Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 28
Faraiannaverkfallið: YFIRMENN FARNIR AD RÁDA SIC ERLENDIS —farmenn ekki ýkja hrifnir af „pakka” VSÍ „Við höfum nú slcoðað „pakka” vinnuveitenda og erum ekki ýkja hrifnir,” sagði Páll Hermannsson, blaðafulltrúi FFSÍ. „Þetta er nánast sami pakkinn og þeir lögðu fram fyrir nokkrum vikum, að því undan- skildu að þeir hafa viðorkennt „prinsipatriði”, sem er vaktaálag. En engar upphæðir eru nefndar. Ég get ekki „kommenterað” á hugsanlega verksviptingu VSÍ,” sagði PáU. „Verksvipting er að ske í raun víða í þjóðfélaginu, eins og t.d. í Sjöfn og þá fer fólk á atvinnuleysis- bætur. Nú um helgina stöðvast fleiri skip og þá nálgast það að fjörutíu skip hafi stöðvazt. Nokkrir yfirmenn eru nú farnir að þreytast og hafa sumir þeirra ráðið sig sem yfirmenn á skip erlendis. Það er okkur hættulegt, því það gæti leitt tU þess að ekki fengjust réttindamenn á okkar skip. Það sér hver heilvita maður að vinnuveitendur verða eitthvað að fara að gera. Við höfum slakað veru- lega á. Ég veit ekki hvor aðUinn er ábyrgðarlausarinú.” -JH Búið ai skoða DC-10 Flugleiða íParís: Engin málm- þreyta fannst í skeyti sem Flugleiðum barst í| morgun, eftir að skoðun á DC-10 þotu félagsins lauk í París nú undir morgun- inn, kom fram að engin merki málm-, þreytu né neinir gallar fundust í| hreyflafestingurn þotunnar. Stendur til að hún hefji áætlunarflug í dag. -GS.I Bráðabirgða- lög ekki fyrir helgi — segirSteingrímur Hermannsson „Bráðabirgðalög koma ekki fyrir helgi,” sagði Steingrímur Hermanns- son, sem nú gegnir starfi forsætisráð- herra í fjarveru Ólafs, i viðtali við DB. Ráðherrarnir segjast aðeins hafa „frestað” setningu bráðabirgðalaga í launamálum en ekki gefizt upp við þá hugmynd. -HH. Það fór heldur ilia f harðindunum I vetur húsið sem reist var eftir hugmyndum hins heimsfræga arkitekts Buckmister Fullers austur f Gaulverjabæ á Eystri Hellum. En þau Einar Gunnar og Vilborg standa þarna fyrir utan mannvirkið sem var notað sem gæsa- og andakofi og til stendur að endurbyggja aftur i sumar. - BH / DB-mynd Bjarnleifur 900% launahækkun aðeins 9% kaupmáttaraukning „Verksvipting þar sem þörf krefur” segir Vinnuveitendasambandið „Frá 1972 hefur 900% launahækkun leitt til 9% kaupmáttaraukningar. Þetta þýðir, að aðeins 1% af launa- hækkunum síðustu ára hefur komið launþegum að gagni,” segir í ábending- um, sem fram koma í umsögn Vinnu- veitendasambands íslands. Almennur félagsfundur í VSÍ var haldinn í gær. ítrekaði fundurinn þá- kjaramálastefnu, sem fylgt hefur verið af hálfu sambandsins og styður þær aðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til vegna yfirstandandi kjaradeilna. Telur fundurinn augljóst, að efna- hagslegar aðstæður leyfi ekki frekari launakostnaðarhækkanir eins og sakir standa, eigi að stöðva vaxandi verð- bólguþróun. í framhaldi af fundinum er vakin athygli á einstökum þáttum í efnahags- mála- og verðbólguþróun og hnykkt á fyrri yfirlýsingum VSÍ í mörgum at- riðum. - BS Stokkseyri: „Reisum a/ft frá grunni... ” — reyntaö koma á fótbráöabirgðaaðstöðu „Það er alla vega Ijóst, að við munum reisa hér allt frá grunni á ný,” sagði Guðni Einarsson bókari hjá Hraðfrystistöð Stokkseyrar í viðtali við DB í morgun, en uppbygg- ingarstarf eftir brunann mikla í fyrri- nótt er nú hafið. Fulltrúar trygginga- félaga og stjóm stöðvarinnar voru á staðnum í gær auk ráðherranna Kjartans Jóhannssonar og Magnúsar H. Magnússonar og þingmannsins Jóns Helgasonar til þess að kanna skemmdir og var strax farið að vinna að þvi að forða frá frekari skemmd- um á