Dagblaðið - 27.04.1979, Page 27

Dagblaðið - 27.04.1979, Page 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. c_______________________ RANNSÓKNARDÓMARINN - sjónvarp í kvðld kl. 22,05: SIMONE SIGNORET RANNSÓKNARDÓMARI 31 Utvarp Sjónvarp i Þekking margra íslendinga á franskri kvikmyndagerð nær ekki miklu lengra en það að Simone Signoret sé afar fræg. Það er rétt, svo langt sem það nær, og í framtíðinni, fáum við að sjá Simone í aðalhlutverki í frönskum sakamálamyndaflokki sem hefst í kvöld í sjónvarpinu. Flokkurinn nefnist Rannsóknardómarinn (Madama le juge) og verður hann sýndur óreglulega á næstu mánuðum. í flokknum leikur Simone konu eina sem starfar sem rannsóknardómari i sakamálum. Starf hennar er að segja til um það hvort mál séu þannig að rann- sókn þeirra haldi áfram eða hvort leggja skuli þau fyrir dóm strax. í fyrsta þættinum, sem sýndur verður í kvöld, er sagt frá dauða ungrar konu. Maður hennar er skelf- ingu lostinn en ekkert bendir þó til að afbrot hafi verið framið. En Simone finnur spor sem bendir til annars. í stærsta aukahlutverkinu er danska leikkonan Anna Karina sem gift er franska leikstjóranum Jean Luc- Godard. Anna er talsvert fræg á meginlandinu fyrir leik sinn, aðallega í myndum eiginmannsins, en hér á landi hefur hún ekki náð tiltakanlegum vinsældum vegna lítils gengis franskra kvikmynda. DS. Hefur niðurskurður á fjármagni til útvarps og sjónvarps þau áhrif að út- sendingartími verði styttur. KASTUÓS—sjónvarp í kvöld kl. 21.05: Verkfallið og fjár- skortur útvarps Helgi Helgason fréttamaður sér um verður Tómas Árnason fjármála- ✓ Simone Signoret i hlutverki rannsóknardómarans. í KÝRHAUSNUM - útvarp í kvSld kl. 21,25: Feigðarboði banda rískra forseta J Kastljós sjónvarpsins í kvöld og honum til aðstoðar er Elías Snæland Jónsson, ritstjórnarfulltrúi á Vísi. Tvö mál verða til umræðu, fjármál Ríkisútvarpsins og verkfall yfirmanna á farskipum ■ í fyrra málinu verður rætt við Ragnar Arnalds menntamálaráðherra, fjármálastjóra útvarpsins Hörð Vilhjálmsson, Jón Þórarinsson, dag- skrárstjóra Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, Brynjólf Sigurðsson, hagsýslustjóra ríkisins, og Andrés Björnsson útvarpsstjóra. Ef til vill ráðherra einnig tekinn tali. Rætt verður um síminnkandi fjár- lög til útvarps og sjónvarps og það hvort þau hafi þau áhrif að stytta , verður útsendingartíma eða skera niður að öðru leyti. Elías Snæland ræðir í seinni hluta Kastljóssins við þá Ingólf Ingólfsson, formann Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, og Þorstein Pálsson, forstjóra Vinnuveitendasambands íslands, um farmannaverkfailið. -DS. * „Þátturinn byggist upp á tónlist Steve Wonder og fæ ég tónlistarmann til að kynna hana fyrir hlustendum,” sagði Sigurður Einarsson umsjónar- maður þáttarins í kýrhausnum sem fiuttur verður í útvarp í kvöld. „Milli tónlistarinnar verður skotið inn sögum af ýmsum skringilegheitum. Til dæmis kynni ég nokkuð sögu pynt- inga og þá aðallega pyntingar þræla i Bandaríkjunum. Nú svo verður spjallað um svo- nefnda núllreglu. Það hefur nefnilega komið í ljós að þeir forsetar Bandaríkj- anna sem kosnir eru á árum sem