Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRlL 1979. I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir YFIRBURÐIR SEYÐFIRÐINGA Á SKÍDAMÓTIAUSTURLANDS — Keppendur voru 136 og Seyðf irðingar hlutu bikar Flugleiða til eignar Seyðfirðingar sigruðu með miklum yfirburðum á Skíðamóli Austurlands, sem haldið var í Seyðisfirði fyrr i þessum mánuði. Mikil þátttaka var á mótinu og keppendur samtals 136 frá fjórum bæjum. Austurlandsmótið er jafnframt stigakeppni milli félaga og keppt um fagran bikar, sem Flugleiðir gáfu 1977. Seyðfirðingar unnu nú bikarinn til eignar. Hlutu 281 stig. í öðru sæti varð Neskaupstaður með 136 stig. Eskifjörður hlaut 36 stig og Egils- staðir 14 stig. Flestir keppendur voru frá Seyðis- firði eða 50. Frá Neskaupstað voru 38 keppendur. 20 frá Eskifirði og 28 frá Egilsstöðum. íþróttafélagið Huginn sá um framkvæmd mótsins, sem fór hið bezta fram en mótsstjóri og yfirdómari var Þorvaldur Jóhannsson. Sigurvegarar í einstökum greinum og aldursflokkum urðu sem hér segir. Svig stúlkur 9—10 ára. íris H. Bjarnadóttir, Seyðisfirði. Svig drengir 9—10 ára. Birkir Sveinsson, Neskaupstað. Svig stúlkur 11 — 12 ára Unnur Jónsdóttir, Seyðisfirði. Svig stúlkur 13—15 ára. Margrét Blöndal, Seyðisfirði. Svig drengir 11 —12 ára. Jóhann Þorvalds- son, Seyðisfirði. Svig drengir 13—14 ára. Jón E. Einarsson, Seyðisfirði. Svig drengir 15—16 ára. Ólafur Hólm Þor- geirsson, Neskaupstað. Svig konur. Sigríður Jónasdóttir, Neskaupstað. Svig karlar. Jóhann Stefánssön, Seyðisfirði. Stórsvig stúlkur 9—10 ára. Arna Borgþórsjióttir, Eskifirði. Stórsvig drengir'9—10 ára. Þorsteinn Lind- bergsson, Neskaupstað. Stórsvig stúlk- Dalglish hlaut sex af hverium tíu atkvæðum ur 11—12 ára Unnur Jónsdóttir, Seyðisfirði. Stórsvig stúlkur 13—15 ára Emilía B. Ólafsdóttir, Seyðisfirði. Stórsvig drengir 11—12 ára Jóhann Þorvaldsson, Seyðisftrði. Stórsvig drengir 13—14 ára Haraldur Árnason, Seyðisfirði. Stórsvig drengir 15—16 ára. Ólafur Hólm Þorgeirsson, Nes- kaupstað. Stórsvig karla. Jóhann Stefánsson, Seyðisfirði. Stórsvig konur. Ester Þorvaldsdóttir, Seyðis- firði. Ganga drengir 11—12 ára. Sigurður Jensson, Neskaupstað. Ganga drengir 13—14 ára. Sveinn Ásgeirsson, Nes- kaupstað. Ganga drengir 15—16 ára. Gunnar Magnússon, Seyðisfirði. Ganga karlar. Haraldur Sigmarsson, Seyðisfirði. Sveit Seyðisfjarðar sigraði í boðgöngu. Alpatvíkeppni. Drengir 9—10 ára. Birkir Sveinsson, Neskaupstað. Stúlkur 9—10 ára. íris Bjarnadóttir, Seyðis- firði. Drengir 11 —12 ára. Jóhann Þor- valdsson, Seyðisfirði, Stúlkur 11—12 ára Unnur Jónsdóttir, Seyðisfirði. Drengir 15—16 ára Ólafur H. Þorgeirs- son, Neskaupstað. Stúlkur 13—15 ára Margrét Blöndal, Seyðisftrði. Konur. Sigriður Jónasdóttir, Neskaupstað. Karlar-.Jóhann Stefánsson, Seyðisfirði. Drengir 13—14 ára. Jón E. Bjarnason, Seyðisfirði. USA féll Vestur-Þýzkaland sigraði