Dagblaðið - 27.04.1979, Qupperneq 16

Dagblaðið - 27.04.1979, Qupperneq 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. 20 Svart, hvítt, plús litir Meðalstórar svárt/hvítar ljós- myndir og risastóf málverk fara ekki ávallt vel saman. Stærðir, áferð og tónar — allt togast þetta á ef menn gæta ekki að sér. En á sýningu þeirra kumpána Gunnars Arnar og Sigur- geirs Sigurjónssonar ljósmyndara í FÍM-salnum eru þessi sambúðar- vandamál leyst á einfaldan og skyn- samlegan hátt. Ljósmyndir Sigur- geirs eru tví- og þrthengdar í þéttum grúppum milli málverkanna og hafa þannig í fullu tré við þau sjónrænt séð. Það er skammt stórra högga á milli hjá Gunnari því ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan hann sýndi á sama stað ásamt þrem öðrum félög- um sínum. Breytt meðhöndlun En Gunnar örn er um þessar mundir í stöðugri sókn sem lista- maður og er að endurskoða málverk sitt og bæta teikningu. Þegar má greina breytingar á verkum hans frá því á síðustu sýningu og er því fram- lag hans nú fyllilega réttlætanlegt. Mannslíkaminn er viðfangsefni Gunnars Arnar eins óg áður, en með- höndlunin hefur breyst frá því sem var. Gunnar Örn gengur nú ekki myndrænt í skrokk á fígúrunni og sundurlimar hana á fletinum í lita- flóði, heldur fer hann nærfærnum, höndum um hana. Hann notar gjarnan sitjandi konur og byggir þær' upp af meiri nákvæmni en áður og gefur þeim nægilegt rými til að athafna sig í. Ekki hefur Gunnar Örn þó gefið fantasiuna alveg upp á bát- inn, því skyndilega blossa upp ýmiss konar litauðug form — út úr búkun- um eða í kringum þá og nú hefur maður á tilfinningunni að það mynd mál sem listamaðurinn notar sé sprottið upp úr umhverfi hans, fremur en anatómíu. Ró og stilling Þessi verk gætu verið hugleiðingar um manninn og mátt hugarflugsins, eða líkama og sál, auk þess sem þær eru sneisafullar af innilegri erótík og væntumþykju, en ró og stilling þessara mynda eru undirstrikuð af stórum og björtum flötum þeirra. Það er erfitt að gera upp á milli þessara verka — „Sjálfsmyndin” og „Stultu- dansarinn” ásamt „Við glugga” og „Hvítir sokkar” — allt eru þetta sterkar myndir. „Hnébeygja I” kom mér einnig á óvart fyrir raunsæ vinnubrögð. Hins vegar fannst mér ekki nægilegt púður í stöku smámynd eftir Gunnar, t.a.m. sólarstrandar- myndinni. Spennu vantar. Gunnar örn sýndi einnig nokkrar teikningar eftir sig sem gerðar eru af meiri lipurð en oft áður og ber meir á markvissri skyggingu en útlínu. Gaman í París Sigurgeir er þekktur að vönduðum vinnubrögðum sem ljósmyndari og hefur staðið að mörgum fallegum ljósmyndaverkefnum fyrir blöð, tímarit og fleiri fyrirtæki auk þess sem hann hefur sýnt ljósmyndir á vegum Listiðnar. Ég verð að játa að hans hlutur hér olli mér nokkrum Myndlist Sigurgeir Sigurjónsson. vonbrigðum. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fínna að frágangi mynd- anna, en ef litið er á myndir Sigur- geirs sem heild, finnst mér ég ekki koma auga á það sem kalla mætti heildarsvip. Sigurgeir ljósmyndar nær eingöngu fólk, en ég verð ekki var við neina afstöðu til þess og er ekki klár á því hvers vegna hann tekur af því myndir. Ennfremur Ljósmynd frá París finnst mér að þótt gaman hafi verið í ferðinni til Parísar árið 1975 með Gunnari Emi, þá hefði Sigurgeir ekki átt að láta nær allar myndir þaðan fljóta með. SS-bjúgu Gunnar Örn ásamt sjálfsmynd Myndir af labbi þeirra Gunnars um borgina eru