Dagblaðið - 27.04.1979, Side 1
5. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 - 95. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
[ Ný aðför að heimilisiðnaðinum; )
ÖL- OG VÍNGERDAREFNI
í EMKASÖLU RÍKISINS
— gæti þýtt stöðvun á slíkum innf lutningi
Stjórnarfrumvarp er væntanlegt
um einkasölu ríkisins á öl- og
víngerðarefnum, auk gerla. Nú er
unnið að prentun frumvarpsins í
ríkisprentsmiðjunni Gutenberg.
„Málið var kynnt á þingflokks-
fundi i fyrradag,” sagði Helgi Seljan
alþingismaður,” og ljóst er að hér
verður um stjómarfrumvarp að
ræða, en ekki þingmannafrumvarp.
Að öðru leyti veit ég lítið um málið.”
„Þarna er aðeins um undir-
búningsvinnu að ræða,” sagði
Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu. „Annars get
ég ekki sagt neitt um málið fyrr en
ríkisstjórn og þing taka ákvarðanir
umþað”.
„Ég hef heyrt þetta utan að mér,
en veit lítið um málið,” sagði
Guttormur Einarsson eigandi
verzlunarinnar Ámunnar, sem hvað
mtst hefur selt af slikum öl- og
víngerðarefnum.
„Þetta þýðir væntanlega að þessi
efni verða tekin af frílista og sett
undir einkasölu ÁTVR. Það gæti
síðan þýtt að engin leyfi verði veitt,
til þess að koma í veg fyrir sölu öl- og
víngerðarefna”. -JH.
i 1 irgi Sláturúrgangur, bein og vambir liggja i hrúgum á sorphaugum Selfoss, rottum og mávum er það stöðugt tilefni stórveizlna. -4„r A DB-mynd: JH.
[ Veizluhöld máva og rotta í dýraleyf unum f rá sláturhúsinu á Selfossi I: )
NANAST EKKIHREYFT VIÐ
HAUGUNUM í ALLAN VETUR
Frumvarpið ítösku
Steingríms
Ástand á sorphaugum Selfoss hefur
lengi verið algerlega óviðunandi vegna
úrgangs frá sláturhúsi Sláturfélags
Suðurlands. í vetur hefur þó ástandið
verið verst. Þangað er stöðugt ekið úr-
gangi úr sláturhúsinu, sem siðan rotnar
þar, rottum og mávum til yndisauka,
en mannfólki til viðbjóðs.
„Þetta hefur verið mjög mikill
höfuðverkur hér,” sagði Brynleifur
Steingrímsson héraðslæknir á Selfossi.
,,Þó ber að taka það fram að á Selfossi
er reglulegt heilbrigðiseftirlit. Slátur-
félaginu hefur verið sett það skilyrði að
koma á mjölvinnslu fyrir allan úrgang,
þannig að hann verði ekki iengur
keyrður á haugana. Þetta er aðalsmit-
hættan á staðnum. Auk þess má nefna
að mikil verðmæti tapast vegna þess að
öllum beinum og innmat er hent.
Forráðamenn Sláturfélagsins hafa
sýnt okkur teikningar, sem þeir höfðu
sett af stað af nýrri mjölverksmiðju.
Siðan komu fram nýjar hugmyndir um
stóra verksmiðju fyrir allt Suðurland,
sem rikið tæki þátt í. Síðan ekki söguna
meir. Sláturfélagið hefur siðan sullazt
áfram.
Þetta er ófremdarástand varðandi
Sláturfélagið, en húsasorpið á að vera i
góðu lagi.”
-JH.
Eggin í
einokun-
arkerfið
„Framleiðsluráð landbún-
aðarins hefur á hendinni yfir-
unmsjón með sölu og dreifingu
eggja í landinu,” segir í 42. grein
nýs frumvarps um landbúnaðar-
mál, sem Steingrímur Hermanns-
son landbúnaðaráðherra ber í
tösku sinni.
Með þvi yrðu jafnvel eggin
tekin undir einokunarkerfi land-
búnaðarins. „Framleiðsluráð
getur viðurkennt Samband eggja-
framleiðenda sem heildsöluaðila
allra eggja í landinu,” segir í 43.
grein. Gert er ráð fyrir að
gæðaeftirlit verði tekið upp á
eggjum.
Þá segir að Framleiðsluráð
hafi á hendi yfirumsjón með sölu
og dreifingu matjurta- og
gróðurhúsaframleiðslu landsins.
Enginn megi verzla með slíkar
vörur, meðal annars blóm, i
heildsölu nema með leyfi
ráðsins.
Frumvarpið felur i sér
gífurlega eflingu á valdi
Framleiðsluráðs á öllum sviðum,
auk stofnunar valdamikillar
„kjaranefndar landbúnaðarins".
DB greindi í gær frá deilum
um þetta frumvarp í rikis-
stjórninni, þar sem alþýðuflokks-
menn stöðvuðu framlagningu
þess í fyrstu lotu.
Siá nánar á bls. 7.
Ævintýrin
gerast enn
Poppiiábls. 28-29 _
^mmmmmaummmmmmmummm^
Skemmdu gaffalbitarnir til Sovét draga dilk á
eftir sér
síðasti vinnudagur 70 kvenna hjá Sigló-síld — sjá bls. 6