Bandaríkin 5—2 á heimsmeistaramótinu í íshokkey í Moskvu í gær og þar með féll USA ásamt Póllandi niður í B-riðil . Finn- land vann Pólland 4—2 í gær og varð i fimmta sæti i keppninni. V-Þýzkalandi í sjötta sæti með 7 stig en USA féll með 6 stig. Pólland hlaut 2 stig. Sovétríkin sigruðu með yfirburðum í keppninni. Síðan komu Tékkar og Sviar og Kanada varð í fjórða sæti. Heimsmet Anátoly Solomin, Sovétríkjunum, setti nýtt heimsmet í 20 km kappgöngu í Moskvu i gær. Hann gekk vegalengd- ina á einni klukkustund 22 mín. og 59.4 sek. Bætti eldra heimsmetið, sem ólympíumeistarinn Daniel Bautista, Mexikó, átti um 32 sekúndur. Á sama móti náði Natalya Burlut- skaya bezta heimsárangrinum í kringlu- kasti kvenna — kastaði 63.66 metra. FH EÐA ÍR í ÚRSLIT BIKARSINS? Liöin leika í Laugardalshöllinni íkvöld Skozki landsliðsinnherjinn hjá Liver- pool Kenny Dalglish, var í gær kjörinn „knattspyrnumaður ársins” á Englandi af iþróttafréttamönnum þar í landi. Hann hlaut 60% atkvæða og er það óvenjuhátt hlutfall. DalgUsh hlýtur, viðurkenningu sína í hófi í Lundúnum 10. mai næstkomandi og mun Sir Stan- ley Mátthews afhenta honum fagra verðlaunastyttu. Sir Stanley, sem lengi lék með Stoke og Blackpool, var hinn fyrsti, sem hlaut þessa viðurkenningu. Knattspyrnumót lögreglumanna innanhúss var haldið á Akureyri um siðustu helgi. f mótinu tóku þátt lið frá lögreglumönnum i Hafnarfirði, Kefla- vík, Reykjavik, Akureyri, Rannsóknar- lögreglu ríkisins og einnig var flokkur eldri leikmanna Reykjavíkur- lögreglunnar. Úrslit urðu þau, að sigurvegarar urðu leikmenn lögreglunnar í Reykja- Næstur Dalglish að atkvæðum kom argentínski heimsmeistarinn Osvaldo Ardiles, sem leikur með Tottenham, og í þriðja sæti var írski landsliðsmaður- inn Liam Brady hjá Arsenal. Það vakti athygli á dögunum, þegar ensku at- vinnumennirnir' völdu „leikmann ársins” að Dalglish var þar ekki meðal sex efstu — en fréttamennirnir voru hins vegar nær einhuga um yfirburði hans sem knattspyrnumanns. Dalglish kom til Liverpool frá Glas- vík. Þeir hlutu átta stig. Skoruðu 35 mörk gegn sex. í öðru sæti varð Kefla- vík með 7 stig. Síðan kom Akureyri með 6 stig, Reykjavík (ob) með 5 stig, Hafnarfjörður með 3 stig og RLR með l.stig. Akuryringar sáu að þessu sinni um allt skipulag mótsins og var það til fyrirmyndar. Það var haldið í íþrótta- skemmunni og þar voru samankomnir gow Celtic sumarið 1977 og var sölu- verðið 440 þúsund sterlingspund. Hann hefur verið aðalmarkaskorari Liver- pool síðan — skorað yfir 50 mörk — og. átt hvað mestan þátt í velgengni félags- ins. Dalglish er fjórði leikmaður Liver- pool sem síðustu sex árin hlýtur þessa viðurkenningu. Hinir eru lan Callag- han, 1975, Kevin Keegan, 1977, og Emlyn Hughes, 1978. um 50 lögreglumenn víðs vegar að af landinu. Spenna var mikil eins og sjá má á stigatölunni. Reykjavík tapaði einum leik — fyrir Keflavík — en hins vegar unnu Akureyringar liðið frá Keflavík. Þetta var í fjórða sinn, sem slíkt mót er háð og hefur lið Reykja- víkurlögreglunnar alltaf unnið. Að þessu sinni gaf lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson, bikar til keppninnar. 