þeim afurðum sem geymdar eru í frystigeymslum. „1 frystiklefunum tveimur eru verðmæti fyrir um 200 til 300 milljónir og var byrjað á því að tengja rafmagn á þá á ný til þess að komast hjá skemmdum,” sagði Guðni. „Reykur og sót komst inn í annan klefann, og verður að skipta um allar ytri umbúðir á fiskpökkum þar, 20 til 25 þúsund pökkum. Vandamálið er, hvar hægt er að gera það.” Guðni sagði að skreið og saltfiskur allur hefði sloppið við skemmdir og nú væri verið að huga að því að reisa einhverja bráðabirgðaaðstöðu til þess að verka humar. Móttökusalur og flökunarsalur skemmdust ekki og bátunum átta hefur verið komið í löndunaraðstöðu annars staðar þar til úr rætist. „Tjónið er mikið og ákafiega bagalegt, sérstaklega fyrir konur og unglinga,” sagði Guðni ennfremur. „Karlmenn fá trúlega nóg að gera við byggingarvinnu en sumarvinna 40— 50 unglinga, aðallega frá Selfossi er fyrir bí og vinna fyrir konur hér við fiskverfcun verður auðvitað eitthvað minni.” -HP. m ■ > Unnið við slökkvistarf á Stokkseyri í fyrrinútt. -DB-mynd: MKH, Eyrarbakka. frýilMt,óhii áagblai FIMMTUDAGUR 31. MAt 1979. Niðurdýfing- arskírn ísjónvarpi — hjá Ffladelfíuinönnum á hvítasunnudag „Á þessari samkomu fer fram skirn, niðurdýfingarskírn eins og forðum á hvítasunnudag,” sagði Einar J. Gísla- son, prestur hvítasunnusafnaðarins i Reykjavik, í samtali við Dagblaðið. Á hvítasunnudag verður sjónvarpað frá guðsþjónustu hvítasunnumanna þar sem meðal annars fer fram niður- dýfingarskim sem er að formi til tölu- vert frábrugðin þeirri skírnarathöfn sem flestir landsmenn eiga að venjast. Hvítasunnumenn segja, að þetta sé sá háttur sem hafður hafi verið á, á tímum Nýja testamentisins. Þeir skira ekki börn og segja að fólk verði að vera komið til vits og ára þegar það kýs sér trú. Er ekki að efa að ýmsum mun þykja forvitnilegt að sjá þessa skírnarathöfn hvítasunnumanna í framkvæmd. -GAJ Stórbrani á Skaganum Á níunda tímanum í gærkvöldi tók mikinn reyk að leggja til himins á Akranesi. Héldu margir, m.a. hér í Reykjavík, að um stórbruna væri að ræða og linnti ekki símhringingum til lögreglunnar lengi kvölds. Orsök reyksins var sú að unglingar höfðu borið eld að netadræsum sem fleygt hafði verið ofan í fjöru á at- hafnasvæði Nótastöðvarinnar. Var þarna um ónýtar netadræsur að ræða, en margar. Stóð til að brenna þetta þegar vel stæði á vindátt. Unglingamir voru fyrri til og varð af mikið bál og sérstaklega mikill reykur. Rýkur enn úr netunum. En í gær steig reykur beint í loft upp og urðu ekki óþægindi að. - ASt. Guðmundur öruggur „Guðmundur má heita öruggur í úr- slitakeppnina en það getur allt gerzt hjá mér og ég er eiginlega búinn að fá mig fullsaddan á þessu móti. Það væri eng- in dauðasynd þótt ég kæmi bara heim með Margeiri,” sagði Helgi Ólafsson er DB hafði samband við hann í Luzern i Sviss í morgun. Guðmundur tefldi í gær við Soos frá Þýzkalandi og að sögn Helga virtist leynast jafnteflisleið í skákinni fyrir Soos en í fyrstu var talið að Guð- mundur væri með unnið tafi. Margeir gerði jafntefli við Wadberg, Svíþjóð, en skák Helga og Pachmans var frestað vegna veikinda hins síðamefnda. í A- riðli er Hílbner efstur með 6,5 v., Kagan með 5,5, Guðmundur með 5 og biðskák og Wadberg með 5. Sagðist Helgi reikna með að þessir fjórir kæmust áfram. í B-riðli er GrUnfeld efstur með 7 v„ Hoi hefur 5 v., Helmers 4,5, Karlsson 4 og biðskák og Helgi 4 en hefur aðeins teflt 7 skákir. Innbyrðis úrslit úr undankeppninni gilda ekki i úrslitakeppninni eins og i fyrstu vartalið. -GAJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.