Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 10
10
BIAÐIÐ
fijálst, ohád dagblað
r‘ ' ~ •'
Útgefandi: Dagblaðiö hf.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Ritstjómarfulltrúi: Haykur Holgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Roykdal. Fróttastjórí: Ómar
Valdimarsson.
íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jóqas Haraldsson.
Handrít Ásgrímur Pólsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassop, Atii Steinarsson, Bragi Sigurösson, Dóra Stofónsdótt-
ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrísson.
Hönnun: Guðjón H. Pólsson.
Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Pormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Próinn Poríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Droifing
arstjóri: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11.
Aöalsimi bla^sins er 27022 (10 línur). Áskríft 3000 kr. ó mónuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun:
Árvaj<ur hf. Skeifunni 10.
ffver vill gúmmítékkana ?
Launþegum yrði lítill akkur í að fá nú
úr höndum atvinnurekenda innistæðu-
lausa gúmmítékka upp á verulega
krónutöluhækkun kaups.
Horfur eru á minnkun þjóðartekna.
Kakan smækkar, og því er minna til
skipta. Við ríkjandi aðstæður ber >
verkalýðshreyfingunni að stefna að tvennu. í fyrsta
lagi að reyna að varðveita kaupmátt launa með sér-
stakri áherzlu á láglaunin. í öðru lagi að hindra, að
launahlutföllin milli hópa launþega fari úr skorðum
vegna tiltölulega meiri hækkunar hærri launa en hinna
lægri.
Reynslan hefur sýnt verkafólki tilgangsleysi þess að
knýja fram krónutöluhækkanir, jafnvel með fórnum i
verkföllum, ef þær renna beint út í verðlagið. Síðustu
sjö árin hefur aðeins eitt prósent af kauphækkunum
skilað sér til launþega i bættum kaupmætti. Hitt hefur
einfaldlega farið út í verðbólguna. Raunverulegar
kjarabætur verða að eiga stoð í bættum hag þjóðar-
innar sem heildar eða að sá hópur, sem kjarabótum
nær, nái til sín hærra hlutfalli en áður miðað við aðra
hópa. Ef launþegar eiga sem heild að fá kjarabætur við
óbreyttar þjóðartekjur, verða þeir því að ná til sín
stærri hlut með því að ganga á tekjur fyrirtækjanna.
Við núverandi aðstæður er augljóst, að staða fyrir-
tækja í landinu er að jafnaði ekki með þeim hætti, að
þangað verði sóttar umtalsverðar kjarabætur.
Verulegar kauphækkanir mundu því fljótlega velta
yfir í verðlagið. Þetta er ekki nýtt, og oft hafa atvinnu-
rekendur og verkalýðsforingjar náð góðu samkomu-
lagi í lok kjarasamninga með vitorði ríkisstjórnar og
málum verið „reddað” með því að snúa verðbólgu-
hjólinu einn hring. Við það hafa foringjar þessa
þrístirnis talið sig fá stundargrið.
Foringja almennu verkalýðsfélaganna fýsir nú ekki
að ganga til þessa leiks, af því að þeir hafa flestir
hverjir nokkra samúð með stefnuyfirlýsingum ríkis-
stjórnarinnar. Þeir kunna hins vegar að eiga þann kost
einan og geta þá vafalítið sett sig í stellingar til þess eins
ogsvooft áður.
Launastefna ríkisstjórnarinnar er í mörgu hrunin.
Hún sagðist stefna að óbreyttu grunnkaupi til ársloka-
í ár og varðveitingu kaupmáttarláglauna.Rikisstjórnin
varð undan að láta með launaþak, þegar stjórnarliðar
sjálfir í stjórn Reykjavíkurborgar rufu þakið og það
var síðan afnumið hjá opinberum starfsmönnum með
dómi. í kjölfarið var þakinu svipt af launum flug-
manna, sem olli mikilli hækkun þeirra háu launa. Nú
um mánaðamótin fá opinberir starfsmenn og fleiri
hópar þrjú prósent grunnkaupshækkun.
Augljóst er, að sú kauphækkun verður að ganga yfir
alla. Almennt verkafólk getur ekki tekið við launa-
lækkun í samanburði við betur setta hópa, hvað sem
verðbólgunni liður. Þjóðfélagið verður því að rúlla
þeim gúmmítékka, en miklu meiri er hættan á al-
mennri og umfangsmikilli útgáfu gúmmítékka til laun-
þega landsins í kjölfar þess, að yfírmenn á kaupskipum
fengju launahækkun, sem einhverju skipti.
