Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 6
6
HAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979.
.Við grunnskóladeild
Fjölbrautaskólans á Akranesi
eru lausar kennarastöður. Kennslugreinar:
stærðfræði, eðlisfræði og líffræði. Æskilegt er'
að umsækjendur hafi B.S. eða B. Ed. próf í:
þessum greinum.
Upplýsingar veitir skólameistari í síma 93-
2544 kl. 9—15 virka daga. Sk6tanefnd.
Auglýsing
um aðalskoflun bifreiða í lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur í júnímánuði
1979.
Föstudagur 1. júni R-35201 til R-35600
Þriöjudagur 5. júní R-35601 til R-36000
Miövikudagur 6. júni R-36001 til R-36400
Fimmtudagur 7. júni R-36401 til R-36800
Föstudagur 8. júni R-36801 til R-37200
Mánudagur ll.júni R-37201 til R-37600
Þriðjudagur 12. júni R-37601 til R-38000
Miövikudagur 13. júni R-38001 til R-38400
Fimmtudagur 14. júni R-38401 til R-38800
Föstudagur 15. júni R-38801 til R-39200
Mánudagur 18. júni R-39201 til R-39600
Þriðjudagur 19. júni R-39601 til R-40000
Miðvikudagur 20. júni R-40001 til R-40400
Fimmtudagur 21. júni R-40401 til R-40800
Föstudagur 22. júni R-40801 til R-41200
Mánudagur 25. júnl R-41201 til R-41600
Þriöjudagur 26. júni R-41601 til R-42000
Miðvikudagur 27. júni R-42001 til R-42400
Fimmtudagur 28. júni R-42401 til R-42800
Föstudagur 29. júni R-42801 tii R-43200
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar-
sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8
og verður skoðun framkvæmd þar alla virka
daga kl. 08:00—16:00.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi
skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja
fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki
fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og vá-.
trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi.
Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer
skulu vera vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald-
mælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald
á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mann-
flutninga, allt að 8 farþega, skal vera sérstakt
merki með bókstafnum L.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn
sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og
bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar
næst.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
30. maí 1979. Sigurjón Sigurflsson.
IÐNAÐURINN
HRÁEFNISLAUS
EFTIR VIKU
Mestur hluti íslenzkra iönfyrir- hvort að segja upp starfstólki i skorts, en skv. sérstöku samkomulagi
tækja verður orðinn hráefnislaus stórum stíl eða beita verkbanni. verður fólkinu ekki sagt upp né sett á
eftir aöeins eina viku, skv. könnun Um 40 manns missa vinnu sina nú það verkbann, heldur fer það á at-
sem gerð hefur veriö meðal þeirra. Þá um helgina hjá efnaverksmiðjunni vinnuleysisbætur.
verða þau að hætta rekstri og annað- Sjöfn á Akureyri vegna hráefnis- -GS
Prínsessan á bauninni. Bessi Bjarnason og Róbert Arnflnnsson I hlutverkum Kyn-
frefls kóngs og Hugapríns.
Sýningum á Prinsessunni lokið:
KOSTNAÐUR FÆST
EKKIUPPGEFINN
— samdóma álit manna að efni söngleiksins
væri rýrtoglélegt
Rafmagns-
laust í
Seljahverfi
Rafmagnið fór af Seljahverfi í Breið-
holti fyrri hluta dags í gær. Skemmd
varð á strengnum miili Flúðasels og út-
varpsstöðvarinnar.
Nokkuð tíðar bilanir hafa verið i
Seljahverfi að undanfömu og sagði
starfsmaður bilanadeildar' Rafmagns-
veitu Reykjavikur að þær stöfuðu af
þvi að vinnuvélar slitu rafstrengi. Svo
var einnig í gær, en strengurinn sem
slitinn var var svo til nýr.
