Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ1979. MMBUBIB frfáJst, oháð dagblað — Otgofandi: DagblaðiA h(' Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haykur Holgason. Skrífstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Monning: Aðalstoinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jóqas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassop, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrísson. Hönnun: Gufljón H. Pólsson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Mór E.M; Halldórsson. ^ Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aðalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Áskríft 3000 kr. ó mónufli innanlands. Í lausasölu 150 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prehtun: Arvakur hf. Skeifunni 10. Þrengt aö spillingu Lúðvík Jósepsson virðist ekki eins valdamikill og hingað til hefur verið tal- ið. Að minnsta kosti hindraði hann ekki ráðherra Alþýðubandalagsins í að standa að verulegum vaxtahækkunum á þriggja mánaða fresti næstu misserin. Alþýðubandalagið hafði raunar fall- izt á vaxtahækkanirnar með því að samþykkja í vetur svonefnd Ólafslög, einkafrumvarp Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra um efnahagsmál. í lögunum fólst m.a., að sparifé og útlán skyldu vera verðtryggð. Samt var búizt við, að ráðherrar Alþýðubandalags- ins mundu stinga við fótum að undirlagi Lúðvíks Jósepssonar, harðasta andstæðings hárra vaxta. Og sem bankamálaráðherra hafði Svavar Gestsson sæmi- lega aðstöðu til að tefja framkvæmdina. Seðlabankinn var fljótur að leggja fyrir ríkisstjórn- ina sínar tillögur. Og þá gerðist það, að ráðherrarnir samþykktu tillögurnar, þar á meðal Alþýðubandalags- mennirnir með bankamálaráðherrann í broddi fylking- ar. Árangurinn er sá, að þróunin í átt til fullrar verð- tryggingar hefst strax á morgun, þegar vextir hækka yfírleitt um 2,5 prósentustig. Síðan eiga þeir að hækka um 2,5 prósentustig á þriggja mánaða fresti til loka næsta árs. Ríkisstjórninni er sómi að þessari niðurstöðu. Hún mun draga nokkuð úr spillingunni, sem óhjákvæmi- lega blómstrar við misræmi vaxta og verðbólgu. Hún stuðlar þar með að heilbrigðara þjóðfélagi á íslandi. Eftir daginn í dag verða eiginlegir vextir eða grunn- vextir lágir, 5—l,5°7o af innlánum og 5,5—8,5% af út- lánum. Verðbætur verða hins vegar háar, 17—27% af innlánum og útlánum. Verðbæturnar hækka svo á þriggja mánaða fresti unz verðbólgu er náð. Ef verðbólgan helzt óbreytt, 42%, verða saman- lagðir vextir komnir upp undir 50% í lok næsta árs. En gert er ráð fyrir, að verðbótaþáttinn megi greiða eftir á og bæta honum við höfuðstól fjárskuldbindinganna. Það var einmitt nýmæli Ólafslaga, að raunvöxtum skyldi náð með því að verðtryggja sjálfan höfuðstól- inn, en hafa vexti lága. Bankar og sparisjóðir eru nú að vinna að nánari útfærslu þessarar tengingar verðbóta við höfuðstól. Hinar samþykktu tillögur eru ekki fullkomnar. Al- varlegur er til dæmis sá galli þeirra að mismuna veru- lega milli víxillána og vaxtaaukalána. Það er að vísu í lagi að hafa mismun á grunnvöxtum þessara lána, en ekki á verðbótaþættinum. Á morgun verða samanlagðir vixilvextir 25,5% og samanlagðir vextir vaxtaaukalána 35,5%. Þar munar hvorki meira né minna en 10 prósentustigum. Og þar eru áreiðanlegir skítugir, pólitískir puttar í spilinu. Lánastofnanir munu hér eftir sem hingað til geta tekið víxla í stað vaxtaaukabréfa af pólitískum gæðing- um og samið um framlengingar, svo að víxillánin verði í raun jafnlöng og vaxtaaukalánin. Þetta varpar miklum skugga á málið í heild. Með þessu er stefnt að verulegri stéttaskiptingu. Annars vegar er almenningur, sem verður að sæta vaxtaaukalánum með fullum verðbólguvöxtum. Hins vegar eru svo bílakauparáðherrar, pólitískir gæðingar og fyrirtæki þeirra, sem borga tíu prósentustigum minna. Nú er það krafa almennings í garð ríkisstjórnar og Seðlabanka, að þessum möguleika á misnotkun verði rutt úr vegi. Þá fyrst verður því trúað, að markmið vaxtastefnu þessara aðila sé jafn göfugt og við viljum trúa. Enn lifír blekk- ingin í olíumál- unum góðu Iffí —tveir af hverjum þrem Bandaríkjamönnum telja enn að olfukreppan staf i af bralli olíuf élaga til að auka hagnað