Vafalaust má leiðrétta með ýmsum hætti kjara-
samninga farmanna og annarra launþegahópa, þar
sem misfellur finnast. Hins vegar vita forystumenn far-
manna jafnvel og aðrir, að önnur launþegafélög munu
hiklaust fylgja á eftir, verði niðurstaða farmannaverk-
fallsins umtalsverð kauphækkun.
Að því loknu mun þjóðfélagið standa uppi með
stórum meiri verðbólgu vegna allra gúmmítékkanna en
engu meiri kaupmátt, hvorki hjá farmönnum né
öðrum launþegum.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR I. JÚNÍ 1979.
Noregur:
Fjárhagsvandi
fískiflotans
eykst stööugt
Norskur fiskiðnaður og fiskveiðar
hafa um langt árabil veriö mjög
styrkt af ríkinu og hefur það stöðugt
farið vaxandi. fslenzkur sjávarútveg-
ur hefur goldiö þessa mjög bæði
hvað varðar sölu á saltfiski og fryst-
um ftski þar sem Norðmenn hafa
veitt okkur harða samkeppni.
Eftir því sem fram kemur í norsk-
um blöðum telja forsvarsmenn
norsks fiskiðnaðar og -veiða alls ekki
nóg að gert og krefjast frekari að-
stoðar af opinberri hálfu.
f norska blaðinu Fiskaren frá 21.
þessa mánaðar kemur fram að þeir
hyggjast fara á fund fískimálaráö-
herrans og krefjast úrbóta, einkum
varðandi reglur um lán tíl fjárhags-
legrar endurskipulagningar fyrir-
tækjanna, sem norskir fiskverkendur
og útgerðarmenn telja ábótavant.
— Við urðum fyrir miklum von-
brigðum, þegar við fengum aö vita
hverjar hugmyndir ríkisvaldiö gerði
sér um hvernig aðstoða þyrftí þessa
atvinnugrein, segir Jöm Krog, for-
maður samtaka norskra bátaút-
gerðarmanna, í viðtali við Fiskaren.
— Við munum samstundis koma því
á framfæri að við teljum þetta engan
veginn nægilegt tíl að leysa okkar
vanda.
Samtökin hafa hvað eftir annað
sett fram óskir um mjög aukið fjár-
framlag frá ríkinu til að færi gefist á
að endurskipuleggja norskar fisk-
veiðar. Til þess að bæta aðeins úr
hinu allra nauðsynlegasta hafa for-
ustumenn þeirra sagt að þurfi í það
minnsta eitt hundrað og fimmtíu
milljónir norskra króna eða jafnviröi
um það bil tíu milljarða islenzkra
króna.
Stór hlutí norskra togara hefur til
skamms tíma fengiö 40 aura uppbót
á hvert kilógramm sem þeir hafa fært
að landi. Er það jafnvirði 26 ís-
lenzkra króna. Samkvæmt tillögum
norsku ríkisstjómarinnar verður ekki
hægt að halda greiðslum á þeim upp-
bótum áfram. Kæmi það sér mjög
illa fyrir útgerð þeirra þar eð nýverið
hafa verið settar strangari veiöitak-
markanir þar sem þeir einkum stunda
veiðar.
Norski hringnótabátaflotínn
kemur einnig til meö að bera skaröan
hlut frá borði ef tíUögur ríkisins
munu gilda. Þar er gert ráð fyrir að
aðeins þeir bátar sem styrkhæfir eru
njóti hans. Hefur þetta meðal annars
það í för méð sér, að sögn forustu-
manna útgerðarinnar, að þeir bátar
sem helzt hafa þörf á styrk munu
ekkert fá.
Forustumenn norsks fiskiðnaðar
og útgerðar kvarta mjög yfir skiln-
ingsleysi þarlendra stjómvalda og þá
einkum yfir því hve illa gengur að
sannfæra þau um nauðsyn skjótra
aðgerða. Segja þeir aö með þessu
háttalagi hafi þau valdið því að mikill
söluhugur sé i mörgum eigendum
fiskiskipa.
Endurskoðun
varnarsamningsins
Margir eru þeirrar skoðunar, að
éngu megi breyta í varnarsamningn-
um, aðrir telja endurskoðun hans
nauðsynlega og svonefndir hernáms-
andstæðingar vilja að herinn fari sem
allra fyrst. Umræður um varnar-
málin hafa oftast einkennst af þekk-
ingar- og viljaleysi og hvers konar of-
stæki, enda virðast umfjöUunaraðilar
hafa haft mjög takmarkaðan áhuga á
að kynna sér þessi mál á raunhæfan
hátt.
