Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.05.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979. 1 ' ............................................. '■ ' \ Rcyðartjöröur. HUGSAÐ HEIM — hugleiöingum Reyðarfjörð Jóhann Þórólfsson frá Reyðarfirði skrifar: Mér datt í hug að renna huganum til baka um sextiu ár, lýsa staðhátt- um og framámönnum minnar heima- byggðar, Reyðarfjarðar. Merkismenn á Reyðarfirði í því sambandi vil ég nefna til þá sem ég tel hafa verið frumkvöðla að uppbyggingu staðarins. Koma þá í hugann nöfn eins og Rolf Johansen sem var athafnamaður hinn mesti, bræðurnir Hallgrunur, Gunnar, Jónas og Jón Bóassynir og ekki má gleyma Valdóri bróður þeirra. Stóðu á eigin fótum Allir þessir menn stóðu á eigin fótum, sjálfsbjargarviðleitni var Þáttur Dóru f ínn - mæti vera oftar í viku Bréfritari segist þreyttur á sifelldu léttu poppi. Okkur reiknast til að tón- list sú sem þau Jón og Ólivfa flytja okkur sé létt popp. Guðríður Haraldsdóttir á Akranesi hringdi: Ekki alls fyrir löngu sá ég á les- endasiðu blaðsins harða ádeilu á föstudagspopp Dóru Jónsdóttur. Ég vil hins vegar lýsa yfir ánægju minni með þennan þátt og finnst mér hann raunar bezti poppþátturinn sem nú er í gangi. Ég er orðin leið á þessu létta poppi sem allir spila og finnst mér því að þáttur sem Dóru eigi fullan rétt á sér. Auðvitað veit ég að smekkur manna er misjafn, en við sem erum ánægð með þáttinn viljum fá að hafa hann í friði og hefðum raunar ekkert á móti fieiri slíkum. þeim í blóð borin. Þeir leituðu aldrei til annarrá heldur stóðu á eigin fótum. Allir þessir menn sköpuðu mikla atvinnu með framsýni og dugnaði. Þegar að fortíð er hugsað og til nútíðar horft kemur í ljós að erfingjar j)essara manna hafa erft dugnað þeirra og framtakssemi. Skal þá fyrst nefna Bóas Jónsson skip- stjóra sem með dugnaði sínum og bjartsýni gerði kleift ásamt fleiri góðum mönnum að Snæfugl var keyptur til Reyðarfjarðar, happa- fleyta og aflasæll alla tíð. Jónas bróðir hans, skipstjóri á Gunnari, al- kunnur aflamaður. Hallgrímur Jónasson og Hjalti Gunnarsson' framkvæmdastjórar Gunnars og Snæfugls og fiskverkun þeirrar út- gerðar. Þetta má kalla að ávaxta feðranna pund. Þegar ég var krakki var útgerð hinum megin fjarðarins. Þar byggði Valdór Bóasson íbúðarhús, sjóhús og bryggju og átti 9 tonna bát er hann gerði út. Þetta er aðeins eitt dæmi um dug þeirra bræðra. Rolf Johansen Rolf Johansen var mikill merkis- maður. Hann átti tvo báta, er hann gerði út á Hornafirði á veturna og þar var allur fiskur saltaður. Þaðan gekk bátur er Drífa hét um Austfiröi með fisk og salt. Rolf keypti fisk og lét þvo hann og þurrka á grindum og reitum á Reyðarfirði, sem að sjálf- sögðu skapaði mikla atvinnu, bæði hjá körlum og konum. Síðan var fiskurinn fluttur út til Spánar og ítalíu og var á heimsmælikvarða, fyrsta flokks vara. Þar á ég raunar við allan fisk sem þá var fluttur út frá landinu. Af þessu má sjá hver frum- kvöðull Rolf var i uppbyggingu staðarins. Yngra fólkið má sannar- lega líta til þessa tíma. Reyðfirðingum fjölgar Haustið 1930 fengu Reyðfirðingar rafmagn frá vatnsaflsstöð. Þá var íbúatala Reyðarfjarðar á milli tvö og þrjú hundruð, en 1940 voru þeir í kringum 500 og hefur þeim fjölgað u.þ.b. um 500 á þessum árum frá 1940. Á marga fleiri mætti minnast, margir voru hraustir og unnu hörðum höndum. Ég vitna i minningargrein Helga Seljan um föður minn Þórólf Gislason að hann hafi verið kempa mikil og unnið vel að því að byggja upp staðinn. Verkamennirnir Ekki legg ég þar á dóm, en vel má það koma fram, því hraustmenni voru mörg. En ekki má gleyma hinni hliðinni, verkalýðnum, þá kemur mér Jóhann nafni minn blessaður í Seljateigi i hug. Hann stofnaði verkalýðsfélag og barðist af alefli fyrir því að við verkamenn værum ekki hlunnfarnir. Þar varð honum mikið ágengt þó við ramman reip væri að draga. Fyrir það ásamt fleiru færi ég honum beztu þakkir. Uppbygging á staðnum Uppbygging Reyðarfjarðar siðustu ár hefur verið ör, húsbyggingar miklar m.a. nú fjölbýlishús á vegum hreppsins. Félagsheimili fengu Reyð- firðingar með þeim fyrstu á Austur- landi, eða 1955, skólinn nýi tekinn í notkun 1963 og nú sést hilla undir iþróttahús og sundlaug á næsta ári. Höfnin hefur tekið algerum stakkaskiptum, þar er nú athafna- svæði