'Vsíðari leikurinn í undanúrslitum hikarkeppni HSÍ verður í Laugar- dalshöll í kvöld og hefst kl. 19.00. Þá leika FH og ÍR um réttinn til að leika við Víking í úrslitum keppninnar á sunnudag. Ekki þarf að efa að þetta verður hörkuskemmtilegur leikur. Bæði lið hafa snjöllum leikniönnum á að skipa, scm munu leggja metnaQ sinn i að komast í úrslit keppninnar. Þetta er sjötta bikarkeppni HSÍ og þar hafa FH-ingar oftast verið sigur- vegarar — en ÍR hefur ekki orðið sigur- vegari í þessari keppni. FH teflir fram mjög leikreyndum leikmönnum þar sem Geir Hallsteinsson, Viðar Lið Knapp byrjar vel Keppnin i 1. deildinni í knattspyra- unni í Noregi hófst um síðustu'helgi. Það var markaregn í fyrstu leikjunum — 20 mörk skoruð í fimm leikjum — eða helmingi fleiri en i fyrstu umferð- inni i fyrra. Áhorfendur voru yfir 45 þúsund eða niu þúsund að meðaltali í leik. Níu mörk voru skoruð á Bislet-leik- vanginum í Osló, þegar Valerengen sigraði Mjöndalen 5—4. Sigurmark Osló-liðsins skoraði Odd Mange Olsen þremur mínútum fyrir leikslok. Viking, liðið, sem Tony Knapp, fyrrum lands- liðsþjálfari, stýrir sigraði Bryne 2—3 á útivelli og er það i fyrsta sinn, sem Víkings-liðið frá Stafangri sigrar í 1. deild í Bryne. En naumt var það. Thor- björn Svendsen jafnaði fyrir Viking i 2—2 sex mínútum fyrir leikslok og sigurmarkið skoraði Tryggve Johanne- sen á lokamínútunni. Lilleström, lið Joe Hooley, gerði jafn tefli 0—0 á útivelli við Ham-Kam í Hamar. Start vann Moss 4—0 og Rosenborg vann Bodö-Glimt 2—0. FH sigraði Breiðablik FH sigraði Breiðablik í Litlu bikar- keppninni í Kópavogi í gær 3—2. Landsliðskappinn kunni, Janus Guðlaugsson, skoraði tvö af mörkum FH. Það þriðja var sjálfsmark Ólafs Hákonarsonar, markvarðar Blikanna. Hákon og Sigurður Grétarsson skoruðu mörk Breiðabliks — og þetta var fyrsti tapleikur liðsins i vor. Stmonarson og Janus Guðlaugsson eru fremstir í flokki ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni og Guðmundi Magnússyni. Þá eru ýmsir efnilegir strákar i FH- liðinu. ÍR hefur einnig mjög leikreyndum leikmönnum á að skipa eins og Brynjólfi Markússyni, Guðjóni Mar- teinssyni, Sigurði Svavarssyni, Bjarna Bessasyni — að ógleymdum landsliðs- markverðinum Jens Einarssyni. Þá eru allar líkur á að þeir Ásgeir Elíasson og Vilhjálmur Sigurgeirsson leiki með ÍR í kvöld en þeir hafa lítið verið í sviðs- Ijósinu í vetur. Bæði lið hafa æft vel fyrir leikinn og eitt er víst að spenna verður mikil í Laugardalshöllinni í kvöld. Argentína vann Búlgaríu Heimsmeistarar Argentínu i knatt- spyrnu léku sinn fyrsta landsleik frá HM á miðvikudag. Sigruðu