Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979. I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir HACKiNLAYS Öi>i Scotch Jóhannes fékk viskíflösku! i —kosinn leikmaður aprílmánaðar íSkotlandi Skozka Mackinley’s fyrirtækið, sem framleiðir heimsfrægt gæðaviski, hefur um nokkurra ára skeið veitt ein- ura knattspymumanni verðlaun i hverj- um mánuði. Hafa ýmsir frægir kappar orðið til þess að hljóta hnossið, sem er hvorki meira né minna en heil gallon- flaska af úrvals visk í i. Fyrir nokkrum vikum var Jóhannesi Eðvaldssyni, nýbökuðum Skot- landsmeistara, afhent ein slík flaska en Jóhannes var kjörinn knattspymu- maður mánaðarins í apríl. Myndin hér til hliðar er tekin við af- hendingu flöskunnar og það er Clark Nelson sölustjóri hjá Mackinley’s fyrir- tækinu, sem sést afhenda Jóhannesi flöskuna. Auk flöskunnar góðu hlaut Jóhannes í verðlaun ávísun upp á 100 sterlingspund. Segir í fréttinni, sem fylgdi mynd- inni, að skömmu eftir þessa afhendingu hafi Jóhannes þurft að fara til Bern til þess að taka þátt í landsleik þar fyrir íslands hönd. íþróttir Talaðu þá beint við fólkið sem notar vöruna. Þú nærð til þess í VIKUNNI, mest lesna tímariti á íslandi.* Sértu að bjóða það sem fólkið í landinu raunverulega vill og á verði og/eða greiðslukjörum sem því líkar, þá færð þú auðvitað viðskiptin. *Skv. fjölmiðlakönnun Hagvangs og Sambands ísl. auglýsingastofa. nKiiv Það gekk oft mikið á i vitateig liðanna. Á þess markvörður Fram. Lokai fyrir —ogVals Víti! Víti! hrópuðu æstir aðdáendur Fram- ara á lokaminútum leiksins gegn Val í Laugardalnum í gærkvöldi. Rétt áður hafði Simoni Kristjánssyni verið illa brugðið innan vítateigs Valsmanna og augnabliki síðar var Guðmundi Steinssyni skellt flötum. Dómar- inn, Sævar Sigurðsson, lét hins vegar ekkert á sig fá þótt i báðum þessum tilvikum virtist um augljósar vítaspyrnur að ræða. Hann hafði vafalitið fengið sig fullsaddan af vita- spyrnum i bUi því þegar þetta atvik gerðist á 88. minútu hafði hann tvívegis dæmt viti i leiknum — í bæði sldptin voru það harðir dómar. Hvað um það, leiknum lauk með nokkuð sanngjörnu jafntefli, 1-1. Leikur liðanna í gærkvöldi var vafalítið bezti leikur sem sézt hefur á þessu vori. Bæði liðin reyndu að byggja upp skemmtilegar sóknarlotur og tókst það, en ærið oft vant- aði herzlumuninn og mörkin urðu því aðeins tvö er upp var staðið. Framarar léku undan vindinum í fyrri hálfleik og það var greinilegt, að þeir ætluðu að freista þess að koma Valsmönnum í opna skjöldu í upphafi leiksins. Tvivegis fengu þeir ágæt færi til að skora, einkum þó Haf- þór Sveinjónsson á 8. mín., er hann hitti ekki knöttinn i mjög góðu færi. Sókn Framara var þung fyrsta stundarfjórðunginn og á 16. mínútu uppskáru þeir mark. Rafn Rafnsson tók þá langt innkast frá vinstri og kastaði knettinum vel inn í teiginn þar sem boltinn barst algerlega óviljandi í hönd eins Valsmannanna. Sævar dómari hikaði ekki eitt augnablik og dæmdi um- svifalaust vítaspyrnu. Úr henni skoraði Pétur Ormslev af öryggi. ístaðþess aðtvíeflasttóku Framarar lífinu með ró og voru ekkerl að flýta sér. Slíkt getur ekkert lið leyft sér gegn Val. Valsmenn komu meira inn í myndina en áður, en tókst ekki að skapa sér nein færi. Framarar fengu hins vegar tvívegis góð færi til að skora, en þeim Marteini og Gunnari Bjarnasyni, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Frám, mistókst að skora. Á 30. minútu komst Hörður inn í sendingu frá Símoni ætlaða samherja. Hörður lék aðeins áfram en sendi síðan boltann með þrumuskoti að marki. í þetta skipti bjargaði marksúlan Fram því firnafast skot Harðar hafnaði efst í stönginni alveg upp við þver- slá. Jón Einarsson átti skalla yfir slá og á loka- mínútu fyrri hálfleiks varð Guðmundur Ás- geirsson í Valsmarkinu að taka á honum stóra sínum til að bjarga skoti frá Trausta Haraldssyni af um 45 m færi. Síðari hálfieikurinn byrjaði rólega og það var ekki fyrr en á 58. mínútu að eitthvað markvert gerðist og þá svo um munaði. Pétur Ormslev tók hornspymu frá hægri og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.