Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ1979. 7 Ufskjör á Islandi dragist ekki aftur úr þvf sem gerist f nágrannalöndunum — stóref ling fslenzks iðnaðar er svar við alvarlegum horfum á vinnumarkaði Markmið þingsályktunar- tillögu iðnaðar- ráðherra um iðnaðarstefnu: Atvinnuhorfur á íslenzkum vinnu- markaði á næstu árum eru mun al- varlegri en áður hefur verið talið. Þetta segir m.a. í nýlegu áliti sam- starfsnefndar um iðnþróun sem kynnt var Alþingi skömmu fyrir þingslit. Nefndin telur að vaxandi þátttaka kvenna í atvinnulífi, fækkun fólks við landbúnaðarstörf, hlutfallslega minnkandi þáttur byggingariðnaðar í mannaflanum, svo og vaxandi brott- flutningur fólks frá landinu á allra síðustu árum bendi til þess að gera þurfi róttækar ráðstafanir til að treysta grundvöll efnahags- og at- vinnulífs og forða því að lífskjör á íslandi dragist aftur úr því sem gerist í nágrannalöndunum. Samstarfsnefndin telur að ekki verði unnt að leysa þennan aðsteðj- andi vanda á heilbrigðan hátt nema með mikilli áherzlu á eflingu og upp- byggingu arðvænlegs iðnaðar með góða möguleika á vaxandi framleiðni áallra næstu árum. Á grundvelli þessa álits hefur Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráðherra lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um nýja iðnaðarstefnu. í tillögu iðnaðarráðherra segir að hin nýja iðnaðarstefna eigi að hafa fimm meginmarkmið. f fyrsta lagi að örva framleiðni i ís- lenzkum iðnaði þannig að fram- leiðnistig hans verði sambærilegt við það sem gerist í helztu viðskiptalönd- um og skilyrði skapist fyrir bætt lífs- kjör. í öðru lagi að stuðla að hagkvæmri fjárfestingu til að fjölga störfum í iðnaði og tryggja fulla atvinnu með hliðsjón af aðstæðum í öðrum at- vinnugreinum og áætlunum um fjölda fólks á vinnumarkaði. í þriðja lagi að leggja sérstaka áherzlu á að efla iðnað á þeim sviðum þar sem innlendir samkeppnisyfir- burðir geta nýtzt til arðbærrar fram- leiðslu á vörum .og þjónustu, jafnt fyrir heimamarkað sem til útflutn- ings. í fjórða lagi að bæta starfsskilyrði og auka áhrif starfsfólks á vinnustöð- um og koma í veg fyrir skaðleg áhrif af völdum iðnvæðingar á náttúru landsins og umhverfi. í fimmta lagi að tryggja forræði landsmanna yfir íslenzku atvinnulífi og auðlindum og stuðla að æskilegri dreifingu og jafnvægi í þróun byggð- ar í landinu. Þá segir í þingsályktunartillögunni að þessum markmiðum verði m.a. náð með áætlunum, er taki til ein- stakra iðngreina og verkefna í nýiðn- aði, og með opinberum aðgerðum. Þar segir að gera verði starfsskilyrði iðnaðarins sambærileg við aðra höfuðatvinnuvegi með aðgerðum i skattamálum og lánamálum. Efla verði lánasjóði iðnaðarins. Auka áherzlu á rannsóknar- og þróunar- starfsemi í þágu iðnaðar. Ríkisvaldið 'hafi forystu um verulegt átak í upp- byggingu fjármagnsfreks nýiðnaðar, m.a. með því að stjórn á iðnrekstri á þess vegum verði gerð markvissari og skipulagslegt forræði á þessum at- vinnurekstri verði sett í hendur eins aðila, sem hafi fjárhagslegt bolmagn og sjálfstæði til ákvarðana um arð- vænleg nýiðnaðarverkefni. í því skyni að auka fjárfestingu í iðnaði verði hvatt til aukinnar eiginfjár- rrfyndunar fyrirtækja m.a. með ráð- stöfunum i skattamálum. Tillaga þessi verður væntanlega til umræðu á Alþingi næsta vetur. -GM UST AF LANDSBYGGDINNI Það hefur oftsinnis verið kvartað yfir því að landsbyggðin færi var- hluta af listsýningum og eitthvað þyrfti að gera