þá Búlgariu 2—1 í Buenos Aires. Rene Houseman náði fljótt forustu fyrir Argentínu en Bonev jafnaði. Fyrirliði Argentínu Pasarela skoraði sigur- markið i leiknum úr vítaspyrnu. Aðeins fimm af HM-leikmönnum Argentinu léku á móti Búlgaríu. Hins vegar sagði Menotti, þjálfari liðsins, að þeir Osvaldo Ardiles, Richardo Villa, Tottenham, Mario Kempes, Valencia, Alberto Tarantini, Daniel Bertoni mundu leika í liði Argentínu gegn Hollandi 22. maí í Sviss. Einnig Leopoldo Lugue, sem gat ekki leikið gegn Búlgariu vegna meiðsla. Boðhlaup í Borgarfirði Ungmennafélag Stafholtstungna í Borgarfirði efnir til mikils boðhlaups 1. maí til fjáröflunar fyrir félagið. Hlaupnir verða um 130 km og hlaupið hefst með því að hlaupið verður upp Norðurárdal að vestan, niður að sunnan, fyrir Hallarmúla, upp Þverár- hlíð, þar um Kleifar yfir Hvitársíðu neðanverða og niður Stafholtstungur að Varmalandi. Hlaupið hefst kl. sex um morguninn og um 200 þátttakendur verða í hlaupinu — m.a. landeigendur á ýmsum stöðum, sem hlaupið verður um. Hlaupið er liður í fjáröflun til íþróttahússbyggingarinnar að Varma- landi. (Jr leik Reykvikinga og Akureyringa á lögreglumótinu. Keykvíkingar sigruðu með 7—1 i leiknum. REYKJAVÍKURLÖGGAN VANN í FJÓRÐA SINN — í innanhússknattspyrnumóti lögreglumanna DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. 19 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir HRINGHLAUP FRÍ UM ÍSLAND ÍSLAND VEfilB OG VEGALENGOIR ROAOS AND DISTANCES ISíJAle) I.IOOOOOO „Frjálsíþróttasamband íslans hefur ákveðið í samráði við ÍSÍ og UMFÍ að efna til hringhlaups umhverfis Ísland í júní, sem mun standa í tíu daga. Vegalengdin, sem hlaupin verður, er um 2500 km. Við efnum til þessa hlaups til að reyna að lækka hinar miklu skuldir FRÍ og erum bjartsýnir á að góður árangur náist á því sviði,” sagði Sigurður Helgason nýlega á blaðamannafundi, sem FRÍ efndi til. Sigurður er formaður nefndar, sem sér um framkvæmd hlaupsins. Hann gat þess jafn- framt, að þessi hugmynd um hringhlaup umhverfis ísland hefði verið að þróast hjá sér í nokkur ár. Eins og lesendur rekur eflaust minni til voru nokkur blaðaskrif um það í vetur að Dagblaðið mundi efna til slíks hringhlaups í sumar í samvinnu við Ungmennafélag íslands — og síðar komu fram skrif um að slíkt hlaup yrði einnig á vegum Vísis og FRÍ. Frá því hefur nú verið horfið — og FRÍ efnir til hringhlaupsins án samvinnu við nokkur sérstakan fjölmiðil. Rétt er þó að geta þess, að þegar Breiða- blik í Kópavogi efndi sl. haust til hins mikla boðhlaups félaga sinna í samvinnu við Dagblaðið, kom Jónas Kristjánsson, ritstjóri DB, strax fram með þá hugmynd að í stað boðhlaupsins í Kópavogi yrði efnt til hringhlaups um ísland. Tími var þó of naumur þá til þess að hægt væri að hrinda þeirri hugmynd í. framkvæmd — og ákveðið að bíða með hana fram á sumarið 1979. Af því