Dagblaðið - 18.05.1979, Qupperneq 12

Dagblaðið - 18.05.1979, Qupperneq 12
12 r Tónlist EYJÓLFUR MELSTED MODGUN VID FRÆNDÞJÓÐ VORA — að ekki skyldu fleiri sækja hátíðahljómleikana í Háskólabíói ígærkvöldi Hátíðahljómleikar Cœciliafforeningen og Sinfóniuhljómsveitar íslands í tilefni þjóðhá- tíðardags Norðmanna 17. mai og hundrað éra affmælis kórsins. Verndari hljómleikanna: Hans h.átign ólaffur V. Noregskonungur. Stjórnandi: Amulv Hegstad. Einsöngvarar: Elísabet Erlingsdóttir, Sólvoig Björíing og Krístinn HaHsson. Efnisskrá: Hjalarijóð efftir Eivind Groven, Introduktion og Passacaglia eftir Pál ísólfsson Norsk Kunstnor Karneval efftir Johan Svondsen og Völuspá efftir David Monrad Johansen. Tónleikarnir hófust á þjóðsöngv- um Noregs og íslands eftir að for- setahiónin ásamt sendiherra Norð- manna og konu hans höfðu gengið i salinn. Kórinn, sem var hartnær fimmtungur tónleikagesta fyrir hlé, söng þjóðsöngvana, en einungis sára- fáir aðrir tóku undir. Undarleg feimni það, að nenna ekki að taka undir í þjóðsöng. Skylduverk Hófust síðan tónleikarnir með Hjalarljóði Grovens. Þótt ekki sé Hjalarljóð rismikið verk finnst mér algjör óþarfi af hljómsveitarinnar hálfu að láta beinlínis i það skína, að hún væri að Ijúka af skylduverki. Af virðingu við meistara Pál ísólfsson völdu Norðmenn Introduktion og Passacagliu hans til flutnings á þessum tónleikum. Verkið er ætið talið hljómsveitarverk frá hendi Páls, en mér finnst það miklu fremur orgelverk, sem hefur verið umskrifað fyrirhljómsveitT>ví ætti hljómsveitin að hljóma eins og eitt hljóðfæri, við flutning þess. Því var samt ekki að heilsa. Strengirnir voru ósamtaka og nutu sín því illa. Helst voru það málmblásarar sem héldu merkinu á lofti. Norsk Kunstnerkarneval er létt og skemmtilegt stykki. Lofsöngur um hið ljúfa listalíf, sem allir keppast við að halda að einhvern tíma hafi verið til i alvöru. Þar, loksins, small hljóm- sveitin saman. Hálftómur áheyrendasalur Þegar kórinn sté á fjalirnar að loknu hléi fannst mér salurinn hafa hálftæmst. Hvar skyldi það nú hafa verið allt þetta kóráhugafólk, sem sagt er að sé í höfuðborginni? — Völuspá er fremur sundurlaust verk og efnið tekið méir til að þjóna róman- tískum kröfum um glæsta fortíð, en að reynt sé að túlka boðskap og inni- hald spárinnar. En verkið er vel áheyrilegt og reyndist lipurt i flutn- ingi, Cæciliaforeningin og Sinfóniu- hljómsveitarinnar. Nú lagði hljóm- sveitin sig alla fram. Kristinn hefur einhvern tima farið léttar með ekki stærra hlutverk, en hann naut sinnar góðu reynslu og miklu reynslu. Sól- veig kom mér á óvart með meiri radd- styrk en ég hef heyrt frá henni áður. Svolítið óörugg í hæðinni en annars góð. Elísabet virðist ekki þurfa mikið fyrir sínu hlutverki að hafa. Örugg, og skilaði sínum hlut með sóma. Kór með sögu og fortíð Af þetta stórum kór hefði ég vænst svolítið meiri hljóms, af Cæsiliafor- eningen. Norðmenn virðast búa við svipuð vandamál og íslenskir stórkór- ar, þ.e. misvægi radda. Kórinn syng- ur af miklu öryggi og meðlimir auð- heyrilega vel skólaðir. Þetta er ögn fullorðinn kór og hljómurinn þvi svo- lítið mattur. Stjórnandinn Arnulv Hegstad virtist finna fljótt takmörk hljómsveitarinnar okkar og reyndi ekkert að teygja þann ramma. Hann fór kannski helst til of mjúkum höndum um hana í byrjun en bætti úr i seinni hluta tónleikanna. Það var bein móðgun við frændur vora Norðmenn að ekki skyldu fleiri sækja þessa tónleika. Það er hart að þegar einn fremsti kór frændþjóðar kemur í frosti og nepju á þjóðhátið- ardegi sinum að syngja fyrir okkur, skuli hann ekki fá nema rúmlega hálft Háskólabíó. EM. Skólastjóri — yfirkennari Lausar eru stöður skólastjóra og yfirkennara við Grunnskóla Akraness. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Skólanefnd DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 18, MAÍ 1979. Allt er fertugum Afmælissýning Myndlista- og handíðaskólans Það er fyrir löngu orðinn árviss viðburður og tilhlökkunarefni að myndlistarskólar bæjarins opna sýn- ingar á hverju vori. Á þeim er starf- semi þeirra kynnt og nemendur, ætt- ingjar og allur almenningur fá tæki- færi til að sjá myndlistarfólk og hönnuði í mótun — og kannski fram- bærilega myndlst stöku sinnum. Vor- sýning Myndlistarskólans í Reykjavík fór fram um helgina í hinu nýja hús- næði skólans að Laugavegi 118 og tókst vel að því ég bezt veit. Aðall þess skóla hefur jafnan verið rækileg teiknikennsla og myndmótun og mátti sjá góða vinnu í þá veru á skól- anum. Þó saknaði maður