Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979. 5 Borgarstjóm og menntamálaráðuneyti Geta friðað Bemhöfts- torfuna ef þau vilja „Hér á landi er það í höndum tveggja aðila að friða hús, bæði menntamálaráðuneytisins og sveitar- stjórna,” sagði Knútur Hallsson, skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneytinu, í samtali við DB. „Húsfriðunarnefnd gerir tiilögur til menntamálaráðuneytis- ins um friðun húsa í nánu samráði við sveitarstjórnir á hverjum stað,” sagði Knútur. þar með verði þau ekki rifin. Ljúki þar með margra ára þrefi um húsin, hvort þau skuli standa, hvort byggt skuli nýtt stjórnarráð eða hvað beri að gera. Borgarstjórn Reykjavíkur eða Hús- friðunarnefnd eiga því næsta leikinn ef áhugi er fyrir hendi að láta húsin standa. -BH Hvað varðar Bernhöftstorfuna margfrægu þá er það ljóst að tveir aðilar gætu, ef vilji væri fyrir hendi, friðað húsin, eða það sem eftir er af þeim, ef hugur stæði til. Menntamála- ráðuneytið gæti friðað húsin ef tillaga þar um kæmi frá Húsfriðunarnefnd að höfðu samráði hennar við borgar- stjórnina í Reykjavík. Þó virðist svo sem ein einfaldari leið sé'til, hún er sú, að borgarstjórnin í Reykjavík einfald- lega samþykki að húsin skuli friðuð og „Brunarústunum” að baki Bern- höftstorfu, gömlu geymsluhúsunum, hefur verið rutt burt. DB-mynd RagnarTh. /\oeins höfuðió a Bjarna stendur þarna upp úr grasflötinni á Mikiatúninu. Á minni myndinni sést hann stíga upp úr gröf sinni. DB-mynd Árni Páll. Gjömingur á Klambratúni: GRÓF SIG NIDUR r m m IJORDINA -ogdvaldiítvo tíma ,,Já, ég var að fremja gjörning eða flytja myndlistarverk,” sagði Bjarni H. Þórarinsson sem dvaldi neðanjarðar á Miklatúni sl. laugardag í tvo klukku- tíma. Var holan grafin aðfaranótt laugardagsins og upp úr hádeginu hvarf Bjarni ofan- í jörðina. Dvaldi hann þar siðan til um kl. þrjú um daginn. „Ég var að kanna samskiptarásir milli min og áhorfenda en þetta var algjör umbreyting á sarnskiptum mínum og þeirra er álengdar stóðu,” sagði Bjarni. „Gjörningur”, verknaður sá er Bjarni framdi þarna á túninu, er þýðing á enska orðinu „performance”. Vildi Bjarni með gjörningi þessum sýna fram á hvað frelsissvipting þýðir. Með því að grafa sig niður í jörðina og vera þar í tvo tima sviptir Bjarni sig fótum, höndum og búk en hefur einungis höfuðið til að þreifa á umhverfinu. „Vildi ég sýna hvað einstaklingurinn verður óskaplega lítill, bara háus upp úr jörðinni”. Tók Bjarni sig til vegna samkomu þeirrar er stóð yfir að Kjarvalsstöðum á vegum samtakanna Lífs og lands og var gjörningurinn vís- bending til samtakanna um ræktun mannlífsins. Var atburðurinn kvikmyndaður og Ijósmyndaður, er síðan hugmyndin að sýna myndirnar á iistasýningu á Ltalíu þar sem Galleri Suðurgata 7 hefur verið boðið að sýna en Bjarni er einn aðstandenda gallerísins. -BH. Formaður byggingamefndar andvfgur byggingarfram- kvæmdum „Ástæðan fyrir því að byggingar- nefnd samþykkti þetta var sú að fyrir lá samningur frá 1977 þar sem borgin heimilaði kaþólsku kirkjunni þessar byggingar,” sagði Magnús Skúlason arkitekt, formaður byggingarnefndar Reykjavikur, í samtali við DB. Kvaðst hann andvigur byggingarframkvæmd- um þeim er fram færu á Landakots- túninu þessa dagana og þvi er til stendur að byggja þar, hins vegar hafi borgin verið bundin af samningi þeim sem fyrri borgarstjórn gerði við kaþólsku kirkjuna á íslandi. Þó hafi borgarstjórn Reykjavikur ekki borið nein skylda til að gera þann samning 1977 því í gildi