verður nú ekki og FRÍ mun annast framkvæmd hringhlaupsins í sam- vinnu við ÍSÍ og UMFÍ. í fyrstu var ætlun FRÍ að hafa Vísi með í myndinni en þegar það mál var kannað meðal ungmenna- félaga víða á landinu kom fram mikil mót- staða gegn því — og þar með féll sam- komulag það, sem FRÍ hafði gert við Vísi, niður. Hefst 17. júní Hringhlaup FRÍ hefst í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn 17. júní og verður síðan hlaupin sú vegalengd, sem sýnd er á kort- inu hér að ofan. Væntanlega munu um 2500 hlauparar taka þátt í hlaupinu og hleypur hver þeirra 10 km. Sambandsaðilar munu annast framkvæmd hlaupsins á sínu svæði eins og taflan til hliðar sýnir. Stefnt er að því að ljúka hlaupinu 26. júní og verður lokamarkið á Laugardalsvelli Þá verða 2500 km að baki — og skipulag hlaupsins er þannig að hlaupið verður í þéttbýli yfirleitt að degi til. Þó eru á því. undantekningar— til dæmis í sambandi við ísafjörð. Talstöðvarbílar munu fylgja hlaupurunum alla leiðina í þessari lengstu iþróttakeppni, sem efnt hefur verið til á íslandi. Til fjáröf lunar Ýmislegt verður gert til fjáröflunar fyrir FRÍ og sambandsaðila — til dæmis verða gefnir út áheitamiðar, og þau áheit, sem inn koma á hverju svæði renna þar til félaganna. Þá verða gefin út umslög með merki hlaupsins stimpluð á hverjum stað og gætu þau orðið helzta tekjulindin. Einnig verður gefið út sérstakt auglýsinga- blað. Ýmislegt fleira er á prjónunum, sem gæti rétt af bágan fjárhag FRÍ — en skuldir sambandsins nema nú um tíu milljónum króna. Nánar verður sagt frá landshlaupi FRÍ síðar hér í opnunni en með Sigurði Helgasyni í framkvæmdanefnd hlaupsins eru Örn Eiðsson, formaður FRÍ, og Sigurður Björnsson. IR varð sigurvegari Dagana 21., 22, og 24. apríl s.l. fór fram úrslitakeppni í íslandsmóti 3. flokks karla í körfuknattleik. Þátttökuliðin í úrslita- keppninni voru: Ungmennafélagið Skallagrímur, sigur- vegarar í Vesturlandsriðli Hörður, Patreksfirði, sigurvegarar í Vest- fjarðariðli Ungmennafélag Eiðaskóla, sigurvegarar í Norður og Austurlandsriðli Knattspyrnufélagið Haukar, sigurvegarar í Suðurnesjariðli íþróttafélag Reykjavíkur, sigurvegarar í Reykjavíkurriðli . Úrslit einstakra leikja í úrslitakeppninni urðu sem hér segir: Laugardagur 21. apríl í íþróttahúsinu í Garðabæ ÍR — UMF Eiðaskóla 70—55 UMFS — UMF Eiðaskóla 63—65 e. framl. leik, (55—55) ÍR — Hörður 65—43 ÍR—NHaukar 48—39 (18—17 í leikhléi) Sunnudagur 22. apríl í íþróttahúsi Breið- holtsskóla. UMFS — Haukar 46—78 Hörður — UMFEiðaskóla 43—40 ÍR — UMFS 65—39 Haukar — UMFEiðaskóla 66—55 UMFS — Hörður 42—41 Hörður — Haukar 59—70 Að loknum þessum leikjum, var einn leikur eftir í úrslitakeppninni og var það leikur ÍR, og Hauka, en þessi lið höfðu þá sigrað hin þrjú liðin i úrslitakeppninni, var því um hreinan úrslitaleik um íslands- meistaratitilinn að ræða, er leikur þeirra fór fram