Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 32
útsetur fyrir Elton „Þaö er rétt, ég hef verið beðinn að gera þetta,” sagði Þórir Baldursson í samtali við DB í gærkvöld er borinn var undir hann orðrómur um náið sam- starf hans við Elton John, einhverja skærustu poppstjömu okkar tíma. Það sem Þórir hefur verið beðinn um er að útsetja öll lög á næstu plötu Eltons John, sem taka á upp i júlí í Musicland Studios í Mtlnchen. „Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég ætla ekki að gera það,” sagði Þórir. „Þetta getur skipt mjög miklu máli fyrir mig.” Þórir kvaðst að öðm leyti ekki vita mikið um væntanlega plötu Eltons, en kvaðst búast við stefnubreytingu, þannig að Elton færi að meira eða minna leyti út i diskó. Upptökustjóri verður gamall samstarfsmaður Þóris í Þýzkalandi. Þórir Baldursson flyzt á þessu ári til Bandaríkjanna frá Þýzkalandi. „Ég hef orðið það mikið að gera i Banda- ríkjunum, að þaðer hagstæðaraaðbúa þar.” -ÓV/ÁT. Haukur fékk níu mánuði — sex dæmdir í „handtökumálinu” Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknariögreglumaður I Keflavik, var i gær dæmdur í níu mánaða fang- elsi fyrir að hafa staðið að og stjómað ólöglegri handtöku á þeim Guðbjarti Pálssyni og Karli Guðmundssyni í byrj- un desember 1976, við Voga á Vatns- leysuströnd. Auk þess var Viðar Ásmundsson Ól- sen, fyrrverandi dómarafulltrúi dæmdur fyrir þátttöku sína í hinni ólöglegu handtöku og hlaut hann þriggja mánaða fangelsi. Fjórir aðrir hlutu einnig dóm fyrir þátttöku sina í þessu máU, sem oftast hefur verið nefnt „handtökumálið”. Voru þar á meðal huldumeyjamar tvær sem aðstoðuðu Hauk við hina ólöglegu handtöku, lögreglumaður í Keflavík sem visvitandi rangfærði framburð sinn og kvaðst á sínum tima ekki hafa séð huldumeyjamar í bíl Hauks í Vog- unum þegar handtakan fór fram og ræstingarkona úr Keflavík, sem útveg- aði annarri huldumeyjunni fjarvistar- sönnun með því að segja að hún hefði verið við vinnu ásamt sér þegar hún var hins vegar að stuðla að hand tökunni. Dómar þeir er aðrir en Haukur og Viðar hlutu vom skilorðsbundnir, svo ekki kemur til fullnustu þeirra nema til komi afbrot viðkomandi innan þriggja ára. Áfrýjunarfrestur er hálfur mánuður. -BH Eftirolíuhækkun Stefnir í 43 pró- sent veröbólgu „Það mun sennilega auka verð- bólguna um 1—1,5 prósent, ef olíu- hækkunin helzt,” sagði Ólafur Davíðsson hagfræðingur í Þjóðhags- stofnun í viðtali við DB i morgun. Verðbólgan yrði þá komin i nálægt 43 prósent á árinu miðað við það, að þetta bættist ofan á verðbólgustigið, sem Seölabankinn segir vera 41,8 prósent um þessar mundir. Snemma á árinu töluðu ráðherrar um að koma verðbólgunni niður í 30 prósent og virtust vongóðir um það. Ólafur sagði, að metið hefði verið, að olíuhækkunin, sem varð fyrr á' árinu, yki verðbólguna um 1,5—2 prósent. Nú kemur ný stórhækkun ofaná. Ólafur sagði, að fyrir síðustu olíu- hækkun hefði verið reiknað með, að viðskiptakjörin rýrnuðu I ár um 7—8 prósent. Erfitt væri að meta, hversu mikið þau rýrnuðu til viðbótar við nýju hækkunina. Hugsanlega mætti búast við, að aukin verðbólga i öðrum löndum leiddi til hækkunar á útflutningsverði okkar, sem drægi úr rýmun viðskiptakjaranna. Þá væru mestar líkur til, að þjóðartekjur í ár yrðu minni en i fyrra vegna verri viðskiptakjara. - BH Ég er persneskur hefðarköttur Hellisheiðarundrið hefur náðst á mynd. Hinn guli persneski hefðarkðttur er örUtið úfinn þessa dagana, þar sem hann er að fara úr hárunum. En i stuttu viðtaU