Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979. Portúgal: Kommar og krat- ar vilja steypa Carlos M. Pinto Portúgalskir sósíalistar og komm- únistar halda í dag sinn flokksfund- inn hvorir. Þar mun verða fremst á lista að ræða um hvernig koma megi embættismannastjórn Carlos Mota Pinto núverandi forsætisráðherra frá völdum. Kommúnistar og sósíalistar hafa til samans meirihluta á portú- galska þinginu. Fundur sósíalista, en foringi þeirra er Mario Soares sem var forsætisráð- herra landsins þar til í júlí síðastlið- inn, verður í Lissabon. Kommúnistar halda sinn fund aftur á móti í iðnaðarborginni Barreiro sem er nærri höfuðborginni. Leiðtogi þeirra er Alvaro Cunhal en hann er sá kommúnistaleiðtogi í Vestur-Evrópu sem talinn er hallastur undir Sovét- ríkin. Báðir hafa flokkarnir lýst því yfir að þeir hyggist koma Pinto frá völdum, þegar fjárlagafrumvarpið fyrir yfirstandandi ár hafi verið afgreitt á þingi landsins. Erfiðlega hefur gengið að koma því í gegn því þingmenn eiga erfitt með að sætta sig við samdráttarstefnu þá sem Pinto og sérfræðingar hans telja óhjákvæmi- lega. Smurbrauðstof qn BJORN'NN Njáisgötu 49 - Simi 15105 Vön kona óskast á saumastofu okkar. Uppl. gefur verk- smiðjustjóri. Vogafell hf., Lystadúnsverksmiðjan, Dugguvogi 8. Grundarfjörður Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðsmann. Uppl. í síma 93-8656 og 91-22078. Kaupmannahöfn: 250 MILUONA VIRDIAF HERÓ- ÍNI í BÓKINNI uppgötvaðist vegna áhuga tollvarðarins á gömlum bókum Óvenjulegur bókaáhugi tollvarðar eins á Kastrupflugvelli við Kaup- mannahöfn varð þess valdandi að um það bil 250 milljóna virði af heróíni fannst í farangri tvítugs ísraels- manns, sem þar var á ferð. í bakpoka hans voru fimm gamlar bækur, upprunnar frá Thailandi. Vöktu þær forvitni tollvarðarins. Er hann opnaði þær kom í ljós að ekki var það menningaráhuginn sem réð ferðinni. Úrvals heróín var þar í plastpokum. Samtals 435 grömm reyndust vera límd innan á kápur bókarinnar. Saga hins ísraelska pilts er svipuð og annarra þeirra sem gripnir eru með fíknilyf. Hann segist ekki hafa haft hugmynd um að eiturlyf voru geymd i bókinni. Hafi hann verið á gangi á götu í Kaupmannahöfn fyrir tíu dögum, er hann hafi hitt náunga einn, sem boðið hafi honum í ferð til Bankok á Thailandi. Hver neiti slíku boði? Bæði ferðir og uppihald hafi verið greitt fyrir hann. Þegar til Bankok hafi komið hafi ljóshærður maður komið til hans á hótelherbergið. Hann hafi skýrt honum frá því að hann ætti að taka fimm bækur og fela þær í tösku sinni og flytja með sér til Kaupmanna- hafnar. Ekkert hefur spurzt til þess manns, sem sagður er hafa boðið unga manninum farið. Að hans sögn átti sájað koma heim til hans að lok- inni ferðinni og greiða tuttugu þúsund krónur danskar fyrir verkið. Idi Amins fyrrverandi Ugandaforseta er leitað um allt landið af leigusveitum þeirra sem telja sig eiga á honum harma að hefna. Liklegast er þó talið að hann haldi sig f skjóli hjá vini sinum Gaddafi Libýuleiðtoga. Böðla hans er lika leitað og mynd- ir af þeim hanga viðs vegar um höfuðborg landsins .Kampala, eftir að hinir nýju valdhafar tóku þar við öllum ráðum. Noregur: Sprengiefna- og vopnaþjófnaöur veldur áhyggjum Komið er í ljós að töluverðu magni af vopnum og skotfærum hefur verið stolið af birgðum norska hersins í Banak á Finnmörk. Rannsókn máls- ins stendur nú yfir og leggja hernaðaryfirvöld mikla áherzlu á að málið upplýsist sem fyrst. Það er úr stöðvum norska flughersins, sem vopnin hafa horfið. í hugum manna er þessi vopna- þjófnaður tengdur máli sem nýverið komst upp um í Osló. Sprengju var varpað aö i. mai göngu og var tilræðismaðurinn gripinn skömmu síðar vegna þess að tekin var af honum ljósmynd fyrir tilviljun um leið og hann kastaði sprengjunni. Einn maður særðist alvarlega við sprenginguna. Tilræðismaðurinn reyndist vera félagi í samtökum, sem hallast mjög að nasistum og höfðu félagar þeirra gert áætlun um mörg fleiri sprengju- tilræði. Enginn hafði þó látið verða af framkvæmdum nema sá er gripinn var. Við rannsókn málsins kom í ljós að veruleg tengsl voru á milli hins nasist- iska félagsskapar og ýmissa meðlima norska hersins. Þótti sumum til dæmis að óeðlilega margir öfgamenn til hægri væru í hernum á sama tíma og vinstri menn væru þar illa séðir. Auk rannsóknar á því hverjir séu valdirað vopnaþjófnaðinum þá mun einnig ætlunin að kanna hvort ekki sé ástæða til að endurskoða allar öryggisreglur við vopnabúr norska hersins. r Urval af vörum fyrir hvítasunnuna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.