Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 18
22 -Í DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir s Grundfirðingar skoruðu sjö! Þriðji flokkur Keflvikinga, íslands- meistararnir frá í fyrra, hóf titilvörn sina i Vestmannaeyjum um siðustu helgi með stórgóðum sigri yfir heima- nönnum, 3—1, Ólafur Þ. Magnússon, geysilega efnilegur leikmaður hjá ÍBK, skoraði tvö marka gestanna en hið þriðja skoraði Þór Kristjánsson. Eina mark ÍBV skoraði Heimir Einarsson. Að sögn FÓV í Eyjum er lið ÍBK efni i íslandsmeistara á nýjan leík i sumar. Annars voru það Grundfirðingar, sem stálu senunni í fyrstu leikjunum i 3. flokki því þeir unnu Skallagrím úr Borgarnesi 7—1 á þeirra eigin heima- velli, en við skulum kíkja á úrslitin áður en við höldum lengra. 3. flokkur, A-riðill: Akranes-KR 0—2 Víkingur-Þróttur 2—1 Breiðablik-Fylkir 0—3 ÍBV-Keflavik 1—3 FH-Fram 1—2 B-riðill: Haukar-Víðir 1—2 Stjarnan-ÍR 1—0 Selfoss-Þór, Þorl. Þór gaf Þá vantar DB upplýsingar um leik ‘Leiknis og Snæfells en ógjörningur reyndist að hafa uppi á um Leiknis. forráðamönn- C-riðill: Skallagrímur-Grundarfj. 1—7 Ármann-lK 3—0 Grindavík-Afturelding 2—2 Grótta-Reynir 3—3 KR byrjaði mótið vel með góðum sigri upp á Skaga og þá kom stórgóður sigur Fylkis yfir Breiðabliki, sem hefur haft einhverju bezta liði 3. flokks á að skipa í mörg ár, mjög á óvart. í B-riðlinum töpuðu Haukar nokkuð óvænt fyrir Víði úr Garði og greinilegt er að þar er mikill efniviður knatt- spyrnumanna. Stjarnan vann ÍR 1—0 á sjálfsmarki þrátt fyrir að ÍR-ingar ættu 80% leiksins. Óheppnin var hins vegar þeirra fylgifiskur að þessu sinni. Leikmenn Gróttu fóru herfilega að ráði sínu gegn Reyni úr Sandgerði. Gróttustrákarnir voru komnir í 3—0 og ieiddu 3—1 í leikhléi. Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og þeim tókst að jafna metin áður en yfirlauk. Islandsmeistarar Vikings i 4. flokki f fyrra. Fram hefur oftast unnið 3. f lokkinn —alls 12 sinnum á 39 árum Það er ekki úr vegi svona rétt í upp- hafi íslandsmótsins að renna yfir það hvaða félag hefur oftast unnið 3. flokks og 2. flokks titilinn í íslands- mótinu. Lengi framan af voru Fram, KR og Valur einráð i þessum flokkum en upp úr 1955 fóru önnur lið að blanda sér meira f baráttuna. Keppni í 2. og 3. flokki hófst 1940 og Framarar urðu fyrst Islandsmeistarar í 3. flokki 1941. Síðan hafa þeir unnið titilinn 11 sinnum í þessum flokki eða 12 sinnum alls. Valur hefur 9 sinnum orðið meistari, KR 8 sinnum, Akranes, Vestmannaeyjar og Breiðablik hafa tví- vegis unnið titilinn og Þróttur, Vík- ingur og Keflavík einu sinni hvert félag. Ekki var keppt í 3. flokki 1946. , í öðrum flokki hafa KR og Valur oftast orðið íslandsmeistarar eða 9 sinnum hvort félag. Framarar hafa 6 sinnum unnið titilinn og Eyjamenn fjórum sinnum. Þá hafa Akurnesingar þrívegis unnið til titilsins og Keflvíking- ar tvivegis, þ.