hafi verið samningur frá 1934 sem gerði ráð fyrir að ekki yrði meira byggt á Landakotstúninu. í samningum sem borgarstjómarmeiri- hluti Sjálfstæðisflokksins gerði við kaþólsku kirkjuna var gert ráð fyrir þeim húsbyggingum sem fyrirhugað er að reisa við Hávallagötuna, auk fleiri bygginga við gömlu kirkjuna og íþróttahús ÍR. í staðinn fékk Reykja- víkurborg afnot af Landakotstúninu milli Hávallagötu, Túngötu og Hóla- vallagötu sem opnu grænu svæði. Byggingar þær er byrjað verður á við Hávallagötuna eru biskupsbústað- ur, samkomusalur og skrifstofur. Eru það þrjú stór hús á 565 fermetra fleti auk þriggja bílskúra. -BH. Teikningin sýnir hvernig hinar nýju byggingar mun bera í kór I.andakotskirkju, séð frá Hó- vallagötunni. „Skyndimatstaöur” opnará Lækjartorgi 700 hamborgarar á klukkustund BQRGHRINN sKVNDíErmsmÐnR Næstu daga opnar nýr „skyndi- matstaður” t nýja stórhýsinu á Lækjartorgi. Slikir staðir eru fjöl- margir í öllum vestrænum borgum og margir munu t.d. þekkja McDonalds staðina sem þessi er sniðinn eftir. Er þetta fyrsti staður þessarar tegundar hér. Biðtími eftir hamborgara á Borgaranum, eins og nýi staðurinn á að heita, á ekki að verða nema um 2 mínútur þegar starfsfólk er komið í þjálfun. Franskar kartöflur verða seldar með, gos og is. Matur á slíkum stöðum er miðaður við að fólk snæði hann með höndun- um, líkt og pylsur. Færibandakerfi mun flytja hamborgarana heita fram i afgreiðsluna og halda þeim heitum. Getur það hitað og keyrt fram allt að 700 hamborgurum á klukkustund við full afköst. Réttirnir afgreiðast i sérstökum umbúðum til hagræðis fyrir þá sem vilja taka þá með sér. Forstöðu- maður hins nýja staðar er Jón Helgi Jóhannesson. -GS. Áf engiskaup stjómarráðsmanna —athugasemd f rá ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins Akureyri: Freyr forseti bæjarstjómar Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Akureyri, var nýlega kjörinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar næsta árið. Kosið var samkvæmt samkomu- lagi sem nýi meirihlutinn á Akureyri — Framsókn, Alþýðuflokkur og Samtökin — gerðu með sér i upphafi kjörtímabilsins. Fyrsti varaforseti bæjarstjómar var kosin Soffía Guðmundsdóttir, Abl., en annar varaforseti Ingólfur Árnason fráSamtökunum. Í bæjarráð hlutu kosningu Sig- urður J. Sigurðsson frá Sjálfstæðis- flokki, Sigurður ÓIi Brynjólfsson frá Framsókn, Freyr Ófeigsson, Soffía Guðmundsdóttir og Ingólfur Árna- son. -ÓV. Hr. ritstjóri. Að undanförnu hefur rými verið varið í blaði yðar til að fjalla um áfengiskaup starfsmanna Stjórnarráðs- ins. Meðal þess sem fréttnæmt hefur þótt er að ráðuneytisstjóri fjármála- ráðuneytisins hafi tjáð sig fáfróðan um kaup þessi með öllu en af skrifum blaðs yðar er ljóst að þar er ráðuneytisstjór- inn talinn fara með ósannindi. Mér er ekki í minni að hafa átt önnur orðaskipti við blaðamann Dagblaðsins um mál þetta en þau að ég vildi engu bæta við frétt er blaðið birti samkvæmt meintu viðtali við fjármálaráðherra. Um málið sjálft tjáði ég mig ekki. Ég hef hins vegar fjallað áður um áfengis- kaup þessi i tengslum við athuganir Alþýðublaðsins á sams konar máli fyrir þremur árum. Jafnframt hefur yfir- skoðunarmönnum ríkisreiknings verið gerð grein fyrir viðskiptum þessum og má i því sambandi vísa til ríkisreikn- inga fyrir árin 1971, 1972 og 1977, en sá siðasti þeirra var til umfjöllunar og samþykktar á Alþingi nú í vor. Virðingarfyllst, Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.