sem gerðar eru með öðr-
um aðferðum, hafa áherslur breyst
talsvert frá því áður.
Frekar lítið er um óræða
ljóðrænu og meira af óþægilegum
veruleika, en gamla stílinn má í raun
Krístján Krístjánsson myndlistar-
maður.
á ég við hugrenningar Kristjáns um
„valdið” sem eru ansi fábrotnar
hvað formgerð snertir og veiklulegar
í teikningu.
Blöndun
á staðnum
Hinn óþægilegi veruleiki kemur
fyrst og fremst fram í notkun
Kristjáns á alls kyns ljósmyndaföng-
um sem yfirfærð eru á stein eða með-
höndluð eru enn frekar með Ijós-
myndatækni, t.d. negatíft.
Steinprentmyndirnar eru margar
hverjar athyglisverð verk þar sem
blöndunin tekst vel, t.d. nr. 5 og 7,
og út úr henni spretta nýir heimar. Þó
finnst mér samskeytingarnar ekki
takast vel alls staðar út frá tæknilegu
sjónarmiði sem veldur því að hin
ýmsu föng virðast stundum ekki
liggja á sama mynd-,,plani” heldur
hvert ofan á öðru. í heildina sýnist
mér sem súrrealisminn sé að víkja
fyrir heimsádeilu í einörðum Dada-
stíl, eins og þeim sem Þjóðverjinn
lohn Heartfield lagði grunn að
forðum. Gott ef Kristján vitnar ekki
beint í Heartfield kallinn í verkinu
Mannhundur, — en „photocollage”
Heartfields, þar sem deilt er á Hitler
og auðvald, hafa hrifið marga af
yngri kynslóð hin síðari ár.
Á krossgötum
En þær myndir sem snertu mig
mest voru reyndar alls annars eðlis;
hreinar og beinar ljósmyndir af einu
stúlkuandliti sem Kristján hafði farið
ofan í með blýanti og lit og útkoman
er eins konar vofumyndir. Ég held að
Kristján standi á krossgötum á þess-
ari sýningu og verði nú að gera upp
við sig hvort steinprent, ljósmyndir
eða eitthvað annað sé það sem
honum henti. Hann hefur þegar sýnt
virðingarverða tilburði í mörgum
greinum.
SVEJK A AKRANESI
Föstudaginn 9. mars frumsýndi
Skagaleikfiokkurinn Góða dátann
Svejk, gamanleik i tveim þáttum,
byggðan á samnefndri skáldsögu eftir
Jaroslav Hasek. Upphaflega leikritið
gerði Evan McColI en Karl ísfeld ís-
lenskaði svo handrit hans. Leikritið
er í tveim þáttum og er skipt niður í
23 atriði. Leikstjóri er Jón Júlíusson
og Anna Bjarnadóttir er honum til
aðstoðar. Undirritaður er mikill að-
dáandi Svejks og bjóst satt að segja
ekki við að áhugaleikflokkur, sem
iðeins hefur starfað í fjögur ár, gæti
gert honum skil. En sýningin kom
mér svo sannarlega á óvart svo mér
finnst fuU ástæða tU að hvetja Skaga-
menn og aðra að láta ekki Svejk fram
hjásérfara.
Agi í hernum
Svejk sjálfan leikur Guðjón Krist-
insson og er ekki lítið á hann lagt því
hann er á leiksviði allan tímann. En
Guðjón fór létt með. Mörg atriðin
voru skínandi góð, m.a. samtal
þeirra frú MúUer (Þórey Jónsdóttir)
og Svejks í fyrsta atriði og ekki er
síður kímUegt atriðið er frú MúUer
ekur Svejk til herskráningar í hjóla-
stól. Ekki má gleyma herprestinum
Katz (Þorvaldur Þorvaldsson) og
samskiptum þeúra Svejks sem ævin-
lega voru óborganleg. Kristín
Magnúsdóttir fór vel með hlutverk
Katýjar, sérstaklega eftir að hún
hafði fengið tUkynningu frá Lúkasi
höfuðsmanni um að Svejk skyldi
uppfylla allar hennar óskir. Það
gerði Svejk án þess að depla auga,
enda verður agi að ríkja í hemum.
Góður var og varðstjórinn
(Halldór Karlsson) er hann yfirheyrði
Svejk, fyrst sem liöhlaupa en síðan
sem meiri háttar njósnara. Aðrir leik-
arar komust vel frá sinu og mega vel
við una.
Smæð leiksviðsins hér hefur lengi
verið vandamál fyrir leikfiokkinn en
það var leyst í þetta sinn með því að
flytja nokkur atriði út fyrir aðalleik-
sviðiðogkom þettaágætlegaút.
Frumsýningargestir tóku Svejk og
félögum forkunnarvel og fengu þeir
langt og mikið klapp en leikstjóri og
Svejk sjálfur fengu blóm. G.H.
Leiklist
Skagaleikflokkurínn sýnir Góða dátann Svejk
/V