enda á núlli lifa ekki af kjörtímabilið. Aðeins tveir menn hafa Ufað af, hinir hafa’ ýmist verið myrtir eða dáið á sóttar- sæng. Ég rek nánar tildrög þessara dauðsfalla og kemur þá ýmislegt skringilegt í ljós,” sagði Sigurður. DS. H John F. Kennedy var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 1960. Núll-reglan gilti fyrir hann eins og svo marga aöra. Dagblaðið vantar umboðsmann í Grindavík. Uppl. gefur Guðrún Gunnarsdóttir í síma 92- 8294 og afgr. í Reykjavík sími 27022. 'n iBIAÐIB ALGJÖR NÝJUNG ■ . i Útvarp Föstudagur 27. apríl 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónlcikar. 14.30 Míðdegissagan: nðtt gleymist aldir” eftir Walter Lord. Gísli Jónsson les þýðingu sína (7). 15.00 Miðdegistónleikar: Filharmóniusveitin I Búdapest leikur „Drekadans”, balletttónlist eftir Béla Bartók, János Ferencsik stj./Sheila Armstrong, Josephine Veasey, Frank Patter- son og John Shirley-Quyirk syngja „Les Nuits D’été” eftir Hector Berlioz. Sinfóníu hljómsveit Lundúna leikur með; Colin Davis stj. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnirl. 16.30 Popphorn: Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 ÍJtarpssaga barnanna: „Leyniskjaliö” eftir lndriða Úlfsson. Höfundurinn lessögulok (12). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.40 „Þar hef ég orðið mlnum mat fegnastur”. Baldur Johansen læknir flytur erindi um fæðukannanir sér í lagi í skólum, og forsendur þeirra. 20.00 Sinfóniutónleikar frá ungverska út- varpínu. Dezsö Ránki og Fílharmóniusvcitin i Búdapest leikur Pánókonsert nr. 21 I C-dúr (K467) cftir Wolfgang Amadeus Mozart: András Kóródi stjórnar. 20.30 Irðnsk þjóðfrelsisbarátta, forseudur hennar og horfur. Einar Baldvin Baldursson, Gylfi Páll Hersir og Vilhelm Norðfjörð taka saman þáttinn og flytja hann. 21.00 Kórsöngur. Gáchingerkórinn syngur Kvartetta op. 92 fyrir fjórblandaðar raddir eftir Johanncs Brahms; Helmuth Rilling stj. 21.25 í kýrhausnum. Sambland af skringileg heitum og tónlist. Umsjón: Sigurður Einars son. 21.45 Frá tónlistarhátiðinni I Helsinki I september sL Wilhelm Kempff leikur Enska svítu í g-moll eftir Johann Sebastian Bach. 22.05 Kvöldsagan: „Gróðavegurinn” eftir Sigurð Róbertsson. Gunnar Valdimarsson les (4). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.55 Bókmenntaþáttur. Umsjónarmaðun Anna Ólafsdóttir Björnsson. 23.05 Kvðldstund meðSveini Einarssyni. 23.50 Dagskrárlok. Föstudagur 27. apríl 20.00 Fréttir og veðuf. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Skautadans. Frá sýningu fremsta skauta fólks heims við lok heimsmeistaramótsins í list hlaupi á skautum, en þaö fór fram í Vinarborg I marsmánuði $1. Kynnir Bjarni Felixson. (Evróvision—Xusturriskasjónvarpiö). 21.05 Kastljós. Þáttur um. innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.05 Rannsóknardómarinn. (Madame le jugel. Franskur flokkur sjálfstæðra sakamálamynda. sem vcröa á dagskrá óreglulega á næstu mánuðum. Aðalhlutverk Simone Signoret. þessí myndafiokkurer um rannsóknardómara. sem cr kona, og margvisleg viðfangsefni hennar. Fyrsti þáttur. Francoise Mulkr. 23.35 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.