í íþróttahúsi Hagaskólans, þriðjudaginn 24. apríl. íslandsmeistarar 1979 í 3. flokki karla varð þvi íþróttafélag Reykjavíkur, sem varði þar með titil sinn frá því í fyrra. Lokastaðan í úrslitakeppninni varð þessi: ÍR Haukar UMF Eiðaskóla Hörður Skallgrímur 4 4 0 248—176 8 4 3 1 253—208 6 4 1 3 215—242 2 4 1 3 186—217 2 4 1 3 190—249 2 Umsjón með úrslitakeppninni að þessu sinni hafði Körfuknattleiksdeild íþrótta- .félags Reykjavíkur og gekk það að mestu leyti vel fyrir sig. Körfuknattleiksdeild ÍR vill þakka for- ráðamönnum hinna þátttökuliðanna fyrir þeirra þátt í að svo yrði. Timasetning. Lagt af staó frá Laugardalsvelli kl. 14 oo 17. jún i. Vegalengd Samt Sainbandsaóilar km. km. Tími l.B.R. Fossvogur 10 10 kl .14:5o 17. júni U.M.S.K. Hafnarfjöróur 5 15 - 15:15 - l.B.H. Vegamót Keflavik/Grindavik 30 45 - 17:45 - I.B.K. Grindavik 14 59 - 19:oo - l.B. Suöurn. Sýslumörk 30 89 - 21 :3o - H.S.K. Hveragerói 47 136 - 1:20 18. júni Selfoss 57 1 16 - 2 : lo - Hvolsvöllur 106 195 - 6:15 - Sýslumörk 166 255 - 11:25 - U.S.V.S. Vík 26 281 - 13:30 - Kirkjubæjarklaustur 107 362 - 20:10 - Sýslumörk 151 406 - 23:50 - Úlf1jótur Skaftafell 24 430 - 1:50 19. júní Höfn, vegamót 155 561 - 12:45 - Sýslumörk 200 606 - 16:30 U.l.A. Djúpivogur 44 650 - 20:10 Breiódalsvik 119 725 - 2:25 20. júni Búóir 165 771 - 6:15 - Reyóarfjöróur 215 821 - 10:25 - Egilsstaóir 246 852 - 13:00 - Sýslumörk 371 977 - 24:25 - U.N.Þ. Grimsstaóir 10 987 - 1:15 21. júni Jökulsárbrú 66 1043 - 5:55 - Sýslumörk 101 1078 - 8:50 - , H.S.Þ. Húsavik 29 1107 - 11:15 - Vegamót, Ljósavatnsskaró 75 1153 - 15:05 - Sýslumörk 112 1190 - 18:10 - I.B.A. Akureyri 10 1200 - 19:00 - U.M.S.E. Dalvlk 44 1244 - 22:40 - ólafsfjöróur 63 1263 - 24:15 - I.B.Ó. Sýsluraörk 18 1281 - 1:45 22. Júni U.M.S.S. Hofsós 54 1335 - 6:15 - Sauóárkrókur 92 1373 - 9:25 - Varmahlió 117 1398 - 11:30 - Sýslumörk 134 1415 - 12:55 ~ U.S.A.H. Blönduós 35 1450 - 15:50 Sýsluraörk 59 1474 - 17:50 - U.S.V.H. Hveunmstangi, vegaraót 30 1504 - 20:20 - Brú - sýsluraörk 65 1539 - 23:15 ~ H.S.S. Hólmavik 117 1656 - 9:00 23. júni Sýslumörk 147 1686 - 11:30 - Umf.Djúpverji Isafjaróarbotn 53 1739 - 15:55 - Umf.Súöavík Uraf.Bolungarvik 1.B.í. ögur 45 1784 - 19:40 - Súóavik 133 1872 - 3:00 24. júni ísafjöróur 152 1891 - 4:35 - 1. B. 1. Sýslumörk 7 1898 - 5:10 - H.V.I. Þingeyri 62 1960 - 10:20 Sýslumörk 111 2009 - 14:25 - Hrafnaflóki Flókalundur 20 2029 - 16:05 - Sýsluraörk 57 2066 - 19:10 - U.D.N. Bjarkarlundur 95 2161 kl 4:05 25. júni Búóardalur 175 2241 - 10:45 Sýslumörk 202 2268 - 13:00 - H.S.H. Sýslumörk 50 2318 - 17:10 - U.M.S.B. Borgarnes 26 2344 - 19:20 Kleppj árnsreykir 63 2381 - 22:25 - Ferstikla 104 2422 - 1:50 26. júni Sýsluraörk 119 2437 - 3.05 - U.M.S.K. Korpúlfsstaóir 56 2493 - 7:45 - 1. B. R. Laugardalsvöllur 7 2500 - 8:20 -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.