Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 13
„Líkur til að hlut- ur þjóðaratkvæðis verði aukinn” — segir Sigurður Gizurarson sýslumaður, sem á sæti ístjórnarskrámefnd „Ekki út í vitleysu eins og Vilmundur” Margir notuðu tækifærið til að lýsa andstöðu við tillögu, sem Vil- mundur Gylfason bar upp í vetur um þjóðaratkvæðagreíðslu um efnahags- frumvarpið. ,,Ég er fylgjandi þjóðar- atkvæðagreiðslu, ef hægt verður að svara aðeins með jái eða neii. Það þýðir, að ég er andvígur tillögunni, sem Vilmundur var með,” sagði karl í Reykjaneskjördæmi. „Hlynntur því, en þó ekki að ana út í vitleysu, eins og Vilmundur gerði. Almenn- ingur getur ekki sett sig inn í fjármál- in,” sagði karl í Neskaupstað. ,,Á nú að fara að auglýsa Vilmund eina ferðina enn? Það má hlæja að þessu,” sagði kona á Sauðárkróki. Flestir, sem kváðust fylgja þjóðar- atkvæði, vildu fara varlega í sakirn- ar. ,,Ég er fylgjandi þjóðaratkvæði upp að vissu marki. Setja verður strangar reglur, sem hindra, að það verði misnotað með alls kyns smá- málum,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Þjóðaratkvæði gæti gilt um allt nema efnahagsmálin. Við höfum kosið alþingismenn til ein- hvers,” sagði annar karl á Reykja- víkursvæðinu. „Það er allt i lagi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu, en fólk verður að vita, hvað það er að greiða atkvæði um,” sagði kona á Akra- nesi. „Það verður að beita slikum at- kvæðagreiðslum mjög varlega,” sagði karl í Borgarnesi. „Ég er hlynntur því en aðeins um einföld- ustu mál, þannig að hægt sé að svara með annaðhvort já eða nei,” sagði karl á Dalvík. „Það þarf þá að bera málin þannig upp, að hægt sé að svara þeim,” sagði karl í Eyjum. „Mér yrði óglatt" „Alþingismenn eru kosnir til að taka ákvarðanir,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu, sem lagðist gegn þjóðaratkvæði. „Á móti þjóöaratkvæðagreiðslu. Þjóðin gerir sér enga grein fyrir, hvað þjóðarat- kvæðagreiðsla er. Við veljum al- þingismenn til að greiða úr okkar málum,” sagði kona í Reykjanes- kjördæmi. „Það er nóg að kæfa mann í áróðri á fjögurra ára fresti. Mér yrði hreint og beint óglatt að hafa það yfir mér stanzlaust, en svo- leiðis yrði það óhjákvæmilega, því að alltaf væri verið að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu,” sagði kona í Mýra- sýslu. „Það yrði tómur hringlandahátt- ur. Þjóðaratkvæðagreiðslu yrði kraf- izt í tíma og ótíma, svo að Alþingi yrði brátt óhæft til ákvörðunar- töku,” sagði karl í V-Húnavatns- sýslu. „Það yrði alltof dýrt,” sagði kona í Keflavík. „Of mikið vafstur,” sagðikarláísafirði. „Við höfum kosið menn á þing, sem eiga að geta ráðið fram úr þess- um málum,” sagði karl í Hruna- mannahreppi. „Ef þeir menn, sem við erum að kjósa, ráða ekki við þetta, verðum við að ráða „framkvæmdastjóra”,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. • HH „Ég tel vissar líkur til, aðsett verði i nýja stjómarskrá ákvæði, sem auka mjög hlut þjóðaratkvæðis,” sagði Sigurður Gizurarson sýslumaður, sem á sæti i stjórnarskrárnefnd, í við- tali við DB í gær. „Ég er því persónulega fylgjandi,” sagði Sigurður, „þannig að þjóðarat- kvæði fari fram, ef ákveðinn fjöldi þingmanna eða kjósenda fer fram á það. Ýmis mál eru þannig vaxin, að þingmenn treysta sér ekki til að taka á þeim, til dæmis áfengismálin. Þá væri þjóðaratkvæði mögulegt um ýmis meiri stórmál og má nefna aðild að efnahagsbandalagi, mál sem varða fullveldi o.s.frv.” - HH iiguröur Gizurarson sýslumaður. 0 Viðskiptavinir Olíufélagið SÍMANÚMER okkar Æ Ske,junsur á aðalskrifstofunni I rnm 1 Suðurlandsbraut 4 er óbreyit lHJ i ifi f (Birt vegna villu f nýju símaskránni) DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979. 37. skoðanakönnun Dagblaðsins: Eruð þér fylgjandi eða andvfgur því, að þjóðaratkvæði verði látið skera úr um ýmis hin mikilsverðari mál? Tveir af hverjum þrem vilja þjóðaratkvæði Rúmlega tveir þriðju þeirra, sem taka afstöðu, vilja, að þjóðarat- kvæði verði látið skera úr um ýmis hin mikilvægustu þjóðmál. Unnt verði með vissum reglum að skjóta máli til þjóðaratkvæðis, og þar með úr höndum þingmanna í hendur þjóðarinnar allrar. Þetta sýnir skoð- anakönnun Dagblaðsins. Þó fundu margir þessu sitthvað til foráttu og töldu, að alþingismenn væru kjörnir til þess arna. Andstaðan var talsvert meiri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Karlar á Reykjavíkursvæðinu voru skeleggastir í meirihluta með þjóðar- atkvæði. Af 75 þeirra, sem spurðir voru, voru 50 með, 18 á móti og 7 óákveðnir. Af 75 konum á höfuðborgarsvæð- inu voru 45 með, 18 á móti og 12 óákveðnir. Meirihlutinn varð minni utan Reykjavikursvæðisins, einkum meðal karlanna. Af 75 körlum úti á landi voru 42 með, 25 á móti og 8 óákveðnir. Af 75 konum á landsbyggðinni var 41 með, 20ámótiog 14óákveðnar. - HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi 178 eða 591/3% Andvígir 81 eða 27% Óákveðnir 41 eða 13 2/3% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi 68,7% Andvígir 31,3%

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.