Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 11
V DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979. Í1 ERLEND MÁLEFNI Eins og ég spáði i dálkum þessum fyrir ári, eru neyzluvenjur Banda- ríkjamanna í orkumálum að verða stórpólitískt vandamál fyrir þá. Þau orð eru látín berast í eyru þegnanna frá ríkisstjórnum annarra landa að Bandaríkjamenn eigi sök á vesöld þeirra. Brátt kemur að því að veru- legs kulda fer að gæta í garð Banda- ríkjamanna og sérstaklega má búast við því frá íbúum Evrópuríkja. Ekki geta þeir sem vilja halda þess- ari tilfinningu niðri huggað sig við afstöðu þingmanna á Bandaríkja- þingi. Síðan í janúar hefur þingið hafnað hverri alvarlegri tílraun, sem Jimmy Carter hefur gert til þess að minnka olíunotkun og draga úr inn- flutningi. Þingmenn hafa ekki lagt fram neinar tillögur í staðinn og hafa jafnvel hvatt forsetann til þess að minnka eftírlit með orkuneyzlu í Bandaríkjunum. Þetta hefur allt leitt til þess að olía er enn hvergi ódýrari en í Bandarikj- unum. Hvatning Carters til þegna sinna um að spara við sig orku og olíu, ,,líkt og styrjaldarástand riktí” hefur verið gefið nafnið „mjá”. Ekki notkun Vesturveldanna var talin nema um 52 milljónum fata á dag í ár, og skorturinn sem átökin í íran hafa valdið hefur aðeins numið um 1.5 til 2 milljónum fata á dag: ef ekki væri ofneyzla Bandaríkjamanna myndi trúlega ekki vera um neinn orkuskortaðræða. Olíuskorturinn hefur valdið íbúum Kaliforníu nokkrum erftðleikum, en afgangur íbúa heims hefur hins vegar orðið fyrir barðinu á skortinum. Olía tíl húsahitunar í Belgíu hefur verið dregin saman um 80% frá því sem var í fyrra. Helmingur einkabíla er látinn standa um helgar í Grikk- landi. Og fyrir fátækari lönd heimsins, sem verða að flytja inn olíu, hefur verðhækkunin (rúm 30%) haftgifurleg áhrif. „Það er enginn orkuskortur. Þetta er vandamál sem búið hefur verið tíl af skrifstofubákninu,” sagði þing- maðurinn Ted Stevens frá Alaska ný- lega. Hann er einn þeirra sem vill ekki láta telja sig vita minna en þeir sem kjósa hann á þing. Hvað sem öðru líður trúa nefnilega tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum að oliuskorturinn sé einungis tUbún- ingur olíufélaganna tíl þess að ná út hærra verði. „Orkuvandamálið er enn einungis bandarískt vandamál.” Svo gat að líta í einu brezku blaðanna, sami ákveðni þekkingarskorturinn eins og hjá Stevens þingmanni, en á það er að líta að sömu orð heyrast víða í flestum iðnaðarríkjum Evrópu. Orkuskorturinn er hins vegar stað- reynd, en svo virðist sem Bandaríkja- menn vilji alls ekki viðurkenna þá staðreynd, né minnka ofboðslega notkun olíu. Síðan 1973 hafa níu ríki Efnahags- bandalagsins dregið úr innflutningi orku úr 63% í 56% og stefna að að hafa náð því niður í 50% fyrir árið 1985. Flest önnur iðnaðarríki hafa gert það sama. En Bandaríkin, sem hafa gífurleg áhrif á olíumarkaðinn, hafa aukið innflutning sinn á sama tima úr 35% í 43%. Tölumar tala sínu máli. Hráolíu- Sala á bifreiðum, sem ganga fyrir disilolfu, hefur aukizt mjðg i Bandarikjunum á siðustu mánuðum. er að furða þótt James Schlesinger orkumálaráðherra hafi margoft beðið um að fáaðsegja af sér. Oliubirgðir voru orðnar litlar víð- ast hvar jafnvel fyrir byltinguna í íran. Einkum á það við um Banda- ríkin. Útflumingur frá íran stöðvaðist í fjóra mánuði og minnkandi útflutn- ingur nú um meira en 2 milljónir fata á dag hefur orðið til þess að skapa sama andrúmsloft óvissu og jafna hækkun verðs eins og var búið að spá að verða myndi á árunum 1983 til 1985. Ekkert virðist benda til þess að framleiðsla á oliu muni fara fram úr eftirspurn á ný. Nema auðvitað að hækkun á verði verði til þess að á skellur ný orkukreppa í likingu við þá sem varð á árunum 1974 til 1975 og dró stórlega úr eftirspurn. Eða að Bandaríkjamenn geti fundið leið til þess að minnka stórlega notkun sína á innfluttri oliu. Ef ekki, verða lönd sem flytja inn olíu að greiða olíuna dýru verði í formi óðaverðbólgu og orkuskorts. En Bandaríkjamenn verða að greiða fyrir ofneyzlu sína með vax- andi óvild í þeirra garð frá þeim þjóðum sem vita nákvæmlega hver er sökudólgurinn í orkukreppunni. Þýð.hp. í örvæntingarfullri tílraun til þess að minnka oliunotkun hefur verð á bensíni verið hækkað mjög í Tyrk- landi. ökumenn í Ankara eru sagðir hafa hamstrað svo miklu af bensíni aö eins og einn opinber starfsmaður sagði „ef kveikt hefði verið á eld- spýtu hefði öll borgin getað sprung- ið.” Gwynne Dyeer Aðrar þjóðir hafa her — við höfum landbúnað! 