á m. i fyrra. Eitt árið tefldu Reykjavíkurfélögin fram sameiginlegu liði og það lið vann. 2. flokkinn með yfirburðum 1948. íþróttabandalag Suðurnesja tefldi einnig einu sinni fram sameiginlegu liði og þeir unnu titilinn árið 1953. Önnur félög sem unnið hafa eru Þróttur, Sel- foss, og Víkingur. Þróttarar tvívegis en hin einu sinni hvort. Þessir ungu strákar vöktu mikla athygli á leik Fram og Vals i 1. deildinni á miðvikudagskvöld. Þeir létu vel f sér heyra og veifuðu Fram-fánum sinum af miklum eldmóði eins og þessi mynd Bjarnleifs sýnir. íslandsmeistaramir fengu stóran skell! íslandsmótið í 2. flokki hófst um síðustu helgi og alls voru leiknir 9 leikir i þeim tveimur riðlum, sem leikið er í. Það kom einna mest á óvart, að ís- landsmeistaramir frá i fyrra, Keflvík- ingar, fengu stóran skell er þeir léku gegn Valsmönnum að Hlíðarenda. Valur vann 4—0 og var sá sigur fylli- lega sanngjarn. Áður en lengra er haldið skulum við skoða úrslitin í 2. flokki í vikunni: A-riðill: Valur—Keflavík 4—0 Fram—Breiðablik 2—2 Vestmannaeyjar—FH 0—0 Stjarnan—Þór, Ak. 2—1 KR—KA.Ak. 2—0 Keppni f 4. og 5. f lokki hefst um helgina Keppni í 4. flokki hófst í gærkvöldi með leik Vals og Fylkis. Sá leikur var i A-riðli og í sama riðli áttu einnig að leika í gærkvöldi Ármann og Þróttur og Breiðablik og Vikingur, en Viking- arnir urðu Íslandsmeistarar í þessum flokki i fyrra. Keppni í 5. flokki hefst kl. 15 á morgun og þá leika fyrsta leik íslands- meistarar Vals gegn Vestmannaeyjum í Eyjum og geta þeir varla fengið erfiðari andstæðing í upphafi titilvarnarinnar. Þá leika einnig á morgun Bolungarvík og Þór, Þorlákshöfn og Ármann og Skallagrímur í C-riðli. Keppnin í 5. flokki fer síðan af stað af fullum krafti nú í vikunni og fyrirfram er ógjörning- ur að spá um hugsanlega sigurvegara. Til gamans skulum við birta lista yfir sigurvegara í 4. og 5. flokki frá upp- hafi: Ár 4. flokkur 5. flokkur 1954 KR 1955 Fram 1956 Fram 1957 Fram 1958 Valur KR 1959 ÍBK Fram 1960 Valur Valur 1961 KR Víkingur 1962 Fram Valur 1963 Víkingur KR 1964 ÍBV Valur 1965 Fram Valur Voru mættir út á völl en enginn leikur! Selfyssingar urðu tvívegis fyrir óþægilegri reynslu um sl. helgi. Á sunnudeginum áttu lið Selfoss og Þórs frá Þorlákshöfn að leika kl. 16 á Sel- fossvelli i 3. flokki B. Selfyssingarnir voru mættir út á völl og tilbúnir i slag- inn þegar hringt var frá Þorlákshöfn og sagt að Þór gæfi leikínn. Strákarnir urðu að sjálfsögðu svekktir yfir þvi að vera komnir út á völl og þurfa siðan að fara heim án þess að hafa spilað. Þá átti 2. flokkur Selfyssinga að leika gegn Ármenningum í 2. flokki B á mánudagskvöldið, en þar sem Ármenn- ingar munu hafa dregið sig út úr mót- jnu varð ekkert af þeim leik. Þetta vekur upp þá spumingu, af hverju lið eru að boða þátttöku og eigai síðan ekki nægan mannskap í lið eins og tilfellið mun hafa verið með Þór frá Þorlákshöfn? Slíkt hefur ekkert nema leiðindi í för með sér og ættu lið að reyna að komast hjá sliku. -SSv. 1966 Valur Fram 1967 ÍBV Valur 1968 Víkingur KR 1969 KR ÍBV 1970 ÍBV .Valur 1971 Valur KR 1972 Valur Víkingur 1973 Þróttur, R Breiðablik 1974 Breiðablik Breiðablik 1975 Breiðablik Þróttur, R 1976 Breiðablik ÍBV 1977 ÍBK ÍÁ 1978 Vikingur