Dagblaðið - 29.05.1979, Side 23

Dagblaðið - 29.05.1979, Side 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979. a 23 Útvarp Sjónvarp D '<------------;---------» Ritgerðarsamkeppni Utvarpsins lokið: Áhrif hemáms- ins á hvers- Aiþingi hefur verið mjög í sviðsljósinu í vetur. DB-mynd Ragnar Th.Sig. UMRÆÐUÞÁTTUR—sjónvarp í kvöld kl. 21,00: Þjóðmálin að þinglokum Ekki er vafi á því að Alþingi Islend- inga hefur í vetur verið meira í sviðs- ljósinu en flest þing er áður hafa setið. Kemur þar margt til, ekki stzt það að nýjum mönnum fylgja nýir siðir. Endurnýjunin í röðum alþingismanna varð meiri en oftast áður við síðustu kosningar. Mikið af tiltölulega ungum og jafnvel óreyndum mönnum kom nú inn í þingsalina. Þessir menn hafa yfir- ieitt verið ófeimnir við að láta heyra í sér og hefur það orðið til þess að fjöl- miðlarnir hafa fjallað rækilegar um þingstörfin en oft áður. Þá er því ekki að leyna að sú stjórn er nú situr hefur verið heldur völt í sessi og oftar en einu sinni hefur það beinlínis legið í loftinu að hún væri að syngja sitt síðasta en jafnan hefur eitthvað orðið henni til bjargar. Þá hefur dökkt útlit í ýmsum atvinnumáium þjóðarinnar og ófriður á vinnumarkaðinum upp á síðkastið beint augum manna að Alþingi og menn hafa spurt hver annan hverjum tökum þingið mundi taka atvinnumál- in. Spurningar hafa vaknað um það hvort verkföll yrðu bönnuð o.s.frv. Bílamál ráðherranna hafa einnig verið í ■sviðsljósinu eina ferðina enn. Það- hefur því ýmislegt orðið til að vekja at- hygU almennings á. störfum Alþingis í vetur og því verður það að teljast for- vitnilegt að fá að heyra stjómmálafor- ingjana segja álit sitt á þjóðmálunum nú í þinglokin. Umræðunum stýrir Guðjón Einarsson fréttamaður. -GAJ KVÖLDVAKA - útvarp kl. 21,00: UPPHAF SKAUTA- ÍÞRÓTTARINNAR — eríndi Lárusar Salómonssonar Á Kvöldvöku útvarpsins í kvöld flytur Lárus Salómonsson fyrrum lög- regluþjónn fyrra erindi sitt um skauta- íþróttina. Auk þess að vera fremsti glímumaður landsins um árabil var Lárus ágætur skautamaður svo hann ætti að vita hvað hann er að tala um. Lárus eignaðist sína fyrstu skauta árið 1919 en ekki voru það skautar eins og' nútímabörn — og unglingar eiga að venjast heldurleggir.og skíði hans voru tunnustafir. Hann eignaðist þó fljót- lega stálskauta og stundaði skauta-’ íþróttina af kappi, en þessi íþrótt var ekki mikið stunduð á íslandi á þessum árum. En það átti eftir að breytast. Í erindi sinu fjallar Lárus um upphaf skautaíþróttarinnar og hann les kafla úr mörgum heimildum um jiessa hollu vetraríþrótt. -GAJ- Þriðjudagur 29. I. mai 12.00 Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynningar. 12.20 Fréltir. 12.45 Veöurfrcgnir. Tilkynningar. A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Þorp i dögun” eftir Tsjá sjú-lí. Guðmundur Sæmundsson les eigin þýðingu (15). 15.00 Miödegistónleikar: Filharmoniusveit Lundúna leikur Hamlet. sinfóniskt Ijóö eftir Liszt; Bcrnard Haitink stj. / Sinfóniuhljóm sveit rússneska útvarpsins leikur Sinfóniu í h- moll op. 54 eftir Sjostakovitsj; Alexander Gauk stj. •15.45 Til umhugsunar. Þáttur um áfcngismál i umsjá Karls Helgasonar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður fregnir). 16.20 Þjóöleg tónlist frá ýmsum londum. Áskell Másson kynnir gríska tónlist. 16.40 Popp. 17.20 Sagan: „Mikael mjögsiglandi” eftir Olle Mattson. Guðni Kolbcinsson les þýðingu sina (5). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hafstraumar viö Grænland — velferö Grænlendinga. Gisli Knstjánsson ritstjóri flytur erindi eftir Christian Vibe, — þýdd og endursagt. 20.00 Kammertónlist. Pianótrió i g-moll op. 15 eftir Bedrich Smetana. Suk-tríóð leikur. 20.30 (Jtvarpssagan: „Fórnarlambið” eftir Hermann Hesse. Hiynur Árnason les þýðingu sina(l 1). 21.00 Kvöldsaka. a. Einsöngur: Friöbjörn G. Jónsson syngur. ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Bernskuár >iö Berufjörö. Torfi Þorsteinsson bóndi i Haga i Hornafírði flytur annan hluta frásöguþáttar sins. c. Kvæði eftir Jón Bencdiktsson á Akureyri. Árni Helgason les. d. Um skautaiþróttir. Lárus Salomonsson flytur fyrra erindi sitt. e. Loðnu- veiöi og raflýsing. Anna Þórhallsdóttir les tvo kafla úr bók sinni um athafnaár Þórhalls Daníelssonar á Höfn i Hornafírði. f. Kórsöng- ur: Karlakórinn Vlslr á Siglufirói syngur. Söngstjórar. Þormóður Eyjólfsson og Geir- harður Valtýsson. 22.30 Fréttir. Veöurfregnir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 Vlósjá: Ögmundur Jónasson sér um þátt- inn. 23.05 Harmóníkulög. Sölvi Strand og félagar leika. 