2. Afnuminn verði starfsréttindi mjólkurfræðinga. AUt starfsfólk mjólkurbúa verði framvegis í einu og sama stéttarfélagi. 3. Sett verði lög sem kveða skýrt á um það að fari starfsstétt í verk- fall megi enginn innan viðkom- andi stéttarfélags vinna, hvorki við sin venjulegu störf né við önn- ur launuð störf meðan á verkfaU- inu stendur. 4. Bændum verði umsvifalaust gert ljóst að engar viðbótarútflutn- ingsbætur verði greiddar vegna framleiðslu þessa árs og engar rikisábyrgðir verði veittar vegna erlendra lána sem ætluð yrðu til að greiða bændum útflutnings- bætur. Fyrsta skrefið í þá átt var reyndar stigið á Alþingi í síðustu viku þegar bændur töpuðu í fyrsta sinn i manna minnum orustu og var þar með meinað að kafa lengra ofan í vasa skattborgarans að sinni. En stríðið er ekki tapað þótt ein orusta hafi farið illa og þetta vita bændur. Af ofannefndum ástæðum ber að gera bændum ljóst, svo ekki verði um vUlzt, að þeir verði einir að bera skaðann af framleiðslu um- framlögboðnar útflutningsbætur. Forsvarsmenn bænda hafa viður- kennt að tvö undanfarin ár hafi verið hagstæðustu ár til landbún- aðar fram tU þessa. Bændur hafa því bökin til að bera skaðann nú, finna tU markáðarins og læra af reynslunni og ber að færa sér það í nyt. Innf lutningur osta og áleggspylsa 5. Leyfa ber umsvifalaust innflutn- ing á ostum og áleggspylsum sem ekki er unnt að framleiða hér á landi. Ekki er fyrir hendi tækniþekking né fjárhagslegur grundvöUur til þess að framleiða til dæmis Gorg- onzola-ost eða ungverska Salami- pylsu hér á landi, þessar vörur þykja hins vegar hið mesta hnoss- gæti og eru í flokki svokallaðra „delikatessvara”. Þessar vörur skipta fjárhagslega engu engu máU, hvorki fyrir land- búnaðinn né bændur, og yrðu ekki í samkeppni við okkar land- búnaðarvörur. Aðrar þjóðir í kringum okkur leyfa að sjálf- sögðu innflutning á þessum vörum og þykir sjálfsagt. Bændur hafa haldið því á lofti að þeir vilji stuðla að því að auka fjölbreytni í vöruframboði og mataræði okkar íslendinga. — Hér er tækifærið. 6. FeUa ber niður alla tolla á inn- fluttu grænmeti. Grænmeti er nauðsynjavara en ekki lúxus. Ekki er verjandi að halda uppi verndartollum á grænmeti til þess eins að 'styðja islenzka gróður- húsabændur. Þeir þurfa heiðar- lega samkeppni eins og annar iðn- aður. Annars verður framleiðslu- kostnaður þeirra allt of hár. Neytendur eiga heimtingu á nægu og ódýru grænmeti. 7. Fella ber verksmiðjubúrekstur undir skUgreiningu iðnaðar og veita lán úr lánasjóðum iðnaðar- ins til framkvæmda á þessu sviði. Úr Stofnlánasjóði landbúnaðar- ins fást engin lán til þess að setja á fót verksmiðjubú enda þýddi mikill verksmiðjubúrekstur vænt- anlega þörf fyrir enn meiri fækk- un í bændastétt, og því mega bændur ekki heyra verksmiðjubú nefnd. Ef arðsemin ein fengi að ráða lánveitingum til framkvæmda væri unnt að setja á fót verk- smiðjubú á hafnarbakkanum í Reykjavík sem framleiddi kjúkl- inga á talsvert miklu lægra verði en bændur geta boðið lamba- kjötið á. Fóðrið ofan í hvem kjúkling, sem selst út úr búð fyrir 2200 kr., þarf ekki að kosta meira en 240 kr. Ekki er þvi erfitt að gera sér í hugarlund að með ný- tízkulegum framleiðsluaðferðum, þar sem einn maður getur hæg- lega sinnt um 75000 kjúklinga búi og framleitt 450 tonn af kjúkling- um á ári, sé unnt að ná fram- leiðslukostnaðinum verulega niður. Framleiðslan er að magni til samsvarandi og á 65 sauðfjár- búum. Ef til vill er unnt að ná kostnaðinum niðut í 1/4 af nú- verandi verði ef rétt er á málum haldið. Það er þvi til einhvers að vinna að fara inn á þessa braut. í stað þess að vera almenningi til þjónustu á öllum sviðum, eins og gera mætti kröfu til, þá drottna bændur yfir neytandanum og segja honum fyrir um hvað honum sé fyrir beztu, hvort sem um er að ræða neyzluvenjur hans eða skoðanir. Má! er að linni. — Það verkfall sem nú stendur yfir er einhver siðlausasta þvingunar- og kúgunaraðgerð sem neytandinn hefur verið beittur af hálfu þessara kumpána, bænda og mjólkurfræðinga, fram til þessa. Hægt er að leiða gild rök að því að bændur muni hagnast því meir á verkfallinu sem laun mjólkurfræð- inga hækka meir, þ.e.a.s. ef þeim heppnast sú fyrirætlan sin að láta al- menning borga brúsann. Nú er nóg komið! Hér með skora ég á almenning í landinu að bindast samtökum um að klekkja á deiiuaðil- um og géfa þeim eftirminnilega ráðn- ingu. Reynir Hugason verkfræðingur. £ „Mjólk veröi flutt inn frá Danmörku meö flugvélum um leiö og skortur á þessum vörum gerir vart viö sig.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.