í þeim málum, — senda 'meiri „list um landið” kannski. Ég held að nú orðið séu myndlistarmenn fúsir að ferðast með verk sín, en setji fyrir sig lélega sýningaraðstöðu víðast hvar. Bæti landsbyggðin úr henni þá getur hún eflaust átt von á myndlist allt árið um kring. En meðan menn hafa áhyggjur af þess- um listskorti landsbyggðarinnar, þá sendir hún ótrauð sitt fólk í bæinn til sýningarhalds. í FÍM-salnum sýnir ágætur listamaður af Króknum, Elías B. Halldórsson, — en þaðan hafa margir góðir listamenn komið, — og í Ásmundarsal sýnir kona af Snæ- fellsnesi, Soffía Þorkelsdóttir að nafni. Síðan eru á kreiki tveir lista- menn frá Framsókn og teljast því kjörsynir landsbyggðarinnar, þeir Jónas Guðmundsson og Kári Eiríks- son. Hlutlægt og rómantískt Skyldu þessi fjögur eiga eitthvað sameiginlegt í listinni? Ekki er það nú ýkja mikið, en þó mætti nefna það að myndsýn j>eirra er að mestu hlutlæg og afar rómantísk. Þau mála öll eða leggja út af landslagi, húsum, bátum og fólki en af ólíkri sannfæringu og hjartalagi. Það kemst víst enginn hjá því að vita að Jónas Guðmundsson sýnir í Norræna húsinu, samtals 65 myndir, — olíumálverk (á striga eða „ensk spjöld”) og vatnslitamyndir. Það er nú orðið langt um liðið síðan Jónas gekk í smiðju hjá Rúdólf Weissauer vatnslitameistara og grafíker og lærði að sletta og sprengja upp vatnslit og búa til þoku- kenndar ljóðrænar stemmningar um fólk, báta og hesta. Síðan hefur honum farið mikið fram og hin stóra veika hlið hans, teikningin, er nú oft lagleg, — með þeim árangri að Jónas er mikill „sukses” í-Vestur-Þýska- landi, að því sagt er. Grjótaþorpið er honum hugleikið á þessari sýningu og hann reynir að laða fram töfra þess- ara gömlu húsa með snöggum dökk- um pensildráttum. Rósfingraðir í kringum þau raðar hann bílum, fólki á sveimi o.fl. og fer ofan í allt saman með litum af sama hraðanum. Sagði ég „töfra” hér áðan? Júvíst. Það kemur nefnilega í ljós að Jónasi þykir talsvert vænt um þessa gömlu húskumbalda, þrátt fyrir „kýnísk” ummæli um húsfriðun i útvarpsþátt- um og annars staðar. Það sýna t.d. hinir rósfingruðu litir sem hann notar gjarnan til að umvefja þá og upp- hefja, ljúfur fjólublámi o.s.frv. Væntumþykja er eiginlega höfuðinn- tak þessara mynda, hvort sem fjallað er um hús, báta eða flugvélar, en að öðru leyti er Jónas að yrkja svipaðan garð og margiraðrir og er ekkert fyrir inýbreytni í formi. Olíumyndir af yfirstærð sýna nýja hlið á honum og sýna ótvíræða kompónistahæfileika, en það sem virkar snögginnblásið og af fingrum fram í vatnslitamyndun- um, kemur út sem hroðvirkni á stórum fleti. Einkamál Soff íu Það er hins vegar fátt um stóra fleti á lítilli sýningu Soffiu Þorkels- dóttur í Ásmundarsal, enda er þar á ferð hógvær manneskja með sín einkamál og getur auk þess ekki stát- að sig af mörgum skólum og nám- skeiðum. Maður hefur á tilfinning- unni að hún hafi sjálf ekki verið áfjáð í að trana sér fram meðal lista- manna, en einhverjir aðrir tekið af henni ráðin. Það er kannski álitamál hvort verið er að gera henni greiða með því því ýmislegt vantar upp á tækni og frágang hjá Soffíu. En á móti kemur dálítið sérstakt hugarflug og ljóðrænt, — furðuverur og ein- hyrningar svífa yfir vötnunum og mýkt er að finna í litunum. Alltént er í þessum litlu verkum að finna ein- lægni og innileika, en í mínum bók- um eru þeir eiginleikar stórum meira virði en öll sú málaratækni sem fram kemur á sýningu Kára