Valur B-riðill: Reynir.S—Víkingur frestað Leiknir—ÍK 3—0 Haukar—Fylkir 1—0 Selfoss—Ármann gefið Ármenningar hafa dregið sig til baka i mótinu. i, Leikur Fram og Breiðabliks var mjög fjörugur og skemmtilegur og úrslitin voru ekki ósanngjörn, en,heldur voru Framarar nær sigri ef eitthvað var. í Eyjum fengu heimamenn FH í heimsókn. Það kom stórlega á óvart með því að hirða annað stigið af Eyja- mönnum, sem fram til þessa hafa þótt harðir í hom að taka á heimavelli. Að sögn fréttaritara DB í Eyjum, FÓV, var þessi leikur slakur i alla staði. Stjarnan vann góðan sigur á Þór, Ak. með mörkum frá Jónasi Skúlasyni og Herði Filipssyni. Norðanmenn gerðu ekki góða ferð í bæinn þvi KA frá Akureyri lék við KR um helgina og mátti einnig þola tap, 0—2. Leik Reynis, Sandgerði og Víkings var frestað þar sem margir 2. flokks strákanna í Reyni leika með meistara- flokki félagsins. M.fl. lék bæði á mið- vikudag og á laugardag og það þótti því einum of mikið að láta strákana leika lika á föstudag. Þá unnu Haukarnir Fylki 1—0 með marki miðherjans Kristjáns, hvers föðumafn DB er ókunnugt um. Ármenningar hafa dregið 2. flokks lið sitt til baka úr íslandsmótinu, enda munu margir leikmanna leika með meistaraflokki. RENNT UR HLAÐI Fram tU þessa hafa fréttir af yngri flokkunum i knattspyrnu verið af skornum skammtí á iþróttasíðum dagblaðanna. Svipaða sögu er að segja af yngra fólkinu i flestum öðrum iþróttagreinum. Ástæður fyrir því eru margar, en vafalítið eru þyngstir á metunum mjög margir leikir og svo erfiðleik- ar sem fylgja þvi að ná saman öllum úrslitum. Vikulega fara fram 30— 50 leikir þannig að það útheimtir talsverða vinnu og fleiri símtöl en marga grunar til að safna úrslitun- umsaman. Dagblaðið hefur nú ákveðið að ráðast í að birta reglulega fréttir og úrslit úr yngri flokkunum i knatt- spyrnu í sumar. Við höldum úr hlaði í dag, en framvegis mun ein iþróttasiða á hverjum laugardegi verða helguð þessu efni. í dag birtum við úrslit allra leikja i vikunni að leikjum gærdagsins frátöldum. Framvegis mun þaö verða þannig i sumar aö í laugar- dagsblaðinu birtast úrslit allra leikja hverrar viku, nema þeir leikir sem fram fara á föstudögum. Þeir komaívikunniáeftir. Talsverðir erfiðleikar hafa verið nú i upphafi við að ná úrsUtunum saman, en það gekk þóað lokum og hvarvetna leizt mönnum vel á hug- myndina. Það yrði engu að síöur ómetanleg hjálp, ef félögin vísuðu DB á einhvern einn ákveðinn aðila innan hvers félags, sem leita mætti til með úrsiit leikjanna. Þá vill DB i leiðinni hvetjá forráöamenn félag- anna til að senda blaðinu myndir bæði af Uðum og efnilegum eins- taklingum. Það yrði ógjömingur aö ætla sér að gera öllum leikjunum viðunandi skil — til þess eru þeir allt of margir. Framvegis munum viö þó leitast við að birta umsögn um 2—3 leiki, sem leiknir hafa verið i vik- unni. Þá látum við þetta gott heita að sinni og vonumst til þess að þessi nýbreytni mælist vel fyrir hjá les- endum blaðsins og þá ekki sizt hjá yngra fólkinu. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.