Dagblaðið - 27.04.1979, Síða 28
frfálst, nháð dagblað
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979
Vala Hrönn
hlustará
Skagfirðinga
Þetta er hún Vala Hrönn, 7 ára dís.
Giftusamleg björgun við Eyjar:
ÞRÍR PILTAR DREGNIR
HELKALDIR ÚR SIÓNUM
— Bát þeirra hafði hvolft við Klettsnef og björgun á sundi mátti heita vonlaus
Þrír piltar úr Eyjum, tveir 15 ára
og einn 16 ára, voru hætt komnir er
bát þeirra hvoifdi út af Klettsnefi yzt
við innsiglinguna inn til Eyja á
miðvikudag. Várð þeim til lifs að
trillu bar þar að, sem á voru tveir
kennarar að koma úr róðri. Heyrðu
þeir neyðaróp piltanna og drógu þá
loppna og kalda úr sjónum, þar sem
þeir höfðu svamlaö í u.þ.b. 5
mínútur. Áttu drengirnir ekki aðra
lífsvon en synda yfir innsiglinguna
upp á nýja hrauniö eða inn á víkina
milli Heimakletts, Miðkletts og
Vztakletts, en báðar þessar sundleiðir
eru svo langar að ólíklegt þykir að
þeim hefði tekizt að ná til lands.
Gagnfræðaskólakennararnir Már
Jónsson og Gísli Sighvatsson voru að
koma úr róðri á trillu er kennarar
eiga, er þeir heyrðu neyðarópin og
sáu piltana í sjónum, og drógu þá
upp kalda og þjakaða. Var aðeins
einn þeirra i bjargvesti en allir illa
klæddir, aðeins i þunnum fatnaði,
ekki ætluðum til sjávarferða. Höfðu
drengirnir lagt úr Vestmannaeyja-
höfn á svo litilli kænu að glapræði
gat talizt að vera á henni þrír.
Utanborðsvél var i bátnum en nánast
ekkert annað sem til björgunar mátti'
verða eða hlifðar. Þó var þar einn
belgur bundinn i bátinn. Hélt hann
honum uppi en svo lítið flot var i
bátnum að með engu móti var hægt
að komast á kjöl hans.
Mótorbátur var nýfarinn út og
kominn fyrir Klettsnefið. Höfðu
strákarnir gert sér að leik að láta bát
sinn hoppa á öldufrákasti mótor-
bátsins og við það hvolfdi bát þeirra.
NV-kaldi var á en sjólaust þarna í
mynni innsiglingarinnar.
öðrum kennaranna, bjargvættum
drengjanna, varð að orði er giftusam-
leg björgunin hafði tekizt, að liklega
hefðu strákarnir aldrei verið eins
fegnir að sjá kennara sína og þarna á
slysstaðnum.
Piltunum var ekið heim þegar er
komið var til hafnar og sagði Már
Jónsson að ekki væri vitað ti| að
þeim hefði orðið meint af volkinu í
þessari glapræðisför.
-ASt/JS Vestmannaeyjum.
Fiskiðjan hf.
íNjarðvík:
Segir upp
öllu f östu
starfsliði
— Ókleift að standa
ífjárfrekum umbót-
um eftir sviptingu
rekstrarleyfis,
segirforstjórinn
Kl. 4 í dag fá 40 fastir starfs-
menn Fiskiðjunnar hf. í Ytri
Njarðvík uppsagnarbréf, en þeir
höfðu stílað á fasta vinnu þar á-
fram yfir sumarið, svo sem vant
er.
,,Það er útilokað að við getum
haldið þessum rekstri áfram við
óbreytt skilyrði heilbrigðisnefnd-
arinnar hér, það sér hver maður
möguleika þess fyrirtækis, sem
svipt er starfsleyfi og þar með
tekjumöguleikum, um leið og því
er gert að ráðast í mjög fjárfrekar
framkvæmdir,” sagði Gunnar
Ólafsson, forstjóri Fiskiðjunnar í
viðtali við DB í morgun.
Búið er að panta reykhreinsi-
tæki til verksmiðjunnar, en þau
voru kveikja málsins. í bréfi heil-
brigðisnefndar, þar sem starfs-
leyfi var aðeins veitt til 15. maí,
eru hins vegar ákvæði um allmikl-
ar úrbætur til viðbótar.
Gunnar sagði að væntanlega
yrði endanleg ákvörðun um fram-
tíð fyrirtækisins tekin nú um
helgina, of snemmt væri að segja
neitt endanlegtnú.
-GS.
