Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ1979.
Dreyf ing mjólkur til
bamafjölskyldna
—gegn framvísun „blá kortsins”
7210—8868 skrifar:
Mig langar til þess að segja ykkur
ofurlitla sögu sem sjálfsagt er ekkert
einsdæmi í þessu margumtalaða
mjólkurverkfalli. Sonur minn er 9
mánaða gamall. Ég ól hann á brjósta-
mjólk í rúmlega 7 mánuði. Eftir það
hef ég gefið honum kúamjólk. Ég hef
því hvorki þurft aö gefa honum
„djús” né mjólkurduft. í mjólkur-
leysinu tók ég þó það til bragðs að
gefa honum Lidamin þurrmjólk.
Ánægjusvipnum á andliti barnsins
gleymi ég ekki er hann sá að það var
Það er góð afsökun fyrir kókdrykkju
að mjólk skuli ekki fást.
mjólk í glasinus ínu en ekki þetta
„djús” sem honum þykir vont. Ég
gleymi því heldur ekki þegar hann
uppgötvaði að það var alls ekki
mjólk í glasinu heldur eitthvað sem
hann kannaðist ekki við og líkaði
auðsjáanlega ekki. Hann fór aö há
skæla er hann hafði drukkið einn
sopa og vildi ekki meira. Og éghefði
getað grátið með honum.
Mér skilst að mjólkurfræðingar
hafi boðið Mjólkursamsölunni til-
tekið magn af mjólk sem Samsalan
treysti sér ekki til þess að dreifa vegna
þess hve magnið var lítið. En lítið
mjólk er betri en engin. Hægt væri að
afgreiða aðeins barnafólk með þá
mjólk sem fæst, og er þá hægt að
framvísa bláu korti sem öll ungbörn
fá frá ungbarnaeftirlitum til þess að
sanna tilvist þeirra. Nú ef mjólkin
reynist of lítil tii þess að hver fjöl-
skylda fái einn dagskammt þá er
hæglega hægt að koma því þannig
fyrir að hver fjölskylda fái mjólk
annan hvern dag. Ég er sannfærð um
að þetta er hægt, bara ef viljinn er
fyrir hendi.
Is
Raddir
lesenda
Gaukshreiður ellinnar:
„Enginn gerir svo öllum líki”
—ekki sjálf ur Guð í Himnaríki
DAG-
SKRÁ:
Föstudag 1. júní
Dansleikur frá kl. 9—2
Laugardagur 2. júní
Hljómleikar kl. 2
Meðal dagskrár:
Ólafur Þórarinsson flytur frumsamin lög ásamt 10 manna
hljómsveit. Tekið skal fram að flest þessara laga eru frum-
flutt.
Baldur Brjánsson
Grétar Hjaltason
Fallhlífarstökk
Hljómsveitin KAKTUS leikur frá kl. 9—2
Sunnudagur 3. júní
Árdegismessa
Baldur Brjánsson
Grétar Hjaltason
Lifandi skák
Sýndur verður DISKÓDANS
ÞRlFÓTAHLAUP!! (MEN ONLY?)
Diskótek Ara Páls
og Meatloaf Islands
skemmta alla dagana
Rumpufjör alla dagana
Mætum öll I þrumustuði!!
Knattspymudeild U.F.H.Ö.
Magnea Hjálmarsdóttir, heimilis-
kennari skrifar:
Hvað er „Gaukshreiður ellinnar”?
Hverjum er sparkað úr hreiðrinu? Er
það gamla fólkinu, sem ættingjar
annaðhvort geta ekki eða vilja ekki
hafa? Væri úr vegi að þakka forstjór-
anum á Elliheimilinu Grund, Gísla
Sigurbjömssyni, þjónustu og skjól
fyrir þetta fólk, sem hvergi hefur rúm
í þjóðfélaginu. Viljið þið ekki líta inn
og sjá hvað verið er að gera á Grund?
Hafið þið kynnt ykkur hve mikil
þjónusta er þarna veitt? Einhvers ^
staðar stendur: „Enginn gerir svo
öllum líki, ekki sjálfur Guð í himna-
ríki”. Enga stofnun, skóla eða einka-
heimili þekki ég, þar sem ekkert má
,að finna. Hvers vegna var ekki kvart-
að, ef eitthvað fór úrskeiðis, við yfir-
.hjúkrunarkonu, lækna, eða forstjór-
ann? Það var hin rétta leið til úrbóta.
Hvernig væri að snúa dæminu við:
AUir sem hafa notið þarna góðrar
þjónustu, og þeir eru margir, þökk-
uðu fyrir sig. Vistfólkinu er enginn
greiöi gerður með þeim skrifum sem
átt hafa sér stað undanfarið. Kona
sem dvalið hefur á Grund í 15 ár,
segir að sér hafi aldrei liðið eins vel
og eftir að hún kom þar. Það eru
ekki margir á meðal okkar sem hafa
unnið það þrekvirki að byggja yfir
gamla fólkið, við lítinn skilning ráða-
manna, sbr. skýrslu Alfreðs Gísla-
sonar læknis. Ég hef unnið við þessa
stofnun frá árinu 1961. Ég fullyrði að
þar starfar margt gott fólk. Þeir sem
hafa unnið þama lengst telja 30 ár að
baki. Trúi sv0 hver sem vill, að fólk
starfaði þarna svo lengi ef hinar ljótu
lýsingar væru réttar. Guðrún
Guðmundsdóttir frá Melgerði, sem
margir kannast við, hefur verið rúm-
Liggjandi sjúklingur á Grund i yfir 20
ár. Ég lýk þessu greinarkorni með
vísu frá Guðrúnu, sem birtíst i Heim-
ilisblaðinu og sýnir hvern hug hún
ber til heimilisins:
Hér má sjá og sanna
sigur þeirra manna
er reyna öll sin ár,
hið góða og göfga að styðja
Guð sinn lofa og biðja
og þerra þrautatár.
Ég vil að lokum skora á borgaryfir-
völd að veita fé til Grundar til starf-
rækslu fullkominnar hjúkrunardeild-
ar.
HVÍTASUNNUHÁTÍÐ
KOLVIÐARHOU
1. - 3. júní 1979
Beðið eftir grænu Ijósi. Mynd Hörður.
Spurning
dagsins
Hvað ætlarðu að
gera um hvítasunnu
helgina?
Hilmar K. Jónsson: Fara út úr bænuim
og skemmta mér með félögum mínum.
Sigurjón Davið Kartsson: Ég verð bara
heima og horfi á sjónvarpið.
Grima Kristinsdóttir: Ég er ekkert farin
að hugsa út i það. Liklega fer ég þó
vestur í Dalasýslu.
min,-;,....
Elva Hauksdóttir: Ég ætla út á land, tíl
Stykkishólms þar sem ég á heima.
Guðlaug Ágástsdóttir: Ég fer lika til
Stykkishólms og ætia að slappa þar af
yfir helgina.
Gunnar Jónsson: Hvítasunna? Hvað er
nú það. Nei ég er sko ekkert að pæla i
svoleiöis hlutum.