23.15 A hljóóbergi. Umsjónarmaður: Bjöm Th. Björnsson listfræðingur. „Gúvemessan Geir- þrúöur” og önnur gamanmál eftir kanadiska skáldið Stephen Leacock. Kvikmyndaleikar- inn Christopher Plummer flytur. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög aó eigin >ali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Sigrún Björns dóttir byrjar aö lesa söguna „Heima í koti karls og kóngs í ranni" eftir Mailey og Selover i þýðingu Steingrims Arasonar. 9.20 Lcikflmi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmls lög frh. 11.00 Kirkjutónlist: Karel Paukert leikur orgel- verk eftir Ligeti, Alain og Eben á orgel Dóm- kirkjunnar í Reykjavík. < t 30. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). Zé Sjónvarp Þriðjudagur 29. maí 20.00 Fréttir og >eöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Orka. Þriðji þáttur. Hægri fóturinn flrna- dýri. lslenskir ökumenn gcta sparað þjóöfélag inu milljarða króna með þvi að kaupa spar- neytna bila, hirða vel um þá og aka með bensínsparnað i huga. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Stjórn upptöku örn Harðarson. 21.00 Þjóómálin aó þinglokum. Umræðuþáttur með stjórnmálaforingjum. Stjórnandi Guðjón Einarsson. 21.50 Hulduherinn. Frelsisóöur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.40 Dagskrárlok. Fyrrverandi útvarpsráð samþykkti i októbermánuði í fyrra, að tillögu út- varpsráðsmannanna Auðar Auðuns og Ellerts B. Schram, að efna til ritgerða- samkeppni, þar sem fólki gæfist kostur á að senda útvarpinu ritgerðir sem fjölluðu um reynslu þess og kynni af hernáminu eða byggðar væru á endur- minningum frá styrjaldarárunum síð- ari. Skilafrestur var til 1. marz 1979 og alls bárust 66 ritgerðir eftir 64 höfunda. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og ákveðið að fyrstu verðlaun skuli hljóta höfundur sem sendi ritgerð undir dul- nefninu ,,275” og reyndist vera Hulda Pétursdóttir, húsfreyja í Útkoti á Kjal- arnesi. önnur verðlaun koma í hlut Péturs Ólafssonar hagfræðings, Mark- landi 8 í Reykjavik og þriðju verðlaun hlýtur Gunnar Erlendsson tæknifræð- ingur, Kópavogsbraut 87 Kópavogi. Dómnefndinni þóttu ritgerðir þeirra þriggja höfunda sem viðurkenningu hljóta að mörgu leyti falla vel inn í þann ramma sem ritgerðunum var markaður. í fréttatilkynningu frá Út- varpinu segir að Hulda lýsi fjölskyldu- lífi á venjulegu heimili í Reykjavík á persónulegan hátt og áhrifum hernáms- ins á hversdagslíf fólks, atvinnu og hugsunarhátt. Frásögn hennar sé krydduð nokkurri kímni, mannleg og lýsandi. Um Pétur Ólafsson segir að hann dragi upp fjörlega og fróðlega mynd af hernámsdeginum sjálfum i Reykjavik, þar sem i senn sé skyggnzt á. bak við tjöldin og ástandi þjóðlífsins árið 1940 lýst. Ritgerð Gunnars Erlendssonar, sem er að verulegu leyti bundin við Hafnarfjörð, fær þá um- sögn að í henni komi glöggt fram hvernig samskipti við brezkt og banda- rískt herlið urðu gildur þáttur hins dag- lega veruleika drengja á hans aldri, sem áttu þess kost að kynnast þvi í návígi og urðu í senn vitni að sorglegum at- burðum og spaugilegum atvikum. Ætlunin er að ritgerðir þær er viður- kenningu hlutu verði lesnar í útvarp í sumar, en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær að því kemur eða lestur þeirra skipulagður i einstökum atriðum. Út- varpið hyggst notfæra sér þann rétt sem það áskildi sér að láta lesa fleiri rit- gerðir en þær þrjár sem úr hafa verið valdar til viðurkenningar. Verða þær lesnar í framhaldi af verðlaunaritgerð- unum ef um semst við höfundana. -GAJ- J HVALEYRARHOLTSVÖLLUR I. DEILD HAUKAR OG KR LEIKA í KVÖLD KL. 20.00 Fjölmennið á fyrsta heimaleik Hauka í I. deild. Framhaldsskólanám að loknum grunnskóla Athygli er vakin á að umsóknarfresti um inngöngu á ýmsar námsbrautir á framhaldsskóla stigi lýkur 8. júni, og nemendur sem síöar sækja geta ekki vænst skólavistar. Tilskilin um- sóknareyðublöð fást i þeim grunnskólum, sem brautskrá nemendur úr9. bekk, og i viðkom andi framhaldsskólum. Leiðbeiningar um hvert senda skuli umsóknir eru á umsóknareyðu blöðunum. Bent skal á, að i Reykjavik verður tekiðá móti umsóknum í Miðbæjarskólanum 5. og 6. júni kl. 10—17 báða dagana og jafnframt veittar upplýsingar um framhaldsskóla. Menntamálaréðuneytið, 26. maf 1979. Til sýnis og sölu í dag og á morgun Citroen GS 1220 Club árg. 1978, ekinn 23 þús. km. Stórglæsilegur bíll, sjálfskiptur með sanseruðu lakki, sílsalistum o.fl. Erum einnig með á skrá 2 Citroen árg. 1977. Hafiðsamband viðsölumann í síma 81555. Globusa Lágmúla 5 — Sími 81555.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.