Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979. Hf. Raftækjaverksmiöjan Hafnarfirði og verzlunin Rafha Austurveri Reykjavík verðá lokaðar vegna jarðarfarar Axels Kristjánssonar forstjóra miðvikudaginn 13. júní nk. frá kl. 12. Hf. Raftækjaverksmiðjan Húsnæði til leigu í húsi Egils Vilhjálmssonar hf. að Laugavegi 118, 2. hæð, eru til leigu 240—250 fm. Um það bil helmingur húsnæðisins er laus nú þeg- ar en hitt losnar á næstunni. Nánari uppl. á skrifstofunni. Egill Vilhjálmsson hf., Laugavegi 118, sími 22240. LAUSARSTÖÐUR Kennarastöður við Fjölbrautaskólan'n á Akranesi eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar sem um er að ræða eru: Stærðfræði, eðlis- og efnafræði, danska, franska, sérgreinar á heil- brigðissviði og sérgreinar á tréiðnabrautum. Æskilegt er að kennarar geti kennt fleiri náms- greinareneina. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 5. júlí nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Manntamálaréfluneytið, 7. júní 1979. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir maímánuð er 15. júní. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 8. júní 1979 Vilmundur Gylfason alþingismaður. DB-mynd Ragnar Th. — spyr Vilmundur GyKason „Síðastliðið sumar las ég það i blöðum að það væri mér að þakka hve vel tókst til í kosningunum. Er það þá ekki eðlilegt að það sé mér að kenna þegar illa gengur?” sagði Vilmundur Gylfason alþingismaður þegar hann var beðinn að segja álit sitt á úrslitum skoðanakönnunar DB um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í gær. „Ég hef tilhneigingu til að taka þessar skoðanakann- anir mjög alvarlega og sé enga ástæðu til að taka hana síður alvarlega núna, þegar hún gefur þessa vísbend- ingu, en þegar þær hafa gefið aðrar vísbendingar. Þetta eru auðvitað tíðindi sem ég og aðrir alþýðuflokksmenn munum ræða mjög ítarlega í okkar hóp,” sagði Vilmundur ennfremur. -GM. Engar líkur á þessu fylgis- tapi Alþýðubandalagsins — segir Svavar Gestsson „Á undanförnum mánuðum hafa stjórnarflokkarnir tekizt á um efna- hagsstefnuna fyrir opnum tjöldum. Þetta er gagnstætt því sem áður var og hefur verið kallað áróðursstríð. Fyrir Alþýðubandalagið og stjórnar- flokkana sýnir þessir skoðanakönnun ykkar að stjórnarflokkunum ber skylda til þess að ná samstöðu um raunhæfar, efnislegar tillögur. Þeir verða að láta af áróðursstríðinu og taka upp heillegri vinnubrögð,” sagði Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra í samtali við DB. „Það hefur verið talsverð óánægja með launamál víða um landið. Ég held að þaklyfting flugmanna hafi haft viðtæk áhrif, sem fyrst komu fram í atkvæðagreiðslu BSRB, og sjá má merki hennar í þessari könnun. Ég tel engar líkur á því að Alþýðu- bandalagið verði fyrir fylgistapi af þessu tagi. Annars er sókn íhaldsins ískyggileg þegar haft er í huga að efnahagsstefna þess felur í sér stór- fellda kjaraskerðingu. En ég bendi á að af 300 manna úrtaki ykkar svarar aðeins um helmingur en kjósendur á Svavar Gestsson viðskiptaráðherra. DB-mynd Hörður. landinu erum um 100 þúsund. Og það er reynslan að þeir sem styðja stjórnarandstöðuna eiga jafnan auðveldara með að tjá hug sinn í svona könnunum.” -GM Er það ekki mér að kenna? Bílasalan Skeifan Skeifunni 11. Símar: 84848 35035 Meóal annars á söluskrá! Blazer KS árg. 1973, rauðsanseraður, aflstýri og -bremsur. Skipti. Verð 3.9 millj. VW Karman Ghia, blár, beinskiptur. Verð900 þús. Mazda 929 árg. 1978, ekin 29.000 km. Verð 4.5 millj. G.M.C. Rally Wagon, rauður og gulur, árg. 1978, ekinn 7 þús. milur. 8 cyl. 350 cub., sjálfskiptur, aflstýpi og -bremsur. Verð 7.4 millj. Mercedes Benz 200 árg. 1974, drapp- litaður, 5 cyl., sjálfskiptur, aflstýri og -bremsur. Skipti. Verð 5.6 millj. Það stóla ekki allir bókaútgef- endur á jólavertíðina, a.m.k. ekki þeir sem gefa út af hugsjón. Einn þeirra er Ragnar í Smára en Helgafell hefur nýverið sent frá sér tvær bækur. Önnur þeirra heitir Verksum- merki og er þriðja ljóðabók Stein- unnar Sigurðardóttur en fyrri bækur hennar eru Sífellur (1969) og Þar og þá (1971). Þeir sem fylgdust með Listaskáldunum vondu munu eflaust bera kennsl á mörg ljóðin í nýju bók- inni en flest hafa ekki áður heyrzt eða birzt opinberlega. 1 annan stað gefur Helgafell út Vettvang dagsins, sem er endurútgáfa^ á ritgerðum Halldórs Laxness, en sú bók kom fyrst út árið 1942 og hefur að geyma margar merkilegustu og skemmtilegustu ritgerðir skáldsins, m.a. um Laxdælu, landbúnaðarmál, drykkjuskapislendingao.rn.fi. -A.I. Steinunn Sigurðardóttir Halldór Laxness.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.