Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 31.05.1979, Blaðsíða 5
5 Eskifjörður: Afþreyingarheimili iðnaðarmanna Níu einbýlishús eru í smíðum á Eskifirði að sögn Guðmundar Baldurs- sonar byggingarfulltrúa. Auk þess er nýbyrjað á 12 íbúða biokk. Sigbjörn Haraldsson byggingarmeistari í Reykjavík tók bygginguna að sér fyrir 190 milljónir króna. Blokkin verður fullkláruð og lóð frágengin að mestu er henni verður skilað. Eskfírðingum lízt vel á það að einn maður taki að sér áðumefnda blokk, því þá hafa íbúðareigendur til einhvers aðleita. En piparsveinablokkin svonefnda, sem hefur verið í byggingu hér í 5 ár og átti að afhenda í apríl eða maí, er ekki tilbúin og langt er þar tU hún verður af- hent eigendum. Piparsveinablokkin var unnin í akkorði þar til hún var fokheld. Gekk það vel en verkið var unnið af Byggingarfélagi Fáskrúðsfjarðar. Síðan hafa ýmsir iðnaðarmenn á Eskifirði unnið í blokkinni og ber eng- inn ábyrgð á verkinu. Eru ýmsir hér farnir að kalla blokkina afþreyingar- heimili iðnaðarmanna. Svo seint hefur verkið gengið hjá iðnaðarmönnunum, að Guðmundi Auðbjörnssyni málara- meistara undanskildum. -Regina. Ekki von á íslenzku viskfi f bráð Hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins bíða menn með nýlega uppskrift af dýrindis viskíi sem enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær hefja skal framleiðslu á, að sögn Ragnars Jóns- sonar skrifstofustjóra Áfengis- og tó- baksverzlunar ríkisins. Hefur pólskur sérfræðingur verið helzti ráðunautur Áfengisverzlunarinn- ar í þessum efnum og er það undir hans leiðsögn sem á undanfömum árum hefur verið farið út í framleiðslu t.d. .á sjéniver oggini. Vélakostur víngerðar Áfengisverzl- unarinnar hefur hihgað til ekki þótt bjóða upp á að fara út í fyrrgreinda viskíframleiðslu, hins vegar getur bætt- ur vélakostur, sem von er á í sumar og haust, orðið til þess að farið verður út í aðbjóðauppáislenzktviskí. -BH. Lagnaðarís á Eskifirði Undanfarna daga hefur verið 8—10 stiga hiti á Eskifirði og sól. En á mið- vikudagsmorgun brá svo við að lagnað- arís var kominn á Eskifjörð. Sjávarhiti mun vera mjög lágur, eða um 1 stig á Celcius. Hólmatindur kom á þriðjudag með 66 tonn og mjölskip lestaði á miðviku- dagum600tonn af loðnumjöli. —Regina. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1979.___ Lítið magn ávaxta fíutt inn fíugieiðis —ávextir nær tvöf aldast í verði við það Þessi hraustlegi strákur tók þátt í sumarbúðum við Úlfljótsvatn. Engin „Rauðhetta” um verzlunarmannahelgina — en nóg að snúast að Úlfljótsvatni í sumar Ekkert „Rauðhettumót” verður haldið um verzlunarmannahelgina að Úlfljótsvatni eins og verið hefur undan- farin ár — við misjafnan orðstír. í sumar gengst Bandalag íslenzkra skáta fyrir fjölskyldumóti með skáta- sniði á „höfuðbóli” sínu, Úlfljóts- vatni. Mótið verður opið öllum al- menningi. Nóg verður að gera hjá skátum við Úlfljótsvatn í sumar. Sumarbúðir og útilífsnámskeið verða með svipuðu sniði og undanfarin ár og eru opin öll- um krökkum. Sumarbúðirnar eru ætl- aðar 7—10 ára krökkum, sem fást við gönguferðir og náttúruskoðun, íþróttir og leiki, sund- og bátsferðir, kvöld- vökur, varðelda og fleira. Vikan kostar 24 þúsund. Útilífsnámskeiðin sækja 11—14 ára krakkar, sem fá undirstöðuþjálfun í útilífi og ferðamennsku. Búið jöfnum höndum i skála og tjöldum. Nánari upplýsingar veitir Bandalag isl. skáta. -ÓV. Við eigum epli iStuðlafossi.sem nú er á leið til landsins, en erFitt mun um viðlegupláss fyrir skipið, þannig að óvíst er hvort þau epli nást úr skip- inu. En eplin geymast lengi um borð.” „Við höfum ekki flutt inn neina ávexti flugleiðis,” sagði Ólafur B. Schram, hjá heildverzlun Björgvins Schram. „Það eru því allir ávextir búnir hjá okkur. Lengst áttum við epli, en síðasta eplasending var send frá okkur í verzlanir 21. maí sl. „Við höfum flutt inn smávegis af ávöxtum flugleiðis,” sagði Aðal- steinn Eggertsson hjá Eggerti Kristjánssyni og Co. „Það sem við fluttum inn voru bananar, grape ávextir, appelsínur og vínber. Epli höfum við ekki flutt inn, þar sem þau voru til í verzlunum. Ávextir nær tvöfaldast í verði þegar þeir eru fluttir inn flugleiðis, þar sem 240 kr. bætast ofan á hvert kg. auk annarra gjalda. En innflutn- ingur hjá okkur er mjög lítill nú miðað við venjulegan maí-mánuð. Þessir ávextir hafa selzt, þrátt fyrir að þeir séu dýrir. Enda þurfa margir, bæði börn og sjúklingar, að fá Það er orðið langt sfðan svona var umhorfs I hillum verzlana. ávexti.” hafa flutt inn banana, en Sambandið „Mé'r er einnig kunnugt um það,” t.d. ekki.” sagði Aðalsteinn, „að Bananar hf. -JH. Boranirá Blönduósi „Við reiknum með að bora niður á um 1700 m dýpi og þá sést hvort meira vatn fæst. Það sem við höfum núna dugar kannski næsta vetur en ekki meira,” sagði Eyþór Elíasson, sveitarstjóri á Blönduósi, í viðtali við DB en þar hafa staðið yfir boranir með jarðbomum Narfa fyrir hitaveit- unaástaðnum. „Þetta var ákaflega bagalegt i vetur, í mestu kuldaköstunum höfðum við engan veginn nægi- legt vatn,” sagði Eyþór enn- fremur. „Við kyntum þó töluvert af stærri húsum með olíukynd- ingum, en það var ansi kalt hjá sumum.” Borinn Narfi verður áfram við boranir á Blönduósi, næstu tíu dagaa.m.k. -HP. 77/ Luxembofö .. . _ . w s eða lengra... Luxemborg er friösæll töfrandi feröamannastaöur, mótaöur af frönskum og þýskum menningaráhrifum - þar sameinast franska giaöiyndiö og þýska nákvæmnin. Þarsem landiö erlítiö, erstutt aö skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þarsem frægustu fljótahéruö Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Rínar. LUXEMBORG - EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR. FLUGLEIDIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.