Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979. 17 Áhugamenn fylkja liði [ DB hafði um daginn spurnir af þvi að tveir breskir tónlistarmenn sem hér starfa, þeir Brian Carlile i Reykjavík og Michael J. Clarke á Akureyri, hygðust setja saman stærstu sinfóníuhljómsveit landsins, en á áhugamannagrundvelli. I henni verða hátt i sjötíu manns frá Akur- eyri, Reykjavik og viðar, — hreinir áhugamenn, tónlistarkennarar og lærðir tónlistarmenn, — og munu þeir leika af einskærri ánægju á Dalvík, Akureyri, Hlégarði og loks í Háskólabíói þann 10. júni. DB hitti á þá kumpána um daginn og bað þá að segja frá tildrögum þessa fyrirtækis ogáformum sínum. Hornog strengir ,,Þarna liggja margar ástæður að baki,” sagði Michael sem er tón- listarkennari á Akureyri. „f fyrsta „Það þarf vart að geta þess að eng- inn fær eyri fyrir leik sinn eða söng,” sagði Michael, „hvorki áhugamenn né atvinnumenn og fjárhagslega ábyrgð taka allir á sig aö jöfnu. Kjami þessarar hljómsveitar verður svo Sinfóniuhljómsveitin í Reykjavík sem Brian hefur æft og Hljómsveit TónUstarskólans á Akureyri sem ég hef æft. Síðan munum við skiptast á um að stjóma. Aðalatriðiö er kannski ekki hinn opinberi flutningur, heldur æfingarnar sem líta má á sem eins konar námskeið i samleik.” Frumflutningur ,,Ef þetta tekst vel,” segir Brian, ,,þá munum við auglýsa eftir þátttöku á næsta ári og þá getum við kannski náð saman mjög stórri hljómsveit sem fengist gæti við meiri háttar verk, t.d. BerUoz og Mahler. En í Michael J. Clarke og Brian Carllle. Reykjavíkurdeildin á æfingu þetta sinn erum við með forleiki, ein- leiksverk og verk fyrir blandaða hljómsveit á dagskrá og svo ætla þau Garðar Cortes og Ólöf K. Harðar- dóttir að syngja fyrir okkur ariur úr La Traviata og Requiem messunni eftir Verdi, a.m.k. á Akureyri. Það sem kannski er nýstárlegast við efnis- skrána er að við flytjum í fyrsta sinn verk eftir breska tónskáldið Peter MaxweU Davies á íslandi, en það er nýtt og heitir „FiveKlee Pictures”. Og síðan vom þeir þotnir á æfingu, þessir atorkumenn á tón- listarsviðinu. En tónleikar þeirra verða sem hér segir: Á Dalvík (Víkur- röst) 3. júni kl. 17, á Akureyri (íþróttahúsi Glerárskóla) 4. júní kl. 17, Hlégarði i Mosfellssveit 9. júní kl. 17 og loks I Háskólabíói 10. júni kl. 15. lagi fundum við báðir fyrir því í okkar kennslu að okkur vantaði fleiri hljóðfæraleikara til ákveðinna verk- efna, — mig vantaði horn en Brian skorti strengi, en saman gátum við gert skemmtilega hluti. Svo erum við báðir vanir stórum áhugamanna- hljómsveitum í Bretlandi, en þar eru þær fyrir löngu orðin hefð. Margar þeirra eru svo góðar að þær standa atvinnuhljómsveitum fyllilega á sporði. Hér hefur þessi hefð ekki verið til, einhverra hluta vegna, fyrr en Garðar Cortes stofnaði Sinfóniu- hljómsveitina í Reykjavík.” „Hljómsveitarstarfsemi af þessu tagi hefur talsvert félagslegt gildi,” sagði Brian Carlile sem einnig er tón- listarkennari og hljóðfæraleikari í Sinfóníunni. „Fólk sem hlotið hefur einleiks- þjálfun aö vissu marki fær tækifæri til að æfa sig í samleik og einfaldlega spila af hjartans lyst. Það má segja að hér sé of mikið um sólóista í tón- listinni, bæði meðal áhugafólks og atvinnumanna og þeir fá ekki næga æfingu í því að leika saman. Úr þessu viljum við bæta.” Brýnþörf „Það má kannski segja að allt hafi verið fljótandi í tónlist í vetur,” sagði Michael, „og þvi bráðræði aö leggja út í svona nokkuð. En við erum sann- færðir um að brýn þörf sé á þessu, enda hafa viðbrögð fólks bent til þess. Við höfum fengið upphring- ingar frá fólki viðs vegar af landinu sem vill taka þátt í þessu.” „Þama er fólk frá sjö þjóðum,” skýtur Brian inn í, „og frá 12 ára aldri til sjötugs.” Tónlist íNoregi 'Glæsilegt úrvalaf SVEFNPOKUM mr/ með dún og/eða Hollofil fyUingu Helsport Heia, verð kr. 22.900.- Fylltur með dacronfiber, 90 cm rennilás að framan Lengd 215 cm, þyngd 1.5 kg, iægsta hitastig: + 5C Siesta Super, verð kr. 22.600.- 280 cm opinn rennilás, hægl er að renna tveimur saman. Fylltur með dacron HOLLOFIL, nýja fibernum sem líkist dún. Lengd 200 cm, þyngd 1.8 kg, lægsta hitastig: 0°C. SAVALEN, verð kr. 26.500.- 200 cm hliðar-rennilás. Fylltur m/dacronfiber Lengd 225 cm, þyngd 1.7 kg. lægsta hitast.: 0°C VANDRERN, verð kr. 30.700.- Fylltur m/dacron HOLLOFIL, 90 cm hliðarrennilás Lengd 225 cm. þyngd 1,75 kg, lægsta hitast.: —10°C. BJÖRNOYA, verð kr. 43.500.- Fylltur að ofan með andadún. Neðan mJdacron- fber. Þyngd 1.5 kg. lægsta hitastig: —12C. TIRICH MIR, verð kr. 78.300. Fylling: ca 600 gr hvitur gæsadúnn. Lengd 230 cm. þyngd 1.35 kg. lægsta hitast.: —25°C. PÓSTSENDUM TROLLHEIMEN, verð kr. 58.900.- Fylling. ca 600 gr grár gæsadúnn. Lengd 230 cm, þyngd 1.2 kg. lægsta hitast.: —5°C. DUNLERRET, verð kr. 76.500.- Fylling. ca 700gr andadúnn. Lengd 230 cm, þyngd 1.8 kg, lægsta hitast.: —20°C GLÆSIBÆ - SÍMI30350

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.