Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979.
i Allar skreytingar unnar af fag-
, mönnum.______
Ncag bllaitasSI a.oi.k. á kvöldia
iíidmlwixiih
HAFNARSTRÆTI Slml 12717
Skrifstpfustarf
Heildverzlun í Reykjavík óskar að ráða vanan
starfskraft til framtíðarstarfa við símavörzlu,
vélritun og sölustörf. Enskukunnátta
nauðsynleg. Viðkomandi þarf að hafa bíl til
umráða og geta byrjað 15. ágúst eða fyrr eftir
samkomulagi. Góð laun í boði fyrir hæfan
starfskraft. Tilboð merkt „Skrifstofustarf 815”
sendist til auglýsingadeildar Dagblaðsins fyrir
7. júní.
Þegar olíulítrinn fer í 150 krónur:
Togaramir hafa
naumast fyrír
olíu og launum
— ekkert eftir í viðhald, tryggingar, veiðarfæri, afskriftir o.fl.
>að er ekki bara bátaflotinn, sem
stendur nú andspænis mestu rekstrar-
örðugleikum sem yfir flotann hafa
dunið í fjölda ára, heldur stefnir
einnig í að togaraflotinn geti ekki gert
út í sumar nema með umtalsverðum
hjálparaðgerðum þar sem þeir munu
vart fiska fyrir meiru en olíu og laun-
um.
Er þá eftir að greiða fyrir veiðar-
færi, tryggingar, viðhald o.fl., auk
þess að afskrifa skipin eðlilega og
standa undir afborgunum.
Ágúst Einarsson, fulltrúi hjá LÍÚ,
reiknaði dæmi meðaltogara af minni
gerð fyrir DB í gær.
Miðað við olíu- og fiskverð í júní í
fyrra og aflatekjur upp á 300 millj-
ónir, eyddi útgerð slíks togara 51
milljón króna í olíu, eða 17% afla-
tekna miðað við 13 þús. lítra árs-
eyðslu.
Miðað við fiskverð nú (fyrir hækk-
unina) má áætla aflatekjur yfir árið
365 milljónir, en olíukostnað 134
mUijónir, eða 36,7% af aflatekjum.
Sé dæmið reiknað áfram á núgild-
andi fiskverði og 150 króna lítraverði
í sumar, verður olíukostnaðurinn
53,4% af aflatekjum.
Af þessu er ljóst að fiskverð verður
að hækka gífurlega nú til að halda í
36,7%, sem þó er meira en tvöfaldur
hlutur af aflatekjum miðað við 17% í
júní í fyrra.
- GS
Aðstoðarf ramkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SÍS:
Af urðahækkanir ekki í sjónmáli
— svo ekki kemur hjálpin úr þeirri átt
„Markaðirnir í Bandaríkjunum SÍS, í viðtali við DB í gær.
eru mjög góðir nú eftir hækkanirnar Engu vUdi hann þó spá um verð-
nýlega og ég sé engin áþreifanleg þróunina í náinni framtíð, tók aðeins
merki væntanlegra hækkana í bráð,” fram að hækkanir væru ekki sjáan-
sagði Ólafur Jónsson, aðstoöarfram- legar.
kvæmdastjóri SjávarafurðadeUdar Það kom fram í viðtali við Ólaf í
DB í gær að þegar skortir nú á að ís-
lenzku verksmiðjumar í Bandaríkj-
unum geti annað eftirspurn kaup-
enda, sem kann að hafa alvarlegar af-
leiðingar.
- GS
Sáluhjálp i viólögum
Ný þjónusta — Sfmaþjónusta frá kl. 17—23 alla daga vik-
unnar. Sfmi 81515. Þjáist þú af áfengisvandamáli? Er
áfengisvandamál einhvers náins að eyðileggja þitt iíf?
Hringdu — og ræddu málið.
Jt7] MMTÖK ÁHUGAFÓLKS
n^LLrUJ UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ
PERMANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPINGAR
LAGNINGAR BLASTRAR LITANIR GERUM GÖT I EYRU
emgi 4JEA1Í ragnhildur bjarnadóttir
OllVll 4*1990 HJÖRDÍS STURLAUGSDÓTTIR
77/ söíu:
Renauh 4 Van árg. 75
Renauh 5TL árg. 74
Renauh 12 station árg. 75
Renauh 20 árg. 77
Renauh 4F6 árg. 78
Ford Cortina árg. 74
Opiö laugardaga kl. 2-6.
Knstinn Guðnason
Suðurlandsbraut 20 - Sími 86633.
Jón Bjarnason, bóndi í Dufþaksholti. Kýraar komast líklega ekki út fyrr en um miðjan juni.
JóníDufþaksholti:
Sjaldan vorað svo
seint og illa
„Þetta hefur verið mikil og fádæma
harðindatíð,” sagði Jón Bjarnason
bóndi í Dufþaksholti á RangárvöUum
er hann var inntur eftir afkomu bænda
á Suðurlandi. Virðist svo sem víðast
hvar um landið, ekki aðeins á hafís-
svæðunum fyrir norðan heldur og
sunnanlands, hafi veturinn verið ein-
hver sá harðasti í manna minnum,
snjóþyngsli og fádæma kuldi. „Ég
reikna ekki með að við getum sett
kýmar út fyrr en í fyrsta lagi um
miðjan júní,” sagði Jón. Enda er á
næturnar hörkukuldi og næstum
gaddur og gróður lítið farinn að hreyfa
sig. Vonaðist Jón hins vegar tU þess að
hafa sloppið við kal að mestu leyti.
Þótti honum sumarið sjaldan eða
aldrei hafa verið svo seint á ferðinni,
varla tekið að vora svo heitið gæti og
júníaðbyrja.
Að Dufþaksholti er búið allstóru
búi, hefur Jón um 50 kýr á fóðrum,
130—140 kindur og um 60 hross.
Hrossin á Jón mörg hver sjálfur auk
þess sem hann heldur talsvert af hross-
um fyrir aðra. Mikið af folöldunum
verður sent í sláturhúsið í haust og
virðist þvi svo sem fordómar gagnvart
hrossakjötsáti hindri ekki þó þetta
mikið hrossakjötsát.
íslenzk
„baggatínsluvél"
Niðri á túni hjá Dufþaksholti var
verið að prófa nýja íslenzka fram-
leiðslu, svonefnda „baggatínsluvél”.
En innfluttar baggatínsluvélar hafa
gefizt afar misjafniega, svo vélsmiðja
Kaupfélags Rangæinga afréð að
smíða eina vél, sérhannaða fyrir ís-
lenzkar aðstæður. Var baggatínslu-
vélin nú nýkomin út úr skemmu og
var þetta fyrsti reynsluakstur hennar
á túninu að Dufþaksholti. Þótti hún
gefa allgóða raun, svo ekki er ólíklegt
að áframhald verði á smíði fleiri véla
af þessu tagi. Svo ekki er ósennilegt
að ferðamenn um Suðurlandið sjái
bændur um sláttutímann i sumar
nota íslenzkar baggatínsluvélar,
framleiddar þar í sveitinni, hjá Kaup-
félagi Rangæinga. -BH.