Alþýðubandalagið tekur
vel í hátekjuskattinn
—en sættir sig ekki við f rumvarp alþýðuf lokksmanna
Ráðherrar Alþýðubandalagsins Ríkisstjómin fjallaði i gær um óskir sagði í morgun, að flutningsmenn
tóku á rikisstjómarfundi i gær undir alþýðuflokksráðherra um, að stjómin reiknuðu mcð að gengið yrði frá
hugmyndir alþýðuflokksmanna um tæki að sér að koma fram frumvarpi slíkum málum i reglugerð, ef
nýjan hátekjuskatt. Þeir sættu sig þó um topptekjuskatt. Annaðhvort styddi frumvarpið yrði samþykkt. Það gildir
ekki við frumvarp alþýðuflokksmanna stjórnin frumvarp aiþýðuflokksmanna, meðal annars um, ef menn afla tekna á
og töldu það fela i sér tæknilega eða bæri fram nýtt frumvarp, sem fleiri en einum stað. Ennfremur væri
örðugleika. gengi í sömu átt. Málið var ekki útrætt. Ijóst, sagði Árni, að skatturinn hlæðist
Ríkisstjórnin mun væntanlega beita Margs konar agnúar eru á frum- ekki ofan á 50% tekjuskatt, heldur yrði
sér fyrir nánari skoðun málsins á varpinu eins og það er orðað. Árni skatlur til rikisins um 100%, að sögn
næstunni. Gunnarsson, fyrsti flutningsmaður, Árna. -HH.
sem er í smávegis stoppi á Land-
spítalanum þessa dagana. Hún
sat þar á kvöldvökunni í gær-
kvöld og hlustaði á Skagfirzku
söngsveitina og fleiri, sem komu
til að skemmta sjúklingum.
DB-mynd: Sv. Þorm.
MjólkurlaustíEyjum
Í2 daga ogalmennur
vöruskortur nú:
Engar rjóma-
tertur í
fermingar-
veizlunum.
— útgerð Herjólfs
sérsérekki
færtað nýta
undanþáguna
„Hér er búið að vera mjólkur-
laust siðan á miðvikudag, kar-
töflur eru búnar og kjöt klárast i
dag svo almennur vöruskortur
verður nú um helgina,” sagði
Reynir Másson, verzlunarstjori i
Tanganum i viðtali vtð DB í
morgun. Ekkert flug var heldur
milli lands og Eyja í gær og taldi
Reynir vafasamar líkur á því i
dag.
„Það er sagt að við getum bara
borðað fisk og það munum við
gera,” sagði hann. Fermingar eru
í Eyjum um helgina með því
óvenjulega sniði að engar rjóma-
tertur verða á borðum vegna
rjómaleysis.
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands veitti undanþágu til
að Herjólfur fengi að sigla tvær
af sjö vikulegum ferðum, en
aðeins með póst og matvæli. Er
undanþágan bundin þeim
skilyrðum að áhöfnin sé skráð á
skipið á milli þessara ferða og því
á fullum launum, sem stjórn
Herjólfs sér sér ekki fært og ætlar
ekki að nýta undanþáguna. Þetta
er í fyrsta skipti sem svo
takmörkuð undanþága er veitt
fyrir siglingum milli lands og Eyja
í farmannaverkfalli. -GS.
Farmannadeilan:
Fundurf dag
Sáttafundur í farmannadeil-
unni hefur verið boðaður kl. 16 í
dag. Að sögn Júliusar Kr. Valdi-
marssonar, framkvæmdastjóra
Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna, munu fulltrúar vinnu-
veitenda halda áfram að leita
kjarabóta á grundvelli ýmiss
konar hagræðingar og án þess að
um verði að ræða útgjaldaauka
fyrir útgerðina. Aðspurður sagði
hann, að búast mætti við að mik-
ið bæri enn á milli á fundinum í
dag. í gær var haldinn stjórnar-
fundur Vinnumálasambandsins
og að sögn Júlíusar var verkbann
ekki á dagskrá þar.
Ekki var heldur tekin ákvörðun
um verkbann á fundi fram-
kvæmdastjórnar Vinnuveitenda-
sambandsins i gær, eins og þó
hafði verið reiknað með. -GAJ-
Runtal-
málinu
frestað
Mál Runtal-ofna gegn Ofna-
smiðju Suðurlands var tekið fyrir
aftur hjá fógetanum á Selfossi í
gær þar sem fógeti taldi að
nauðsynleg gögn vantaði i málið
af hálfu gerðarbeiðanda. Af
hálfu gerðarbeiðanda var mættur
Birgir Þorvaldsson ásamt lög-
manni sínum, Páli S. Pálssyni,
hrl. Einnig var mætt af hálfu
gerðarþola. Hann lagði fram afrit
af beiðni um yfirmat að sögn
Karls F. Jóhannssonar, fulltrúa
sýslumannsins, sem er fógeti í
málinu. Varð það að sam-
komulagi milli aðila að málinu
yrði frestað þar til yfirmat lægi
fyrir. Féllst fógeti á að veita þenn-
syrt frest en þó ekki lengur en til
föstudags 25. maí kl. 13.00. Mál
þetta sqýst um það, hvort Ofna-
smiðja Súðurlands hafi í fram-
leiðslu sinni tarið inn á einka-
leyfisverndaðan j-étt Runtal-
ofna.
-GAJ-