Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979. 23 I Hreingerníngar Hreingerningastöðin hefur vant og vandvirkt fólk til hrein- gerninga. Einnig önnumst við teppa- og húsgagnahreinsun. Pantiðí síma 19017. Ólafur Hólm. Hreingerningafélagið Hólmbræður. Hreingerningar og teppahreinsun.1 Margra ára örugg þjónusta. Tilboð í stærri verk. Simi 51372. Hólmbræður. Þrif — teppahreinsun — hreingerningar. Tökum að okkur hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum, stofnunum og fl. Einnig teppahreinsun með nýrri djúp- hreinsivél, sem tekur upp óhreinindin. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í síma 33049 og 85086. Haukur og Guð- mundur. Teppa- og húsgagnahreinsun. Hreinsum teppi, sófasett o.fl. með gufu- þrýstingi og stöðluðu teppahreinsiefni, losar óhreinindi úr ámþess að skadda þræðina. Leggjum áherzlu á vandaða vinpu, veitum afslátt á tómu húsnæði. Teppahreinsunin Hafnarfirði, sími 50678.____________________ Vélhreinsum teppi i heimahúsum og stofnunum. Kraftmikil ryksuga. Uppl. í símum 84395, 28786 og 77587. Skritinn fugl — ég sjálfur (Absurd Person Singular) eftir Alan Ayckbourn er síðasta viðfangsefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári. Þetta var frumsýnt fyrir helgina við bærilegan fögnuð í höfuðstöðvum félagsins, samkomuhúsinu gamla við Hafnar- stræti. Höfundurinn, Bretinn Ayck- boum, er íslendingum allkunnur af Rúmruski, sem Leikfélag Reykjavíkur virðist hafa dregið fram lífið á í vetur. Nú er komið að því að hann reddi L.A., og varla verður honum skota- skuld úr því. Já gott er að eiga góða að. Skrítinn fugl er annars hörku vel- skrifaður farsi, og í rauninni fullur af meinlegum piUum á streðara hins borgaralega samfélags. Þar er þó nokkur viðleitni að sýna háttvirtum leikhúsgestum framan í sjálfa sig í spé- spegli, og undir liggur ákveðinn aðvörunartónn h'kt og orgelpunktur í capriccio. Eða svona mætti áreiðanlega skilja þetta. Margt af þessu gloprast hins vegar niður á sýningu L.A. Óþjál þýðing er ein af ástæðunum, og hefur maður óþyrmilega á tUfinningunni að hún sé ekki nema hálfunnin. Kristrún Eymundsdóttir, sem ber ábyrgð á henni, hafði heldur ekki ástæður til að fylgjast með þróun hennar á æfingum, og fyrir bragðið virðist margt sem er áreiðanlega frábært í frumtextanum dettauppfyrir. Stefnulaus leikgleði önnur ástæðan, og ekki síður veiga- mikU, er að leikstjórinn, JUl Brooke Árnason, þekkir litið íslenska sam- félagshætti, og því varla fær um að beina skeytum Ayckbourns að þeim á sannfærandi hátt. Útkoman verður því fremur tilgangslaus ærlsaleikur, að vísu , .ágætlega sviðsettur,” en langt frá að vera það lifandi leikhús, sem farsi af þessu tagi gæti orðið með kröftugri staðfærslu og sósíalskri íhugun. Margt gott er hægt að segja um leikaraliðið hjá L.A., einnig eftir þessa sýningu. Þar ríkir mikil en stefnulaus leikgleði, sem ekkert lát virðist véra á, þrátt fyrir sífella misnotkun, ef ekki beinlinis rányrkju. En raunverulega listræna fótfestu skortir þennan hóp aldeUis átakanlega, þrátt fyrir alla hæfileikana og dugnaðinn. Það er kannski út í bláinn að fara að gefa hverjum einstökum leikara einkunn fyrir góða frammistöðu eða slæma. Ef tekin eru mið af þeim hugsunarhætti sem Uggur að baki þessari sýningu, sem sé ærsl án tak- marks og tilgangs, þá eru þau hvert öðru betra. Hinir „dæmigerðu” smá- borgarar á uppleið, Sidney búðareig- andi og kona hans, ^voru vissulega i góðum höndum hjá Viðari Eggertssyni og SvanhUdi Jóhannesdóttur, þó Viðari hætti við að ofgera, jafnvel á þessari bylgjulengd. Það er nefnilega ekki heppUegt að byrja „presto” ef maður ædar að fá almennilegt „furioso” í lokin. En það brá fyrir ein- hverjum óhugnaði í leik Viðars, einhverjum hárréttum þurrki í svipnum, mitt í allri geggjuninni, sem vakti grun um ónotaða möguleika í öllum hlutverkum, líka hundsins Georgs, sem Aðalsteinn Bergdal geltir baksviðs. Sama má segja um