Eiríkssonar að Kjarvalsstöðum. Rómanskur stíll Sú tækni virðist nefnilega þjóna ansi litlum tilgangi, ef á heildina er litið. Kári kom fram á sýningu árið 1959 með þau stílbrigði sem hann hefur tamið sér æ síðan, með tiltölu- lega litlum breytingum. Ætli þetta sé ekki rómanskur stíll, — eins konar bíanda af Bernard Buffet, Mathieu og ýmsum dekoratífum málurum ítölskum og mexikönskum. Nú má svo sem hugsa sér einhverja íslenska útgáfu á slíkum stil, með sterklit- uðum eldglæringum, sólslikju og lífsgleði. En í gegnum árin hefur mér í raun aldrei fundist sem Kári væri nokkuð að fjalla um íslenskt um- hverfi, þótt í myndum hans kæmu fyrir fjöll, bátar, fólk og fiskar. Margar myndir hans byrja kannski á þeim slóðum, —- við sjáum móta fyrir fjallsbrún, móabarði eða báti í vör, en allt í einu koma marglitir „geisl- ar” eins og fjandinn úr sauðarleggn- um inn í myndirnar ásamt öðru krassi og pírumpári, án þess að maður sjái hver ástæðan er. Engu er líkara en að á málarann renni berserksgangur nálægt lokum hvers málverks. Þessi útgeislun og krúsi- dúllismi verður svo aðalefni afstrakt myndverka Kára og svo fimleg verður hún að úr myndunum dettur öll spenna, línumar verða allsráðandi eins og í veggfóðri. Það er aðeins á stöku stað að þessi vinnubrögð virðast við hæfi, — í mynd af heysátu ■ (nr. 11) og hreiðri (nr. 10). Þar er nóg um stráin. Leitað að strúktúr Eftir sýningu Kára er það eins og vítamínssprauta að sækja heim Elías B. Halldórsson í FÍM salinn. Elías hefur fyrir löngu sýnt og sannað að hann hefur bæði hæfileikana og hugarflugið til að kanna sín eigin afrétti í landi listanna. Hann sýnir nú fjölbreyttari verk en oft áður, olíu- myndir, pastel, vatnsliti, kol, krít og tréristur. Á síðustu sýningu sinni í Norræna húsinu kom Elias fram sem óvenju heilsteyptur listamaður. Var auðséð að hann var angi á meiði íslenskrar landslagshefðar, en með- ferð hans svo og litaval voru afar persónuleg. Elías leitaði að „strúktúr” landsins og kom út með sambland af sterklegum mössum sem litaðir voru af rómantískri mýkt svo að öll harka var þarna víðs fjarri. Spennufall Nú hefur Elías breyst ögn og ekki vænlega, að mér finnst. Virðist mér sem hann leggi of mikið upp úr stífri geómetrískri uppbyggingu mynda, — kubbaformum, — en sú aðferð held ég að hafi gengið sér til húðar fyrir tveimur áratugum. Þetta er einkenni á um tylft nýlegra mynda hans og við þessa meðferð verður spennufall í þeim. Ekki er ég heldur sáttur við til- raunir hans til að nálgast afstraktlist Þorvaldar, eins og í „Flýtur ljós”. Eiías er upp á sitt besta er hann fylgir eftir náttúrlegri hrynjandi umhverf- is síns og brúkar þau litasambönd sem honum hafa reynst best, t.d. blámann og roðann. Þetta er í hæsta máta rómantísk list, en sjaldan væmin eða yfirgengileg. Um smærri myndir Elíasar er margt gott að segja, en um þær gildir hið sama og málverkið, — laus meðferð forma og lita gefst best. Tréristur hans hafa ávallt verið sér á báti hjá honum. í jjeim fjallar hann um fólk og þá oftast með kímilegu hugarfari og frá- sagnarlegu. Við það missa þær óneitanlega einhverja myndrænu, en gleðja þógeðið. AÐALSTEINN 1 INGÓLFSSON Ennþá er það Binatone sem býður best Landsins mesta úrval af bílútvarpstækjum og hátölurum AUDIOMOBILE GRAND PRIX Verö kr. 63.440 VERÐ VIÐ ALLRA HÆF/ Altt til hljómflutnings fyrir: HEIMILIÐ — BÍUNN OG DISKÓTEKIÐ s»ia»i<gki i < ARMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.