í þessu sambandi er nauðsynlegt að
hugleiða og skoða gaumgæfUega
ýmsar greinar varnarsamningsins frá
1951. í inngangsorðum samningsins
segir orðrétt: „Þar sem íslendingar
geta ekki sjálfir varið land sitt, en
reynslan hefur sýnt, að vamarleysi
lands stofnar öryggi þess sjálfs og
friðsamra nágranna þess í voða, og
þar sem tvísýnt er um alþjóöamál,
hefur Norður-Atlantshafsbandalagið
farið þess á leit við ísland og Banda-
ríkin að þau geri ráðstafanir tU að
látin verði í té aðstaða á íslandi tU
varnar landinu og þar meö einnig tU
varnar svæði því, sem Norður-
Atlantshafssamningurinn tekur til
meö sameiginlega viðleitni aðUa
Norður-Atlantshafssamningsins til
að varðveita frið og öryggi á því
svæði fyrir augum.” Rétt er að ís-
lendingar hugleiði í fullri alvöru,
enda þótt langt sé um liðið, hvað það
þýddi i raun og veru fyrir vopnlausa
smáþjóð að fela stærsta herveldi ver-
aldar að annast varnir landsins, enda
þótt það hafi verið gert samkvæmt
beiðni NATO. Óneitanlega var þessi
ákvörðunartaka alvarleg skerðing á
sjálfsforræði þjóðarinnar, a.m.k. á
afmörkuðums viðum, en hið tvisýna
ástand sem þá var ríkjandi í alþjóða-
málum var talin nægjanleg réttlæting
fyrir varnarsamningum.
Ekki varnarstöð
fyrir okkur
Lítum nánar á varnarsamninginn.
í 4. gr. hans segir orðrétt: „Það skal
háð samþykki íslensku ríkisstjórnar-
innar, hversu margir menn hafa setu
á íslandi samkvæmt samningi þess-
um.” Hins vegar er hvergi minnst á
það í samningnum, að það sé háð
samþykki rikisstjórnar tslands hvers
konar vopn skulu staðsett hér á landi
og hvernig þeim skuli verða beitt.
í 5. gr. samningsins segir m.a.:
„Bandaríkin skulu framkvæma
skyldu sína samkvæmt samningi
þessum þannig, að stuðlað sé svo sem
frekast má verða að öryggi íslensku
þjóðarinnar.” Nú eru senn liönir þrir
áratugir frá því varnarliðið kom
hingað til lands, en hvaða sjáanlegar
ráðstafanir hafa verið gerðar af
hendi Bandarikjanna til verndar og
öryggis íslenskum þegnum. Alls eng-
ar, enda vita sjálfsagt flestir nú, að
hér er um að ræða hernaðariega eftir-
litsstöð, en ekki vamarstöö fyrir ís-
lendinga.
Ýmsar fleiri greinar varnarsamn-
ingsins eru mjög íhugunarverðar eins
og t.d. 2. gr. 10. tl., þar segir orðrétt:
„Liði Bandarikjanna er rétt að fara
með lögregluvald á samningssvæðun-
um og gera allar viðeigandi ráðstaf-
anir til að halda uppi aga, allsherjar-
reglu og öryggi.” Þessi grein hefur
valdið miklum erfiðleikum í fram-
kvæmd og orsakað ýmiss konar leið-
indi i samskiptum þjóðanna. Grein
þessi virðist brjóta í bága við stjórn-
arskrána, en samkvæmt henni skulu
íslendingar einir fara með lögreglu-
og dómsmál í landinu.
Samkvæmt 8. gr. 4., 5., 6. tölulið
varnarsamningsins mega menn úr liði
Bandaríkjanna og skyldulið þeirra,
þegar þeir koma í fyrsta sinn tíl ís-
lands til að taka við starfa sinum þar,
flytja tollfrjálst persónulega muni
sina og húsgögn til afnota, meðan á
starfa þeirra stendur þar. Menn úr
liði Bandaríkjanna og skyldulið mega
flytja inn einkabifreiðir og bifhjól til
eigin nota, meðan þeir dveljast á ís-
landi.
„Nú flytja menn úr liði Bandaríkj-'
anna eða skyldulið þeirra inn aðrar
vörur en þær sem tilgreindar eru í 4.
og 5. tölulið þessarar greinar, þar.
imeð taldar sendingar fyrir atbeina
pósthúsa Bandaríkjanna, og skal þá
slíkur innflutningur ekki samkvæmt
þessari gtein undanþeginn tolli eða
öðrum skilyrðum” (tilvitnun lýkur).
Margsinnis hefur verið reynt á und-
anförnum áratugum að fá staðfest
hver beri ábyrgð á toUfríðindum
J