Svanhildi, en hún var þó öU yfirvegaðri og með tímaskynið í góðu lagi. Þessi tvö báru uppi hasarinn, ásamt Sigurveigu Jóns- dóttur, sem var misjafnlega drukkin bankastjórafrú, með tUþrifum. Banka- stjórinn, arkitektinn og þriðja eigin- konan, náðu líka að vekja hlátur í með- förum Theódórs Júlíussonar, Gests Jónassonar og Þóreyjar Aðalsteins- dóttur, og kannski eru það einu kröf- urnar sem leyfUegt er að gera við þessar aðstæður. Góð gróðrar- skilyrði Leikurinn fer annars fram i þrem eldhúsum þriggja hjóna á þrennum jólum. Leiktjöldin eru ágætlega útfærð samkvæmt texta, enda eru snUlingarnir Hallmundur Kristinsson og Þráinn Karlsson skrifaðir fyrir því. Eins og fyrr segir er þetta síðasta viðfangsefni L.A. á þessari vertíð, sem hefur gengið talsvert betur en oft áður, hvað snertir sókn og alla afkomu. Hins vegar er illmögulegt að sjá i þessu starfi annað en endurútgáfu á listrænu og Leiklist pólitísku faUíttspili atvinnuleikhúsanna tveggja í höfuðstaðnum. Þetta finnst mér og fleirum afskaplega sorglegt, því möguleikarnir voru, og eru, allt aðrir og betri. En þetta á eftir að breytast, kannski ekki í náinni framtíð, en fyrr en nokkum varir. Þá verður að visu að byrja aftur frá grunni, með nýjum og rökréttum aðferðum í stað þess graut- lina stefnuleysis, og kostar það áreiðanlega fórnir og átök. En þeim er nú heldur ekki fisjað saman hér fyrir norðan, og gróðrarskilyrði eru góð, þótt seint vori á köfium. -LÞ. Hreingerningar og teppahreinsun. Gerum hreinar íbúðir, stigaganga og stofnanir. Gerum föst tilboðef óskað er. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í sima 13275 og 19232. Hreinger.ningarsf. Hreingerningaþjónusta Stefáns Péturssonar tekur að sér hrein- gerningar á stofnunum og fyrirtækjum, einnig á einkahúsnæði. Menn með margra ára reynslu. Simi 25551. Ávailt fyrstir. Hreinsum teppi og húsgögn með há- þrýstitækni og sogkrafti. Þessi nýja að- fcrð nær jafnvel ryði, tjöru. blóði o.s.frv. Nú eins og alltaf áður tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath.: 50 kr. afsláttur á fermetra á tómu húsnæði. Erna og Þorsteinn, simi 20888. ökukennsla Ökukennsla-æfingatimar. Kenni á Datsun 180B árg. ’78,_sérstak- lega lipran og þægilegan bíl. Útvega öll prófgögn, ökuskóli. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Greiðslukjör. Sigurður Gíslason ökukennari, sími 75224. Takió eftir! Takið eftir! Ef þú ert að hugsa um að taka ökupróf eða endurnýja gantalt þá get ég aftur bætt við nokkrunt nemendum sent vilja byrja strax. Kenni á mjög þægilegan og góðan bíl, Mazda 929, R 306. Góður okuskóli og öll prófgögn. Einníg getur þú fengið að greiða kennsluna með alborgunum ef þú vilt. Nánari uppl. i sima 24158. Kristján Sigurðsson öku- kennari. Ökukennsla-æfingatímar-endurhæfing. Lipur og þægilegur kennslubill, Datsun 180 B. gerir námið létl og ánægjulegt. Simi 33481. Ökukennsla — æfingatimar. Kenni á Cortinu, ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guðbrandur Bogason, sími 83326._____________________________ Ökukennsla — æfingatimar. Kenni á Cortinu 1600, ökuskóli og próf- gögn ef óskað er. Guðmundur Haralds son. sími 53651. Ökukennsla—Bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626 79. Hringdu og fáðu reynslutima strax án nokkurra skuldbindinga af þinni hálfu. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Eiður H. Eiðsson.sími 71501. Ökukennsla — æfingatimar — bifhjóla- próf. Kenni á Simca 1508 GT. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Nemendur geta byrjað strax. Ökuskóli og öll próf- gögn ef óskað er. Magnús Helgason, sími 66660. Ökukennsla — endurhæfing — hæfnis- vottorð. Kenni á lipran og þægilegan bil, Datsur 180 B. Lágmarkstímar við hæfi nem- enda. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Greiðslukjör. Halldór Jónsson ökukennari. Sími 32943 og hjá auglþj. DB í slma 27022. H—526

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.