sagði undrið að alls ekki mætti Ukja sinni æruverðugu persónu við útigangskvikindi svo sem ref eða mink. Sá persneski neitar og öllum skyldleika við Æjatolla þá er nú ráða rikjum i hans ættarlandi. Útigangi og músaveiðum á heiðum úti neitar hann og en viðurkennir að aðstoða húsbónda sinn Steingrím veitingamann i Skiðaskálanum er hagamýs gerast nærgöngular á haustin. JH/DB-mynd: Magnús Jónsson Leggja Aöalverktakar f é til st jórnmálaf lokka? ALUR STJÓRNMÁLA- FLOKKARNIR NEITA „Mér vitanlega hefur Alþýðu- flokkurinn enga sUka greiðslu fengið frá Aðalverktökum. Ég hef enga vitneskju umneitt sUkt,” sagði Bene- dikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins, í samtali við DB í morgun. Helgarpósturínn staðhæfir í morgun, að fyrirtækið Aðalverktakar á Kefla- vUcurfiugveUi hafi reglulega lagt ákveðna peningagreiöslu, fjár- framlag, tU a.m.k. eins stjómmála- flokks og að líkindum tU tveggja ann- arra stjórnmálaflokka. „Ekki mér vitanlega,” sagði Sigurður Hafstein, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, við DB í morgun. Hann kvaðst ekki kannast við neinar slíkar greiðslur til Sjálf- stæðisflokksins frá Aðalverktökum. „Þetta er bara bull,” sagði hann. „Það er nú nánast óþarft að svara þessu,” sagði Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, „slíkur stuðningur frá Aðalverktök- um til okkar hefur aldrei verið orðaður og aldrei komið til greina.” „Þetta er mikil fjarstæða,” sagði Þráinn Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins. „Ég fullyrði að flokkurinn hefur hreinan skjöld.” -ARH/GM frfálst,áháð dagblað FÖSTUDAGUR1 ■ JÚNÍ1979. Geymslurými margra frystihúsa á þrotum: Freðfiski ekið hundruð kílómetra milli geymslna — þrjú skip að lesta nú Geymslurými margra frystihúsa er nú á þrotum þrátt fyrir umstöflun eins þétt og hægt er. Hafa sum húsin orðið að gripa til þess að aka freðfiski allt upp í hundruða kílómetra leið til staða, þar sem enn er rými. Nú eru þrjú skip að lesta físk umhverfis landið og er reynt að taka frá þeim húsum, sem fyllst eru. Það eru tvö leiguskip, er SH hefur tekið og eitt SÍSskip. -GS. Guðmundur vann biðskákina í 10. umferð svæðamótsins í Luzern sem tefld var í gær gerðu Helgi og Guðmundur báðir jafntefli við and- stæðinga sína þá Hammer og Helmers. Þá vann Guðmundur biðskák sína við Soos og hefur þar með endanlega tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Margeir tefldi við Soos í gær og fór skák þeirra í bið og hefur Margeif heldur lakari stöðu. Staðan í A-riðli er sú, að Htlbner er efstur með 6,5 v. og bið, Guðmundur hefur 6,5 v., Kagan 5,5 og Wadberg 5 og bið. í B-riðli er Grtlnfeld efstur með 7, Karlsson er með 6 v., Helgi með 5 og frestaða skák gegn Pachman sem tefid verður í dag, Hoi hefur 5 og bið og Helmers 5. Athygli vekur slök frammistaða stórmeistar- anna Pachman og Liberzon. Þeir hafa aðeins 3,5 vinninga. Helga nægir jafn- tefli í þeim tveim skákum sem hann á eftir til að komast í úrslitin. -GAJ- 200 mílna lögin undirrituð í dag rennur upp lokastundin í stærsta baráttumáli okkar íslendinga á undanförnum árum er forseti íslands, Dr. Kristján Eldjárn undirritar lög um landhelgi, efnahagslögsögu og land- grunn, 200 mílna lögin. FYRIR AUG- LÝSENDUR Móttaka smáauglýsinga verður opin til kl. 18 I dag. Lokað laugardag og sunnudag. Opið mánudag, annan i hvitasunnu, kl. 18—22 fyrir auglýs- ingar, sem eiga að birtast á þriðjudag. Auglýsingadeildin óskar öllum góðrar helgar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.