sinn Nú stendur yfir „hatrömm deila” milli mjólkurfræðinga annars vegar og bænda hins vegar. Mjólkurfræð- ingar setja mönnum stólinn fyrir dyrnar nema þeir fái svo og svo mikl- ar kauphækkanir og lagfæringar á vinnuaðstöðu, sem auðvitað allt saman má meta til launa. Bændur og forkólfar þeirra hafa jafnan þótt snjallir að víkja sér und- an höggi og mjólkurfræðingar virð- ast ekki gefa þeim neitt eftir. — Þessir tveir deiluaðilar fundu upp á því snjallræði að gera með sér sam- komulag um að láta ekki vinnudeil- una bitna á þeim sjálfum heldur þjarma í staðinn sameiginlega óþyrmilega að þjóðfélaginu með því að hætta, eða hóta að hætta, að selja mjólk í búðirnar. Mögulegt er að þessi skrípaleikur verði að því leytinu til gagns að hinn almenni borgari venjist á að þamba til jafnaðar minna af þessu bannsetta beljudjúsi. Eins og er er mjólkur- þamb okkar jslendinga aldeilis óheyrilegt og miklu meira en í öðrum löndum og mun meira en hollt er fyrirokkur. Bófahasar við þjóðina Þessi lilleput stétt, mjólkurfræð- ingar, um 60 menn, er sem sé komin í bófahasar við alla þjóðina. Komið hefur æ betur í ljós, eftir því sem á verkfallið hefur liðiö, að þeir gefa skít fyrir almenningsálitið og virðast nota verkfallið einungis sem átyllu til þess að násér í aukna yfirvinnu. Þjóðin getur ekki staðið aðgerða- laus og látið þessa putta kúska sig. — Það er ekki hægt að líða það að þeir sem eru í verkfalli séu í fullu starfi og á fullum launum og meira til. ■— Þetta er ekkert annað en fáheyrð ósvífni og verður að svara því af fyllstu hörku. Smeykur er ég um að þjóðin hafi ekki áttað sig til fulls á því hve lúmskt þetta herbragð þeirra mjólkurfræð- inga og bænda er. í verkfallinu er mjólkin notuð til vinnslu, eins og það er kallað. Það er henni er breytt í smjör, osta og mjólkurduft. Veruleg vinna er lögð í að framleiða þessar afurðir en afurðirnar eru hins vegar verðlaust rusl. Smjörið má kaupa utanlands frá fyrir 1/10 af fram- leiðslukostnaði þess hér innanlands, ostaverðið er um 2/10 af framleiðslu- kostnaði og það liggur við að hægt sé að fá mjólkurduftið gefins erlendis, Kjallarinn Reynir Hugason svo mikil vandræðavara er það. Aug- Ijóst er því að þessi framleiðsla getur aðeins haft eitthvert gildi í augum framleiðandans. Sjónarmið ncytand- ans eru allt önnur. Af ofansögðu má ljóst vera að verið er að leggja feiknavinnu í að fram- ieiða verðlausa vöru úr mjólkinni, vöru sem næstum ekkert fæst fyrir í útflutningi. Brellan liggur í því að bændur gera sér vonir um að geta lát- ið innlenda neytendur borga mismun- inn á framleiðslukostnaðarverði og útflutningsverði í gegnum útflutn- ingsbótakerfið. Bændur og mjólkur- fræðingar eru því með þessu á sið- lausan hátt að lauma 90% af reikn- ingnum fyrir verkfallið ofan í vasa neytandans. Ekki nóg með það, sá reikningur er margfalt hærri en þótt mjólkinni væri hellt beint i bæjar- lækinn og bændum greiddur skaðinn upp i topp úr ríkiskassanum. Mjólkurfræðingar standa algerlega hjá og þvo hendur sínar. Þeir geta ekki annað en hagnazt á verkfallinu, hvernig svo sem því lyktar. Hin mikla yfirvinna í verkfallinu gerir það ef til vill að verkum að þeir verði að taka sér viðbótar viku í sólinni á Mallorka seinna í sumar en að öðru leyti bíða þeir aðeins eftir því að geta notfært sér þrýstinginn sem þeir vona að komi frá almenningi vegna mjólkur- skortsins til þess að knýja fram kröfur sínar. — Siðblindan er alger. — Enginn þessara 60 manna virðist sjá neitt athugavert við framferði sitt. Þvi ber að taka þessa menn sömu tökum og þeir taka þjóðfélagið. Mjólkfrá Danmörku Þessum sambræðingi verður að svara. Svona bófahasar og platónsk verkföll verður að kveða niður í eitt skipti fyrir öll. Hér er um kúgunarað- gerð að ræða sem verður að svara með aðferðinni „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn”. Ég legg til að gripið verði til eftir- farandi aðgerða nú þegar: 1. Mjólk verði flutt inn frá Dan- mörku með flugvélum um leið og skortur á þessum vörum gerir vart við sig. Útflutningsbætur verði notaðar til þess að greiða flutn- ingskostnaðinn og komi upphæð- in til frádráttar þeim útflutnings- bótum sem bændum eru ætlaðar á fjárlögum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.