í hverfum sem eru í byggingu má
alltaf búast við truflunum af þessum
sökum. -JH
Umsókn um
íssölu á
Lækjartorgi
synjað
Borgarráð hefur synjað Þorsteini
Erni Þorsteinssyni um leyfi til að fram-
leiða og selja ísvörur úr ísbíl á Lækjar-
torgi. Samþykkt um þetta var gerð á
fundi borgarráðs 29. mai og var hún
byggð á umsögn heilbrigðisráðs frá 9.
mai, sem lagðist gegn því að leyfið yrði
veitt.
_____________________-GM
Grundarfjörður:
Sparisjóðurinn
25ára
Sparisjóður Eyrarsveitar, Grundar-
firði, átti 25 ára afmæli á dögunum og
af því tilefni bauð stjórn sparisjóðsins
ábyrgðarmönnum, starfsfólki og
gestum til samsætis í matstofu Soffaní-
asar Cecilssonar og voru þar saman-
komnir um 50 manns.
Rakin var saga Sparisjóðsins í
stórum dráttum og getið um tengsl
hans við uppbyggingu kauptúnsins í
Grundarfirði.
í tilefni afmælisins var ákveðið að
gefa 500 þúsund til byggingar Grundar-
fjarðarkirkju. Sparisjóðsstjóri er Hall-
dór Finnsson.
- JH
Síðasta sýning á söngleik Þjóðleik-
hússins, Prinsessunni á bauninni, var í
gærkvöldi. Aðeins 10 sýningar voru og
voru gagnrýnendur fjölmiðla nokkuð
sammála um að verkið sem slíkt væri
misheppnað, þrátt fyrir bærilega
frammistöðu leikara.
Áhorfendur hafa greinilega verið á
svipuðu máli og gagnrýnendur, því
verkið fékk ákaflega litla aðsókn. Sýn-
ingin var fjölmenn og iburðarmikil og
án nokkurs efa mjög dýr. Illa hefur
gengið að fá upplýsingar um kostnað
við sýningu þessa og vísar hver á annan
í því efni.
Dagblaðið hafði samband við Svein
Einarsson þjóðleikhússtjóra og spurði
hann um ástæður þess að söngleikur
þessi fékk svo hraklega útreið. Sveinn
bar við timaskorti og vísaði á Þórhall
Sigurðsson, sem var aðstoðarleikstjóri.
Þórhallur sagöi að fram hefði komið
í dómum, að verk þetta þótti býsna rýrt
og lélegt. „Slikir söngleikir byggja oft
ekki á miklu efni,” sagöi Þórhallur,
,,en þá hefur góð músík oft bjargað
þeim. Þvi var ekki til að dreifa i þessu
tilfelli. Þegar þetta tvennt fer saman,
rýrt efni og fremur lélegt efni þá þolir
verkið ekki þá yfirbyggingu, sem það
fékk hjá hinum erlenda leikstjóra.”
Þórhallur sagðist ekki geta sagt um
kostnað vegna sýningarinnar, en visaði
á fvar H. Jónsson skrifstofustjóra
Þjóðleikhússins. Hann sagði þó að
bæði núverandi og fyrri þjóðleikhús-
stjórar hefðu fylgt þeirri reglu aö gefa
aldrei upp kostnað einstakra sýninga.
Slíkt væri raunar ekki auðvelt að
reikna.
ívar H. Jónsson skrifstofustjóri
sagði að ekkert lægi fyrir um kostnað.
Hann sagðist ekki vita hvort kostnaður
yrði gefinn upp. Kostnaður er ekki
sundurliðaður á einstök verkefni í bók-
haldi, heldur aðeins „fyrir okkur”,
eins og ívar orðaði það.
Það kom fram hjá ívari að um 3500
manns höfðu séð Prinsessuna á baun-
inni fyrir síðustu sýningu.
- JH
Stœrsta úrval svefnherbergishúsgagna á landinu
INGVAR OG GYLFI
GRENSÁSVEGI3 108 REYKJAVÍK, SÍMI: 81144 OG 33530.
Sérverzlun með rúm