þeirra sem luku námi í fyrra en sá árgangur var sérstaklega frjór. Myndlista- og handíðaskólinn átti sér eitt sinn samastað að Laugavegi 118 — einn af mörgum á píslargöngu skólans um bæinn á 40 ára tímabili. Klakstöð sjónmennta Skólinn heldur einmitt upp á af- mæli sitt með veglegri vorsýningu að Kjarvalsstöðum og stendur hún fram til 20. maí. Þarf vart að geta þess hve mikill munur er að sjá sýninguna í þessu umhverfi heldur en i þeim ranghölum og kompum sem skólinn hefur til umráða í Skipholti 1, — þótt það pláss hafi verið furðu nota- drjúgt. Hvað skyldu annars margir gera sér grein fyrir því að þessi helsta klakstöð sjónmennta á landinu hefur ætíð þurft að sætta sig við óhæft kennsluhúsnæði? Á sýningunni að Kjarvalsstöðum hlýtur hlutverk og gildi skólans að blasa við mönnum og nú riður á að finna honum hentugan samastað upp á næstu 40 árin. Hann á það inni hjá þjóðinni. Hér í nám- unda við dagblöðin er skóli sem yfir- völd vita ekki hvað þau eiga að gera við, en mundi henta MHÍ ágætlega — enda hannaður sem verknáms- skóli. í bili eru sömu yfirvöld önnum Vefnaður af ýmsum gerðum. kafin við að finna gervilausnir á vanda þess skóla, meðan MHÍ verður knékrjúpandi að biðja um úrlausn sinna mála. Elja skólastjóra Annars er saga MHÍ rakin í máli og myndum í afmælisriti þvi sem hann hefur gefið út og Björn Th. Björnsson og fieiri hafa staðið að. Þar kemur í Ijós að það var fyrst og fremst elju og ósérhlífni skólastjóra að þakka að stofnunin lagðist ekki niður trekk í trekk. Afrakstur keramíkdeildar. KINN VID KINN ómar Skúlason — Á nœstu grösum, Laugavegi 42. Ómar Skúlason myndlistarmaður hefur um nokkurt skeið haft uppi áform um að sýna ný verk sín, en ekki tekist að hafa upp á hentugum veggjum til að hengja þau á. Nú hefur hann loks sæst á að koma tylft þeirra fyrir á matstofunni Á næstu grösum að Laugavegi 42 og þar fara þær framar vonum. Ómar er af Combo-kynslóð Myndlista- og hand- íðaskólans, ásamt Agli Eðvarðssyni, Sigurði Örlygssyni og fleirum en að námi loknu helgaði hann sig öðru en myndlist. En fyrir fjórum árum eða svo tók hann aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og vann m.a. með félaga sínum og sam-klippara, Magnúsi Kjartanssyni, sem hafði talsverð áhrif á myndlist Ómars. Ómar hélt sína stærstu sýningu að Kjarvalsstöðum fyrir tveim árum. Ljósmyndir og skapalón Þar mátti finna stóar klippimyndir og samsetningar og síðan myndir unnar með sprautu og skapalónum. í hinum fyrri var blandað saman erótískum Ijósmyndum, barnateikn- ingum, fataræfium o.fi. Sumir freist- uðust til að sjá mikinn skyldleika með þessum verkum og myndum Magnúsar Kjartanssonar, en ég held að sú samliking sé ekki réttmæt nema að vissu marki. Vinnuaðferðirnar voru svipaðar, en áherslur í uppröð- un og notkun lita voru alls annars eðlis. Hins vegar hafði ég það á til- finningunni að Ómar væri enn að leita sér kjölfestu, því erfitt var að hafa hendur á þeim persónuleika sem stóð að baki myndunum. En á þess- ari sýningu bar mest á sprautumynd- unum, þar sem glannalegir litir og myndræn ærsl höfðu yfirhöndina. Þetta voru fjörugar myndir og haganlega gerðar en settu mann út af laginu því þær virtust þverbrjóta ýmsar grundvallarreglur í myndgerð. Það var ekki annað að gera en setja sig í stellingar og bíða framvindunn- ar. Galgopalegur Nú er eins og Ómar hafi fundið sér Ómar Skúlason — Tvær myndir frá einhvers konar meðalveg milli þeirra tveggja tegunda mynda sem getið er um hér að ofan. Litirnir eru sterkir og stundum galgopalegir — en ekki þó eins og í sprautumyndunum forðuni — og byggjast myndirnar að mestu upp á tilvitnunum í Ijósmynd- ir, skrípamyndir og alls kyns vöru- merki. Megináherslu virðist Ómar leggja á að tefla saman ýmiss konar hausum á sama myndfletinum; úr Dick Tracy (eða einhverju keim- líku. . .), íslenskum blöðum og er- lendum bæklingum. Þessar myndir kalla á skjót sjónræn viðbrögð áhorf- andans og ég held að menn hljóti að hafa ánægju af hinni lífiegu tog- streitu sem á sér stað í þeim. Litir kallast á eða andæfa hvor öðrum, andlitin bregðast við á mismunandi hátt og alvöruþrungin svipbrigði leys- ast upp í grín. Ókyrr í kúnstinni Þó sækir að manni sú tilfinning að Ómar hljóti í leiðinni að vera að segja eitthvað um fólk — því varla getur hann ætlast til þess að við bregðumst hlutlaust við andlitum sem við þekkj- um úr fréttum eða annars staðar frá. En ætlum við okkur að líta á mynd- irnar frá þeirri hlið einvörðungu, þá

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.