hið bezta og þar er að rísa toll- vörugeymsla. Saumastofa er rekin undir stjórn Sigfúsar Kristinssonar. gamals fclaga mins úr langferðaakstrinum. Svo eru Vegagerðin, kauplelagið og Síldarverksmiðjur ríkisins, allt öflug og atvinnugefandi fyrirtæki. Þurfa að efla iðnaðinn Sjávarafli er oft lítill, Reyð- firðingar þurfa að fá togara. Þar voru um tíma þrir stórir bátar, einn í Gamall maður skrifar: Það var mikið talað um flóttann úr gömlu hverfunum í Reykjavík á sínum tima og ungt fólk hvatt til þess að flytja í þessi hverfi. Fengu ungt fólk í húsið Sjálfsagt hefir það verið gert vegna þess, að skólarnir voru að verða tóm- ir. Nú er ég einn af þeim óheppnu sem varð fyrir því að ungt fólk flutti i húsið til mín. Við hjónin erum komin hátt í sjötugt og eigum afar erfitt með að taka slíkum breytingum því mót- eigendur okkar hafa alltaf verið fólk á svipuðum aldri og við sjálf, fólk sem sá sóma sinn í þvi að ganga þrifa- lega um húsið og lóð. Nú bregður aftur á móti svo við að i húsið til okk- ar flytja ung hjón með tvö börn. Ó, þvílík breyting, síðan þau fluttu hing- aðeru um þaðbil 5 ár. Gekk sæmilega í byrjun Fyrsta árið gekk þetta sæmilega. Garðurinn var sleginn einum þrisvar sinnum það árið, en ekki haft fyrir því að hirða heyið, það gerðum við. Tröppur og gangstétt sópuð af og til þetta fyrsta ár.'svo ekki söguna meir. Þessi ungu hjón hættu sem sagt al- gerlega að taka til hendinni með öll þrif, bæði úti og í þvi sameiginlega inni. Blessuð hjónin eiga eitt sam- eign Gísla Þórólfssonar og fleiri en nú eru þeir aðeins tveir Gísli byggði lika frystihús auk þess sem kaup- félagið endurbyggði og stækkaði sitt. Því miður leyfði heilsa Gísla ekki frekari átök, því fáir hafa viljað efla staðinn eins vel og hann. Það segja allir mér ókyldir. SUdarbræðslan á Reyðarfirði er algerlega til komin fyrir tilstuðlan þeirra bræðra Gísla og Arnþórs Þórólfssona. Þeir fóru á fund ríkisstjórnarinnar og fengu það samþykkt að byggð yrði síldarverk- smiðja á Reyðarfirði. Reyðfirðingar þurfa að efla iðnað sinn samfara auknum sjávarfeng og fiskvinnslu, þjónustuiðnaður er nokkur en mætti ■era miklu meiri. En blómlega framtið á fjörðurinn ininn fyrir sér, ef fólkið viil og þorir. Það ætla ég að vona að verði og blessunar bið ég firði og fólki um framtíð alla. Raddir lesenda eiginlegt og það er frekja og yfirgang- ur. Við greiðum hitakostnað að hálfu og það væri synd að segja að þau spöruðu vatnið því heita vatnið renn- ur það mikið hjá þeim að kaldavatns- kraninn hjá okkur er venjulega vel heitur. Þetta fólk virðist ekki hafa skilning á því hvernig á að spara ef einhver er til þess að greiða heita vatnið á móti því. Einn stór kjaftur Það er ekki nóg að heita vatnið renni hjá þeim takmarkalaust, heldur leyfir það frændum og vinum að nota þvottahúsið og þar með minn hluta i vatninu og þegar ég hefi leyft mér að tala um þetta við blessaða frúna, þá er hún einn stór kjaftur og segir að mér komi það fjandann ekkert við, þar sem þetta sé hennar vika í þvotta- húsinu. Öskur og hamagangur Nú þetta fólk fer snemma á fætur á morgnana og þá er nú ekki sparaður hamagangurinn, skellandi stólum í gólfið og öskur og hamagangur i börnunum. Þegar mannskapurinn kemur svo heim á kvöldin, því auð- vitað vinna bæði hjónin úti, þá er hamagangurinn slíkur að það er eins og heil stórgripahjörð sé á harða- hlaupum yfir höfðinu á okkur gömlu hjónunum. Og nú spyr ég: Hver er réttur minn? Hver er réttur minn? —óánægður með sambýlisf ólk sitt Spurning dagsins Heldurðu að þing- kosningar verði í • haust? Kristján Pálsson prentari: Það vona ég. En ekki skal ég segja um hvernig þær kosningar færu. Sævar Þ. Þórðarson verzlunarmaður: Það býst ég ekki við. Ekki er gott að segja um hvernig þær kosningar færu ef til kæmi. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn ynni ekki á. Það hugsa ég. Hafsteinn Sæmundsson framleiðslu- sljóri: Ég veit það ekki. Ég get engu svarað um það. Þorgrímur Sigurjónsson bilstjóri: Nci. Ég held að stjórninni takist að bjarga sér úr vandanum. Jóhann Hlöðversson húsasmiður: Nci, ég býst ekki við því. Ég held að þessi stjórn lafi. Ásgeir Jörundsson sjómaður: Ég vona það. Sjálfstæðisflokkurinn hlyti þá að vinna á og eftir því bíða allir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.