Dagblaðið - 27.04.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979.
7
N
DB greinir f rá f rumvarpinu sem er f tösku Steingríms
JAFNVEL EGGINIEINKA-
SÖLUKERFIÐ
Framleiðsluráð og ný kjaranefnd
landbúnaðarins eiga að fá geysilegt
miðstjórnarvald samkvæmt frum-
varpi sem Steingrimur Hermannsson
landbúnaðarráðherra hefur í tösku
sinni en alþýðuflokksmenn hafa
hafnað. DB skýrði i gær frá þessum
slag og hefur orðið sér úti um frum-
varpsdrög Steingrims.
Frumvarpið gerir ráð fyrir beinum
samningum um verðlagsmál búvara
og kjaramál bænda milli bænda og
rikisins. Slíkir samningar verði í
höndum 6 manna nefndar þar sem
þrír eru frá hvorum. Þá fellur niður
það kerfi að bændur eigi í samning-
um við svonefnda neytendafulltrúa i
Sexmannanefnd. Nú tekur við kjara-
nefnd með miklu meiri völd.
Heimildir Framleiðsluráðs og
bændasamtakanna til að hafa áhrif á
þróun búvöruframleiðslunnar aukast
mikið. Framleiðsluráð skal skipað 11
mönnum. „Kjaranefnd semur um
kjör bænda og verð á búvöru til
framleiðenda og í heildsölu,” segir i
frumvarpsdrögunum. Framleiðslu-
ráð og kjaranefnd fá mikið vald um
ákvörðun niðurgreiðslna. „Allar
meiriháttar breytingar niðurgreiðslna
búvöruverðs á innlendum markaði
skulu gerðar í samráði við kjaranefnd
og Framleiðsluráð landbúnaðarins,”
segir þar. Auk þess fá þessar stofn-
anir margvísleg völd um úthlutun
niðurgreiðslnanna og ákvörðun i
framkvæmd.
Gert er ráð fyrir að Framleiðsluráð
ákveði smásöluverð einstakra vöru-
tegunda i samræmi við þær álagn-
ingarrcglur sem gilda. Með þessu er
horfið aftur til fyrirkomulagsins frá
1947—1960.
Eggin
Svo er kveðið á að Framleiðsluráð
hafi á hendi „yfirumsjón með sölu og
dreifingu eggja”, hliðstætt og gildi
um aðra búvöru. Jafnframt þessari
einkasölu verði komið á gæðaeftirliti
á eggjum.
Framleiðsluráð skal auka vald silt i
öðrum greinum búvöruframleiðslu
samkvæmt frumvarpsdrögunum.
Gert er ráð fyrir 5 ára áætlun um.
þróun búvöruframleiðslunnar og
minnkun hennar í samræmi við fyrri
tillögur Steingrims sern DB hefur
greint frá. Meðaltekjur bænda verði í
samræmi við rauntekjur verkamanna
og iðnaðarmanna. Útflutningsbætur
verði ekki tryggðar lengur en 5 næstu
ár en þó eru i frumvarpinu ákvæði
um að bæta megi lengur að einhverju
leyti ef halli verði á útflutningi á bú-
vöru. -HH
Með Páli og Herði
um höfuðborgina
Reykvíkingum er boðið að skoða
borgina sína i fylgd fróðustu manna á
sunnudaginn þegar þeir Páll Lindal
og Hörður Ágústsson listmálari fara
með þeim sem vilja um ýmsa hluta
borgarinnar.
Dagskráin hefst raunar kl. 10 um
morguninn að Kjarvalsstöðum þar
sem þeir Páll og Hörður skýra ferða-
áætlunina. Síðan verður ekið um
höfuðborgarsvæðið undir leiðsögn
Harðar og eftir hádegisverð í
Norræna húsinu gengur hópurinn um
elzta hluta borgarinnar.
Það er félagsskapurinn Líf og land
sem stendur fyrir þessari borgarkynn-
ingu undir yfirskriftinni Kynnist
borginni. Siðasta tækifæri til að láta
skrá sig í ferðina er i kvöld milli 5 og
7 í sima 33947. Þátttökugjald er 1500
kr. fyrir almenning, 1000 fyrir félaga.
Matur er ekki innifalinn og krakkar
fá frítt.
-ÓV
Öryrki höfðar mál gegn útvarpinu:
Óheppni útvarpsins
að verða fyrir þessu
—segir Amþór Helgason
„Ég vil taka það fram að þessu er
ekki beint persónulega gcgn neinum.
Hér er fyrst og fremst um prófmál að
ræða og það má segja að það sé
óheppni útvarpsins að verða fyrir
þessu. Ég er fyrst og fremst að þessu
til að láta reyna á lagagildi þessarar
greinar, auk þess sem það er óþarfi
að láta troða á sér,” sagði Arnþór
Helgason sem hefur ákveðið að
höfða mál á hendur ríkisútvarpinu
þar sem hann var ekki ráðinn í starf
dagskrárfulltrúa.
Arnþór, sem er öryrki, hefur notið
endurhæfingar og samkvæmt lögum
eiga þeir forgangsrétt til atvinnu hjá
riki og bæ, að öðru jöfnu. Annar
maður var ráðinn í starfið en hann
hefur ekki háskólapróf. Háskóla-
menntun var talin æskileg fyrir
starfið og hana hefur Arnþór.
í opnu bréfi sinu til útvarpsstjóra
segir Arnþór m.a.:
„Forráðamenn útvarpsins hafa í
þessu tilviki gersamlega gengið fram
hjá 3. málsgrein 16. gr. laga um
endurhæfingu frá 1. júli 1970 en hún
hljóðar svo: Þeir, sem notið hafa
Arnþór Helgason.
endurhæfingar, skulu að öðru jöfnu
ciga forgangsrétt til atvinnu hjá riki
og bæjarfélögum.
Ég tel rétt að láta reyna á lagagildi
þessarar greinar og mun þvi höfða
mál á hendur ríkisútvarpinu og leita
þannig réttar mins og annarra þeirra
sem öryrkjar eru kallaðir.”
- GAJ
Hef ekkert við þessa
málsmeðf erð að athuga
— segir Andrés Björnsson útvarpsstjóri
„Þetta er bráðabirgðastarf og því
hefur verið ráðstafað og ég hef ekkert
um þetta mál að segja,” sagði Andrés
Björnsson útvarpsstjóri er Dagblaðið
innti hann álits á bréfi Arnþórs.
„Hann hefur vísað þessu máli til
dómstólanna og ég vil ekki vera að
taka fram fyrir hendurnar á þeim. Ég
hef móttekið þetta bréf og hef ekkerl
við þessa málsmeðferð að athuga.
Það er óhugsandi fyrir mig að segja
meira um þetta fyrr en verjandi
okkar hefur tekið málið að sér,”
sagði Andrés.
' -GAJ
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Sími 15105
í fanta-
stuði á
kajanum
Þeir voru i fantastuði, strákarnir á
kajanum, einn daginn í vikunni og tóku
travoltasporin létt í sólskininu. Þeir
voru að vinna við uppskipun á sorp-
eyðingarstöð fyrir Suðurnesin og tiu
þúsund frönskum fiskkössum. Franskt
firma, sem gerði árangurslaust tilboð i
framleiðslu fiskkassa fyrir BÚR i fyrra,
lét slag standa, framleiddi kassa „sér-
staklega fyrir islenzkar aðstæður” og
seldi hingað tíu þúsund stykki.
- ÓV / DB-mynd Ragnar Th.
0PNUM A MORGUN
Sími
17744
Sími
17744
VERZLANAHOLUNNI
------LAUGAVEG26. IIHÆÐ-