nánast túrista „snaps” - prívatmál þeirra, og segja lítið mark- vert. Einnig finnst mér vöruúrval stórkostlegt hjá frönskum kaup- mönnum, ef marka má myndir nr. 19 og 20, en þar sjást vörur frá Ora ,og SS-bjúgu ásamt fleiru íslensku. Sigurgeir nær sér hins vegar á strik í Grænlandsmyndum sínum og festir á filmu sterk svipbrigði innfæddra. Sambland í grasgarðinum Það er vel þess virði að reka nefið inn fyrir dyr á Matstofunni „Á næstu grösum” stöku sinnum því það er aldrei að vita hvað getur skeð. Matur er þar heilnæmur, ljúffengur og kemur oft á óvart, stundum eru þar spilimenn með fiðlur og pípur og einnig troða þarna upp harðsvíraðir jassistar með spuna, sveiflu og trega- söngvum. Aðstandendur hafa einnig lagt mikið upp úr því að skreyta veggi með myndlist, svo séð verði fyrir flestum þörfum mannsins, andlegum og líkamlegum. Þessa dagana, meðan sólin skín, hanga þarna nokkur verk eftir unga og hressa listakonu, Önnu Concetta Fugaro, sem er af íslenzku og ítölsku bergi brotin en ólst upp í Banda- ríkjunum. Ljóðrænt og nýstárlegt Ég minnist með ánægju lítillar sýningar frá hennar hendi í Mokka fyrir tveim-þremur árum og mér sýnist sem einhverjar þeirra mynda séu hér komnar. Anna Concetta stundar gerð klippimynda með ljóðrænu og laum-súrrealísku hugar- fari og ferst það stórum betur en mörgum öðrum sem Ieita á náðir skrautlegra vikublaða til þess að tjá sig. Myndmál það sem Anna Concetta brúkar er um margt hluti af súrrealískri arfleifð, fiskar, blóm, skeljar, ávextir, naktar konur o.s.frv., en samsetning hennar er finleg og næm og gefur ekki eftir því bezta sem gert hefur verið á þessu sviði hérlendis, þótt óneitanlega hafi maður séð ýmislegt í þessa veru úti í heimi. Athyglisverðastar fannst mér stærri myndir önnu, þar sem reynir talsvert á skipulagshæfileika hennar og eru þar samsetningar hennar oft svo nýstárlegar að tUhlýðileg „frisson” og skáldskapur myndast. Nú þarf bara einhver höfundurinn að fá hana til að íýsa hugarflugi hans, eða vinna tilbrigði við það. Anna Concetta ásamt einu verka sinna. c Verzlun Verzlun Verzlun auóturlenðb unöratiernlb JasiRÍR fef <si GRETTISGÖTU 64 sími:11625. Útskornirtrémunir m.a. borð, hillur, lampafætur og bakkar. Reykelsi og reykelsisker. Silkislæður og silkiefni. Bómullarmussur og pils. BALI - styttur (handskornar). Kopar (messing) vörur, skálar, kertastjakar, vasar og könnur. SENDUM í PÓSTKRÖFU. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM auóturlcttób unbrabrrolb swm SKIIRÚM Isleiutt Uiipit ti Hiailiterk STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON Smiöastofa h/i .Trönuhrauni 5 Simi 51745. Trésmiflja Súðarvogi 28 Sími 84630 • / Bitaveggir raðaðir upp eftir óskum kaupenda • Verðtilboð SEDRUS Mallo sófasettið í ull kostar 365.000.- Finnsk litsjónvarps- tæki meö RCA-mynd- lampa 22” og 26”. Fullkomin viðgerðarþjónusta. Georg Ámundason & Co Suðurlandsbraut 10 — Simi 81180. Það heppnast með HOBART HAUKUR og ÓLAFUR RAFSUÐUVÖRUR . __ „ . rafsuðuvÉLAR Armula 32 — Slmi 37700. DRÁTTARBEIZLI — KERRUR Fyrirljggjandi — allt efni i kcrrur fyrir þá sem vilja smiða sjálfir. hei/li kúlur. tengi fyrir allar teg. hifreiða. Þórarinn Kristinsson Klapparstig 8 Simi 28616 (Heima 720871. Símagjaldmælir sýnir hvað sfmtalið kostar á meðan þú talar, er fyrír heimili og fyrírtæki SÍMTÆKNISF. Sin,S6077 Ármúla 5 kvöldsími 43360

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.